Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 9
í>riiðjudagur 22. janúar 1-&68 - Vetrarvertíðin á þorskveið- um byrjar hér á Suðurlandi í byrjun janúar og hefur svo lengi verið. Sú breyting hefur á orðið hin síðari ár, að bátar hafa byrjað þorskveiðar í öðr- um landshlutum miklu fyrr en áður þekktist. Þetta á við um Norðui'Iand, Vestfirði óg raun- ar Austfirði líka. Það má því segja að um þetta leyti hefjist þorskveiðar í minni eða stærri stil frá flest- um útgerðarbæjum landsins. Það verður algengara með hverju ári, að bátar úr fjarlæg- ari lándshlutum hætti að stunda veiðar með viðlegu hér við Suðurland, en í þess stað sæki sjó úr heimahöfn. Hér kem- ur hvort tveggja til, að bá'ar eru nú stærri og betur búnir til sjósóknar en áður þekktist, og svo einnig hitt, að göngur þórsksins á mið fyrir Vestur-, Norður- og Áusturlandi koma nú fyrr á ári en áður þekktist, og valda því að líkindum beytt- ir hafstraumar síðustu áratug- ina. Þessi breyting stuðlar að betri áfkomu fólks í fiSkíbæj- um og þorpum hinna ýrnsu landshluta, þar sem áður var algjört atvinnuleysi á þeim tíma árs, þegar uppgrip voru hvað mest hér á miiðunum við Suðurland. „Hollur er heima- fenginn baggi,“ segir ilslenzkt máltæki. og mun það sannast hér með breyttum atvinnuhátt- um og tilhögun. Nokkrar ábendingar Það er erfitt að sjá um þorsk- afla vélbátaflotans í byrjun vertíðar, en ef marka má eitt- hvað aflann í fyrstu röðrum eins og frá honum hefur veráð sagt. þá er freistandi að halda, að afli muni heldur vaxa en minnka frá s.l. vetrarvertíð. En hver svo sem aflabrögðin verða á vertíðinni, þá er eitt nauðsynlegast af öllu, og það er að gera þennan afla eins verðmætan og kostur er á. Að góð samvinna sé á þessu sviði, á því velta ekki aðeins hags- munir sjómanna, útvegsmanna og verkafólks, sem vinnur að hagnýtingu aflans, heldur bein- línis hagsmunir þjóðarinnar allrar. Góðir sjómenn! Hafið þetta jafnan hugfast í hinu erfiða starfi við veiðarnar. Vel með farinn og vel blóðgaður fiskur. hann er sterkasta vopn ykkar, til að fá hækkað hrá- efnisverðið. Sama gildir um meðferðina á fiskinum eftir að í land er komið með hann. Því betri og ná- kvæmari sem meðferðin er, og minna fer til spillis. þeim mun sterkari verður grundvöllurinn undir hlutdeild verkafólks í aflanum, — hækkuðu kaup- gjaldi. Við getum deilt um allt mögulegt á milli hitnins og jarðar, en um þetta verður ekki deilt, því að þetta er stáð- reyndin sjálf, og hún haggast ekki hvað svo sem sagt er. Vanmat Vinna við hagnýtingu á sjáv- arafla er fagvinna, þó að lög- gjafinn hafi ekki hér á ís- landi viðurkennt hana sem slíka. T.d. hefur flatning á fiski verið talin fagvinna í áratugi í Nor- egi, og verið greiddur fyrir slíka vinnu hæsti fagvinnutaxti sem þekktist þar i landi. Hér hafa menn fengið greiddan lág- markstaxta verkamanna fyrir slíka vinnu. Þetta er vanmat, sem hefur komið og kemur niður á saltfiskframleiðslunni hér í alltof miklum flatnings- göllum, sem orsaka verðrýruun framleiðslunnar. Hér sannast hið fornkveðna. að það er dýrt að hirða eyrinn en kasta krón- unni. Það er fróðlegt að athuga skólakerfi okkar. hvernig það er uppbyggt, af stöðinni til at- vinnuvega okkar. Sjávarútveg- ur og landbúnaður eru okkar höfuðatvinnuvegir. Við eigum tvo búnaðarskóla og það er ekki ofmæl't þó sagt sé, að rík- isvaldið hafi um langt skeið van-gert við þessa þýðingar- miklu skóla samanber Hóla- skólamálið. En ég er hér ekki að ræða landbúnaðar- heldur sjávpr'i'i’-«;mál og mun pvi b'' ’ ' ið þeim þætti þessa SfDA 9 HSKIMÁL - Effir Johtmn J. E Kúld Frá einni verstöðinni: Þeir eru að landa fiskinum — engum smátittum. mál. Við höfum hér góðan sjó- mannaskóla, samanborið við aðrar siglinga- og fiskveiði- þjóðir, þó að áreiðanlega mætti bæta þar um með aukinni fræðslu í notkun nýrri fiski- leitar- og öryggistækja, ásamt fræðslu um meðferð á fiski í fiskimannadeild skólans. Þegar þessu sleppir í uppbyggingu skólakierfis okkar, þá hefur allt annað gleymzt í skólakerf- inu viðvíkjandi okkar höfuð- útflutningsatvinnuvegi, sjávar- útveginum. Fiskiðnaðarskóli er enginn til á íslandi, og þó verður sjávarútvegurinn