Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.01.1963, Blaðsíða 10
|0 SlÐA SamrtU'dagur 20, ianjíar lSfi3 lakk. Og ég á margar ágætar bækur. Hún tók upp eintak af „Tvö ár fyrir stjóra,“ sem hún hafði keypt vegna þess að hún fjallaði um ferðalag til Cali- fomíu. Florinda tók bókina og velti henni milli handanna, leit vand- lega á bandið og opnaði hana í miðju. Hún handlék hana svo klaufalega að Garnet hrópaði: — Florinda. hefurðu aldrei lesið bók? FJorinda hugsaði sig um. — Áttu við að byrja á blaðsíðu eitt og lesa hana allt tál enda? Hún hristi höfuðið. — Nei, í hreinskilni sagt. það hef ég víst aldrei gert. Garnet varð hálf vandræða- leg Hún skipti um umræðuefni og sagði við Florindu, að yrði hún svöng, þá væru ávextir í skál í hinu herberginu. Til allr- ar hamingju kom Oliver inn í sömu svifum. — Það fer skip í kvöld áleið- is til St. Liouis, sagði hann. Það kemur við í Nathez, Vicksburg og víðar á leiðinni — Einmitt það sem mig vant- ar. Kaupið miða á fyrsta far- rými fyrir álla leiðina til St. Louis. Ég get farið í land fyrr, ef þörf krefur. — f nafni Florindu Cro>ve? Florinda var samþykk því. Oliver minntist ekkert á að það væri öruggt. Hún hafði aldrei nötað það nafn fyrr en kvöld- ið áður. Honum hafði verið alvara, þegar hann sagði við Garnet, að nöfn manna væru þeirra einkamál. Hann sagði að bað biði vagn eftir honum úti, sem gæti ekið honum og Garnet bangað sem þau þyrftu með. en áður en hann gæti opnað dym- ar, greip Florinda fram í. — Bíðið andartak. kæru þið. Hún dró saman pilsin sin. — Oliver, horfðu sem snöggvast út um gluggann. — Hvað ætlið þér að gera? sagði hann. — Ég sagði að þetta skyldi ekki kosta yður neitt. Þegar ég sagðist hafa aðgang að pening- cm, þá átti ég við að þeir væru undir pilsunum mínum. — Það er óþarfi. Yður veitir "kkert af aurunum yðar. ég er 'kki sérlega nákvæmur í pen- '1gamálum. svaraði hann bros- ndi. — Ég skal sjá um þetta. — Engin guðsþakkarverk. Ég sand af peningum. Horfið á ■'dsiagið fyrir utan. Oliver. Tyrst hún sótti þetta svona 't, lét hann undan og horfði im gluggann. Florinda vei'fpði til Garnetar. setti fótinn upp á stól og lyfti pilsunum sinum. Sokkunum var haldið uppi með bleikum sokkaböndum, útsaum- uðum með rósaknúppum og heftum saman með gulllási. Nær- fötin Qg millipilsin voru úr svo yndislegu músselíni, að Garnet fékk sting við tilhugsunina um öll fötin sem Florinda varð að skilja eftir í herberg sínu. Neðst í lífst- :kið var festur úttroðinn iéreftspoki. Florinda tók seðla- vöndul uppúr honum. setti fót- inn aftur niður á gólf og hristi pilsin í samt lag. — Héma Garnet, sagði hún. — Ef þetta er ekki nóg, þá láttu mig vita. Gamet tók við peningunum. Oliver leit við. Florinda hélt á- fram: — Þið eruð þær indælustu manneskjur sem ég hef fyrirhitt á ævinni. Ég elska ykkur bæði. Hún sendi þeim f ingurkoss þeg- ar þau fóru. Seðlavöndull Florindu reyndist innihalda hundrað og tíu dollara. Oliver sagði að það væri ekki nóg, en þau urðu sammála um að segja henni að það hefði dugað. Hann bað Gamet að kaupa fötin, meðan hann útveg- aði farseðilinn og fáeina vað- sekki. Hann ætlaði að fara með þá til Florindu. Síðan yrði hann að fara niður í birgðaskemm- urnar, en hann kæmi aftur klukk- an sex til að fylgja hinni syngj- andi frænku sinni á skipsfjöl. Garnet sagði saumakonunni að hún þyrfti að kaupa sorgarbún- ing handa vinkonu sinni, sem hefði misst manninn í slysi þá um morguninn. Það hvarflaði ekki að konunni að efast um sögu hennar. Viðskipti hennar byggðust að mestu á slíkum at- burðum. Þetta var allt mjög spennandi. Þegar Garnet kom aftur á hótel- ið klyfjuð pinklum og pökkum, leit hún út eins og brúður að koma úr ánægjulegri innkaups- ferð. Florinda sagði, að Oliver væri þegar búinn að afhenda henni vaðsekkina og