Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 2 Hlutverk skólanna: að þroska mánngildið Þórarinn Þórarinsson skólastióri rœðir um skóla og uppeldismól Ilúsaþyrping-in að Eiðum. Ilina myndarlegi trjágarður í forgrunni. Þórarinn Þórarinsson Nú eru menn hættir að læra til að menntast; þeir læra til að fá próf og aðstöðu til að græða peninga, en ekki til að verða meiri og betri menn. Þetta er þróunin í dag, þjóðfélagið er að verða svona. Nú mega fæstir lengur vera að því að hugsa. Hver maður reynir að ljúka hálfu öðru ævistarfi til þess að afla sér peninga, meiri peninga . . . Þetta á ekki að vera svona. Þetta verður að breyt- ast . . . Menn mega ekki komast á það stig að sjá ekkert nema — Hvað viltu helzt vita uffl hann? — Eitthvað um sögu hans — og svo viðhorfin í dag. — Ben.edikt frá Hofteigi hef- ur skrifað sögu skólans og þar eru mestar upplýsingar um sögu skólans — Víst hef ég gluggað í Eiðasögu Benedikts, en ég var aðeins að hugsa um meginatrið- ■n, — Skólinn var upphaflega stofnaður sem búnaðarskóli. Það var hreyfing Jón Sigurðs- sonar. Hann var stofnaður 1883. en þá voru komnir búnaðar- skólar í Ólafsdal og á Hól- um. Hér á Eiðum var búnað- arskóli til 1917. Það gekk misjafnlega með rekstur búnaðarskólans, hann var illa sóttur °g Múlasýslur. sem áttu skólann og ráku hann voru að kikna undir rekstrin- um. Það völdust mikilhæfir menn að skólanum en búskap- urinn gekk heldur erfiðlega. einkum hin síðari ár búnaðar- skólans: Heyskapurinn ievfði ekki nægilega stækkun á búinu eða gerði hann nógu árvissan. Flæðiengi var þeirra tíma lausn á aukinni hevöflun. en hér var erfitt um vik í beim efnum og var því útlit fyrir að þettp flæðienaiaieysi myndi riða skólanum að fullu. Þóttu bær horfur all-iUar en úr rætt- ist vonum bráðar. það kom sem sé í ]jós eftir ýtarlegar mæl- inaar að með því að lækka F.iðavatn um 2 metra mætti fá upp nægilegt fiæðíengi með- fram vatninu og um leið trygsja framtíð skólans Af þessum framkvæmdum varð þó ekki. he’dur það ráð tekið að b.ióða rikinu skólann og eignir hans að gjöf með þvi skilvrði að þar yrði al- þýðuskóli. Það var meiri þörf fvrir al* þýðumenntun en búfræðimennt- un. Þá var set.tur hér lýðskóli Alþýðuskóiinn á F.iðum eins og hann heitir lögum sam- kvæmt Hann varð undir ein = of h'ti’l. en í búnaðarskólanum voru nemendur 6—10 á vetri stundum eitthvað fieir o? st.undum færri. Þá bvggð' sr. Ásmundvm Guðmundsson skóla- stióri. siða- biskup við skól- ann. Sr. Ásmundur var við skólann til 1923 og öll bau ár var skólinn yfirfullur. En svn komu lögin um héraðsskóla og þeir byggðir fullkomnir og glæsilegir á þeirra tima mæii- kvarða — og jafnframt kom krcppan. Fór þá nemendataian niður í 18 úr 40. — Þá hefur horft óvænlega? — Heldur betur, þegar ugg- vænlegast horfði kom ti.boð frá menntamálaráðuneytinu um að flytja skólastjórann. sem þá var sr. Jakob Kristinsson. síð- ar fræðslumálastjóri. og ein- hverja af kennurunum vestur að nýstofnuðum skóla, að Reykjum i Hrútafirði. og gera Eiða að fávitahæli. Ég var þá kennari hér os fékk ekki skip- un í embættið og sem svar við fyrirspurn minni um hverju það sætti fékk ég um það munn’.eg boð frá þáverandi menntamáiaráðherra. sr. Þor- steini Briem. að það væri ekki hægt að gera ráð fyrir þvi í opinberu bréfi að leggja ætti niður rikisstofnun. Hér var þá ekkert rafmagn, engin sundlaug, en þetta höfðu hinir skólarnir og þangað fór fóikið. Aðsókn dvínaði ár frá ári og horfði tit ,.landauðnar“ Nú fór blóðið pínulitið að renna til skyldunnar. Menn undu iila þessum endalokum. Harðast barðist Árni frá Múla. Grein hans: Heitir og kaldir staðir, hafði mikil áhrif. Þá var farið að hyggja að raflýs- ingu á Eiðum. þvi án rafmagns gaj skólinn ekki Hfað. Eysteinn var þá ungur þingmaður hér oa beitti sér fyrir málefnum skól- ans. Þorsteinn Bríem var þá ráð- herra og varð við þeim tilmæl- um manna að láta rannsaka virkjunarskilyrði, en b--i voru þá tnlin mjög erfið hér '■ kem- ur Sigurður Thoroddscn bingað austur og mælir — og finnur viðráðanlega virkjunarmögu- leika: með því að hækka vatns- borð Eiðavatns um 2 metra. öfugt við það sem forðum skar úr um bað bvort skólanum vrði haldið áfram eða ekki Virkiunin kom strax árið eft- ir eða 1935 — og er fyrsta rafsf.