Þjóðviljinn - 19.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.01.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞJÓBVÍLJINN Laugardagur 19. janúar 1963 Sótarí i Beríín og farsæ/t nýtt ár I Hræisla varð aldurtiSi annars Síams-tvíburans Sótarar boða hamingju — og hvergi er greinilegra en í hinni tvískiptu Berlín að ham'ingjan er einkum fólgin í friði og sátt- um. Ilamingjuboöbcrinn svarti situr í hásæti sínu í miðri stór- borginnli og horfir yfir hið nýja miöhverfi scm verið er að reisa umhverfis Alexander Platz í Austur-Berlín. Nýtt ár er að liefja göngu sína og við skul- um vona að það verði farsælt Kjaradeila sviptir London Ijósi og yl Lundúnabúar veröa að spara Ijósmctið um þessar mundir. Eftir síðustu helgi var slökkt á öllum hinum fjörlegu ljósaauglýsingum í hjarta borgarinnar og mun það vera í fyrsta sinn scm slíkt gerist cftir stríð. Ljósleysið stafar af þvi, að starfsmenn í rafstöðvunum eru óánægðir með laun sín. Deilan stendur um 70 aura á klukku- stund. Þeir hafa gripið til þess að vinna aðeins dagvinnu og neita allri eftirvinnu. Afleiðing- in er sú að rafmagnsframleiðsl- an rýmar jafnframt því sem vetrarhörkurnar krefjast meira. Lundúnasvæðið hefur orðið einna harðast úti. Undanfarna daga hefur straumstyrkurinn verið minnkaður á vissum tím- um og mikill hluti íbúanna hefur orðið að láta sér hálf- rökkrið nægja. Kalt borð Yfirvöldin hafa látið útvarpa áskorun til almennings um að nota rafmagnstæki eins lítið og unnt er á umferðartímunum svo að fólk komist heim til sín með neðanjarðarlestum og öðr- um rafknúnum íarartækjum. En nú er mjög kalt í veðri í Bretlandi og því er von að fólk muni í heita máltíð þegar fyr- irvinnan kemur heim skjálf- andi af kulda. Enginn veit hvenær kemur að því að rafmagnið þrjóti al- veg, en síðastliðinn mánudag var skorturinn orðinn alvar- legur. Til að hjálpa upp á sak- -4> Mannekla torve/dar krabbameinsvarnir Fleiri sérmenntaðir læknar og starfsmenn í rannsóknar- stofum mundu gcta hindrað dauða margra þeirra, sem nú deyja af völdum krabbamcins, vað niðurstaða ráðstefnu sér- fræðinga, sem Evrópudcild Al- þjóðaheilbrigðismálasto.fnunar- innar (WIIO) kvaddi saman ný- lega í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan fjallaði um notk- un „cytologi1 í baráttunni við krabbamein. „Cytologi“, sem byggist á því að rannsaka sell- ur úr hinum ýmsu vofum lík- amans. er beitt til að finna krabbamein, áður en það nær að breiðast út. Aðferðinni er beitt í flestum löndum Evrópu. en aðeins í mjög takmörkuðum mæli enn sem komiö er. Á árunum 1958—1959 létust 20.000 evrópskar konur af krabbameini í leghálsi. Helm- ingur þessara kvenna fékk sjúkdóminn áður en þær náðu 55 ára aldri. Ráðstefnan komst að þeirri niðurstöðu, að stór hluti þessara kvenna væri enn á lífi, hefði sjúkdómurinn verið uppgötvaður í tæka tíð og kon- umar teknar til aðgeröar. „Cytologi“ er nú einnig beitt til að finna krabbamein í öðr- um líffærum. t.d. blöðru, lung- um, beinum, maga, munnvatns- kirtlum og skj aldkirtli. Ástæðan til þess, að aðferð- inni er ekki beitt í ríkara mæli í Evrópu, er sú, að tilíinnan- legur sko--tur er á læknum með nauðsynlega sérmenntun og á starfsfólki í rannsóknarstofum. Ráðstefnan beindi þeirri áskor- un til hcilbrigðisyfirvalda í Evrópu að líta á „cjdologi“ sem viðurkennda aðferö til að finna krabbamein og undanfarandi sjúkdómeinkenni þess og jafn- framt að talca upp þessa að- ferð í hinni almennu baráttu gegn krabbamcini. Var lögö rík áhcrzla á hlutverk WHO aö