Þjóðviljinn - 19.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.01.1963, Blaðsíða 9
Þ.TÓBVILJINN SlöA 9 u Laugardagiir 15. janúar 1953 Lifili skrítni bakarinn í>au fóru nú í síðastaleik úti á graenu engi, svq fóru þau í ’feluleik Sum földu sig á bak vi'ð steina. og önnur í grænum lautum. Sum hlupu heim eftir aurum fil að kaupa brauð fyrir af litla. skrítna bakaranum. og önnur fóru að 1;ína blóm Þegar klukkutími var fið.inn kaþaði litli skritni bakarinn: — Brauðin eru bökuð brennheitar kökur. Allt sem þið viljið ég óðara læt, en góðmennskan ein fær gert þau sæt. Nú heyrðist dynjandi fóta- tak ótt og títt um allar göt- ur. og börnin dreif að eins og snjóflygsur í skæðadrífu. Þau hlupu úr öllum áttum heim til litla skrítna bakarans, sem var nú búinn að raða brauð- unum út um stóra, hvíta bo.rðið. — Þetta er mitt, sagði stærsti drengurinn, henti tveggja krónu peningi á borð- ið. þreif stæ.tsta brayðið og dró sig út úr tiþþess að get.a notið þess einn Þá kom annar æpandi: — Gef mér brauð. þetta er mitt, gef mér það fljótt. Sérðu ekki peninginn minn?, Láttu mig ekki bíða, Litli bakarinn sagði ekki orð. og hvorki varð honum að brosa eða ygla sig, og ekki Ur sögum Vellygna - Bjarna Bjami ..... ríður inn í Reykjavík og er þar um nótt- ina. Um morguninn er hann snemma á fótum og járnar þá jörpu með sexboruðum skafla- skeifum Þegar hanp er bú- inn að þvi og stiginn á bak, kemur fram stúlka með kaffi handa Bjarna. en þá var kom- inn í hann ferðahugur, svo að hann sinnti ekki stúlkunni og slær i klárinn, en jafn- framt gat súikan sett bollann á hestlendina. Það er frá Jörp að segja. að um leið og Bjarni sló í hana, tók hún svo snöggt viðbragð, að skeif- urnar undan báðum afturfót- unum stóðu fastar i næsta húsþili en hún hélt sprett- inum upp að Kalmannstungu. Þar fer Bjarni af baki og sér kaffiboilann á lendinni. .Törp var svo góðgeng, að ekk' hafði einn ein.asti dropi farið úr bollanum, og svo: var kaffið ennþá heitt. að ekki var auð- ið að drekka það heitara. Eftir litla viðdvöl heldur Bjami á stað frá Kalmanns- tungu og ríður norður Tví- dægru Þegar hann er kom- inp skammt á leið, kemur húðarhrakveður. Bjarna þótti leitt að riða í regni, svo hann slær. i Jörp, þegar fyrstu regn- dropamir komu á hann. Sú jarpa brá snöggt við og þaut af stað eins og örskot, og svo var hún fljót, að aldrei náði regnið lengra en á lendina á henni. og reið Bjami þó undan veðri. Þá sungu engl- arnir í loftinu: „Ó! góð er sú jarpa“ „Betri er hann Jarpur undan henni“. svaraði Bjami. „Herðið þið á skúrinni. Ég skal herða á merinni“. En englamir hafa víst ekki látið að orðum hans. því svo reið Biarni norður í Miðfjörð, að aldrei ná.ði skúrin honum. TTr Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar. Tii Ó$kdstynciariiinar ! 