Þjóðviljinn - 19.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.01.1963, Blaðsíða 10
10 SÍÐA GWEN BRISTOW: r I HAMINGJU LEIT ÞJOÐVILJINN fyrir að fjölskylda Selkirks hafi nuddað í lögreglunni að draga einhvem fyrir lög og dóm fyr- ir morðið, og svo hafi Reese ráðið þessa náunga fil að hafa upp á mér, svo að ég gæti tekið út hegninguna í hans stað. — Og þér haldið að þér yrð- uð dæmd? spurði Oliver. Florinda yPPti öxlum. — Reese getur mútað vitnum og ógnað lögreglunni, herra Hale, það kann ég ekki, Oliver kinkaði kolli hugsi. Hann spurði: — Voruð þér þama kvöldið sem atburðurinn gerð- ist? — Já, það var ég. Hún sagðj ekki meira. Oliver hugsaði sig um. Florinda hafði verið fastmælt. En Garnet sá að hún kreppti finguma um stól- bakið eins og hún þyrfti stuðn- 'ing og augun voru á verði. ;Gamet sá af svip Olivers að íhann var ekki ánægður enn. Hún spurði kvíðin: — Oliver. trúirðu henni ekki? — Jú, sagði Oliver. — Víst trúi ég henni. En hann horfði rannsakandi á Florindu. — Þér hafið ekki sagt okkur mikið, sagði hann. — Ekki það? spurði hún ró- 'leg. — Ónei, sagði Oliver. — Þér sögðuð að það hefðu verið að minnsta kosti fimmtíu sjónar- vottar að þessu í spilavítinu. Það hlýtur að vera einhver ástæða til þess að Reese skuli halda að hann geti fengið yður og ein- ’mitt yður dæmda fyrir morðið. Fiorinda lokaði augunum sem snöggvast og andaði ótt og títt. Það var eins og henni væri illt og reyndi að harka af sér. Gamet gekk til Florindu. tók utanum hana og tók sér stöðu eins og verndari. — Oliver Hale, sagði hún. — Þú átt að láta hana í friði. Florinda sneri til höfðinu. Það var svo mikil viðkvæmni í bláu augunum, að Gamet fann að hennar eigin augu urðu tár- vot. — Þökk fyrir, vina mín, sagði Florinda lágt. Hún gekk aftur að stólnum sem hún hafði áður setið í, sett- ist og lét höndiná hvíla á stól- bakinu Gamet stóð við hliðina á henni og hélt um hönd henn- ar meðan hún svaraði Oliver. — Herra Hale. sagði hún biðjandi. — Setjum nú svo að pg talaði til morguns? Hvað væri unnið við Það? Yðar vegna getur þetta allt saman verið uppspunl 'frá rótum til að vekja meðiumkun Florinda gat varizt árásum. en ekki blíðu. Garnet hafði hugboð um að Florinda hefði ekki kynnzt mjög mikilli blíðu á ævinni. Florinda sagði: — Og auk þess get ég ekki tal- að um það. Hún lagði ennið fram á hand- legginn. Það brakaði í silki- kjólnum þegar hún hreyfði sig og ljósið dansaði í skartgrip- unum — það var eins og búning- ur hennar gerði gys að henni þegar hún sagði: — Neyðið mig ekki til að segja meira. Hún gaf frá sér lága stunu — Herra Hale, hef- ur það aldrei komið fyrir yður, að þér gætuð ekki talað um eitthvað? Eitthvað sem bér reynduð að afmá úr huga yðar og gleyma. vegna þess að þér mynduð missa vitið ef þér gleymduð því ekki? Oliver bandaði til hendinni eins og þetta kæmi óþægilega við hann. Hann svaraði ekki. Hann gat það ekki. því að slikt hafði aldrei komið fyrir hann. Garnet fór að velta þív fyrir sér. hvort Oliver hefði nokkum tíma orðið að reyna eitthvað hræðilegt Jæja. hún hafðj það ekki heldur. þegar hún hugsaði sig betur um. en henni fannst hún eiga svo auðvelt með að skilja Án þess að lyfta höfðinu sagði Florinda: — Ég bið ykkur aðeins að hjálpa mér burt héðan Ég get borgað fyrir mig. Það er sama hvert ég fer. Ég get farið til Evrópu. til Suður-Ameriku. ég get farið til einhvers smábæjar upp með ánni og farið að sauma fyrir fólk, ég skal aldrei fram- ar valda neinum vandræðum. En sendið mig ekki aftur til New York! Oliver reis á fætur. — Ham- ingjan góða. Florinda, hrópaði hann. — Ég bið þig að fyrir- gefa. Hann lagði höndina á öxl henni. — Það liggur í augum uppi. bætti hann við. — að þér eigið ekki skilið að lenda í ríkis- fangelsinu