að bera uppi meginhlutann af kostnaði við skólahald í landinu. Þetta er óraunhæft mat, sem kostað hefur þjóðina milljónatugi á undanfömum árum. vegna verðminni afurða af vöidum vankunnáttu. En þrátt fyrir þetta eigum við hóp af mönnum. sem aflað hafa sér svo mikillar fagþekkingar á þessu sviði í gegnum reynslu og sjálfsnám, að hægt væri að jafna við háskólanám. En þetta dugir bara ekki til, í okkar vaxandi iðnaðarþjóðfélagi, þar sem svo mikil verðmæti velta á því, að hver einasti einstaki- ingur sem að framleiðslunni vinnur kunni sitt starf til fullnustu og að honum hafi verið kennt að vinna það á réttan hátt. Hér verður að spyrna vlð fót- um, og breyta um stefnu. Það sagði eitt sinn gamal- reyndur bóndi að ef mjólkur- kýrnar væru vanræktar, þá hættu þær að mjólka ogvelferð heimilisins væni í voða. Þessi ummæli má vel heimfæra upp á sjávarútveginn eða, þó öllu heldur þá grein hans sem snýr að hagnýtingu aflans......... Ríkisvaldið hcfur vanrækt og vanrækir í dag hagnýtingu sjávaraflans. Þar er hvorki séð fyrir almennri fræðslu í skóla- kerfinu um meðferð og hag- nýtingu á þeim vcrðmætum, sem standa verða undir öilum okk- ar innfluningi tii landsins, né heldur er séð fyrir sérnámi manna, sem stjórna verða fram- leiðslu fiskafurða, og þó bygg- ist velgengni þjóðarbúskapar okkar í dag á því, að þarna sé allt framkvæmt af fullkom- inni fagþekkingu. Þetta minnir á búskaparhætti Bakkabræðra og er hart til þess að vita, á okkar miklu tækni- og skóla- öld. mm Öryggi í akstri liftái - hreinar bílrúður - •vh- ■a.i.-MiMntnuuuu-. ir.. lífui ’tiifSiii ’íjjiiijiuiimiitili 'iiiiiimÍiiliiÍifUm. ‘?r; WINDIJS gluggaþvottalögur /ffly'' '■ '■ <,;í:4 er hentugur og fljótvirkur. ipppp^ WINDUS fæst í mjög þægi- legum umbúðum, og því handhægur í hverjum bíl. WINDUS þekkja allar hús- mæður. I iis::":: m EINK AUMBOÐ: I 1 K H. A. Tulinius Tómstunda- og félagsiðja ÆSKULfÐSR&ÐS REYKJAVÍXUR jan. — apríl 1963. Starfsemin hefst að nýju mánudaginn 21. janúar. Starfsstaðir: Lindargata 50. Ljósmyndaiðja, bast- og tágavinna, bein- og homiðja, fiskirækt, leðurvinna, málm- og rafmagnsiðja, flugmódelsmíði. Klúbbar: Kvikmyndaklúbbur bama, sýningar laugard. kl. 4 e. h. Leikhús æskunnar, fundir á miðvikud. kl. 8.30 e. h. Ritklúbbur æskufólks, fundir annan hvern mánudag kl. 8 e. h. Frímerkjaklúbbur, fundir miðvikudaga kl. 6 e. h. Taflklúbbur, fundir fimmtudaga kl. 7.30 e. h. „Opið hús“ laugardaga kl. 8.30 — 10 e. h. Innritun daglega frá kl. 2—4 e. h. og 7.30—9 e. h. Sími 15937. Bræðraborgarstíg 9. Starfað á þriðjudögum og föstudög- um kl. 5 —10 e. h. Ýmis fönduriðja, leiklistarklúbbur, skemmtifundir. Innritun á staðnum þessa daga kl. 5 — 6 e. h. Golfskálinn. Vélhjólaklúbburinn Elding, fundir á þriðju- dögum kl. 8 e. h. Fræðafélagið Fróði, fundir annan hvem fimmtudag kl. 8 e. h. Skemmti- og hljómlistarklúbburinn Styrmir, fundir á föstu- dðgum kl. 8 e. h. ▼Iðgerðarstofa Ríkisútvarpsins. Radíóiðja á miðvikudög- um kl. 8.15 e. h. Háagerðisskóli. (í samvinnu við sóknamefnd Bústaðasókn- ar). Bast-, tága- og perluvinna og leðuriðja, miðvikudaga kl. 8.30 e. h. Kvikmyndasýningar: Laugardaga kl. 3.30 og 4.45 e. h. Ármannsheimili. Sjóvinnunámskeið mánud. og föstudaga kl. 5 — 9 e. h. sími 23040. Selás- og Árbæjarhverfi (í samvinnu við Framfarafélagið). Bast- og leðuriðja á þriðjudögum kl. 8.30 e. h.. Tjamarbær. Ungfilmía: Sýningar annan hvern laugardag kl. 3 e. h. Kvikmyndasýningar, leiksýningar og annað efni eftir daglegum auglýsingum. Annað starf auglýst nánar síðar. Allar upplýsingar í síma 15937 daglega frá kl. 2 — 4 e. h. Skrrfstofustúlka Dugleg skrifstofustúlka óskast til starfa í skrifstofu okkar að Skúlagötu 20. Viðkomandi þarf að hafa nokkra æfingu í meðferð helztu skrifstofuvéla. Góð vinnuskilyrði. Nán- ari upplýsingar í skrifstofunni Skúlagötu 20. SLÁTURFELAG SUÐURLANDS. VDNDUÐ F Styurþörjónsson &co Jiúfmœtmti 4- Hugmyndasamkeppni um skipulag á Akureyri Samkeppnisgögn eru afhent hjá Ólafi Jens- syni, Byggingaþjóustu A.l að Laugavegi 18 A, alla virka daga kl. 13—18, nema laug- ardaga kl. 10—12. Dómnefndin. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.