Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. janúar 1963 JÞJ ÓÐ.V IL JINN SlÐA 3 Bréfaskipti Krústjoffs og Kennedys Miðar í átt til samkomulags um stöðvun kjarnasprenginga ! WASHINGTON og MOSKVU 21/1 — Birt hafa verið bréf, sem farið hafa á milli Kennedys, for- seta Bandaríkjanna, og Krústjoffs, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, um leiðir til að ná samkomu- lagi um stöðvun kjarnasprenginga. Þessi bréfa- skipti, sem Krústjoff átti upphafið að, hafa vakið vonir um að slíkt samkomulag geti tekizt milli stórveldanna. Krústjoff skrifaði Kennedy bréf um þetta mál 19. desember. 1 þvi gengur hann að þeirri kröfu Bandaríkjanna að Sovét- ríkin heimili erlendum eftirlits- nefndum að fylgjast með því að ekki séu sprengdar kjamasprengj- ur neðanjarðar í Sovétríkjunum LAUGAVEGI 18K-- SIMI 19113 TIL SÖLU: Einbýlishús í Smáíbúðahverfi Járnsmíðaverkstæði með öllum vélum og tækj- um á mjög góðum stað. Framhaldsverkefni geta fylgt Einnig íbúðir af ýmsum stærðum viðs. vegar um borgina og í Kópavogi. ÍBÚÐIR ÓSKAST Höfum kaupendur að flestum stærðum íbúða. Miklar útborganir. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa íbúð. og leggur til að þær fái að fara tvær—þrjár slíkar eftirlitsferðir á ári. Jafnframt verði komið upp sjálfvirkum mælitækjum („svört- um kössum") í jarðskjálftahéruð- um í Sovétríkjunum, sem fylgzt gætu með hvort þar ættu sér stað nokkrar annarlegar jarð- hræringar. Tímabært að Ieysa vandann 1 bréfi sínu bendir Krústjoff á að tímabært sé orðið að leysa þann vanda að gera alþjóðlegan samning sem banni kjamaspreng- ingar. Ástandið í heimsmálunum hafi batnað að undanfömu, eink- um eftir farsæla lausn Kúbu- málsins, og því beri að taka til meðferðar önnur ágreiningsmál stórveldanna og þá fyrst og fremst að koma á banni við kjamasprengingum. Ragnarök kjarnastríðs myndu leiða ósegjan- legar hörmungar yfir banda- rísku þjóðina og allar þjóðir heims, segir Krústjoff. Okkur ber því að bæta friðsamleg sam- skipti okkar og leysa allar deil- ur með samningum og gagn- kvæmum tilslökunum á gmnd- velli fulls jafnréttis og rétts mats á hagsmunum beggja. Eitt þeirra mikilvægu mála sem sovétstjóm- in telur að verði að leysa á þennan hátt er einmitt hvemig sett verði algert bann við kjama- sprengingum. Við emm sammála um, herra forseti, heldur Krústjoff áfram, að hver þjóð um sig geti fylgzt með öllum tilraunum sem gerð- ar yrðu í háloftunum, gufuhvolf- inu og neðansjávar. Hins vegar hefur ekki tekizt enn að finna viðunandi lausn varðandi eftir- lit með slíkum sprengingum neð- anjarðar og höfuðástæðan fyrir því að samkomulag hefur ekki tekizt er sú að Bandaríkjastjórn hefur haldið fast við kröfu sína um alþjóðlegt eftirlit í löndum kjamorkuveldanna. Ég er enn þeirrar skoðunar að hver þjóð um sig gæti einnig annazt eftir- lit með slíkum sprengingum. Sovétstjómin gerði mikilvæga tilslökun nýlega þegar hún féllst á að komið yrði upp sjálfvirkum mælistöðvum til að fylgjast með annarlegum jarðhræringum og að erlendum aðilum yrði leyít að fylgjast með starfsemi þeirra 6töðva, en við teljum að þrjár slíkar stöðvar mjmdu nægja í Sovétríkjunum. Hins vegar hefur okkur skil- izt, heldur Krústjoff áfram í bréfi sínu, að Bandaríkjaþing myndi ekki fást til að fullgilda samn- ing um bann við kjamaspreng- ingum nema í honum væri gert ráð fyrir einhverju