i New York. Að öðru leyti kemur mér þetta ekkert við. Florinda leit upp. — Þökk fyr- ir. sagði hún mjúkum rómi. — Kærar þakkir. Og fyrirgefið að ég skyldi tapa mér sem isnöggvast. það skal ekki koma fyrir aftur. Oliver brosti líka. — Burt með ajla viðkvæmni. Hann leit á Garnet Andlit hans var aft- ur orðið glaðlegt. — Og þar sem gistihúsið er umsetið eins og virki. sagði hann. — og það er maður í herbergi Florindu, svo að ekkj er hægt að ná í dótið hennar — tja, þá er víst bezt að fara að velta fyrir sér hvemig við eigum að koma Florindu burt úr borginni. 8 Þau ræddu þetta vandamál. Florinda vissi ekki hvers konar menn héldu vörð við dymar, en hún sagði að Reese hefði áreið- anlega gætt þess að ráða að- eins menn sem þekktu hana í sjón. Hún hefði verið á leiksvið- inu alla sina ævi og þúsundir af fólki vissu. hvernig hún leit út. Oliver var sammála þvi. — Ég held það verði engum vandkvæð- um bundið að koma yður út i skip, bætti hann við. — ef okk- ur tekst aðeins að koma yður framhjá vörðunum við dyrnar og inn i lokaðan vagn. En það verður erfitt að koma yður út af gistihúsinu. Florinda studdi hökunni á höndina. — Eru engin ráð til að gera mig óþekkjanlega? Garnet skellti upp úr. Hún ætlaði ekki að gera það, en henni varð það á. — Óþekkjanlega? endurtók hún. — Þig? — Já. vina mín, ég skil hvað þú átt við En annar kjóll myndi bæta úr skák. Oliver hristi höfuðið. — Auð- vitað getum við útvegað yður óbrotnari kjól. En hann horfði á silfurgljáandi hárið og glæsi- legt vaxtarlagið. — En það er ekki nóg — Fari það grábölvað. sagði Florinda. Enginn sagði neitt. Þá tók Gamet andköf. hún hafði feng- ið hugmynd — Nú veit ég það! hrópaði hún. — Ég veit það. Plorinda, viltu gera nákvæmlega það sem ég segi þér? — Já auðvitað. elskan. sagði Florinda. — Hvað er það? — Jæja, hlustaðu nú á. Ef þú getur haft taumhald á tung- unni og ekki talað um fjandann og helvíti og brennivínsflösk- ur — — Góða bezta, ég skal tala eins og engill. og hvað meira? — Það eru til konur sem geta gengið um með blæju fyr- ir andlitinu og í fötum sem dylja vöxtinn og allir hörfa und- an í virðingu. — Hvers konar kvenfólk, í 'hammgju bænum? spurði Oliver. — Ekkjur, sagði Gamet. — Kona sem er nýorðin ekkja er með svarta blæju sem nær niður að hnjám. — Það er alveg rétt hjá þér, sagði Oliver með aðdáun. — Þú ert snillingur, sagði Flor- inda. — Getum við náð í svona búning? — Já, já. Þannig búning er atltaf hægt að fá keyptan í hvaða stórborg sem er. Konur eru alltaf að verða ekkjur, sum- ar mjög óvænt. Það em sérstak- ar verzlanir. sem selja sorgar- búninga. Það þekki ég. Florinda var himinlifandi. Eft- ir nokkrar umræður. fór Oliver að gera áætlun. Oliver var far- inn að skemmta sér vel. — Ég get farið niður í af- greiðsluna og sagt að frænka mín sé nýkomin hingað frá plantekru suður með ánni. Hún ætli að fara með skipinu til — já, þangað sem bátur fer í kvöld, ég þarf að kynna mér það fyrst. Er ekki nokkurn veg- in sama hvert þér farið? — Alveg sama. Ég fer þang- að sem ég kemst. — Hún elsku frænka min varð fyrir mikilli sorg, hélt Oli- ver áfram, — því að maðurinn hennar var jarðsettur í vik- unni sem leið — Hún fylgdi manninum sín- um suður á bóginn, bætti Garnet við — í von um að hann hresstist í hlýja loftsláginu. Nú er hún á leið heim. — Ágætt, það skýrir hvers vegna hún fer í ferðalag strax eftir lát mannsins. Hún ætlar að leita huggunar hjá fjölskyldu sinni Meðan hún biður eftir skipinu, annast konan mín hana. Hún má ekki við neinu ónæði. — Og gerir enginn neina at- hugasemd við það að þessi syrgjandi frænka yðar sást aldrei koma inn í húsið? spurði Florinda. — Ef einhver spyr. þá segist ég hafa komið með hana inn um hliðardyr. vegna þess að hún vilji sem minnst láta á sér bera. Annars held ég ekki að Maury angri okkur frekar með neinum spurningum. Hann tók hattinn sinn. — Nú fer ég og athuga skipaferðir — Ég kaupi fötin, sagði Gam- et. — Ég held ég hafi séð sýn- ingarglugga með sorgarbúning- um i Royal stræti. 