Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 4
Hvar eru þeir nú? Sigurður Sigurðsson af iþróttavellinum.... Hvar eru gömlu kemp- umar, sem sópuðu að sér athyglinni á íþróttavellin- um fyrir 20—30 árum? Iþróttasíðan hefur njósnað um marga þessa ágætu íþróttamenn, og það er fróðlegt að vita hvað af þeim hefur orðið. Þeir hafa haslað sér völl við margvísleg störf í þjóð- félaginu eftir að þeir hættu æfingum og keppni, en íþróttirnar hafa orðið þeim gott vegarnesti í lífs- baráttunni. Það er býsna lærdómsríkt að heyra þá segja frá íþróttaferli sín- um og kynnast saman- burði á íþróttaiðkun fyrr og nú. !>eir sem fylgdust með frjáls- um íþróttum á árunum 1933 til ’41 munu minnast þess þegar fram kom á mótum hér ungur Vestmannaeyingur sem vann hvern sigurinn af öðrum í há- stökki, þrístökki og langstökki, og fengu Reykvílkingar ekki að gert. Vakti þetta á sínum tíma mikla athygli. þar sem aðstaða í Vestmannaeyjum var ekki sérlega góð. Maður þessi var Sigurður Sigurðsson, sem var lærlingur í málaraiðn. Sigurður hætti allri keppni 1941. og dró sig til baka frá íþróttum. Þar sem hann átti marga aðdáendur á þeim árum, munu vafalaust þeir hinir sömu hafa gaman af að vita hvar hann heldur sig nú og hvað hann hefur fyrir stafni. Þeir sem ganga um Vestur- götima neðanverða munu veita athygli verzlun með nafninu „Málarabúðin" og ef litið er innfyrir dyrnar má oft sjá þar við afgre'^51" grannvax- inn mann ' ....;n">ðan í hreyfingum, handleika máln- það alvanalegt. að ég hlypi 3—4 sinnum í viku upp á Heimaklett, og ég hljóp ekki aðeins upp, ég hljóp einnig niður, og ég er sannfærður um að þessir sprettir upp og niður Heimaklett hafa átt sinn þátt í því að auka úthaldið og fjað- urmagnið. Eg reynii enn þann dag í dag að ganga á fjöll hvern sunnudaig ef ég hef að- stöðu til þess, og ég álít að það ættu sem flestir að gera bæði képpnismenn og eins þeir sem miklar kyrrsetur hafa. Þegar ég fluttist til Reykja- víkur gekk ég ! ÍR, en því mið- ur dofnaði mjög yfir æfingum mínum er hingað kom. Mér fannst áhugi líttill hér um þetta leyti. Þekkti fáa, og mér finnst allt annað að æfa hór og satt að segja fannst mér ég aldrei komast í það umhverfi sem ég hafði hugsað mér. Eg keppti fyrir ÍR þar til 1941, en oftast illa æfður og árangurinn eftir því. Satt að segja hef ég ekki fylgzt mikið með ‘íþi'óttum síð- an, nema þá eins og úr fjarska, og dró mig í hlé, þótt ég hefði satt að segja viljað vera lengur þátttakandi. Eg fékk líka ný viðfangsefni í starfi mínu, og ef maður snýr sér að einhverju verður maður að sinna því af alúð og gefast ekki upp, frem- ur en í íþróttum og keppni. Viljastyrkur og reglusemi er mín ráðlegging Þó æfíngaskilyrði séu betri nú en þegar ég æfði, finnst mér að mikið vanti á að þau séu nægilega góð, sérstaklega að vetrinum til. En hvemig sem allt er, verður að iieggja í æfingamar mikinn viljastyrk. Reglusemi er lífsnauðsyn, bæði hvað snertir reykingar og notk- un áfengis. í þessu sambandi vil ég geta þess að Nilson sem þjálfaði okkur fyrir OL-ferð- ina 1936 lagði riika áherzlu á að ég og við minnkuðum reyk- ingar og heizt hættum. Eg hef sannfærzt um það, að þessi kenning Nilsons var rétt, enda Framhald á 3. síðu. Það hefur verið um 12 gráða frost í hjarta Evr- ópu undanfarið og margur maðurinn er sagður hafa skolfið eins og strá í vindi. En meðan á öllum þessum ósköpum gengur eru tvær ungar systur að leita sér að vök á Vltava- ánni í Prag til þess að geta baðað sig á hressileg- an hátt. Prusek-systurnar