því er snerti sérmenntun lækna og annars starfsliðs og heilið á stofnunina að leitast við að vinna bug á manneklunni. For- seti ráðstefnunnar var Hans Kottmeier dósent við Karol- inska Institutet í Stokkhólmi, og meðal annarra þátttakenda var Jens Nielsen prófessor við radíum-stöð Kaupmannahafnar. irnar slökktu öll meiriháttar fyrirtæki á ljósaauglýsingum sínum. Og myrkrið lagðist yfir þann hluta Lundúnaborgar sem venjulegast er fjörlegastur. Piccadilly, Trafalgar-torgið og Nelson-súlan hurfu í nátt- myrkrið. Diplómatar í kertaljósi Sumsstaðar í borginni hefur orðið algjörlega rafmagnslaust. Þannig fór meðal annars í bandaríska sendiráðinu, dipló- matamir urðu að glugga í skjöl sín í skímu kertaljósa. Margar verksmiðjur urðu að senda starfslið sitt heim vegna upp- hitunarleysis. Að minnsta kosti eitt meiri- háttar sjúkrahús í miðborginni lenti í sams konar klípu. Þar varð að fresta nokkrum skurð- aðgerðum vegna þess hve kalt var í skurðstofunni. Það er að vísu aðeins lítill hluti af starfsliði rafstöðvanna sem taka þátt í þessum aðgerð- um. Samt sem áður hefur þetta orðið til þess að verulegur raf- magnsskortur er í mörgum brezkum borgum, svo sem Brist- ol, Birmingham og Manchester. Deiluaðilar reyna að leysa mál- ið með samningum og á mánu- dagskvöldið fóru viöræður þeirra fram í skini kertaljósa í miðbiki London. n Enda þótt Sjang og Eng hafi vcrið hinir upprunalegu Síams-tvíburar, þá voru þeir alls ekki síamskir heldur kín- vcrskir. Og sú skoðun fólks að þeir hafi óumflýjanl. hlot- ið að deyja með nokkurra klst. millibili vegna liinna líkam- legu tengsla þcirra hefur held- ur ekki við rök að styðjast. Staðrcyndirnar cru skráðar i aldargömlum Iæknaskýrslum en hafa algjörlega vcrið snjð- gengnar þar til bandaríski há- skólakennarinn Worth B. Daniels rakst af tilviljun á sannieikann í krufningar- skýrslu: Eng dó af hræðslu. Annar í bindindi, hinn drakk Tvíburarnir fæddust árið 1811. Neðri endar bringubein- anna voru tengdir saman, einkum með brjóski og sin- um. Tengsl þessi urðu svo þjál að þegar drengirnir voru orðnir tíu ára gátu þeir stað- ið hlið við hlið. Þegar þeir voru 32 ára kvæntust bræð- urnir bandarískum kvekara- systrum. Sjang eignaðist tíu börn og Eng tólf. En enda þótt bræðurnir líktust mjög hvor öðrum og væru svo ná- tengdir var lunderni þeirra og heilsufar ærið mismunandi. Eng var bindindismaður, en Sjang þótti sopinn góður. Eitt sinn er Sjang var að ilis Engs. Þetta var í janúar- mánuði og kalt í veðri. Nótt- ina eftir vaknaði Eng og leið óþægilega. Hann kallaði á einn sona sinna og drengur- inn sagði: „Sjang frændi er dáinn“. Eng svaraði og sagði: „Þá fer ég sömu leiðina“. Inn- an þriggja klukkustunda og áður en læknir kom á stað- inn var Eng látinn. Unnt að bjarga Eng þjóri árið 1872 fékk hann slag og lamaðist aö nokkru leyti. Hlýddu ekki læknisskipun Daniels segir frá því að svo hafi borið við 1874 að Sjang kvartaði yfir sársauka í brjóstinu en hinsvegar leið Eng ágætlega. Læknir Sjangs skipaði tvíburunum að halda sig innan dyra. En samkvæmt vcnju þurftu þeir að flytja sig úr húsi Sjangs og til heim- Heimsins mestu skurðlækn- ar sem hvað eftir annað neit-. uðu að aðskilja Sjang og Eng í lifanda lífi hafa að öllum . líkindum haft á réttu að standa. Þeir höfðu ekki gegn- umlýsingartæki né aðra nú- tímatækni og gátu ekki geng- ið úr skugga um hve mikið af líffærum tvíburanna náði út í tengslin á milli þeirra. En krufning leiddi hinsvegar í Ijós að einungis lítill hluti af lifur Engs náði út í