01iver sagðist koma aftur eft- ir nokkrar minútur og bað Gamet ,að bíða. Hún fór að skrifa lista yfir bn^ -''vn Flor- inda þurfi á að hr Sorgar- búning, snyrtivörur. svarta bóm- ullarsokka; Florinda var með svarta skó. og þeir urðu að duga. en hún var í silkisokkum og Gamet varð að útskýra fyr- ir henni að syrgjandi ekkjur skrýddu ekki fótleggi sína með silkisokkum — Og svo ferða- töskur. bætti hún við. — Oliver getur útvegað þœr. Að hverju ertu að hlæja? — Að þér, sagði Florinda. — Að mér. að öllu saman. Hún lagði hendurnar undir hnakkann og teygði sig. Garnet horfði með aðdáun á fallegan vangasvip hennar. Florinda sagði: — Garnet, það eru fáeinar indælar manneskjur í Skrúð- garðinum, og ég býst ekki við að sjá þær framar. Mig lang- ar til að kveðja þær. Ef ég skrifa bréf, ætlarðu þá að geyma það fyrir mig og leggja það í póstkassann. þegar ég er farin? — Það skal ég gera með gleði. — Þakka þér fyrir. Florinda beit á vörina. — Ég er að velta því fyrir mér,. hvemig þeir fara að í kvöld. Ég hef aldrei fyrr svikið vinnuveitendur mína, mér finnst ég vera mesta úr- hrak. — En það er ekki þín sök! — Það er það á vissan hátt. Ég hefði ekki átt að koma mér í þessi vandræði. Hún var svo hrygg á svipinn, að Gamet reyndi að beina at- hygli hennar að einhverju öðru. — Sittu nú ekki þama í sorg Qg sút meðan við erum í burtu, sagði hún. — Þú getur skrifað bréfið þitt — hér er pénni, og i borðskúffunni er pappír og ERLEND Framhald af 7. síðu. þröngva Bretlandi inn í EBE að frönsku stjóminni nauðugri, getur de Gaulle hótað að sprengja bandalagið. Þar að auki eiga ríkisstjórnirnar sem em hliðhollar aðild Breta alls ekki hægt um vik að greiða þeim götuna inn í bandalagið með breytingum á landbúnað- arskilmálunum, sem deilt er um í Brussel þessa dagana. Minnstu munaði að EBE bæri uppá sker í togstreitunni um stefnuna í landbúnaðarmálum um síðustu áramót. Samkomulagið sem loks var gert er flókin mála- miðlun, þar sem tekið er ál- lit til margvíslegra hagsmuna fjölda stórra og smárra hópa í aðildarríkjunum. Eigi nú að fara að breyta þessu kerfi veru- lega, eða veita Bretum undan- þágur frá því til langs tíma, má búast við að afleiðingin verði ringulreið. Macmillan og Edward Heath, helzti samningamaður hans í Brussel, hafa þegar sýnt að þeir eru reiðubúnir til að fóma hagsmunum samveldislandanna og hinna aðildarríkjanna að frí- verzlunarsamtökunum til að komast inní EBE, en allt öðru máli gegnir um þau atriði sem snerta beint brezka bændur og brezka neytendur. Krafa EBE, sem Frakkar hafa mótað ímeg- inatriðum, er i stórum dráttum að landbúnaðarframleiðsla að- ildarríkja njóti forréttinda um- fram landbúnaðarvörur frá ríkjum utan bandalagsins. Ó- dýrar landbúnaðarafurðir frá framandi ríkjum má ekki flytja til bandalagsríkjanna nema af þeim sé greitt jöfnunargjald, sem gerir þær jafndýrar og samskonar framleiðslu banda- lagsþjóðanna. Jöfnunargjaldið skal renna í sameiginlegan sjóð, sem varið skal til að greiða bætur á landbúnaðarafurðir fluttar út til landa utan EBE sem selja verður undir fram- leiðslukostnaði. Frakkar myndu græða mest á þessu fyrirkomu- lagi, vegna þess að þeir eru helztu útflytjendur landbúnað- arafurða í EBE en búa jafn- framt við háan framleiðslu- kostnað. Bretar, sem flytja inn meira af lándbúnaðarafurðum en öll ríki EBE til samans, yrðu einkum að borga brúsann. Mat- vælaverð myndi hækka stór- lega í Bretlandi, þar sem Bret- ar gætu ekki lengur keyptland- búnaðarafurðir