Þjóðviljinn - 19.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.01.1963, Blaðsíða 4
ÞJOÐVTLJfNN Laugardagur 19. janúar 1963 Hver er tilgangurinn með íþróttafélöirum? Þegar nútímaíþróttir fóru að ryðja sér til rúms um 03 eftir aldamótin síðustu, munu ýmsar ástæður hafa legið þar á bak við. Ekki er ósenni- legt að fyrat og ri-errcr ftafi æskumenn þeirra tíma hrifizt af þeirri sjálfstæðwbaráttu sem þá var komin vel á veg, og talið að það væri vænlsgt til árangurs að *ska lands- ins væri andlega og líkamlega vel gerð. Þeir hafa eflau.st verið minnugir afreka fovn- manna í íþróttum, og hv3ða álitsauki það var að vera vel íþróttum búinn. Það gæti sem sagt orðið innlegg í þá baráttu sem þá stóð yfir. Líkamlegt atgjörvi og andleg reisn var í beirra augum það sem æsku íslands bar að efla, ef hún ætti að geta tekið að sér þá ábyrgð sem aukið sjálfstæði hafði í för með sér. Fyrst kom þetta fram sem veruleg hreyfing og hugsjón með stofnun ung- mennafélaganna, sem höfðu þessi mál svo mjög á stefnu- skrá sinni. Máttur samtakanna Áður stóð æskufólkið dreift, og þekkti lítt eða ekkert tJl félagastarfsemi, þar sem unn- ið var saman eftir settum reglum, þar sem menn bund- ust samtökum um tilte'rin verkefni. Þetta varð einnig afl — sjálf samtökin sem gerðu átakið ennþá sterkara og meira. Það má líka segja að án félaga,-og þeirrar sam- vinnu sem þar átti sér stað, var nærri óhugsandi að koma þeim hugsjónum í framkvæmd sem vöknuðu um þetta leyú. Hefur þessi grundvöll.ir undir stofnun og starfi íþrótta- félaga á nokkurn hátt breytzt í þau meira en 60 ár sem iið- grem in eru, síðan fyrstu íþróttafé- lögin sáu dagsins ljós á landi hér? Flestir munu álíta að svo sé ekki, og það þó við höf- um hlotið sjálfstæði og sigrað í sjálfstæðisbaráttunni. Ef bet- ur er að gætt verður íslenzka þjóðin að varðveita þetta sjálfstæði, og það verður svo bezt gert að á hverjum stað starfi menn með líkamlegt a1- gjörvi, menn sem hafa fengið þjálfun til að afreka ekki að- eins í íþróttum heldur engu síður í starfi sínu fyrir þjóð- félagið, 1 dag er enn meiri þörf fyrir slíka starfsemi en fyrir 60 árum. Þá fengu flest- ir mikla bjálfun í því að halda um árahlumm að vetram, halda á orfi á sumrum cg að elta búsmala um heiðar og haga næstum allt árið. Vélaöldin hefur gert það að verkum, að æska þjóðanna verður að leita til íþrótta og útilífs tfi þegs að bæta upp hið skaðlega áreynsluleysi nú- tímalífsins. Tómstundir eru margfalt fleiri en áður og margfalt meira til af því sem afvega- leiðir æskuna, en var fyrir 60 árum. Það er því óhsett að slá því föstu, að í dag er að þessu leyti miklu meiri þörf fyrir félög sem vinna að Ifeil- brigðum málefnum — málefn- um sem beina æskunni frá skaðlegum lifnaðarháttum < g laða unga fólkið til leikja og æfinga í góðum félagsskap. Það má því segja að höfuð- tilgangur íþróttafélaganna ,-é að skapa sterka og heilbrigða einstaklinga, með sterkan vilja og sjálfstæða hugsun. Meðalið til að ná þessu marki er svo leikurinn, íþrói.t- in, hreyfingin sem öllu heil- brigðu fólki er í blóð borin, svo og íélagsstarfið. Að í- þróttirnar og starfsemin haíi meir og meir hallazt að þ ví að skapa afreksmenn, keppn- ismenn, þar sem sigurinn og stigin eru mest metin en at ýmsum ástæðum ekki unnið á þeim forsendum að fa sem flesta með, breytir engu am það, að félagið og tilgangar- inn með því er það sem gerir mögulegt að halda íþrótta- hreyfingunni uppi í skipulegu starfi. Höfuðtilgangurinn með starfi íþróttafélaganna á að vera uppeldisstarf, að þroska þá æskumenn sem til þeirra koma bæði andlega og líkam- lega. Vera heimilunum til að- stoðar við að verja unga fóik- ið fyrir allskonar óheppileg- um áhrifum sem svo víða leynast á vegi þess. Það ->ru því engin smá verkefni sem íþróttafélögin hafa með hönd- um. Tilgangur þeirra er auð- sær og mikilvægur. Frímann. I ! 