tengsl- in. Ef djarfur skurðlæknir hefði komið til skjalanna skömmu eftir dauða Sjangs hefði hann líklega getað bjargað Eng. Læknir einn sem rannsak- aði lík bræðranna skrifaöi: „Samkvæmt minni skoðun lézt Sjang úr heilablóðfalli. Eng dó að öllum líkindum úr hræðslu. Tæmd þvagblaðra hans bendir til mjög ákafrar | geðshræringar". I Ofneyzla vítamíns hefur hættulegar afleiðingar Vítamínskammtar eru vel auglýst vara og í Bandaríkjun- um og víðar úða mæðumar þeim í börn sín við morgun- verðarborðið. Or því vítamín gerir gagn á annað borð, hugs- ar fólk, þá hlýtur það að vera því betra sem meira er étið af því. Bandaríski læknirinn Char- les N. Pease er þó ekki á sama máli, að hans dómi ættu for- eldrar að gæta sín betur fyrir hættum þeim sem ofneyzla vítamíns getur haft í för með sér. Pease hefur ritað blaða- grein um þetta og nefnir mörg dæmi um skaðvænleg áhrif þess að neyta A-fjörefnis í ó- hófi. Fjörefni þetta hefur komið kyrkingi í börn og jafnvel gert það að verkum að annar fót- ur þeirra verður talsvert styttri en hinn. Jafnvel á fullkomnustu sjúkrahúsum íer eitrun af völdum A-vítamíns fram hjá læknunum vegna þess að ein- kenni hennar eru oft talin vera merki um syfilis, hvítblæði eða jafnvel skyrbjúg sem or- Atvinnuleysingjar Fyrir skömmu skýrði Þjóðvilj- inn frá atvinnuleysiinu á Norð- ur-Brctlandi og bágum lífskjör- um fólksins þar. Meira en fi00. 000 atvinnulcysingjar eru skráð- Ir í þessum landshluta og í sumum héruðunum cr nær tí- undi hvcr maður atvinnulaus, og verður að sjá fyrir sér og sínum með atvinnulcysisstyrkn- um, áttahundrað krónum á Viku fyrir fimm manna fjöl- sltyldu. Mynd þessi cr tekin í Liverpool og sýnir nokkra af hinum 37.000 atvinnulcysingjum borgarinnar. Þeir standa götuhornum og bíða. Annað hafa þeir ckki að gcra. sakast af skorti á C-vXtamini. En ef það kemur fram við gegnumlýsingu, segir Pease, að hinir brjóskkenndu vaxtarend- ar í beinum bamanna harðna fyrir tímann, þá ættu læknam- ir að vera á varðbergi gagnvart vítamín-eitrun. Á bamasjúkrahúsi einu í Chicago er átján ára stúlka sem Pease hefur fylgzt með frá því hún var á áttunda ári. Þegar hann sá hana í fy.rsta sinn var vinstri fótur hennar tveim -<$> þumlungum stytlri en sá hægri. Hann komst að þvi að þegar hún var þriggja ára hafði móð- ir hennar gefið henni daglega þrjár íullar teskeiðar af A- vítamíni — en það var um það bil 50 sinnum meira en drop- amir þrír sem læknirinn hafði ráðlagt vegna lítilfjörlegra út- brota. Unnt var að mæla of- neyzluna í blóði stúlkunnar. Þar voru 943 einingar af A- vítamíni en við eðlilegar ástæð- ur eru einingamar 30 til 60. Þrátt íyrir ítrekaðar tilraunir tókst Pease ekki að bæta stúlk- unni þann skaða sem hún þeg- ar hafði orðið fyrir. Stöðugt munaði 2 þumlungum á lengd fóta hennar. Stúlkan er auk þess óeðlilega lítil vexti. 1 annað skipti byrjaði móðir að gefa þriggja vikna dóttur sinni stóra skammta af blönd- uöum vítamínum. Bamið fékk auk þess eina eggjarauðu á dag og síðar grænmeti með miklu smjöri. Mataræði þetta hafði í för með sér gífurlega ofneyzlu A-víamíns. Nú er telpan níu ára gömul og hægri fótur hennar er þrem þumlung- um styttri en sá vinstri. Pease gefur þó góðar vonir um að unnt sé að ráða bót á miklu ef A-vítamípseitrunin er stöðvuð í tíma. Stúlka ein var rannsökuð er hún var aðeins 22 mánaða gömul og höfðu bein hennar þegar skaðazt. Hún er nú tólf ára og mismunurinn á lengd fóta hennar er aðeins fjórðimgur úr þumlungi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.