alþjóðlegu eftirliti. En sé þetta eini ásteyt- ingarsteinninn, emm við fúsir til að ryðja honum úr vegi og mæta Bandaríkjunum á miðri leið. Auðvelt viðureignar Að lokum segir Krústjoff í bréf- inu að ’þagga verði niður í þór- dunum kjamasprenginganna. Þjóðir heimsins vilja það og allsherjarþing SÞ vill það líka. Með lausn Kúbumálsins bægð- um við ógnarhættu kjarnorku- stríðsins frá dymm mannkynsins. Ættum við þá ekki líka að geta leyst þann miklu einfaldari vanda að banna kjarnasprengingar á friðartímum? Ég held að við getum það og verðum að gera það. Það er skylda okkar gagn- vart öllum þjóðum heims. Við skulum vinda bráðan bug að lausn þessa máls. 8-10 eftirlitsferðir 1 svarbréfi Kennedys, sem dagsett er 28. desember, segist hann vona að tillögur Krústjoffs geti auðveldað lausn þessa máls. Hann tekur þó fram að Banda- ríkjastjórn telji tvær-þrjár eftir- litsferðir á ári ófullnægjandi. Hún hafi upphaflega krafizt tólf-tuttugu slíkra ferða, en hafi lækkað þá kröfu niður í átta-tíu og hafa vonazt til að sovétstjórnin gengi til móts við sig að þessu leyti. Kennedy taldi einnig að tillaga Krústjoffs um sjálfvirkar stöðvar væri ófull- nægjandi. Kennedy lét í ljós von um að hægt yrði að jafna þenn- an ágreining í frekari viðræðum. Annað bréf Krústjoffs Krústjoff svaraði síðan bréfi ICennedys aftur 7. janúar og sagðist þá telja allar líkur á að hægt yrði að ná samkomulagi um eftirlitið og vona að viðræð- ur fulltrúa þeirra gætu borið slíkan árangur, að þeir gætu til- kynnt afvopnunarnefndinni í Genf að hægt væri að undirrita samkomulag um bann við kjama- sprengingum. Viðræður fulltrúa stjóma Sov- étríkjanna og Bandaríkjanna um þetta mál hefjast að r.ýju í Washington á morgun. * Skattaframtöl * Innheimtur * Lögfræðistörf * Fasteignasala Hermann G. Jónsson, hdl. lögfræðiskrifstofa. Skjólbraut 1. Kópavogi. Sími 1003) kl. 2—7. Heima 51245. SIÓIWENN Sjóstakkar og löndunarbuxur fást enn fyrir Iítið verð. Einnig síldarpils. ¥ 0 P N I Aðalstræti 16. Aðild breta að EBE Macmillan ber a brýn svik og undirferli LONDON 21/1 — Macmillan, forsætisráðherra Bretlands, sakaði í dag de Gaulle forseta um svik og undirferli vegna framkomu hans gagnvart Bretum í samningum þeirra um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. De Gaulle hefði ver- ið óhreinskilinn og óheiðarlegur bæði þegar Bretar sóttu um aðild að EBE og í viðræðum þeirra í Rambouillet í síðasta mánuði. Marmillan sem hélf ræðu á fundi íhaldsmanna í Liverpool, sagði að de Gaulle hefði vitað frá upphafi um hinar sérstöku aðstæður Breta og þau skilyrði sem þeir myndu verða að setja. Ef hann hefði haft einhverjar grundvallarmótbárur gegn aðild Breta, hefði hann átt að gefa þær strax til kynna. KIPAUTGCRÐ RIKISINS Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar á morgun. Vörumóttaka til Homafjarðar í dag. Aðstoðarmaður Stúlka eða piltur óskast í veðurfarsdeild Veðurstofu Is- lands. Góð almenn menntun áskilin. Stúdentspróf æski- legt. Lágmarksaldur 20 ár. Umsóknarfrestur til 5. febr. VEÐURSTOFA fSLANDS. Inniharðir Eik — Teak — Mahogny HtJSGÖGN & INNRÉTTINGAR. Ármúla 20, simi 32400. Þegar við fórum fram á við- ræður um aðild að EBE, sagði Mahmillan, féllust öll sex aðild- arríki bandajagsins á það. einn- ig Frakkland. Því var þá ekki haldið fram, að aðild okkar myndi kc»ma bandalaginu úr jafnvægi Hin