Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 22. janúar 1963. SÍ«A ★ 1 dag er þriðjudagur 22. jan. Vincentíusmessa. Tungl í hásuðri klukkan 9.55. Árdeg- isháflæði klukkan 3.18. til minnis ★ Næturvörzlu í Hafnar- firði vikuna 19-26. janúar annast Eirikur Björnsson, læknir, sími 50235. ★ Næturvarzla vikuna 19. til 25. jan er í Vesturbæjar-Apó- teki, sími 2-22-90. ★ Neyðarlæknir vakt alla daga nema laugardaga kl. 13 — 17. Sími 11510. ★ SJysavarðstofan i heilsu- verndarstöðinni er opin allan sólarhringinn. Næturlæknir á sama stað kl. 18—8. sími 15030. ■fr Slökkviliðið og sjúkrabif- reiðin sími 11100. ★ Lögreglan sími 11166. ■)f Holtsapótek og Garðsapó- tek eru opin alla virka daga kl. 9—19. laugardaga kl. 9— 16 og sunnudaga kl. 13—16. ★ Sjúkrabifreiðin Hafnar- firði sími 51336. ★ Kópavogsapótek er • ið alla virka daga kl. 9.15—20 laugardaga kl. 9.15—16. sunnudaga kl. 13—16. ★ Keflavíkurapótek er opið alla virka daga kL 9—19. laugardaga kl. 9—16 og sunnudaga kl. 13—16. ★ tJtivist barna. Böm yngri en 12 ára mega vera úti til kl. 20.00, böm 12—14 ára til kl. 22.00. Bömum og ungling- um innan 16 ára er óheimill aðgangur að veitinga- dans- og sölustöðum eftir kl. 20.00. söfnin Krossgáta Þjóðviljans 3 far, 6 forsetning, 8 eins, 9 batna, 10 eins, 12 forsetning, 13 ýlir, 14 safn, 15 tónn 16 steinn, 17 fugl. Lóðrétt: 1 skjól, 2 hreyfing, 4 óska, 5 klórar, 7 rit. 11 úrskurða, 15 dauf. ir Listasafn Einars Jónsson- ' ar er lokað um óákveðinn tíma. ★ Minjasafn Reykjaví':"i. Skúlatúni 2 er opið alla daga nema mánudaga kl. 14—16. ★ Þjóðskjalasafnið er opið alla virka daga kl. 10—12 og 14—19. ie Ásgrímssafn Bergstaða- stræti 74 er opið briðjudaga fimmtudaga og sunnudaga kl. 13.30—16. ★ Bókasafn Kópavogs. Otlán þriðjudaga og fimmtudaga f báðum skólunum. ★ Landsbókasafnið. Lestrar- salur opinn alla virka daga klukkan 10-12, 13-19 og 20-22. nema laugardaga klukkan 10- 12 og 13-19. Útlán alla virka daga klukkan 13-15. flugið ★ Loftleiðir. Þorfinnur karls- efni er væntanlegur frá London og Glasgow klukkan 23.00. Fer til N.Y. klukkan 00.30. ★ Flugfélag Islands. Milli- Iandaflug. Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafn- ar klukkan 8.10 í fyrramálið. Innanlandsflug. í dag er áætl- að að fljúga til Akureyrar 2 ferðir, Egilsstaða, fsafjarðar, Sauðárkróks og Eyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar 2 ferðir, Isafjarð-" ar, Húsavíkur og Eyja. visan ★ Bókasafn Dagsbrúnar er opið föstudaga kl. 8—10 e.h. laugardaga kl. 4—7 e.h. og sunnudaga kl. 4—7 e.h. ★ Þjóðminjasafnið og Lista- safn ríkisins eru opin sunnu- daga, þriðjudaga. fimmtu- daga og laugardaga kl. 13.30 — 16. ★ Bæjarbókasafnið Þing- holtsstræti 29A, sími 12308 Útlánsdeild. Opið kl. 14—22 alla virka daga nema laug- ardaga kl. 14—19. sunnu- daga kl. 17—19. Lesstofa Opin kl. 10—22 alla virka daga nema laugardaga kL 10 —19. sunnudaga kl. 14—19 Útibúið Sólheimum 27 er opið alla virka daga. nema laugardaga, frá klukkan 16— 19.00. Útibúið Hólmgarði 34. Opið kl. 17—19 alla virka daga nema laugardaga. Útibúiö Hofsvallagötu 16. Opið kL 17.30—19.30 alla virka daga nema laugardaga. ★ Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19. ★ Þessi vísa varð til í átök- unum miklu um annað líf, sem enn eru öllum í íersku minni. Dungal, krabbadoktorinn