Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Á æfingu á næsta verkefni Þjóðieikhússins Róbert Amfinnsson Maður og kona í>að er verið að æfa nýtt leikrit í Þjóðleikhúsinu; það er eftir Francois Billetdoux, ungt franskt leikskáld og leikara. Við komum þar að á föstudags- morgni að æfing skyldi hefj- ast, og verðum að játa að við vissum harla lítið um þennan leik annað en aðalhlutverk eru aðeins tvö — maður og kona — og þau eru á sviðinu mest allan tímann. Róbert Arnfinns- son leikur Hann — Cesareo Grimaldi. kaupsýslumann af ítölskum ættum. og sjálfur seg- j'st hann aldrei fá að hvila sie í þessu verki nema i hiuta eins atriðis að hann iiggur brenni'vínsdauður uppi í rúmi Konuna frú Puffy-Picn leikur Guðbjörg Þorbjamardóttir — hún fær hví’d aðeins \ einu atriði. þegar sonur hennar Bobby (Jóhann Pálssonj er að gera upp sakirnar við Cesareo. Guðbjörg Þorbjarnardóttir Það væri þvi synd að segja að það sé létt verk og löður- mannlegt að taka þátt i þessu undanhaldi með herra Billet- doux. Einn maður og ein kona í ellefu atriðum — það liggur beinast við að minnast ann- arra einvígja sem byggð eru upp á svipaðan hátt. og hafa orðið ar.vinsael meðal leikhús- manna hér Enda varð það fyrst fyrir sð spyrja Baldvin Halidórsson leikstjóra um þetta atriði. Nei — hann vildi ætla að ,,Á undanhaldi“ væri mjög ó- venju'egt tveggja manna tal. ó’.íkt þeim samræðum sem við höfum áður heyrt. Þessum manneskjum tekst nefnilega ekki að stofna til ástar. Ég vissi að vísu að ekki var ástandið efnilegt þegar 'eikritið hefst: þau frú Puffy- Picq og Cesareo eiga stefnu- mót til að ræða um það, að eiginkona hans er hlaupin til kúra Ekki er hátt risið á skrifum emámsblaðanna um alþjóða- íál. Hægt er að segja fyrir íeð öruggri vissu afstöðu assara blaða til hvers þess eilumáls sem upp kann að oma á alþjóðavettvangi, hún r ævinlega endurómur af af- töðu bandarískra stjórnar- alda, enda bergja blöðin öll f sömu uppsprettulind. Þeim em þekkja til blaðamennsku nálægum löndum svíður >essi lágkúra, því þar er það drðulegum borgarablöðum •netnaðarmál að taka einatt ijálfstæða afstöðu til vanda- nála og leyfa fróðum blaða- mönnum að beita persónu- .egri dómgreind. En hér kem- jr slíkt ckki fyrir; skriffinn- ar hernámsblaðanna eru að- ;jns vel þjálfaðir páfagaukar. Þó tekur í hnúkana að ein- nitt þessir menn skuli um angt skeið hafa verið valdir :il þess að „fræða“ almenning im alþjóðamál á vegum rík- sútvarpsins. Fræðsla þeirra er ' því fólgin að endursegja og aýða — oft af miklum van- ;fnum — einhliða afstöðu er- endra fréttaskýrenda, en ildrei kemur það fram í þess- jm þáttum að þar sé horft \ vandamálin frá islenzkum sæjardyrum. Þess er vand- lega gætt að í þessum þátt- um komi þeir einir fram sem hlotið hafa vandaða páfa- gauksþjálfun, enda þótt í hlið- stæðum þáttum í nágranna- löndum, til að mynda í brezka útvarpinu, sé það algild regla að mismunandi sjónarmið séu kynnt. Það er gott dæmi um málflutninginn að i fyrra- kvöld var Þorsteinn Thorar- ensen, fréttamaður Vísis, feng- inn til að tala um Walter Ulbricht. Hann hafði það helzt um þennan erlenda stjóm- málamann að segja að flytja um hann óhróðurssögur úr vesturþýzkum blöðum, m a. dylgjur um að hann hefði verið ráðbani Ernsts Thál- manns. Jafnframt tók þó Þor- steinn fram af virðingar- verðri hreinskilni að hann hefði engar sannanir fyrir málflutningi sínum. Það virð- ist þannig vera aðgöngumiði að þessum þáttum að menn hafi ekki hugmynd um við- fangsefni sín. Á