víðtæku við- skiptasambönd okkar voru ekki talin mæla gegn okkur. Ermar- sund var ekki talið vera djúp sem ekki yrði brúað. Nú virðist sem annað sé upp á teningnum. Ég á bágt með að trúa að nokk- urt þeirra sex ríkja sem upp- haflega féllust á umsókn okkar geti nú vísað henni á bug — ekki af efnahagsástæðum. ekki vegna þess að samningarnir hafi strandað, heldur vegna þess að þau hafi það meginsiónarmið að loka skuli Bretland úti. Adenauer miðlar ekki málum Adenauer, for.sætisráðherra V,- Þýzkalands, ræddi við de Gaulle í París i dag (Frá fundi þeirra er skýrt á öðrum stað hér á síðunni). Af ummælum embætt- ismanna í föruneyti Adenauers er dregin sú ályktun að hann reyni alls ekki að miðla málum milli de Gaulle og Breta. Sjálfur tók hann fram í gær að hann væri ekki kominn til Parísar til að ræða sérstaklega mál sem nú væru ofarlega á baugi og blaða- fulltrúi hans sagði, að um þau yrði ekkert fjallað á fundum haris og de Gaulle. Það væri fulltrúanna í Brussel að ráða íram úr þeim. I I Oldungar fá áminningu De Gaulle og Adenauer Adenauer, kanslari Vestur- Þýzkalands, og de Gaulle, forseti Frakklands, hófu við- ræður í París í gær. Þeir öld- ungamir hafa oft hitzt á síð- ustu árum, en þessi fundur þeirra er hinum merkari fyr- ir þá sök, að á honum ætla þeir að reka smiðshöggið á það verk, sem þeir leggja báðir allt kapp á að hafa gengið svo vel frá, að eftir- menn þeirra geti engu um það þokað: tryggja nána sam- vinnu Frakklands og Vestur- Þýzkalands á flestum sviðum mannlegra athafna. Þegar de Gaulle heimsótti Vestur- Þýzkaland í september sl. gaf hann í skyn að brátt yrði gerður samningur milli ríkj- anna um samstarf þeirra og það er sá samningur sem Ad- enauer er nú kominn til Par- ísar að undirrita. Það fer því víðsfjarri að nokkur fótur sé fyrir þeirri skoðun sem látin er í ljós í forystugrein, Vísis í gær, að Adenauer hafi gert sér ferð til Parísar til að reyna að tala um fyrir de Gaulle og fá hann til að láta af andstöðu sinni við brezka að- ild að Efnahagsbandalagi Evr- ópu. Allir sem gera sér nokk- urt far um að fylgjast með alþjóðamálum vita glöggt að þessir tveir öldnu stjómmála- refir eru sama sinnis í þessu máli og ekki nokkrar líkur á því, að Adenauer reyni að telja de Gaulle hughvarf. Til- gangurinn með gerð hins fransk-þýzka samnings er einmitt sá að binda hendur þeirra vesturþýzku (og frönsku) ráðamanna, sem and- vígir eru stefnu öldunganna og vilja að Bretum sé hleypt í Efnahagsbandalagið. Eindregnustu stuðningsmenn brezkrar aðildar að EBE í Vestur-Þýzkalandi, leiðtogar sósíaldemókrata, lögðu því að sögn Bonn-fréttaritara brezka blaðsins Obscrvcrs mjög fast að Adenauer að hætta við Parísarförina og fresta undir- ritun samningsins. 1 vestur- þýzku stjómarflokkunum er einnig meirihluti fyrir brezkri aðild að EBE og sama máli gegnir um sjálfa ríkisstjóm- ina og hafa Gerhard Schröd- er utanríkisráðherra og Lud- vvig Erhard efnahagsmálaráð- herra ekki farið dult með þá skoðun sína, en annar hvor þeirra mun væntanlega taka við stjómartaumunum af Ad- enauer í haust. En einmitt þess vegna liggur þeim de Gaulle og Adenauer svo mjög á því að binda hendur eftir- manna sinna. Vesturþýzkir bændur og smáiðnrekendur telja hagsmunum sínum bezt borgið með þvi að Bretar komi í Efnahagsbandalagið. Bændur hafa þegar orðið fyr- ir áföllum vegna landbúnað- arskipanar