Þjóðviljinn - 22.01.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 22.01.1963, Qupperneq 1
Þriðjudagur 22. janúar 1963 28. árgangur 17. tölublað, | Meir i líkur á samkom ulagn \ums i töðvun kjarnatih Sjá síðu ~auna\ Sjúkleskinn um borð í Röðli Eiturloft unum f gær var rannsókn í full- um gangi á orsökum hins hryggilega óhapps sem varð um borð í togaranum Röðli frá Hafnarfirði, er helmingur áhafnarinnar veiktist af ein- hverskonar eitrun og einn maður lézt áður en læknis- fundi varð náð. Víst þykir nú, þó opin- ber staðfesting liggi ekki fyrir, að eitrunin hafi orsakazt af leka í kæli- kerfi skipsins og methyl- klóríd-gufa hafi eitrað andrúmsloftið í íbúðum áhafnarinnar frammi í skipinu. Langvarandi á- hrif gufu þessarar geta valdið skemmdum á heila, taugum, hjarta en þó mest á nýrum. Tveir skipverjanna voru skild- ir eftir bungt haldnir á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum og liggja þeir þar enn. Einar Gutt- ormsson sjúkrahúslækn- ir I Evium sagði í viðtali við Þjóðviljann síðdegis i gær að erfitt væri að fullyrða um að um nokk- urn bata væri að ræða, þeir kæmu til rænu öðru hvoru, en virtust ringl- aðir og í þeim vottað' Mennirnir eru Brynjar Valdimarsson Austurgötu 8 Keflavík, 23 ára gamall og Þór Reynir Jensson 31 árs Revkvikingur. '11 aðrir skip- veriar liegja nú á Borgar- sjúkrahusinu í Reykjavík, en erfitt er að fá fregnir af líðan beirra. Methvlklóríd það, sem not- að var á kælikerfi skipsins var lvktarlaust. en sumir framleiðendur bæta í bað táraeasi eða lvktarefni. Nán- ari frásögn af máli þessu er á 12. síðu blaðsins. Bretar hræddir um 3 m landhelgina Brezkir fiskimenn liafa alltaf öðru hvoru undanfarið verið að krefjast 12 mílna landhelffi, en nú er svo komið að þeir hafa fulla ástæðu fil að óttast um núverandi 3 mílna landhelgi vegna mögulegrar inngöngu Bretlands í Efnahagsbandalag: Evrópu. Nýlega gerðu brezkir út- gerðarmenn út sendinefnd á fund landbúnaðar- og fiskimálaráðu- neytisins til að leggja áherzlu á kröfuna «m 12 mílna landhelg- ina. Einn nefndarmanna sagði við heimkomuna að árangur við- ræðnanna hefði enginn orðið, hinsvegar væri allt útlit fyrir að sjómenn aðildarríkja Efna- hagsbandalagsins fái að fiska við bryggjuhausana hjá brezkum ef af inngöngu verður. u f/ Viðreisnin í Borgamesi I langhörSustu kosníngum, sem þar hafa veriS háSar Kosningamar í Verkalýðsfélagi Borgarness um síðustu helgi eru þær lang hörðustu, sem þar hafa nokkru sinni verið háðar. Svo mikill var fyrirgangur íhaldsliðsins í kosningunum, að Borgnesingar gapa af undrun yfir slíkum hamagangi og fjáraustri, sem yfirgekk allt, sem áður hefur þekkzt. Það gerði hins vegar gæfumuninn, að A-listann studdu stéttvísir verkamenn úr öllum flokkum. Úrslitin urðu þau, að A-listinn, listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs fékk 94 atkvæði, en B-listinn 88. í fyrri kosningu fengu báðir list- arnir 82 atkvæði. Sem dæmi að aðgang íhaldsins í kosningunum má nefna, að þeir létu sækja menn til Grindavík- ur til að kjósa; leigubílar voru sendir frá Reykjavík með fólk, og leigubíll var sendur til Ölafs- víkur eftir atkvæði. Af einum Borgnesingi vissi í- haldið um borð í varðskipi, sem kom til hafnar í Reykjavík um hádegi á sunnudag. Ekki var skipið fyrr lagzt að hafnar- garðinum en sendlar úr Sjó- mannafélagi Reykjavíkur víkja sér að manni þessum og ætluðu að setja hann inn í bíl og aka I Knýjandi verkefni að hœkka kaupið ©5 sfytta þann vinnutíma er þarf til sómasamlegs lífsframfœris - Sjá viðtal við Eðvarð Signrðsson á 5. síðu blaðsins í dag. H Einar Asænnds- son hrl. látinn 1 fyrradag andaöist Einar Ás- mundsson hæstaréttarlögmaður í Borgarsjúkrahúsinu. Var bana- mein hans hjartabilun. Einar var rösklega fimmtugur að aldri, fæddur að Hálsi í Fnjóskadal 10. apríl 1912 sonur Ásmundar Gíslasonar prófasts og önnu Gísladóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1931 og lögfræði- prófi 1935 og gerðist síðan