Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 4
4 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur janúar 1963 Fram vann ÍR 36:27 eftir jafna byrjun Það tók Fram 22 mínútur að ná tökum á ÍR, en Framarar unnu örugglega — 36:27. í»að virtist lengi vel sem ÍR-ingarnir ætluðu að gera Islands- meisturunum erfitt fyrir í þessum leik. Til að byrja með náði IR oft góðum leik þar sem þeir gömlu félagamir Gunnlaugur, Her- mann og Matthías léku í göml- um góðum stíl. Hinn hluti liðs- ins hefur ekki náð þeirra getu og vantar þar verulega á, svo það var varla til þess ætlazt, að þeim tækist að ógna svo góðu liði sem Fram er heilan leik. Hinsvegar getur IR verið ánægt með frammistöðuna í heild, og með góðri æfingu og samheldni ætti liðið að geta veitt hvaða liði sem er í fyrstu deild harða keppni. Framarar virtust nokkurn tíma að átta sig á ÍR og það voru liðnar um 22 mín. þegar þeir komust yfir í mörkum 11:10. f hálfleik stóðu leikar 19:15 fyrir Fram. I síðari hálf- leik munaði 4 mörkum og sýnir það að ÍR var aldrei á þeim buxunum að gefast upp, eða slaka á. Þeir börðust allan tím- ann. Vafalaust getur Fram líka þakkað betri þjálfun, að liðið II. deild Handknattleiksmótsins Valsmenn eru orðnir sigur- stranglegastir í II. deiíd tfr hinum harkalega Ieik Armanns og Akurnesinga. Það er Skagamaður sem er að skora, þrátt fyrir vamarviðleitni Harðar Kristinssonar. (Ljósm. Bj. Bj.) Tveir leikir fóru fram í II. deild íslandsmóts- ins í handknattleik á laugardagskvöldið. Ármann vann ÍA — 31:28 eftir grófan leik, og Haukar gjör- sigruðu Breiðablik 44:17. Ármann — ÍA Leikur Ármanns gegn Akur- nesingum var einn ljótasti leik- ur sem íslenzkt lið hefur sýnt fram á þennan dag. Ármanns- liðið hefur hingað til verið á- litið hafa á að skipa mjög svo prúðum leikmönnum, sem ávallt væru á uppleið í íþróttinni en nú sýndu þeir á sér bakhliðina og var hún langt frá því að vera fögur. Að dómarinn. Ósk- ar Einarsson, skyldi svo að segja átölúlaust leyfa þeim að bregða, slá og sparka í mót- herjann verður heldur ekki •-kilið nema á þann veg að hæfileikaskortur standi honum fyrir þrifum. Akumesingamir börðust hinni vonlausu baráttu því að hver sóknarlota þeirra var yfir- leitt barin niður. að vísu mis- jafnlega grófiega. Ef dómarinn hefði haft einhver tök á leikn- um þá hefði sigurinn átt að falla Akumesingum í skaut því að a.m.k. tveir leikmenn Ár- mannsliðsins hefðu átt að fara útaf fyrir fullt og allt í síðari hálfleik. LEIKURINN Ármannsliðið byrjaði alls ekki illa og lék allt í lyndi fyrstu mínútumar enda kom- ust þeir uppí 7:2. En eftir það fór heldur betur að halla á þá og um miðjan fyrri hálfleik var staðan komin í 11:8. Að Akur- nesingar skyldu dirfast að halda í við Ármenningana þoldu hinir síðastnefndu alls ekki og hófu að leika hinn lág- kúruiegasta handknattleik. Ak- umesingamir tóku ölium þess- um látum með mikilli stillingu og sýndu á erfiðri stundu prúð- mannlega framkomu. Ármann I sigraði með þriggja marka mun 31:28. Haukar — Breiðablik Gott er að eiga hauk í homi, segir máltækið, og það eiga Haukamir svo sannarlega. Tvo fyrrverandi landsliðsmenn og FH-inga á Sverri og Hörð Jóns- syni. Einnig hafa þeir á að skipa efnilegum leikmönnum t.d. Viðari