daufa meður áru, ætti að senda andann sinn inn í hana Láru. A. féiagslíf ★ Tilkynningar í félagslíf. sem birtast eiga í Þjóðviljan- um næsta dag, verða að hafa borizt blaðinu fyrir klukkan 4 síðdegis. ★ Breiðfirðingafélagið heldur félagsvist og dans miðviku- daginn 23. janúar klukkan 20.30. —. Nefndin. ★ Húsmæðrafélag Reykjavík- ur, heldur afmælisfagnað í Þjóðleikhúskjallaranum mið- vikudaginn 23. þ.m. klukkan 7 e.h. Góð skemmtiatriði, leikþáttur og söngur. Tilkynn- ið þátttöku sem allra fyrst í áður auglýstum símum. skipin ★ Hafskip. Laxá er á Akra- nesi. Rangá fór frá Gauta- borg 21. þ.m. til Rvíkur. ★ Jöklar. Drangajökull kom til Rvíkur 20. þ.m. frá Lon- don. Langjökull kom til landsins í gærkvöldi frá Gdynia. Vatnajökull lestar á Akranesi. ★ Skipaútgerð ríkisins. Hekla fer frá Rvík í dag vestur um land í hringferð. Esja er í Álaborg. Herjólfur fer frá Eyjum klukkan 21.00 í kvöld til Rvíkur. Þyrill var við Skagen í gærmorgun á leið til Islands. Skjaldbreið fer frá Rvík í dag vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. ★ Skipadeild SÍS. Hvassafell fer í dag frá Sauðárkróki til Akureyrar. Arnarfell fór 20. þ.m. frá Koverhar til Rotter- dam. Jökulfell fór í gær frá Rvík til Glouchester. Dísar- fell fór í gær frá Bergen til Kristiansand, Gautaborgar og Hamborgar. Litlafell losar á Norðurlandshöfnum. Helgafell fór í gær frá Siglufirði áleið- is til Finnlands. Hamrafell er væntanlegt til Rvíkur 27. þ. m. frá Batumi. Stapsifell er í olíuflutningum í Faxaflóa. árroðavísa ★ Þú ert stundum að slá um þig með vísum, Þjóðvilji sæll. Er ekki bezt að þú fáir að sjá eina, sem varð til í strætisvagni inni í Laugarásnum einn árroða- morguninn um daginn, þegar mjöllin lá yfir landi, og síldin* óð um allan sjó. Vísukornið er svona: „Fagrir morgnar fegra Iáð. Til fanga er sótt af móði. Tilveran öll er töfrum stráð, og tekjur í margra sjóði". Morgunhani. Minningarspjöld ir Minningarspjöld Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra, fást á eftirtöldum stöðum: Bóka- búð ísafoldar, Austurstræti — Bókabúðin, Laugamesvegi 52 — Bókaverzlun Stefáns Stef- ánssonar, Laugavegi 8 — Verzlunin Roði. Laugavegi 74 — Reykjavíkur Apótek. Lang- holtsvegi — Garðs ApóteK. Hólmgarði 32 — Vesturbæj- ar Apótek — 1 Hafnarfirði: Valtýr Sæmundsson, öldu- götu 9. GDO útvarpið Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími barnanna. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Ólafur Þ. Jónsson. — Við hljóðfærið Fritz Weisshappel. 20.20 Þriðjudagsleikritið: — Herra Ágústus Milver- ton eftir Sir Arthur Conan Doyle og Michael Hardwick. Leikstjóri Flosi Ólafsson. 20.55 Eastman-Rochester Pops hljómsveitin leik- ur. Frederick Fennell stjómar. 21.15 Erindi: Kvenstúdentafé- lag íslands og Alþjóða- samband háskólakvenna (Ragnheiður Guðmunds- dóttir læknir). 21.40 Konsert nr. 6 í a-moll úr L’Estro Armonico, op. 10 eftir Vivaldi (Virtuosi di Roma hljómsveitin leikur. — Einleikur á fiðlu: Franco Gulli. — Renato Fasano stjómar). 21.50 Inngangur að fimmtu- dagstónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands — (Dr. Hallgrimur Helga- son). 22.10 Lög unga fólksins (Berg- ur Guðnason). 