0 flýtti hann sér, þó að rekið væri á eftir honum. Hann fékk óþolinmóða drengnum brauðið. sem hann bað um og gætti vandlega að honum þegar hann var að draga sig út úr til þess að borða það einn. Nú komu margir í þvögu. hrintu og spörkuðu og ýttu og teygðu fram hendurn- ar með aurunum. Þegar þeim voru rétt brauðin. hrifsuðu þeir þau o.g hentust burt, án þess að þakka fyrir sig. En litlu þörnin horfðu á brauðin, með löngunarfullu augnaráði, en komu-st hvergi nærri. Litli, skritni bakarinn hélt áfram að afhenda og raða fallegu brauð- unum á hvíta borðið. Loksins fór ösin að minnka. Þá kom fallegur stilltur dreng- ur að borðinu. Hann rétti alla aurana sína að bak- aranum og keypti svo mörg brauð að hann gat gef- ið ölíum litlu bömunum, sem ekkert höfðu fengið Og svo fór á endanum. að ahir fen§u eitthvað. Allra minnsta stúlk_. an leiddi litla. halta dreng- inn, Þau voru himjnglöð og brosandi að borða pinuiitla brauðið sitt. sem þau voru búin að skipta á milli sín. En svo undarlega brá nú við, að allir þeir. sem brutu þessi litlu brauð sundur, fundu. að þau voru miklu stærri. en beim hafði sýnzt í fyrstunni. En nú fór alira stærsti dreng- urinn að yggla sig og gretta. — Þetta brauð er gallsúrt, sagði hann og beit á jaxlinn fokvondur. — En er það ekki brauðið þitt? spurði bakarinn. Varst það ekki þú, sem vildir boirð-’ það einn og gefa engum m°* þér? Þú skalt ekki kvarta yfm' brauðinu. sem þú hefur valið og veitt þér sjálfur. Þeir sem höfðu hrifsað brauðin og hlaupið burt, án þess að baklra, komu nú aU- ir til baka og kvörtuðu. — Við komum hingið til þess að fá góð brauð. sögðu þeir. — En svo fáum við súr brauð, klessubrauð. Þessi strákur þarna hefur gott brauð, því fáum við ekki gott brauð eins og hann? Litli, skrítni bakarinn brosti kynlega. — Þið völduð í flýti og bráðlæti, og eins og sá, sem er eigingjarn og engum vill gefa með sér. Ég gat ekki valið fyrir ykkur. það urðuð þið að gera sjálf og ég get ekki skipt við ykkur. En ég kem hingað aftur, og þá skul- uð þið reyna að velja betur. Þessi böm gengu burt. böa- ul og niðurlút Þau höfðu fengið nóg að hugsa um. En Htlu börnin og góði drengurinn sátu og borðuðu brauðin sín glöð og kát. Hvert smábrauð var brotið í marga bita, því öll vildu þau gefa öðrum með sér Og þeim þótti brauðið svo gott að þau höfðu aldrei bragðað neitt þvílíkt Nr. 1 Nr. 2 Hún móðir mín Flestir krakkar, sem eitt- hvað fást við að teikna hafa einhverntima reynt að gera góða mynd af henni mömmu sinni. En þið getið ímyndað ykk- ur að þær eru ólíkar, bæði mömmumar og myndirnar í hinum ýmsu löndum heimsins. Þessar myndir, sem við birt- um héma núna, eru teknar af handahófi úr stóru safni af myndum. sem börn frá mörg- um iöndum hafa teiknað af mæðrum sínum. Nú væri gaman ef þið vild- uð senda okkur myndir, sem þið hafið teiknað af mömm- um ykkar, og verða þær beztu valdar úr og birtar í Óska- stundinni. Mynd nr. 1 er frá Mexico, teiknuð af 6 ára telpu. Mynd nr. 2 er frá Japan, 11 ára telpa teiknaði. Mynd nr. 3. er frá ítaliu, teiknuð af 10 ára dreng. Mynd nr. 4 er frá Indones- íu, hún er eftir 9 ára dreng. Nr. 3 Nr. 4 Skrít/ur Flakkari nokkur kom á bóndabæ, og bauð bóndi hon- um vinnu gegn góðri borgun og þrem máltíðum á dag. „Hvað á ég að gera?“ spurði flakkarinn. „Taka upp kartöflur.“ Þá geispaði flakkarinn, teygði letilega úr sér og sagði: „Ætli það sé ekki heppi- legra að láta þann mann gera það, sem setti þær niður. Hann veit bezt. hvar þær eru.