það hefur réttilega verið bent hvílík niðurlæging það sé íslendingum að hafa i landi sínu útvarp og sjónvarp erlends hemámsliðs. Þó getur það stundum virzt álitamái hvort ekki sé hreinlegra að fara beint í uppsprettulindina en að láta hana fyrst renna um andleg meltingarfæri Þor- steins Thorarensens og félaga hans. — Austri. manns hennar. En iUa þótti mér Frökkum brugðið að þeim tækist ekki að koma upp em- hverri ást sín á milli í fjórum þóttum, ellefu atriðum- Þau reyna það. sagði Baldvin. Það tekst bara ekki. Þannísr hófst það Æfingin hófst. Inn kem ég svifandi á apparatinu, segir Róbert. Þau hjúin sitja á veit- ingahúsi og eru mjög miður sín. sem vonlegt er. Hann rek- ur raunir sínar: hann elskar heitt konu sína Marguerite, og hefur unnið fyrir hana alla ævi. ,.Eg var alltaf að ráð- gera að reisa höll handa Marg- uerite. með marmarastigum. Æg mundi hafa kevpt handa henni dásamlega. víða slopna. bara til þess að ganga í niður stig- ana. Fg ætlaði að halda í höna ina á henni og ganga með henni niður. tveim þreoum á undan henni og horfa á hana — fyrst annan Jitla fótinn. svo hinn, — eins og drottningu. með fallegt gljáandi svart hár og dökk augu — og svo hefði hún borðað kökur. já og með tímanum hefði hún orðið fal- iegri en nokkur itö’sk kona af öllum kökunum sem ég ætlaði að gefa henni.“ Þannig voru draumar þessa ágæta ítala. en svo fór konan á spítala og var skorin ut>p af glæsilegum iækni; það getur margt kom- ið fvri„ ef menn leggjast á siúkrahú': — það er nokkurn veginn jafnháskajegt og að ganga í píanótíma, Læknisfrúin er öðmvísi- hún er ensk. hún er stolt hún er ful'l af brambolti og félags- málum. hún er íorseti Menn- ingartengsla Englands við önn- ur lönd. Hún vonaði. að á þessu stefnumóti hitti hún fyr- ir mann. Mann sem gæti gert eitthvað í máiinu En hvað eigum við að gera? Það veit Cesareo ekki. Þau vita það reyndar hvorugt. Og eins og annað svokallað nútimafólk þá taka bau það til bragðs sem auðveldast er: þau ganga út, fá sér mat og vín. Síðar fá ba.u sér meira vín. Þanni hefst hetta ianea undanha'd beirrs. frá veruleikanum yfir í vínið “ bangað til eVVí pr f--'mar neinn ^ veruleiki aðeins vín. | í hléi Það var gert hlé, og Róbert k var spurður að þvi. hvort hon- ^ um finndist ekki erfitt og leið- inlegt að leika þennan vand- " ræðamikla eiginmann. R Róbert brosti við. eins og J vonlegt var: Ætli það þurfi ■ nokkuð að grípa til leiklistar J til að vera vandræðalegur eig- B inmaður; er það ekki einmitt ^ það sem menn eru? Hitt er svo annað mál, að það er sama hvert hlutverkið er — ef bú ætiar að taka það alvar- legum tökum. þá verður það ailtaf erfitt. Spurt: Finnst ykkur höfund- urinn upplýsa það nógu vel hvers vegna leiðir bessara persóna ?átu ekki legið sam- an? Baidvin: Já. það er alveg full- komlega sannfærandi hjá hon- um. Og hvernig á því stendur? Ætli þau séu ekki svona heið- arleg. Róbert: Þau reyndu að vísu eins og þau gátu en það gat ekki gengið. Einhverju sinni eru þau komin upp á hótel- herbergi, en það rennur allt út í sandinn. Hann segir: F.g hef komizt að þeirri niðurstöðu, að h \ ! Leikstjórinn: Baldvin Halldðrsson. Höfundurinn: Francois Billetdoux. þetta herbergi hefur ekki örf- andi áhrif á mig. Það lætur mig ósnortinn. og þú hjálpar ekki mikið upp á sakirnar. — Guðbjörg: Cesareo er mjög laginn að finna ástæður fyrir vesældómi sínum. Spurt: Hvað varð svo af því stolti, sem enska frúin gumaði af í upphafi leiksins? Jóhann Pálsson Guðbjörg: Það fjaraði