23.00 Dagskrárlok. hádegishitinn ★ Klukkan 11 árdegis í gær var suðaustan átt, stinnings- kaldi og skúrir og 4-6 stiga hiti um suðvestanvert landið, en þurrt veður norðan lands og frost, mest 3 stig á Akur- eyri. Samúðar- kort Slysavarnafélags Islands kaupa flestir. Fást hjá slysa- vamadeildum um land allt I Reykjavík i Hannyrðaverzl- uninni Bankastræti 6. Verzl- un Gunnþórunnar Halldórs- dóttur, Bókaverzluninni Sögu Langholtsvegi og í skrifstofu félagsins i Nausti á Granda- garði. íþróttir Framhald af 4. síðu. varla veikur hlekkur, Guðjón þeirra beztur, og ekki langt frá komu þeir Ingólfur, Karl og Hilmar. Eins og fyrr segir féll ÍR lið- ið nokkuð vel saman, en með- an munur er svo á mönnum verður það ekki eins sterk heild. Beztir voru Gunnlaugur sem var harður í skotum, Her- mann og Matthías. Þeir sem skoruðu fyrir Fram voru: Ingólfur 12, Ágúst 6, Sig- urður E., Guðjón og Hilmar 4 hver, Erlingur og Karl tvö hvor, Jón Friðsteins og Tóm- as Tómasson 1 hvor. Fyrir ÍR skoruðu: Gunnlaug- ur 12, Hermann 6, Matthías og Gylfi 4 hvor Gunnar Sigur- geirsson 1. Dómari var Valur Benediktsson og dæmdi vel. Frímann. Powers Bandaríska flugmanninum Francis Powers var fyrir skömmu veittur skilnaður frá eiginkonu sinni. 1. maí 1960 flaug Powers á U-2-flugvél til njósna yfir Sovétríkin og var skotinn niður. Hann var dæmd- ur í tíu ára fangelsi fyrir njósn- ir en var brátt sleppt úr haldi. Powers er 33 ára að aldri. Powers sagði fyrir réttinum að enginn hefði meðhöndlað sig illa meðan hann var í íangels- inu nema kona sín, Barbara. Hann sagði að hún hefði verið mjög löt við bréfaskriftir og að liðið hefði allt að 45 dagar milli þess að hann fékk bréf. Barbara sagði hinsvegar að Powers hefði ekki verið samur maður síðan hann kom heim úr fangelsinu í Sovétríkjunum. Hún sagði að hann hefði misst alla tilfinningu fyrir skyldum sínum sem bandarískur borg- ari — skyldum sínum gagn- vart eiginkonu sinni, landi sinu og samborgurum. Hún bætti því við að Powers hugsaði ekki annað en jarðnesk gæði. Vörubílstjóraíélagið Þróttur AUGLÝSING eftir framboðslistum í lögum félagsins er ákveðið að kjör stjómar, trúnaðar- mannaráðs og varamanna, skuli fara fram með allsherjar- atkvæðagreiðslu og viðhöfð listakosning. Samkvæmt því auglýsist hér með eftir framboðslistum og skulu þeir hafa borizt kjörstjóm í skrifstofu félagsins eigi síðar en miðvikudaginn 23. þ. m. kl. 5 e. h., og er þá framboðsfrestur útrunninn. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli minnst 22ja fullgildra félagsmanna. KJÖRSTJÓRNIN. Verkamannafélagið HLIF, Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjóm og aðra trúnaðarmenn verkamannafélagsins Hlífar árið 1963 liggja frammi í skrifstofu Hlífar, Vesturgötu 10, frá og með 22. janúar 1963. öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu verkamannafélagsins Hlífar fyrir kl. 2 e. h. sunnudaginn 27. jan. 1963 og er þá framboðs- frestur útrunninn. Kjörstjém Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Maðurinn minn GUÐMUNDUR AXEL BJÖRNSSON, vélsmiður, Framnesvegi 8 A andaðist aðfaranótt 21. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd aðstandenda Júlíana Magnúsdóttir. Útför föður okkar EGGERTS G. NORÐDAHL frá Hólmi verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. janúar kl. 1.30 síðdegis. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Börnin. i i I i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.