öðvarhúsið sem Rafmagns. veitur ríkisins hygg.ja. Rafvirkj- unin réði úrslitum um örlöy skóians. ári hennar hefði skól- anum verið hætt. , — Voru Eiðar nokkuð merki- legur staður áður en skólinn var sofnaður? — Þetta er kaliaður Elða- stóll — eins og Hólastóll og Skálholtsstóll f.yrrum — og f.ylsdu margar jarðir. Hér bió Páll Sölvason. tenirdafaðir Eofts rika Guttormssonar — og I.oft- ur hefur sennilega gifzt dóttur hans til fiár. Hér bjó Margrét ríka, dóttir Hákarla-Bjerna. Sonur hennar ísieifur. giftist Þórunni dóttur Jóns biskuns Arasonar á Grund. Sú þjóð- saga gengur hér að á gamals aidri hafi Marerét ríka veríð að huga að sauðum sínum rétt fyrir ofan tún heir ruðzt út og kerling troðizt undir. Varð hað hennar bani. Þessi ,,Eiðaeign“ óx mönnum svq í augum að þegar sýslan gaf ríkinu þessa eign hef, ég heyrt að Sveinn i '’irði hafi haldið þvj fram að hún gæti ekki aðeins staðið undir kostn- aðinum við skólann. heldur og skilað ríkinu hagnaði að auki! — Hver er arðurinn af þess- ari „eign“ nú? — Ef alH væri goldið myndi afgja’dið nú vera um 950 kr. — Eftir rafvirkjunina hefur aðsókn aukizt? — Frá þeim tíma hefur skól- inn alltaf verið að stækka — og enn verið að bæta við hann ag stækka — Hvenær byrjaðir þú að kenna við skólann? — Ég byrjaði að kenna hér 1930 og tók við skóTástjorhihni þegar sr. Jakob Kristinsson hætti 1938. —• Við hvað er námið eink- um miðað? — Upphaflega var hér tveggja ára skóli miðaður við að nem- endur kæmu hingað nokkuð þroskaðir. Svo var bætt við hann einni bekkjardeild sam- kvæmt fræðslu’.ögunum frá 1946—1947. Framhaldsnámið í þriðju deild skiptist í bóklegt og verklegt nám. Þetta vcrk- rám vorum við fyrstir til að framkvæma eftir fræðslulögun- um. Það hefur verið mikil aðsókn að verknámsdeildinni. Piitum eru kenndar smiðar, og áður en brann var kennd vélgæzla. Við höfðum mótor til að kenna á. — Var ekki bruninn hér mik- ið áfall? — Við brunann eyðilagðist allt skólahúsið og þarmeð hús- næði það sem vélgæzlan fór fram í og vélar skemmdust. Við fengum bygrt yfir verknámið og komst '-"'-’-i hlutinn upp árið sem u- .->g var það tek- ið fyr*~ ’ nið og gerði það 'ö"u' - halda skólanum áfram. Nú (s.l. sumarj er ver- ið að byggja heimavist fyrir 40 nemendur og íbúð fyrir skólastjóra og á að ljúka því fyrir veturinn. — Þarf ekki að byggja meira? — Þá þarf að byggja áfram- hald af sama húsi: kennslu- stofur og samkomusal. Þegar því er lokið tekur verknámið aftur til starfa. Er fyrirhugað að þar verði kennd m.a.: vél- gæzla. jórnsmíði, trésmíði. föndur, saumar, bókband og ljósmyndun, þ.e. framköllun og stækkun o.fl. Nú kennum við aðeins trésmíði og sauma. Alþýða manna telur verk- lagni og hagsýni i vinnubrögð- um alls ekki gáfur. heldur að- eins hæfileikann til bóknáms. En verknámið er ákaflega vinsælt. og hcfur aukið verk- mcnningu manna. Sumir smíða sér setustofu- og önnur hús- gögn hér í skólanum. — Þið takið víst til hendi við fTeira en smíðar, mér skilst að hér gróðursetjið þið skóg. — Gróðursetningin á vorin Framhald á 10. síðu. Það eru engir áætlunarbílar frá Egiisstöðum að Eiðum. Til- valið að ganga þennan spöl og fá svolítið loft í lungun. Þetta var í ágúst 1962. hlýjast.a mán- uði ársins. Golan ber iyngilm úr ásunum við veginn og bylgjar akrana. Fyrir ofan