1 I \ I \ \ k Monte Carlo-kappaksturinn hefst í dag í dag leggja um 350 j ur leggja af stað frá 8 kappakstursbílar af stað í frægustu kapp- aksturskeppnna, Monte Carlo-kappaksturinn, sem árlega vekur heimsathygli. Keppend- Alit ÍR-stjórnar á máli Vaíbjarnar Vegna fyrirspurnar um íé- lagaskipti Valbjarnar Þor- lákssonar gaf stjórn ÍR eftir- farandi yfirlýsingu á fundi með blaðmönnum í gær: — Ef íþróttamaður ætlar eð keppa fyrir annað félag en hann hefur gert, þarf sam- kvæmt lögum ÍSÍ að tilkynna það til sérsambands eða sér- ráðs með minnst mánaðar fyr- irvara. Væri æskilegt að fá úr því skorið, hvort hin marg- græddu félagaskipti Valbjarn- ar ' Þorlákssonar hefðu fanð eftir settum reglum. Stjóm ÍR vill þó taka það fram, að hún vill á engan hátt hindra að Valbjöm eöa nokkur annar keppi með ‘pví félagi er hann óskar. — Stjóm ÍR gat þess, að h’in hefði áskilið sér rétt til kæru, ef hér reyndist ekki hafa ver- ið farið að lögum. Þótt stjórn- in teldi að sjálfsögðu hverj- um manni frjálst að keppi fyrir það félag er hann ósk- aði, þá væri æskilegt að íé- lagaskipti gerðust á löglegan hátt og í samræmi við reglur -þróttahreyfingarinnar . mismunandi stöðum í Evrópu: Aþenu, Lissa- bon, París, Frankfurt, Glasgow, Monte- Carlo, Varsjá og Stokkhólmi. Eftir að þátttakendur hafa ekið rúmlega 3000 km hver frá sínum upphafsstað, koma beir til franska bæjarins Chambery. Þaðan aka þeir allir sömu leið til Monte Carlo. Þessi síðasti hluti keppninnar er um 900 km langur. Keppnin þennan síðasta spöl er jafnan æsispenn- andi, og þama ráðast úrsiit þessarar löngu keppni. Skipuleggjendur keppninnar leitast við að Xáta keppendur mæta svipuðum torfærum á hinum átta mism'unandi leiðum þar til komið er til Chambery. Flestir keppenda leggja af stað frá Stokkhólmi, eða 80—90 bíl- ar, þar af 24 frá Noregi. Á öllum leiðum eru vissir eftirlitsstaðir, og ef keppendur koma ekki til beirra fyrir til- skilinn tíma, þá fá þeir frá- dráttareinkunn. Búizt er við allgóðu veðri á leiðinoi frá Stokkhólmi en hætt er við hálku vegna kuldanna í Evr- ópu. Engin hvíld Þessi keppni er ekki háð í Framhald á 8. síöu. Framkvæmda- stjóríráðinn Ný námskeið í íþróttum undan íþróttafélag Reykjavíkur hefur á prjónunum ýms nýmæli í íþróttastarfinu. Má þar m.a. nefna námskeið fyrir ungt fólk og almenning í frjáls- um íþróttum og skíðaíþróttinni, en öll slík við- leitni til að laða fólk að íþróttaiðkun og útilífi er mikils virði. Stjóm ÍR hefur nú fastráðið ungverska íþróttaþjálfarann Simon Gabor til 1 Vs árs, og mun hann verða frjálsíþrótta- þjálfari félagsins og einnig leið- beina hinni nýstofnuðu lyít- inga-deild IR. Námskeið fyrir skólanemendur 3. febrúar hefst á vegum IR námskeið í frjálsum íþrótt- um, sem ætlað er nemndum framhaldsskólanna. Kennt verð- ur í iR-húsinu á sunnudögum og stendur námskeiðið til vors. Vonandi notar skólaæskan þetta tækifæri tii að kynnast frjálsum íþróttum, sem hvergi munu vera á dagskrá íþrótta- kennslunnar í skólunum sjáLf- um. Vornámskeið Með vorinu mun IR efna til frjálsíþróttanámskeiðs í svip- uðum dúr og félagið efndi til í fyrravor á Melavellinum og gaf góða raun. I sambandi við vornámskeiðið verður efnt til útbreiðslumóta fyrir ýmsa ald- ursflokka, allt niður í 8 ára aldur. þessari fjölskrúðugu dagskrá ætti að vera eitthvað fyrir aUa. Skíðaáhugi Sumarbúðir ÍR hefur tekið Reykjadal í Mosfellssveit á leigu 18.