farmiðann. — Sýndu mér það sem þú keyptir, bætti hún við með á- kafa. Hún dró að sér pilsin og sett- ist á gólfið hjá pökkunum. Gam- et tók umbúðirnar utanaf þeim og ömurleg svört fötin komu í ljós. Florinda skellihló þegar hún sá þau. Meðan Gamet lagði kjól- inn á rúmið rótaði Florinda í hin- um öskjunum og var fegin að sjá að Garnet hafði keypt handa benni hárbursta og spegil og fá- --------------- ÞJOBVILJINN ehi hrein handklæði. — Elskan mín, þetta verður hreinasti munaður. Almáttugur, að sjá alla þessa svörtu bóm- ullarsokka. — Já, þú getur ekki verið í sömu sokkunum alla leiðina til St. Louis, sagði Garnet. Hún opn- aði kommóðuskúffu. — Ég fann engin tilbúin nærföt, svo að þú verður að notast við einn af náttkjólunum mínum. — Nei, góða Gamet, það get ég ekki! — Jú, það geturðu víst, og vertu ekki að því arna. Og nokkrar skyrtur og buxur. Garn- et brosti til hennar. Þegar þú lyftir pilsunum, tók ég eftir því að allt sem þú varst í, var svo tandurhreint og fínt. Og þú get- ur ímyndað þér, að þú getur ekki farið í svona langt ferða- lag, án þess að skipta um föt. — Að hugsa sér, sagði Flor- inda blíðlega, — að þú skyldir hugsa um buxurnar mínar. Þakka þér innilega fyrir, þú ert engill. — Villtu að ég hjálpi þér að láta niður? — Nei, nei. Þegar maður hef- ur verið á leiksviðinu, er mað- ur svo vanur því að pakka nið- ur, að það gengur næstum sjálf- krafa. Hún tók hrúgur af silki- i pappir uppúr kössunum. — Þetta er fínt, þá krypplast fötin ekki. Ég legg skinnsláið neðst. Ég var heppin að vera með það í dag. — Þegar þú skiptir um kjól, er bezt þú farir úr nokkrum millipilsum, sagði Gamet. Ekkju- kjóllinn er ekki svo víður. Hvað ertu í mörgum millipilsum? — Sjö. — Láttu fjögur þeirra niður. — Jæja, ég skal koma þeim fyrir. Florinda fór að brjóta skinn- sláið saman. Garnet tók eftir því að hún var ennþá með hanzk- ana. Hún velti fyrir sér hvort öllum leikurum væri svona sárt um hendurnar á sér. Það hlaut að vera óþægilegt að vinna með hanzka, hugsaði hún, en það leit ekki út fyrir að Florindu fyndist það. Gamet hagræddi sér á rúminu og gaf henni ýmis heil- ræði í sambandi við ferðalagið. — Þótt þú verðir í klefanum 'þínum megnið af leiðinni, sagði hún, — þá finnst engum það neitt undarlegt. En það er líka ágætt að vera uppi á þiljum og fá sér ferskt loft öðru hverju. — Já, ég skil, Florinda vöðl- aði saman silkipappír milli fingr- anna. — Gamet, sagði hún blíð- lega. Viltu ekki leyfa mér að segja þér hvernig mér er innan- brjósts? Ég veit ekki, hvernig ég á að koma orðum að því, en þetta allt saman — það gerir mér svo hlýtt og notalegt um hjartað. Garnet svaraði ekki strax. Svo sagði hún: — Þú þarft ekki að þakka mér. — Því þá ekki, barn? — Vegna þess að þetta er mér svo mikil ánægja. Þú hefur víst ekki gert þér það ljóst, sagði Gamet feimnislega. — Ævi þín hefur verið svo viðburðarík og spennandi. Leikhúsið og útlitið þitt, og allir dást að þér. Florinda stakk skinnsláinu nið- ur í töskuna og þagði andartak til að íhuga orð Gametar. Hún leit í kringum sig. Hvað er það sem þú ert vön að gera, Garn- et? spurði hún. — Nákvæmlega hið sama og aðrar ungar stúlkur. Þú skilur það. — En ég skil það ekki. Ég hef oft verið að velta því fyrir Framhald af 7. síðu. er skólagjald til fósturjarðar- innar. í fomum sögum var hér einn mes.tur skógur á Aust- urlandi. Kona Helga Ásbjarn- arsonar réð honum frá því að setjast að hér, því skógur vaxi allt að húsum heim og óvinir geti því leynzt betur og nær en annarsstaðar. Skógur hélzt hér fram eftir öllum öldum, en hverfur svo að fullu. þó sennilega ekki fyrr on á 19. öld. Kolagrafirn- ar eru hér allstaðar fyrir ut- an. Skógunum var mjög eytt sem eldsneyti til Ijáhvatningar áður fyrr, eða allt þar til Torfi í Ólafsdal kom með skozku Ijáina. Sr. Ásmundur