Símonarsyni og Ás- geiri Þorsteinssyni. Leikur þeirra gegn Breiða- biikj var ójafn, því yfirburðir voru svo miklir. Hinsvegar fannst manni að Haukamir Iégðu sig fullmikið fram á leik þessum því að daginn eftir áttu þeir að leika nokkurskonar úr- slitaleik í 2. deild gegn Val. En þeir vildu sigur sinn stóran og sigruðu stórt, settu 44 mörk gegn 17. Valur — Haukar Á sunnudaginn léku Valur og Haukar í 2. deild og var þar um nokkurskonar úrslitaleik að ræða. Valsmenn tóku strax forust- una og héldu henni til leiks- loka. Fyrri hálfleikur var gróft leikinn af hálfu Vaismanna, og gerðu þeir sig seka um hin grófustu brot sem dómaranum Pétri Bjamasyni sást yfir að dæma. Haukamir voru hins vegar engan veginn í essinu sínu og áttu fremur slæman fyrri hálf- leik. Valsmenn höfðu yfir í hléi 17:9. Síðari hálfleikur var aftur á móti betur leikinn af báðum aðilum og tókst Haukunum að vinna gífurlega á fyrri part síð- ari hálfleiks en Valsmenn áttu góðan endasprett og sigruðu með taisverðum mun 26:19. Yngri flokkarnir Orslit leikja í yngri flokkum á sunnudag: 3. fl. k. a. Brbl.-Haukar 5:14 .....a ÍA-Fh 4:10 ....b ÍRrValur 9:9 ....a IBK-KR 10:16 2. fl. k. a. lA-lBK 8:22 ....b KR-FH 10:10 ....b Þróttur-Haukar 22:9 Staðan í karlaílokkum FH Fram 4310 117:88 4 3 10 115:92 Víkingur 3 2 0 1 65:57 KR 4 2 2 0 103:100 IR 4 0 3 1 105:123 Þróttur 3 0 3 0 53:98 2. deild karla LUT J Valur 2 2 0 0 59:44 Haukai' 2 110 63:43 ÍA 2 110 60:58 Ármann 110 0 31:28 IBK 10 10 27:32 Brblik. 2 0 2 0 42:77 6 st. 6 st. 0 st. tekur leikinn í sínar hendur þegar líða tekur á. Hin mikla markatala sýnir að vamir beggja liða eru opnar, og meira að segja að Fram fær hvorki meira né minna en 27 mörk á sig. Aftur á móti skoraði Fram flest mörk í mótinu í einum og sama leik. 10:10 eftir 22 mín. IR byrjar að skora og var það Gunnlaugur sem þar var að verki, og litlu síðar skorar hann annað 2:0. Ingólfur skorar fyrsta mark Fram, en Gylfi bætir við fyrir IR 3:1. Nokkru síðar skorar Sigurður Einarsson eitt af sínum góðu mörkum af línu, og Erlingur Kristjánsson jafnar fyrir Fram 3:3, og voru þá liðnar 7 mínútur. Matthfas gefur IR forystuna en Ingólfur jafnar 4:4, og nú loks kemst Fram yfir með góðu skoti frá Guðjóni 5:4. En það stóð ekki lengi. Gunnlaugur lét nú til sín taka sem oftar og skoraði tvö mörk í röð með langskotum 6:5. Enn er Ingólfur að verki 6:6, og enn er það Gunnlaugur sem gefur IR for- ustuna. Næst er það Ágúst sem jafn- ar 7:7. Gunnlaugur skorar enn 8:7, og á 17 mín jafnar Ingólf- ur fyrir Fram. Fyrirliðanum Hilmari leiðist þóf þetta og gefur Fram forystuna með á- gætu skoti, en Matthías er ekki á því að gefa sig og jafnar á 20. mín. Ingólfur kemur þá til skjalanna og skorar, en Gunnlaugur iafnar á 10:10. Sig- urður Einarsson skorar 11. mark Fram af línu eins og vant er mjög snoturlega, og því fylgja mörk frá Ágústi og Jóni Friðsteinss., og síðan hélt Fram áfram að auka bilið til leiks- loka, þar sem markastaðan var 36:27. Liðin Framiiðið var mjög og Framhald á 8. síðu. Kristján Stefánsson FH skorar 28. mark Hafnfirðinganna f leikn- nm við ÍR. (Ljósm. Bj. Bj.) L 11 V< II! ■ 29:20 e sidan Töluverð eftirvænting ríkti fyrir leik þennan. Menn biðu þess að sjá hvernig FH tækist að koma á „hefndum“ fyrir tapið um síðustu helgi fyrir Fram. Sumir voru hinsvegar eftirvæntingarfullir vegna þess að þeim fannst ekki útilokað að KR tækist að stöðva Hafnfirðingana. FH — KR 29:20 Að vísu var Ragnar Jóns. ekki með, og ekki heldur Sverr- ir, en FH-liðið er það sterkt að ekki er að vita hvað slíkt veikir það mikið, þó gera verði ráð fyrir, að fjærvera Ragnars hafi aiitaf sína þýðingu. Það fór líka svo að FH-ingar tóku fyrri háifleik alveg í sínar hendur, og í hálfleik stóðu leikar 16:7. 1 þessum hálfleik náðu þeir oft nokkuð góðum samleik og komust hvað eftir annað í gegn um vöm KR. Vöm FH var mun þéttari en um daginn og leikur þeirra aJi- ur ákveðnari og betri. KR- ingar náðu ekki tökum á leikn- um. og létu Hafnfirðingana fara með sig útí of mikirv" hraða og svolítinn „hasar”. KR varð að sjá af nokkrum mönnum útaf í tvær mínútur, þannig að þeir léku í nokkur skipti aðeins 6. I síðari hálfleik snérist þetta þannig við, að nú veittu KR- ingamir FH harða mótspymu, og endaði sá leikur jafn eða 13:13. Sýnir það að lið KR er í mikilii framför, þegar það skipuleggur leik sinn rétt. Þeir breyttu nokkuð um leikaðferð í síðari hálfleiknum, og gerði það FH-ingum erfiðara fyrir. Gangur leiksins FH byrjaði að skora þegar í byrjun leiks og var öm þar að verki. Litlu síðar ver Guð- jón víti frá Einari Sigurðs, og brjú önnur víti fóru forgörð- um hjá FH í leiknum. öm bætir öðru marki við, en Heins og Sigurður Öskarsson jafna með góðum skotum af línu. Birgir, Kristján, Einar og Pétur skora nú hver sitt makið 6:2. Og þannig héldu FH-ingar áfram fyrri hálfleikinn. sem endaði með 9 marka mun Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel fyrir KR. Reynir skaut í stöng úr vítakasti, en svo bæt- ir Karl það upp með tveim góðum skotum með stuttu millibili. Skiptust liðin sem sagt nokkuð á að skora það sem eftir var. Yfirleitt var leikurinn ekki sérlega skemmti- iegur á að horfa, nokkuð harka- iegur á köflum, og eins og að hann væri flausturslegur í tíma og ótíma. Þó var viss spenna í honum frá upphafi til enda. Það er greinilegt að FH er ekki enn búið að ná sínu fyrra öryggi, og jafnteflið í síðari hálfleik segir nokkuð til um það. ‘ Liðin Einstaklingar FH liðsins voru yfirleitt betri í þessum leik en á móti Fram. Kristján, öm og Pétur voru góðir og sama er að segja um Hjalta í markinu sem varði nú sýnu meir en um fyrri helgi, og oft vel. Páll Ei- ríksson er mjög vaxandi mað- ur í liðinu. Einar og Birgir voru og traustir. Bezti maður KR-liðsins var Karl Jóhannsson. Reynir var og ágætur og Guðjón í markinu, þó hann sé ekki enn kominn í fulla æfingu. Sigurður Óskars- son er sterkur bæði á iínu, í sókn og eins í vörn. Dómari, Hannes Sigurðsson, átti erfiðan leik að dæma, og verður ekki annað sagt en að hann hafi sloppið nokkuð vel frá því starfi. Þeir sem skoruðu fyrir FH voru: örn og Kristján 6 hvor, Pétur Antonsson 5. Birgir 4, Páll Eiriksson 3, Auðunn og Einar 2, Guðlaugur 1. Þeir sem skoruðu fyrir KR voru: Karl G, Sigurður Öskars- son og Reynir 3 hvor. Heins, Herbert og Ólafur Adólfs 2 hver, Pétur og Theodor 1 hvor. Sendisveinar óskast strax hálfan eða allan dacriim Þurfa að hafa hiól. Þjóðviliinn i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.