EBE og gera sér vonir um að með tilstyrk Breta myndi hægt að fá henni breytt. Framleiðendur neyzlu- vamings hafa von um að markaðsvandræði þeirra myndu minnka ef Bretland kæmi í bandalagið. Vestur- þýzki stóriðnaðurinn og bankaauðvaldið eru annarrar skoðunar, segir fréttaritari Observers, og Adenauer hefur jafnan verið helzti talsmaður þeirra. Þeir telja, segir frétta- ritarinn, að þegar fram í sæk- ir og eftir að de Gaulle er horfinn af sjónarsviðiriu, muni hver höndin aftur rísa á móti annarri í Frakklandi og Vest- ur-Þýzkaland þá verða alls ráðandi á meginlandi Vestur- Evrópu. Þessi frásögn hins brezka íhaldsblaðs kemur þannig alveg heim við þá „uppáhaldskenningu andstæð- inga EBE“, sem Vísir víkur að í gær og reynir að ve- fengja, i,,að Þjóðverjar ætli sér að brjótast til valda í Evrópu í skjóli aðstöðu sinn- ar innan EBE“. Brezka fjármálablaðið Fin- ancial Times sem eins og Observcr hefur verið fylgj- andi brezkri aðild að Efna- hagsbandalaginu segir þá líka að þeir „geri sér tálvonir sem trúi því að doktor Adenauer geti lagt nokkuð að hershöfð- ingjanum (de Gaulle) að fall- ast á að Bretum verði hleypt í EBE. Kanzlarinn leggur of mikið upp úr vaxandi vináttu landanna tveggja til þess að hætta á nokkurt sundurlyndi einmitt á þeirri stundu, þegar hann getur talizt standa á hátindi stjómmálaferils síns“; Hinn fransk-þýzki vináttu- sáttmáli mun ekki birtur fyrr en að loknum viðræðunum í París, en sitthvað hefur síazt út um innihald hans. Megin- atriði samningsins er að hann gerir ráð fyrir mjög náinni samræmingu á stefnu og stjómarathöfnum beggja ríkj- anna. Þannig mun ætlunin að stjómarleiðtogamir hittist tvisvar á ári til að samræma pólitísk stefnumið, yfirhers- höfðingjar þeirra hittist ann- an hvem mánuð og utanríkis- ráðherrar hvem mánuð. Gert mun ráð fyrir gagnkvæmum skiptum á herforingjum og annarri samvinnu í hermálum. Talið er líklegt að sérstakur samningsviðauki fjalli um sameiginlega afstöðu ríkjanna til helztu alþjóðlegra vanda- mála, svo sem Berlínar- og afvopnunarmálsins. Fréttarit- ari Reuters segir einnig senni- legt að sett verði ákvæði um að annar aðilinn geti ekki rift samningnum um sameig- inlega stefnu ríkjanna í utan- ríkismálum, og um samvinnu þeirra á öðmm sviðum. Slíku ákvæði myndi að sjálfsögðu ætlað að binda hendur eftir- manns Adenauers. Eftir er að vita, hvort vesturþýzka þing- ið myndi fullgilda slíkan samning. Þær vonir sem sumir hafa látið í ljós um að för Ad- enauers til Parísar muni verða til þess að draga úr sundr- unginni innan vesturblakkar- innar munu því ekki rætast. Það er þvert á móti öll á- stæða til að ætla að hún muni enn ágerast. Bandaríkjastjóm hefur tekið þann kost að bíða átekta og hún mun ekki hafa lagt að Adenauer að reyna að fá de Gaulle ofan af and- stöðu sinni við aðild Breta að EBE. Það er á hinn bóg- inn varla nein tilviljun að daginn sem Adenauer kom til Parísar skyldi bandaríska utanríkásráðuneytið birta bréfaskipti þeirra Krústjoffs og Kennedys um stöðvun kjamasprenginga: Kennedy forseti hefur viljað minna hina evrópsku öldunga á að þótt þá dreymi mikla stór- veldisdrauma, þá hefur hann einn vald til að semja fyrír hönd hinna vestrænu auð- valdsríkja, og að hann er staðráðinn í að nota það vald, hvort sem þeim líkar betur eða verr. ás. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.