Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 6
0 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. janúar 1963 ^Kristinn maður; drap ekki tiS þess að drepa ' Eiginkona vestur-þýzka þingforsetans Ernst Gersten- maiers kom nýlega fyrir rétt í Koblenz, og sagði, að SS- fóringi sá er hún bar vitni um væri einstaklega trúaður maður sem aldrei hefði drepið Gyðinga vegna þess að hann hefði langað til að drepa. Málaferlin í Koblenz eru höiðuð gegn tólf nazistum sem sakaðir eru um að hafa myrt 70.000 Gyðinga, Rússa og Sígauna á þeim hluta Sovétríkjanna sem Þjóð- verjar höfðu á valdi sínu á stríðsárunum. Málaferlin hafa staðið yfir frá því í október í fyrra og mun ekki ljúka fyrr en í næsta mánuði. hann hefði yfirgefið heimaborg sína skömmu fyrir stríð hefði hann ekki getað vitað um að „ríkinu var steypt af glæpa- mönnum sem vildu þvinga hann til samstarfs". Frúin sagði að í augum allra Þjóðverja sem fæddir væru er- lendis væri Þýzkaland „drauma land — hið mikla föðurland". Von Toll er sakaður um að hafa tekið þátt í hundrað Gyð- ingamorðum. Hann hefur skýrt réttinum fró því að hann hafi átt hlut að þrem Gyðingaaftök- Kristilegt uppeldi Frú Gerstenmaier sagði rétt- inum fró því að einn hinna á- kærðu, Everhard von Toll bar- ón og fyrrverandi SS-foringi sé kominn af góðri og kristilegri fjölskyldu sem hefði látið böm- in hljóta strangt uppeldi á vísu hreintrúaðra. Hún héit því fram að þegar „Of ung til að deyja“ Áður hafðl annað vitni sagt frá ungrl Gyðlngastúlku sem stóð frammi fyrir þýzkri af- tökusveit í Gyðingahverfinu í Minsk. Hún hrópaði: — Ég er of ung til að deyja, verið svo góðir að gefa mér Uf! Þýzku hermennírnir skutu hana ásamt fieiri Gyðingum. Þetta sama vitni, Nikolaus Annabring sem starfaði í lög- reglusveit í Sovétrík.junum skýrði frá því. að hann hcfði scð Gyðingakonu brcnnda lif- and'i á báikesti. Þctta var hefnd Þjóðverja fyrir það að sprengju hafði verið kastað inn á lögreglustöð í Minsk. Hann og flclri vitni lýstu cinnig því er lík hinna myrtu Gyðinga voru grafin upp og brennd til að leyna afbrotun- um, þegar Rauði herinn sótti fram. Lofuðu að þegja Sovézkir fangar vóru látnir vinna þetta viðbjóðslega starf gegn loforði um frelsi, Allir voru þeir samt skotnir að þessu loknu. Johann Giersch. sem nú lifir á hermannaeftlrlaunum, sagði, að allir Þjóðverjamir hefðu orðið að undirrita loforð um að þegja um þessa atburði. — Ég brýt þetta loforð í fyrsta sinn nú, sagði hann. en ég tel ekki að yfirlýsingin sé enn í gildi. Réttarforsetinn fullvissaði hann um. að svo væri ekki Sá hinna ákærðu sem mcst og meðal annarra þátttakenda ber á er Georg Heuser, fyrr- verandi lögregluforingi í Rhein- land. Verkföll 120 þús. boðuð í Fin. landi Mikil ólga er um þessar mundir á vinnumarkaðinum í Finnlandi og hafa félög með samtals yfir 120.000 félagsmenn boðað verkföll á næstu mánuð- um, ef ekki verður gengið að kröfum þeirra um verulegar kjarabætur. Samband verkamanna hjá ríkisstofnunum sem er í finnska alþýðusambandinu hefur ákveð- ið að hefja verkfall 1 marz, ef ríkisstjómin gengur ekki að kröfu þess um 18 prósent .al- menna launahækkun fyrir þann tíma, eða a. m. k. hækkun mánaðarlauna um 60 ný finnsk mörk. Ríkisstarfsmenn Finnskir ríkisstarfsmenn hafa einnig boðað verkfall frá mán- aðamótum febrúar-marz og á þetta einnig við um lögreglu- þjóna. 