út svona smátt og smátt. Og þeg- ar fram í sækir er það hún sem er ákveðnari en hann í undan- haldinu. Róbert: Já, hún er ensk. Hún hefur svo mikla skipulagsgáfu. Á örlagaríku augnabliki kemur það á daginn. að hún hefur keypt birgðir af rommi með tuttugu prósent afslætti. Baldvin: Frú Puffy-Picq bjóst við að hitta mann á fyrsta stefnumótinu. En hann tók aldrei ákvörðun. Guðbjörg: Og hún gat fengið hann til að gera allt. Jafnvel rífa bréf frá eiginkonunni óles- in. Róbert: En hún var alls ekki meiri persónuleiki en hann. Ég hiýt að taka upp hanzkann fyr- ir minn Cesareo. Hann gerði tilraun til. að komast aðra leið — hann ætlaði heim til Ítalíu. En þá kom hún ó flugstöðina með freistinguna í handtösk- unni.' Hann gerði tilraun. Og það er brot af skáldi í hon- um, mannskrattanum Ég held annars að mikið af sögu þeirra beggja sé saman dregið í nokkrum setningum, sem hann segir einmitt þarna á flugstöðinni: „Ég er veik- geð.ia maður, frú Puffy-Picq. en ég veit hvað ég vil. Og það er þó nokkuð. Það er heilmik- ið. Það er að minnsta kosti betra en að vera sterkur mað- ur og vita ekki hvað maður vill,“ Kunnátta . . Og æfingunni heldur á- fram. Höfundur leiðir persón- umar fyrir einlægan. en af eðlilegum ástæðum skilnings- sljóan dómara; Bobby, son Sunnudagur 20. janúar 1963 Pamelu Puffy-Picq. Hann visar þeim upp í það fræga hótel- herbergi sem áður var getið um. Hann lætur þau hittast í biðstofu Picqs læknis — það hafa mikil tíðindi gerzt: lækn- irinn og kona Cesarero hefðu getað eignazt bam, Það eru sagðar skoplegar setningar °2 dapurlegar setningar: stundum er Cesarero á þessari skoðun: ,,Ég viidi að þau fengju tæki- færið — tækifæri til að njóta mikillar ástar“. Og æ fleiri atvik verða til að styrkja önn- ur ummæli hans: ,,Ég er ekki skapaður fyrir svona veröld.“ Þessu undanhaldi heldur á- fram. án hetjuskapar. Qg án þess að um raunverulegan andstæðing sé að ræða fyrir utan þau sjálf. Hvað segjum við svo um verkið sjálft, móral þess, ef rétt er að minnast á slíkt? Leikurum og leikstjórum bar saman um að þetta væri vel unnið verk Það væri gert af mjög staðgóðri þekkingu, bæði á því sérstæða sálarlífi sem um ræðir og á leikritun. Það sé sannfærandi og mannlegt. Og að segja nákvæmiega sögu alkóhólistans — má vera að það hafi einhverja jákvæða þýð- ingu. Ef til vill. Á.B. Enn auglýst 58 nauðungaruppboð í fyrradag sagði Þjóðviljinn frá síðustu hrotu auglýsinga um nauðungaruppboð i Lögbirtinga- biaði. Greinilegt er af siðasta tölublaði LB sem út kom á þriðjudaginn, að þessi hrota er ekki um garð gengin því það sjóð stórhækkað. Þessvegna væri aruppboðaauglýsingar. samtals 58 og eru öll uppboðin boðuð í Reykjavík. Siguiður Bjarnason íær kommandörkross Vasaorðunnar Konungur Svía hefur sæmt Sigurð Bjarnason, ritstjóra, kommandörkrossi hinnar kon- unglegu Vasaorðu. Honum var afhent heiðursmerkið af sendi- fulltrúa sænska sendiráðsins hinn 18. þ.m. LAUGAVEGI 18W. sfMI 19113 íbúðir óskast Höfum kaupcndur að íbúð- um af mörgum stærðum, þar á meðal að: 2—3 herb. nýlegri íbúð. Mikil út- borgun. Einnig kaupanda að hentugu húsnæði fyrir rakaraslofu á mjög góðum stað Höfum til sölu iðnaðarhúsnæði á góðum stað og íbúðir af ýmsum stærðum. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa íbúð. * Skattaframtöl * innheimtur * Lögfræðistörí * Fasteignasala Hermann G. Jónsson, hdl. lögfraeðiskrifstofa. Skjólbraut 1. Kópavogi. Sími 1003 J kl. 2—7. Heima 51245. v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.