Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.01.1963, Blaðsíða 12
Landliðsstjórnin si með 299 atkv.meirihluta Sjómannafélag Reykjavíkur hélt aðalfund á sunnudaginn, og var fundurinn mjög fámennur, um 100 manns I félagi sem hef- ur 1773 félagsmenn, og var ali- margt af ]>eim hóp úr landliðinu. Skýrt var frá kosningu stjórn- ar, en aðstandendur A-listans höfðu framið )>að trúnaðarbrot að láta birta úrslitin í Morgun- blaðinu og Alþýðubiaðinu á sunnudaginn. (Jrslit kosninganna urðu að A-listli hlaut 698 atkvæði og alla stjórnarmenn kjörna, en B-Iisti, Iisti starfandi sjómanna, hlaut 399 atkvæði. Auðir seðlar voru níu og ógildir fjórir. Alls greiddu atkvæði 1110 af um 1450 á kjör- skrá. Jón Sigurðsson, formaður fé- lagsins, flutti skýrslu st.iómarinn- ar og rakti samninga þá sem fé- lagið hefur gert á liðnu ári. Var hann harla ánægður með togara- samningana, síldveiðisamningana, og framlengingu bátasamning- anna og viðurkendi að hann hefði verið því fylgjandi að gerð- ardómslögin voru sett. I félagið höfðu gengið á árinu 141 en úr því 33. í félaginu eru nú 1773 félagsmenn, þar af í fullum rétt- indum 1450, — um 100 á skulda- lista en það sem á væntar á aukaskrá. Nýir samningar hafa verið gerðir fyrir dæluskipið Sandey og verið er að finna nýtt form fyrir farmannasamningana. Sigurður Breiðfjörð Þorsteins- son, ræddi skýrslu stjórnarinnar og gagnrýndi lofræðu formanns- ins um samningagerðir ársins. Það væri t.d. blekking að togara- kjörin hefðu batnað um 20%, því hitt væri rétt að væri siglt allt árið hefðu kjörin versnað en ekki batnað. Átaldi Sigurður að formaður Sjómannafélagsins skyldi taka sæti í gerðardómn- um um síldveiðikjörin, þar sem með því hefði verið ýtt undir þá hugmynd að þar væri um eins konar samninga við sjó- menn að ræða, og taldi vítaverða þá afstöðu formannsins að vera fylgjandi lagasetningunni um gerðardóminn. Minnti Sigurðurá dóm Félagsdóms í Sandgerðis- málinu og taldi sjálfsagt að úr því fengist skorið hvort gerðar- dómurinn færi ekki í bág við stjómarskrá landsins, þar sem hann kæmi til leiðar misrétti manna sem ynnu sömu vinnu. Þá átaldi Sigurður að ekki hefði fengizt bókuð við talningu atkvæða sú athugasemd, að mað- ur hafði kosið sem væri í öðru stéttarfélagi, en það hefði verið viðurkennt af Sigfúsi Bjamasyni starfsmanni félagsins. Var því engu svarað af stjórninni. Guðmundur Guðmundsson tal- aði einnig um skýrslu stjórnar- innar og gangrýndi hvasslega fyrirkomulag við samninga báta- manna, taldi það óviðunandi á- stand að samningar væru gerðir að þeim forspurðum. Sigurður Sigurðsson og Ölafur Sigurðsson verkstjóritúlkuðumálstað stjóm- arinnar. Lagabreytingar Fram komu nokkrar minni háttar lagabreytingar frá stjóm og trúnaðarráði um fyrirkomulag kosninga og aðalfund, og að lög- giltur endurskoðandi færi yfir reikninga félagsins. Voru þær samþykktar. Árni J. Jóhannsson hafði fram- sögu fyrir þeim mikilvægu laga- breytingum sem hann flutti á- samt Jóni Tímótheussyni og Síg- urði Breiðfjörð ' Þorsteinssyni. Voru það aðalatriði þeirra að koma félagsréttindum í eðlilegt horf og taka upp deildaskiptingu í félaginu, stofna fiskimanna- deild og farmannadeild. Urðu um þær tillögur tals- verðar umræður og gerðust land- liðsmenn æstir mjög, töldu þess- ar tillögur nánast jafngilda því áð menn væru afhöfðaðir austan tjalds! Þar kom fram Pétnr í- haldsmaður og jós sér yfir fé- lagsmenn með hinu venjtttega, prúðmennskuorðfæri, og fann að lokum þá frumlegu lausn á af- greiðslu þessara tillagna um lagabreytingar að