þar sem þær fást ódýrastar. Geta má nærri hvaða pólitískar afleiðingar það hefði ef slík verðhækkun skylli á strax eftir inngöngu í EBE. Stjórn Macmillans reyn- ir því með öllum ráðum að fá frestað gildistöku landbúnaðar- samnings EBE gagnvart Bret- landi, svo brezkur almenning- ur kynnist ekki afleiðingum e*- ildar fy.rr en smátt og smátt þegar frá líður. Um þessi atriði þjarka nú samningamennirnir í Bruss- el og reyna að láta líta svo út Laugardagur 19. janúar 1Ú63 TÍÐINDÍ sem ekkert hafi breytzt við um- mæli de Gaulle á mánudaginn, en það er ekki annað en láta- læti. De Gaulle setur það skál- yrði fyrir tilveru EBE að hann fái að móta úr því nýtt megin- landsstórveldi eftir sínu höfði. Fyrir honum vakir ekki ein- ungis að styrkja samkeppnis- aðstöðu franskra bænda eða fransks iðnaðar, hann hefur aldrei dregið dul á draum sinn um að koma upp á meginlandi V estur-Evrópu nýju stórveldi undir franskri forustu. Þessa stefnu setti hann enn einu sinni fram á mánudaginn eindregnar en nokkru sinni fyrr. Þótt hann dræpi á efnahagsmál, lýsti hann yfir að stjórnmálasjónarmiðið réði mestu um andstöðu sína gegn aðild Breta að EBE. Fái Bretar og hin sjöveldin inn- göngu, sagði hann, mun banda- lagið smátt og smátt breytast í Norður-Atlanzhafssamfélag undir bandarískum áhrifum. Það vill franska stjómin ekKÍ, hennar stefna er að mynda vesturevrópskt stórveldi sem staðið getur óháð bæði Banda- ríkjunum og Sovétríkjunum cg komið fram sem jafningi þeirra á alþjóðavettvangi. Þessari stefnuyfirlýsingu fylgdi de Gaulle eftir með því að hafna boði Kennedys Bandaríkjafor- seta um Polariseldflaugar í kaf- bátaflota sem yrði undir sam- eiginlegri yfirstjóm Bandaríkj- anna, Bretlands og Frakklands. Slíkt samrýmist ekki ákvörðun- inni um að gera Frakkland að sjálfstæðu kjamorkuveldi, sagði hann. Bandamenn de Gaulle í EBE og Atlanzhafsbandalaginu reyna að hugga sig við að hon- um sé ekki full alvara, fyrir honum vaki aðeins að kreista sem mestar tilslakanir útúr Bretum og Bandaríkjamönnum. Reynslan bendir til að sú skýr- ing á framkomu hans reynist óskhyggja. Strax á stríðsárun- um, þegar de Gaulle átti allt sitt undir engilsaxnesku ríkjun- um, bauð hann Churchill og Roosevelt hvað eftir annað byrginn, þegar honum fannst þeir skerða hlut sinn og bar með Frakklands. Nú er herlausi hershöfðinginn, sem þá var, bú- inn að ná alræðisvaldi í Frakk- landi, og Frakkland er hom- steinn í EBE. Hrynji Efnahags- bandalagið er allri aðstöðu Vesturveldanna í heiminum teflt í voða. Draumur de Gaulle um að nota EBE til að gera Frakkland að kjamorkustór- veldi jafnfætis Bandaríkjunum og Sovétríkjunum ber keim af stórmennskubrjálæði, en banda- menn hans þora ekki enn fyrir sitt litla líf að vekja hann af draumnum. Þröun heimsmál- anna næstu árin veltur aðveru- legu leyti á því hvom kostinn þeir telja áhættuminni, að taka rögg á sig og ýta óþyrmílega við honum eða bíða þess að draumurinn fylgi hinum aldur- hnigna draumamanni í gröfina. M.T.Ó. Lögreglumenn þjóta inn. Allt í salnum bendir til mik- illa slagsmála. Stólurn og borðum hefur verið varpað um koll, glerbrot og flöskubrot liggja um allt . . . þetta er verk barþjónsins. Grosso segir frá því sem |erzt hafi með örvæntingarsvip: þessi sjómaður hafi sýnt yfirgang, Don Ricaedo hafi reynt að stilla hann . . en þá hafi sjómaðurinn tekið flösku og barið hann niður með henni. Tómas kemur smám saman til sjáifs sín aftur. Honum er hræðilega illt í höfðinu, og hann getur fyrst alls ekki skilið hvað gerzt hafssi Pökkunarstúlkur og flakarar óskast strax. H?aðfrvstihúsið FROST h.f. Haf»arfirði sími 50165 óskast strax hálfan eða allan daainn Þurfa að hafa hiól Þjóðvitjmn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.