“ ■KWV Stúdentar stáía stfttu í Brussel 1 Brussel er frægur gos- brunnur: stytta af dreng sem pissar út í loftið. Fyrir fá- einum dögum var styttu þess- ari stolið að næturþeli og hauslaus eftirmynd skilin eft- ir. Ætlaði þá allt um koll að keyra í borginni því að stytt- an er gömul og fræg og virk- ar auk þess mjög lokkandi á ferðamenn. Þjófamir voru nokkrir stúd- entar í Antwerpen og skiluðu þeir styttunni til lögreglunn- ar eftir tvo daga. Munu þeir hafa stolið styttunni til að stríða hinum frönskumælandi íbúum í Brussel en eins og kunnugt er hafa miklar dylgj- ur verið milli Flæmingja og Vallóna að undanfömu. Styttan heitir Manneken- Piss og segir sagan að hún j sé af ungum dreng sem villt- ist og fannst aftur í þeim stellingum sem myndin sinir. I safni einu í nágrenni við sig á drengurinn fjöldan allan af einkennisbúningum og öðr- um klæðum sem honum hefur verið gefin. Meðal þeirra sem fært hafa honum góðar gjaf- ir eru Iæðvík fimmtándi og Napóleon Bonaparte. Ræða Stefáns Framhald af 5. síðu ið er staðráðið í því að láta kné fylgja kviði gegn verka- lýðshreyfingunni. Höfum við þá ástæðu til annars en svara með öllum okkar mætti, vilja og lægni, þegar um líf og frelsi samtakanna er að tefla? Við þá, sem skortir þrótt, við þá sem efast um til hve mik- ils sé að vinna skulum við segja, að eftir 15—20 ár verði þeir menn aumkvaðir meira en fólk nokkurra annarra tíma, sem þrátt fyrir góðæri og ofsa- legan gróða eignastéttarinnar, sívaxandi tækni og aukna möguleika til farsældar á flest- um sviðum létu drepa sig úr þrældómi íyrir smánarkaup og slæva og ónýta tæki sín til Bar- áttunnar. Einstakir atburðir sögunnar geta fært okkur þrótt en kröfur okkar eru til nútíðar og fram- tíðar. Við eigum að segja eigna- stéttinni hvað við eigum inni í bættum lífskjörum, styttum vinnutíma, vegna tæknifram- fara síðustu áratuga í öllum greinum verklegra fram- kvæmda. Við eigum að endur- skapa mat vinnandi fólks á sjálfu sér og vinnu sinni. Gefa því sjálfsvirðingu, sem ekki un- ir því að láta ræna sig í björtu. heldur heimtar sinn réttláta hluta lífsverðmætanna. Við vit- um að slíku sjálfsmati slíkri sjálfsvirðingu, slíkum kröfum til lífsins verður ekki fullnægt undir núverandi þjóMélagshátt- um, en þá fyrst, þegar fólk er sannfært um það, er það reiðu- búið til þess að fara leiðir sósí- alismans. Fólkið flykkist burt á vertíð DJÚPAVOGI 16/1 — Atvinna hefur verið afskaplega lítil hér á Djúpavogi síðan í haust, er sláturtíð lauk. Annar hinna tveggja stóru báta þorpsins, Sunnutindur (140 tonn), hóf Jnuveiðar upp úr áramótum. Hann er á útilegu. hefur land- að tvisvar, 25 tonnum í hvort skipti. Má segja, að vinnan við þann afla sé sú eina, sem hér hefur verið að hafa. Hinn bátur- inn. Mánatindur er á sildveið- um. Fjöldi fólks hefur farið héðan eftir áramótin í atvinnu- leit, aðallega í vertíðarvinnu. Þegar Heklan var hér á suður- leið síðast fóru með henni 20 til 30 manns. Heita má að fé’ags- líf liggi hér niðri. Á B. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.