1 sambandi verkamanna rík- isins eru 15.000 félagar, ríkis- starfsmennirnir eru 35.000 tals- ins og í lögreglunni eru 5.500 manns. Bankamcnn Starfsmenn banka og trygg- ingafélaga hafa boðað verkfall frá 1. febrúar. Verkfall þeirra átti upphaflega að hefjast 15. janúar, en var frestað um hálf- an mánuð, meðan reynt væri hvort ekki væri unnt að ná samkomulagi. Byggingariðnaðarmcnn, spor- vagnsstjórar, leikarar Við þetta bætist að 55.000 verkamonn og iðnaðarmenn í byggingariðnaðinum hafa boð- að verkfall fró 23. janúar. 21. janúar leggja strætisvagna- og sporvagnastjórar í Helsinki nið- ur vinnu og fimm dögum síðar hafa leikarar boöað verkfall. Eimreiðarstjórar Þá hefúr samband cimreiðar- stjóra samþykkt að veita stjórn sambandsins heimild til að hefja iaunabaráttu og boða verkfall í febrúar, ef ekki hafa náðst viðunandi samningar um kjarabætur fyrir þann tíma. „Ég er enginn marxisti", á Marx að hafa sagt eitt sinn á efri árum, þegar maður nokkur tjáði honum fylgi sitt og aðdáun af meiri ákafa en skilningi. Lengi var það svo að hugsunarlaust eftirát ann- arsvegar og hatursþrungin af- neítun hinsvegar torvelduðu frjóar umræður um upptök, mótun og þróun marxismans. Enn er vissulega alltof mik- ið um hvorttveggja, en skyn- samlegra viðhorf sækir jafnt og þétt á. Þróunin í auðvalds- löndum Vestur-Evrópu frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari ber þessu vott. Allt frá 1945 hefur íjöldi snjallra fræðimanna á Frakklandi og Italíu, bæði marxistar og ka- þóiskir, helgað sig marxisma- rannsóknum og rit þeirra verið snar þáttur í andlegu lífi þessara þjóða. Ekki er síður athyglisvert að Fræði- stofnun mótmælendakirkn- anna í V-Þýzkalandi hefur allt írá 1954 gefið út ársrit helgað marxismarannsóknum, þar sem jafnt hafa fengið inni guðfræðingar og guðleys- ingjar. Áhugans ó marxisma og marxismarannsóknum gæt- ir mjög meðal yngri manna í Bretlandi og sömu sögu er að segja írá Bandaríkjunum. ★ Það er tímanna tákn að nú Fornminjafrædingar úti fyrir hofi einu í Núbiu. Höggmyndirnat eru af Ramses öðrum og drottn- ingu hans. UNESCO kostar ekki björg- un egypzku musteranna Ramsesmusterin tvö við Abu Simbel í Eg- yptalandi munu líklega aldrei gnæfa yfir stíflu- vatnið hjá Assuan. Ef ekki tekst á seinustu stundu að skera þessar risastóru styttur út úr bjarginu, sem þær voru höggnar í fyrir þúsund- um ára, munu þessi ein- stæðu, egypzku menn- ingarverðmæti molna smátt og smátt í sund- ur, þegar nýja Assuan- vatnið mun flæða upp yfir höfuð þeirra. Full- trúafundur í UNESCO, menningar- og vísinda- stofnun SÞ, felldi nýlega tillögu um að hefja hið gífurlega björgunar- verk við Abu Simbel. Ætlunin var að höggva stytt- urnar út úr fjallinu og- lyfta þeim upp á yfirborðið með sér- stökum vökvalyftum, en síðan átti að reisa þær á steinsteypta stólpa 60 metrum ofan við þann stað, sem þær standa nú á. Var talið, að verkið allt myndi kosta um 30 milljónir dollara og átti að afskrifa upphæðina á 20- árum. Aðalframkvæmdastj. UNESCO bar tillöguna fram og mælti fleipdregiö mcð henni, en varö að láta sér lynda að sjá tillög- una fellda með 37 mótatkvæð- um, en 28 þjóðir grciddu henni atkvæði. Fulltrúar 19 þjóða sátu hjá og 29 voru fjarverandi. Italski fulltrúinn hafði reynt að fá tillöguna borna undir at- kvæði lið fyrir lið, til þess að komandi kynslóðir gætu séð, hvaða þjóðir hefðu neitað að leggja fram fé til að varðveita musterin, en það voru einmitt ítalskir verkfræðingar, sem sömdu áætlunina um að skera stytturnar út úr fjallinu og lyfta þeim upp á súlur. Eftir atkvæðagreiðsluna lýsti aðalframkvæmdastjórinn því yfir, að með þessari afstöðu væri búið að drepa