nýfallinn snjór langt níður í hliðar. Og golan verður að úrgum stormi utan af Hér- aðsflóanum og neyðir mann í gæruúlpu. Það er enn ekki hólfnuð leiðin að Eiðum þegar kraps’itringurinn í átt frá Jök- ulsárhlíðinni þétist svo það dimmir í lofti. Sveitasælan er malarbúinn sér i draumum sín- um horfin út veður og vind; fegurð Fljótsdalshéraðs: ískald- ur grámi. Það er opnuð bílhurð við hlið mér: — Viltu ekki vera með? Hvert ertu að fara? Spyr svo einskis írekar. en ski’.ar mér á hlaðið á Eiðum. Hérmeð hakka ég þessum ó- kunna Héraðsbúa — sem é? g’.eymdi víst að spyrja að heiti Og nú erum við komin til Þórarins Þórarinssonar skóla- stjóra; hann hefur starfað við skó’.ann i 32 ár, eða lengur en nokkur annar — Mig langar til að fræðast ofurlítið um Eiðaskóla. * í I I Oljóð og Alþýðublaðiö Alþýðublaðið skrifar á þriðjudag leiðara sem fjallar um efasemdir k-cmmúnista. 1 því sanibandi minnist það á rý- lega ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum — en tveim dögum áður hafði Benedikt Grön- dal endursagt efni bókarinn- ar í bætti sínu.m „um helg- ina“. Telur leiðarahöfundur þessa bók enn einn vitnis- burð um það, að kommún- istar séu farnir að dofna í trúnni, og fagnar því, eins og eðlilegt er. Ennfremur full- yrðir blaðið að kommúnistum sé meinilla við slíka bók. Það segir: „Komúnistar hafa lítið skrifað um bókina og lítið auglýst hana, og Kristinn Andrésson varð fjúkandi vondur“. Þessi setning lýsir sérkenni- legu og mjög frjálsu hug- myndaflugi Alþýðublaðsins. Það er mjög einkennileg „fjúkandi vonzka" hjá Kristni Andréssyni, að hann skuli hafa gefið þessa bók út með niikilli velþóknun í afælis- bókaflokki Máls og nicnning- ar. Og þess má geta til gam- ans, að allt fram að því að Gröndal „vakti athygli” á Oljóðum Jóhannesar, hafði aðeins eitt blað skrifað um bókina og það blað var Þjóð- viljinn. Fyrir nokkrum vikum birti hann heila síðu um hana — og þótti víst flestum nóg um lengdina eins og von- legt var. Og það verður ekki annað séð en að sá sem tók saman þessa umsögn um bók- ina hafi verið meir en lítið ánægður með hana — ekki sizt með þau kvæði sem fjalla „efasemdir". Það er sannarlega ekki auð- velt að átta sig á því hvað leiðarahöfundur Alþýðublaðs- ins er að fara. Látum svo vera, að þetta séu smáatriði: í þessum leiðara Alþýðublaðsins er mikil á- herzla lögð á það. að ekkert sé eins hættulegt kommún- ismanum og efasemdir. Þetta er mikill misskilning- ur. Við hljótum þvert á móti að fullyrða að „konimúnism- inn“ (við skulum nota þ-að orð í viðri merkingu til að forðast málalengingar) væri ekkí til ef ekki fyrir efasemd- ir og gagnrýni og vonbrigði. Ef ekki kæmu til þessi erf- iðu fyrirbæri, þá væru all- ir á þeirri frægu og rólegu deild, sem lýst er í Öljóðum — en þar eru eins og kunnugt er samankomnir auðkýfingar, biskupar, kvikmyndastjörn- ur og margt annað stórmenni, ennfremur allir kratarnir. Og þar eru „allir ánægðir með það sem var og er og með guðs hjálp mun verða“. Og svo við minnumst aftur á höfund Óljóða: hvervar það. sem fyrir um það bil tveim áratugum sagði frá þvi í ljóði, að hann væri óánægður með sjálfan sig, heiminn og flokk- inn? Það er þessi merkilegi „óróleiki” sem öðru fremur veldur því að eitt skáld yng- ist meðan önnur skáld eldast hraðar en ár fá liðið. Það er gamall og góður sannleiki — þótt hann kunni að vera nokkuð harður undir tönn — að efasemdir, byggð- ar á leitandi og heilbrigðri skynsemi, eru flestu öðru dýr- Jóhannes úr Kötlum mætari — og einkum þeim sem ætla manninum virka þátttöku í örlögum heimsins. Sá sem hefur gert sér grein fyrir hinu neikvæða í húsum heimsins hefur reist sér þá einu undirstöðu fyrir jákvæðu starfi sem nokkurs er verð. A.B. i ! I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.