um skeið ritstjóri Islendings á Ak- ureyri. Síðan rak hann málfhitn- ingsskrifstofu í Reykjavík til dauðadags. Einar var ritstjóri Frjálsrar verzlunar 1939-1943 og Morgunblaðsins 1956-1959. Embætti borgar- dómara laust 1 Lögbirtingablaðinu 17. þ. m. er auglýst laust til umsóknar emþætti þorgardómara í Reykja- vík. Er umsóknarfrestur til 8. fe- brúar n.k. „Ég spurði hver yrði staða okkar í landhelgismálum í Efnahagsbandalaginu, en var sagt að ógemingur væri að segja til um það og þegar ég vildi fá fullkomna vissu fyrir að við lengjum að minnsta kosti að halda 3 mílna landhelginni ó- skertri, var mér sagt að ógem- ingur værj að veita slíka full- vissu“. Marcus Lipton, verkamanna- flokksþingmaður fyrir Brixton- kjördæmi hefur lýst því yfir, að hann muni spyrja Christopher Soames landbúnaðar- og- fiski- málaráðherra útúr um málið á fundi neðri deildar brezka þings. ins og þá ekki aðeins leggja áherzlu á að brezkir 'fiskimenn fái að halda 3 mílna landhelgi sinni óskertri, heldur einnig það að landhelgin verði færð út í 12 mílur Síðustu 10 árin hefur afli Breta minnkað um helming á heimamiðum en ásókn erlendra togara og fiskiskipa á grunnmið þeirra liefur aukizt mjög á því tímabili. Eíning sam- þykkti sam- eininguna Akureyri 21/1 — Á fundi í Verkamannafélaginu Einingu, sem haldinn var í gær, var einróma samþykkt tillaga stjómarinnar þess efnis, að Eining og Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar verði sameinuð í eitt félag. Stofnfundur hins nýja fé- lags verður væntanlega hald- inn bráðlega, allavega ekki seinna en um miðjan febrúar. ÞJ Síðbúin mátmæli atvinnurekenda Guðmundur Sigurðsson með hann upp í Borgarnes. Ekki var maðurinn fús til fararinnar, skildi greinilega ekki hve mikið var x húfi. Þá hringdu smalamir uppeftir og fengu þau skilaboð, að þetta væri allt í lagi, maður- inn þyrfti ekki að koma: sigur- innn væri vís. Höfnuðu „viðrcisninni“ Það var greinilegt af öllu þessu, að það er ekki íhaldsliðið í Borg- arnesi, sem hefur kostað úthald- ið, heldur stóri bróðir í Reykja- vík. Ætlun íhaldsins var sú að vinna þessa kosningu, hvað sem það kostaði. Síðan átti að slá upp sigrinum í Morgunblaðinu sem geysilegum „Viðreisnar”- sigri í einu af höfuðvígjum Framsóknar. Þetta má meðal Framhald á 12. síðu. Eins og frá var skýrt í frétt hér í blaðinu 10. janúar auglýsti Verkamannafélagið Hlíf í Hafn- arfirði og Sjómannafélag Hafn- arfjarðar nýjan ákvæðisvinnu- taxta við bcitningu, áhnýtingu, uppsetningu á línu o.fl. 9. janúar sl. og var um talsverða hækkun að ræða frá siðasta taxta cr aug- lýstur var árið 1959. 1 blaðinu í dag birtist hins vegar auglýsing frá Vinnuveit- endafélagi Hafnarfjarðar og Út- vegsmannafélagi Hafnarfjai-ðar þar sem vakin er athygli á því, að taxtinn sé ekki byggður á samningum verkalýðsfélaganna við þessa aðila og segja vinnu- veitendur hafa mótmælt taxtan- um og sé því engum „skylt að greiða” samkvæmt honum. Þjóðviljinn snéri sér í gær til Hermanns Guðmundssonar for- manns Hlífar og spurði hann hvað hann vildi segja í tilefni af þessari auglýsingu vinnuveit- endafélaganna í Hafnarfirði. Svaraði Hermann því til, að hún kæmi nokkuð seint því að allir sem verið hefðu með ákvæðis- beitningu í Hafnarf. síðan taxt- inn var auglýstur hefðu greitt samkvæmt honum, en það væxi eina vinnan þar sem hægt væri að fylgjast alveg með að ákvæði taxtans væru haldin. Hermann kvað það rétt vera að taxtaauglýsingin byggðist ekki á samningum við atvinnurekend- ur, enda hefðu aldrei náðst samn- ingar við þá um þessa vinnu og taxti við hana alltaf verið aug- lýstur af verkalýðsfélögunum á sama hátt og nú, síðast 1959. Hefðu vinnuveitendur ætíð mót- mælt en eklá formlega fyrr en nú. Að lokum kvaðst Hermann ekki hafa fleira um þessa aug- lýsingu atvinnurekenda að segja en það, að verkalýðsfélögin myndu fylgja textanum fram og sjá til þess að ákvæði hans yrðu haldin. 4 *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.