Guð- mundsson fékk því framgengt í .skólastjóratíð sinni að girða smáskika þar sem vottaði fyr- ir skógargróðri. Það var fyrst girt við Húsatjörn 1928. Sr. Jakob Kristinsson fékk því framgengt að sauðféð er fylgdi gamla skólahúsinu var selt og andvirði þess varið til að girða neðra landið niður að fljótnu. Nú er sjón sögu ríkari. Birkið sprettur allstaðar upp. Og nú leiðir Þórarinn mig að glugga og sýnir hvar björk- in er farin að setj,a svip á landið þar sem áður var ur- inn hagi. — Hve mikið hefur verið gróðursett, yuk þess sem vax- ið hefur upp af sjálfu sér? — Hér hefur verið gróður- sett að staðaldri síðan 1938 og alls verið gróðursettar 60 þúsund plöntur, aðallega barr- viðir og birki. Girðingin er 8 km löng. ■— Svo vð hverfum að skól- anum aftur, — stendur til að breyta Eiðaskóla í mennta- skóla? — Nei, ég býst ekki við menntaskóla hér meðan ég er hér, — en það er skammur tími í ævi skólans. Ég álít að í skóla eins og Egypzk mnsteri Framhald af 6. síðu. væri að senda verkfræðingana til starfa. Sem stendur virðist ekki vera nein lausn á málinu. Stytturnar fjórar eru hver um sig 20 m háar og varla verður unnt að flytja þær. Nógu erfitt verður að skera lágmyndimar í must- eri Ramses drottningar út úr bjarginu. Egyptar hafa nú helzt til- hneigingu til að láta alla þessa miklu dýrgripi hverfa í ólgandi vatnsflauminn, þegar hleypt verður í Assuanstífluna, svo að fornminjamar megi grotna í djúpinu þeim þjóðum til æ- varandi skammar, sem neituðu að bjarga menningarverðmæt- um egypzku þjóðarinnar. Að minnsta kosti vilja egypzku fulltrúamir ekki heyra á það minnzt, að tillagan verði á ný borin upp til atkvæða á þingi UNESCO. M. T. Ó. nú er á Eiðum eigi að vera bæði bóklegt og verklegt nám. Minn draumur er að hér verði verklegt búnaðarnám. Áður varð af nauðsyn að blanda saman gagnfræðanámi og bún- aðarnámi. Nú eiga að vera þau skilyrði til alls sémáms, að nemendur hafi almenna undir- stöðumenntun Menntaskóli á ekki að koma hér fyrr en meirihluti nemcnd- anna verður héðan að austan. Slíkur skóli þarf að vera stór og fullkominn, í þremur deild- um, stærðfræðideild, náttúru- fræðideild og máladeild. — Hve margir eru kennar- amir nú? — Fastir kennarar eru 6, auk skólastjóra, allir búsettir hér. •— Og hve marga nemendur tekur skólinn? ■ — Hann tekur 125—130 þeg- ar nýja húsið er fullbyggt. Ég tel þetta hámark nemenda fyr- ir einn skólastjóra — til að geta haft persónulegt samband við nemendurna. — Þú telur persónulegt sam- band við þá mikils virði? — Já, ég tel persónulegt sam- baud undirstöðuatriði. Nú eru menn hæ.ttir að læra til að menntast, þeir læra til að fá próf og aðstöðu til að græða peninga, en ekki til að verða meiri og betri menn. Þetta er þróunin, þjóðfélagið er að verða svona. Nú mega fæstir vera að því lengur að hugsa, — láta aðra hugsa fyrir sig. Hver maður reynir að ljúka hálfu öðru ævistarfi til að afla sér peninga, meiri peninga. Það má vera, að lífsmatinn se orð- inn það hár og launakjör þann- ig að menn verði að auka vinnuna. fjölga vinnustundum — en þetta or ekki eins QS á að vera. Þetta verður að breyt- ast. Við höfum hér við skólann eina stund á viku, frjálsa stund. (Þessi sið.ur var tekinn upp í skólatíð sr. Jakobs Kristins- sonar). Þetta er frjáls stund þar sem rætt er um lífið, sið- ferðilega og heimspekilega, skólabraginn, og ýmislegt út frá honum. Gamlir nemendur hafa sagt mér síðar að í þessum eina tíma hafi þeir lært meira en öllum hinum timunum í vik- unni til samans. Hér höfum við í skólanum það sem kallað er „lýsingarorð- ið“. Það er gert til þess að hafa persónulegt samband við nemendur og benda þeim á það sem gæti stuðlað að þroska þeirra. — Hvað er það sem þið kallið lýsingarorð? — Allir kennaramir gefa mánaðarlega umsögn um hvern nemanda. „Lýsirigarorðið" — það