—?8. júní n.k. og verður þá efnt til sumarbúðanámskeiðs ÍR í frjálsum íþróttum fyrir þá sem eru 12 ára og eldri. Aðalkenn- ari verður Simon Gabor, en allir beztu frjálsíþróttamenn IR munu einnig leiðbeina. Þetta fpölbreytta útbreiðslu- starf ÍR í frjálsum íþróttumt ætti að verða til þess að hvet ja j fjöida ungs fólks til að kynna sér íþróttma og iðka hana. I Slagsmál á vellinum Það urðu hörkuslagsmál í tir- slitaleik grísku bikarkeppninn- ar fyrir skömmu. Leikmönnum hitnaði fyrst svo í hamsi að beir létu hendur skipta, og þá gáto ofsafullir áhorfendur ekki setið á sér heldur blönduðu sér > viðureignina. Einhver taugaó- styrkur náungi varpaði reyt- sprengju inn á völlinn og atlt ler.ti í öagþveiti. Fjöldi manna slasaðist í viðureigninni. ÚrsUt þessr. róstursama leiks urðu þau, að „Olympiacos" sigraði ,,Panathinaikos“ með 1:3. Myndin er tekin þegar lög- reglan er að sdlla til friðar á vellinum. Skíðaiðkun á vegum ÍR hef- ur aukizt og margfaldast við tilkomu hins nýja skíðaskála félagsins. Milli jóla og nýárs var efnt til skíðanámskeiðs fyr- ir unglinga og böm við ÍR- skálann. Skíðaskálinn hefur verið fullsetinn allar helgar i vetur, enda er alltaf skíða- snjór i grennd við hann og skíðalyfta í gangi. Fyrsta skíðamótið sunnan- lands — Meistarakeppni ÍR — var háð um síðustu helgi. Valdemar örnólfsson sigraði í karlaflokki en Jakobína Ja- kobsdóttir í kvennflokki. ÍR mun sjá um Skíðamót Reykjavíkur, sem verður háð síðustu helgina i febrúar og fyrstu helgi í marz. Verður þá keppt í alpagreinum og einnig í stökki og göngu, en norrænu greinamar hafa lengi legið niðri á Reykjvikumiót- unum. I sumar var undirbúinn stökkpallur við skálann. Almenningsmót Ætlunin er að hafa á vegum IR skíðakennslu á hverjum sunnudegi í vetur. Þegar fer að líða á veturinn verður efnt til hæfnikeppni fyrir almenn- ing. Verður hverjum og ein- um, sem stendur vissa skíða- braut á vissum tíma, veitt séc- stök viðurkenning, og ætti það að vera fólki hvatning til fram- fara að geta þannig mælt hæfni sína. IR hefur leitað fvnr sér er- lendis í því skyni að íá ráðinn hingað erlendan skíðakennam frá Svíþjóð eða Austurríki, en ekki er enn vitað hvort ráðn- ing tekst, en ef úr verður mun kennarinn leiðbeina almenningi jafnt sem keppendum félagsins. F ramkvæmdast jórí osr skrífstofa Stjórn IR hefur ráðið fram- kvæmdastjóra fyrir félagið. Er það hinn góðkunni frjálsi- þróttamaður og íþróttakennari Höskuldur Goði Karlsson. Mun hann vinna að eflingu og sam- ræmingu félagsrekstursins, og á- samt stjórninni vinna að efl- ingu íþrótta- og félagslífsins. Þá hefur IR opnað skrifstofu í iR-húsinu, og verður nún framvegis opin alla virka daga kl. 5—7 siðdegis. Þar verðar framkvæmdastjóri félagsins. og væntir stjóm þess að þessi nýskipan félagsmálanna verði til þess að auka tengslin milli stjómar og félagsdeilda og til eflingar félagsstarfínu í heiid. deildir 1 IR er unú starfandi sjö íþróttadeildir: Frjálsíþrótta- deild, sunddeild, skíðadeild, Reynir Sigurðsson, formaður IR. körfuknattleiksdeild, hand- knattleiksdeild, fimleikadeild og lyftaingadeild. Lelkir í kvöld og á morgun Næstu leikir á íslandsmót- inu í handknattleik fara fram í kvöld og á morgun. I kvöld verða þessir þrír leikir og hefst sá fyrsti kl. 8.15: 3. fl. karla A: 1Á — Breiða- blik. IX. deild karla: Ia — Ar- mann. Breiðablik — Haukar . Síðdegis á morgun, sunnu- dag, fara fram þessir 8 leik- ir, og hefst sé fyrsti kl. 2: 3. fl. karla A: Breiðablik — Haukar. ÍA — FH. IR — Valur. IBK — KR. 2. fl. karla A-riðilI: lA — ÍBR. 2. fl. karla B-riðill: KR — FH. Þróttur — Haukar. II. deild karla: lA — Valur. Annað kvöld kl. 8.15 hefjast leikir í I. deild karla. Verða leiknir tveir leikir og má bú- ast við spennandi keppni. Leikirnir verða þessir: KR — FH. Fram — ÍR. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.