málið og aðrar hugmyndir væru kák eitt. Okasha, menntamálaráðherra Arabíska sambandslýðveldisins, fór hinum hörðustu orðum um „háttalag stórvelda eins og Bandaríkjanna, Bretlands, Sov- étríkjanna og Frakklands, sem alltaf hefðu verið að finna upp á einhverju til að sleppa við að púnga út.með þessar milljónir“. En stórveldin voru þó ekki einu þjóðirnar, sem greiddu at- kvæði gegn tillögunni. Fulltrú- ar frá hinum smærri Afríku- löndum, Mexíco og Iran snerust allir gegn hugmyndinni, sem hefði táknað mjög útvíkkað starfssvið UNESCO í framtíð- inni. Samtökin hafa áður getað skipulagt björgun á miklum menningarverðmætum í Nubíu, áður en flóðbylgjan skall yfir. 1 þetta sinn bauðst sheik- inn í Kuwait til að leggja fram 5'/■>. milljón dollara til fram- kvæmdanna. En það var þó ekki nóg til þess, að unnt Framhald á bls. 10 Marxismarannsóknir leggja orð nýskeð komu út kaflar úr ritum Marx í tveim útbreidd- um flokkum ódýrra fræði- bóka. öðrum enskum en hin- um dönskum. Relican gefur út Marx on Eeonomics, en þar hefur bandaríski hagfræði- prófessorinn Robert Freedman safnað saman úr ýmsum rit- um Marx því sem hann telur vera meginkjarna þess sem hann skrifaði um hagfræðileg viðfangsefni. Freedman tengir kaflana saman með stuttum athugasemdum og endursögn. Formála fyrir bókinni skrifar Harry Schwartz, sérfræðingur Ncw York Times í málum Sovétríkjanna og mikill and- kommúnisti. Leiðarahöfundar Morgun- blaðsins, sem segja sósíalism- ann dauðan í hverri viku, hefðu gott af að kynna sér ýmislegt sem þessi Banda- ríkjamaður hefur til mála að leggja. Hann tilfærir aðdáun- arorð Schumpeters um fræði- starf Marx og segir frá eig- in brjósti: „Órjúfandi hula felur ávallt framtíðina sjón- í vestrænum löndum — Kirkjunnar menn | í belg — Marx í vasabrotsbókum | um okkar, og að baki hennar býr vafalaust margt sem á eftir að koma okkur öllum á óvart. En nú þegar er það öllum sjáanlegt að marxistisk- ar hugmyndir hafa mótað sterklega heim nútímans og munu eiga þátt í að móta hann áfram um ófyrirsjáan- legan tíma“. — ★ — Schwartz viðurkennir að Marx hafi bent á þýðingar- mikil atriði sem klassísk hag- fræði hafi verið blind fyrir fram á síðustu tíma. Hann segir: „Frá sjónarhóli líðandi stundar er þaö kannske marx- istískri hagfræði mest til gild- is hversu mjög hún snýst um hagrænar breytingar, vöxt og þróun atvinnulífs og stofnana eftir því sem tímar líða .... Nú er svo komið að vanda- mál hagvaxtarins er í eða nærri miðdepli þess sem hefð- bundin hagfræði nútímans fæst við. Viðurkenna verður, að það hversu Marx og Eng- els gerðu sér snemma ’grein fyrír þýðingu þessa vanda- máls, gerir þá í vissum skiln- ingi nútímalegri á þessari stundu, löngu eftir dauða sinn, en fjölda andstæðinga sem lifðu, skrifuðu og hugs- uðu eftir þeirra dag“. ★ Ritið sem komið er út hjá Gyldendal í hinum ágæta fræðibókaflokki Uglebögerne nefnist Karl Marx, Ökonomi og Filosofi. Þar hefur Villy Sörensen, einn af ungu mönn- unum sem nú sitja svip á and- legt líf í Danmörku, valið kafla úr verkum þeim sem Marx samdi á yngri árum meðan hugmyndir hans voru í mótun. Útgefandinn skrifar allýtarlegan formála. Loks má geta þess að stutt ævisaga Marx er kqmin út í h ævisagnaflokki Ro’svohlt í ' Hamborg. Eins og ,í öðrum n bókum þess flokks er lögð J megináherzla á að leyfa þeim B sem um er fjallað ,að koma ? sjálfum fram í bréfum sínum | og öðrum heimildurp og hafa myndaefni fjölbreytt. M.T.Ó. ! i k * k i 4 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.