eru félagar í vetrar-bað- klúbb, og meðlimir hans mega aldrei láta daginn líða án þess að hafa skvampað í köldu vatni. Félag í of stórum fötum Hið fræga brezka knatt- spyrnufélag „Charlton“ hefur nú ákveðið að hætta að reyna að lifa á fornri frægð. Forráða- menn félagsins hafa nú viður- kennt að það hafi undanfarin ár verið eins og smástrákur í alltof stórum fötum Áhorfendur að leikjum fé- lagsins hafa verið að jafnaði 15000 síðustu árin, ert leikvang- ur félagsins rúmar 85000 manns í áhoirfendasæti. Leikvangurinn er einn sá stærsti á Englandi, en nú hafa ráðamennirnir á- kveðið að láta rífa hann til grunna. Hluti svæðisins verður seldur íbúða-byggingafélögum. Fyrir andvirðið verður byggður minni leikvangur sem á að rúma um 40000 áhorfendur. Sunnudagur 20. janúar 1963 Svalar stúlkur Æfði í lýsisbræðslusal Byrjunin á mínum íþrótta- ferli var það að Þorsteinn E’ih- arsson, nú íþróttafulltrúi, kom til Eyja og vakti áhuga minn, og raunar margra annara drengja í Eyjum, fyrir íþrótt- um. Hann leiðbeindi okkur og hvatti og það örfaði ekki lítið að hann var með okkur í sjálfri keppninni, og ég held að fyrsta keppni mín hafi ein- mitt verið í hástökki, þar sem hann var meðal keppenda, og ég held að ég hafi unnið á 1.60! ingardósir og annað er máln- ingar-„bransann“ varðar, og selja viðskiptamönnum. Þetta er Sigurður. Hann nam máiaraiðn af Eng- ilbert málara í Vestmann- - um, sem kunnur er fyrir r: '!- verk siin. og gerðist það a a.- unum 1934—’38. Árið 1954 setti hann á stofn Málarabúðina, og hann hefur einnig haft með höndum fram- leiðslu á málningarrúllum, sem gefa ekki eftir erlendum, og eru ódýrari. Eg leit inn til Sigurðar um daginn og bað hann að rifja svolítið upp gamla daga varð- andi íþróttir, og varð hann vel við því og fer það hér á eftir. Eg minriist sérstaklega einnar, en það var þegar Nilson lét okkur ganga suður í Hafnar- fjörð og til baka aftur á full- um hraða. Við vorum óvanir göngu, og þótti okkur þetta fullmikið af því góða. Nilson gekk með okkur báðar leiðir! Breytti um stíl í keppninnl! Mesta æfintýrið á keppnis- þátttöku mína var það að ég breytti um stökklag á sjálfum Ieikunum. Eg hafði aílltaf not- að svokallaðan „sax-stíl“, en þegar ég kom til leikanna sá ég Bandaríkjamennina og fleiri sem notuðu hinn svo- nefnda veltustíl. Datt mér þá í hug að reyna þetta stökklag og 3—4 dögum fyrir aðal- keppnina í hástökki reyndi óg á æfingu hvað ég kæmist með Þetta mun hafa verið 1932, en árið eftir fór ég ásamt tveim öðrum á meistaramót í Reykjavíik og þar varð ég mjög aftarlega í þeim greinum sem ég tók þátt í. Stökk þá t. d. í þrístökki 11,84! Hét ég þá að reyna að gera betur, en aðstæður til æfinga voru ekki góðar. Þó tókst mér að fá leyfi til að nota lýsis- geymslur, sem ekki voru not- aðar um veturinn til æfinga, og var þessi „æfingasalur" vel notaður allan veturinn. Sumarið eftir fór ég suður til þáttöku í meistaramótinu, og þá tókst mér að sigra í: langstökki, þristökki og há- stökki. Næsta sumar æfði ég vel og um veturinn var ég sendur til æfinga í Reykjavík og á Laugavatn, en þjálfari var Nil- son sem æfði þá sem fara áttu ti! Ob'mpíuleikanna í Berlín 1936. Voru þebta góðar æfingar. .... i Málarabúðina við Vesturgötu ferli mínum var förin til Ber- lín og þátttakan í OL þar. Mér var þó ljóst að þjálfunin var ekki í fullkomnu lagi, en betra þekktist ekki í þá daga. Eg komst í úrslitin í þrí- stökkinu. og stökk nokkuð yfir 14 metra, en það var lágmarks- árangurinn, en það var ekki mælt, en gizkað