sem einkum virðist ein- kenna nemandann í námi, starfi og daglegri hegðun. er svo unnið úr þessum umsögn- um. Þetta er algert einkamál. Aðrir en viðkomandi fá ekkcrt að vita. Allir koma til að fá sitt lýsingarorð. Og þá gefst tækifæri til að benda nemand- anum á margt er til þroska má verða fyrir hann. Það er einnig lagt út af þess- um einkunnarorðum, „lýsingar- orðinu“, í umræðum í frjálsu ■stundunum, rætt um hvað þessi eiginleiki hafi að segj.a fyrir einstaklinginn í lífinu. — Eru einungis Austfirðing- ar í Eiðaskóla? — Umsóknir um skólavist eru fyrst og fremst af Austur- landi, en annars af öllu land- inu. Þeir eru látnir sitj a fyr- ir um skólavist sem ekki eiga aðgang að samskonar skóla heima hjá sér. — Og aðsóknin er mikil? — Aðsóknin að skólanum er þrefalt meiri en liægt er að taka við. Undanfarna daga (þetta var í ágúst)' hefur maður orðið að svara um- anna hver leiðinlegasti tími ársins. Það minnir mig á að Þorlákur helgi kvaðst kvíða fyrir tvennu í lífinu: Alþingi og Imbrudög- um, segir Þórarinn. og brosir við. — Hversvegna gerði hann það? — Fyrir Alþingi kveið hann vegna illdeiina, fyrir Imbru- dögum vegna þess að þá vígði hann prestana og treysti ekki að þeir yrðu allir burðamiklir við starfið á drottins akri. Maður finnur. að með því að synja um skólavist er maður að hafa áhrif á lífsstefnu og lífs- skilyrði fólksins. Þjóðfélagið er alltaf ag gera meiri kröf- ur til fólksins um skólanám og þekkingu, og með Því að synja um skólavist er maður að hafa áhrif á örlög þessa unga fólks. Maður veit ekki hverju það kann að valda í lífi þessa unga fólks að það kemst ekki í skóla á réttum tíma. Áhugamál mitt er að gera Eiðaskóla að enn meiri alþýðu- skóla, þannig að þetta verði gagnfræðaskóli í fyllstu merk- ingu. Að búa fólk undir lífs- starfið, hvort sem það starfar heldur við sveit eða s’jó, og auka lífsnautn fólks. Ég tek það skýrt fram að með lífis- nautn á ég ekki við svall, heldur hitt að fólk njóti þess lífs er það lifir. skilji sam- ræmi og fegurð. Unglingar al- mennt þekkja t.d. fá blóm og einstöku fugla. Áður fyrr sagði gamla fólkið börnunum um jurtir og dýr og 'fleira í nátt- úrunni. Nú hefur það samband mjög rofnað. En að þekkja náttúruna eykur lífsnautnina. Menn verða að gefa sér tíma til að lifa. Menn mega ekki þróast á það stig að sjá ekk- ert nema peninga. Þá hætta menn að g'eta séð hlufina nema út frá því eina sjónarmiði að græða á þeim. Það á að vera hlutverk skólanna að þroska liæfileika manna til að lifa og „njóta" lífsins — þroska manngildið. — ★ — Um kvöldið hitti ég gamlan kunningja og sat sturid með honum í sumarhóteli Egils- staðaborgar. Lofthitinn úti hefur ekki getað verið mikið yfir núlli. Og óttalega voru túristarnir sem inn komu úr regnslitringrium áþekkir rignd- um sauðkindum — og sjálf- sagt hef ég verið sauðarleg- astur og kuldalegastur þeirra allra! — En mér var hlýtt í huga eftir viðræðumar við þennan mann, .sem á hverjum vetri innrætir urigum íslend- ingum að manngildið sé æðra guði nútímans: mammoni. — Iívað fleira þurfi að gera í þjóðfélaginu til þess að sá boð- skapur beri fullan ávöxt er ekki umræðuefni í þetta sinri. Saumanámskeið hefst föstudaginn l. febrúar að Mávahlíð 40. Brynhildur IngvarsdóttSr. Lögreglan hefur rannsókn, og Tómas, sem verður ean að hafa sig allan við til að halda sér á fótum, er dreg- iini til strangrar yfirheyrslu. „Þér eruð handteknir,’; segir einhver helinn við hann. Flaskan sem haldið er að hann hafi barið með er líka tekin með. Hálfri stundu síðar fær Þórður fréttir um það, að stýrimaðurinn Tómas Alberts hafi verið tekinn fastur og sé sakaður um að hafa framið morð. Þórður ler rakleitt á iögreglustöðina og reynir að fá Tómas lát- :nn lausan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.