á að það hafi verið um 14.50 sem hefði verið gott ísl. met, en það var þá 13.98 og átti ég það. Það sögulegasta við þessa þessum veltustíl. Eg byrjaði á 1.60 og þetta smáhækkaði þar til ég var korrinn upp í 1.80, en þá var hætt, og ákveðið að nota þennan nýja stíl! Þegar til keppninnar kom náði ég aðeins sama árangri en lágmarkið var 1.85 m. Hijóp uppá Heimaklett 3—4 sinnum í viku! í Vestmannaeyjum æfðum við mikið og oft í viku, sér- staklega yfir sumartilmann. Var 4 SfÐA ÞJÓÐVILJINN SPAÐ OC SPIALLAÐ UM HANDKNATTLEIK Um þessa helgi fara fram margir leikir í handknatt- lelksmótinu, og eru margir leikir í yngri flokkunum, sxm geta orðið skemmtilegir og tvísýnir. Leikirnir sem mesta athygli vekja eru að jafnaði leikir fyrstu deildar, en í kvöld fara fram tveir leikir, sem geta orðið nokkuð skemmtilegir. „Hefnir” FH sín á KR? FH er í eldinum í kvöld, L og að þessu sinni er það hinn ^ gamli harði keppinautur, KR, k sem er mótherjinn. FH mnn ^ sennilega hugsa sér að geia h| ekki eítir í þessum leik og ^ ná til sín báðum stigunum. K Er ekki ólíklegt að þeir séu J minnugir síðustu helgar og ■ tapsins fyrir Fram, og muni ™ hugsa sér að „hefna” sín á KR eins og Fram gerði á FH eftir tapið fyrir Víkingi, og munu flestir þeirrar skoðunar að Fram geti fyrst og fremst þakkað Víkingi fyrir sigur- inn yfir FH um fyrri helgi. Fljótt á litið virðist FH hafa meiri sigurmöguleika í þess- um leik. Lið KR er ef til vill enn ekki orðið nógu samleik- ið, og hinir ungu menn ekki orðnir nógu leikvanir til þess að ógna Hafnfirðingum. Á sunnudaginn var virtist sem Hafnfirðingar væru ekki í þjálfun, en vera má að þetr hafi ekki búizt við þessari mótstöðu af hálfu Fram, eða að þeir hafi átt „slæmari’ dag. Ur þessu ætti að fást skorið i kvöld, því það er ugglaust, að KR-ingar gera sem þeir geta til þess að hindra sigur FH, sem þrátt fýrir hinn margrómaða KR- vilja verður erfitt. En auðvit- að getur allt skeð, og í heiid ætti leikur þessi að verða skemmtilegur fyrir áhorfend- Fram hefur meiri mögu- leika en ÍR Flestir munu sammála um það að Fram ætti að vinna nokkuð öruggan sigur yfir ÍR, en milli þeirra er annar leikj- anna í kvöld. Ekki er að eía að Fram hefur ekki gleyrat leik sínum við Víking, og leggur sig fram um að ná í bæði stigin, þeir munu engu hætta, ef þeir fá við það ráð- ið. Hitt er líka jafnvíst að Gunnlaugur mun reyna að sameina svo menn sína í leik þessum sem mögulegt er, cg takist þeim verulega upp og verði heppnir, er ekkert að vita hvað langt þeim tekst að komast með Fram. Þessi leikur hefur því mögu- leika til að verða skemmtileg- ur, og víst er að barizt verð- ur af beggja hálfu. Dómarar dæma ekki í sínum flokki Handknattleiksdómarafélag Reykjavíkur hefur tekið upp þá nýbreytni að handknatt- leiksdómarar munu ekki dæma leiki í þeim flokki sem beir eru keppendur í. Á undan- förnum árum hefur það oft skeð að dómarar hafa dæmt í sama flokki og þeir hafa keppt, og hafa þeir fengið vanþakklæti fyrir. Þetta var mjög óheppilegt, og vissulega ^ bauð þetta upp á getsakir, R sem ekki þurftu að hafa við neitt að styðjast, nema hugar- 1 fóstur þess sem sakaði. Þessu " ber að fagna, og það ætti raunar að vera komið svo að í dómarastörfin væru til það rosknir menn að ekki þyrfri að grípa til leikmanna sjálfra. Handknattleikurinn ætti að hafa slitið barnsskónum, óg við hann ætti að loða góður hópur roskinna herramanna á ■ góðum aldri, sem kynnu vel ■ að fara með blístru. Frímann. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.