flytja tillögu um að vísa þeim til félagsstjórn- arinnar til athugunar og var það I samþykkt. Þótti ýmsum félags- mönnum sem stjórnin hefði haft tíma til að athuga þessar laga- breytingar á þeim mánuði sem þær hafa legið frammi. Þessi meðferð á lagabreyting- artillögum sem löglega eru íram bomar, mun algert einsdæmi, en gæti bent til þess að land- liðsstjórnin hafi ekki þorað að láta fella þessar tillögur á fá- merrnum fundi, vegna þeirrar for- dæmingar sem landliðshneykslið hefur vakið. ! i i Þannig r hægt að ar umhorfs á þilfari togarans, þegar hann kom til Reykjavíkur. Ekki hefur verið gera sjóklárt vegna manneklu. Trollið Iiggur óbundið á dekkinu og kassar hafa ekki verið teknir niður. (Ljósm. Þjóðv. A. K.) Lágu í frá Eyjum tif Rvíkur Eins og kunnugt er af fyrri fréttum veiktust nær allir há. setarnir á togarnum Röðli hastarlega á fimmtudaginn er skipið var að veiðum fyr- ir sunnan land. Sjúkdóms- cinkcnnin voru uppköst, nið- urgangur Og höfuðverkur og var í fyrstu haldið að um smitnæma pest væri að ræða. Um hádegi á föstudag ágerð- ist veikin svo, að skipstjór- inn hafði samband við hér- aðslækninn í Vestmannacyj- um og skömmu síðaar var haldið af stað til Eyja á fullri ferð, en þá var farið að óttast um Iíf Snæbjarnar heitins Aðils. Læknirinn kom til móts við skipið undan Portlandi, en þá var Snæ- björn látinn. í Vestmannaeyjum hölluð- ust menn helst að þvf að um matareijrun væri að ræða, en undarlegt þótti að hún skyldi leggjast á framíbúa nær ein- göngu. Eini maðurinn af þcim, sem afturí voru og veiktust var 1. vélstjóri, en hann hafði umiið við viðgcrð eða athugun á kælivélinni, sem staðsett er í nctalestinni undir mannaíbúðunum, Mun einhver grunur hafa vaknað þar, að um eitrun væri að ræða frá kælikerfinu, en varla hefur sá grunur verið sterkur, því mennirnir, sem lágu frammí voru látnir vera þar um kyrrt, nema þeir tveir, sem lagðir voru inn á sjúkra- húsið í Vcstmannaeyjum, lágu þeir svo frammí þar til komið var til Reykjavíkur aðfara- nótt sunnudagsins. AÐEINS I SKIFUM ÖRFÁUÍ Skipaskoðun ríkisins og heilbrigðisyfirvöldin hér í Reykjavík fengu svo málið til meðferðar. Fyrst voru nokkrir hásetanna fluttir í Borgar- sjúkrahúsið, en nokkru síðar þeir allir. Þeir lágu þar enn í gær og var liðan þeirra sögð eftir atvikum, en nánari fregnir fengust ekki. Skipaskoðunin hófst þegar handa um rannsókn á því að hve miklu leyti eiturloftið kæmist í íbúðimar og ýmsar mælingar þar að lútandi. Var síðan í gærkvöld og nótt unn- ið að því að þrýstiprófa kæli kerfið til að finna Iekann. Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóri, sagði í viðtali við Þjóðviljann að málið virtist Ijóst. Leki væri á kerfinu og vifta. sem átti að blása út lofti frá vélinni hefði ekki verið í gangi. Hleri úr netalest upp í íbúðiraar hafði ekki verið algerlega þéttur og loftræsting sennilega ekki í gangi í jbúðunum. Hef- ur eiturloftið frá kælivélinni því átt greiðan aðgang að mönnunum. Skipaskoðunarstjórl upp- lýsti það einnig, að methyl- Þriðjudagur 22, janúar 1963 — 28. árgangur — 17. tölublað. Dauðaslys í Hafnarfirði í gærdag varð það sorg- lega slys í Hafnarfirði, að 6 ára stúlka, Lára Ólafs- dóttir Mosabarði 5, varð fyrir bíl og beið sam- stundis bana. Lára var aö koma út úr ssal- gætisverzluninni Björk við Snið- götu ásamt systur sinni 5 áras er slysið varð. Gengu þær fyxir aftan vörubíl, sem stóð við verzlunina og var að afferma gosdrykki. Rétt í þann mund- er systumar komu út, þurfti bQ- stjórinn að bakka bílnum. Mun Lára hafa orðið undir öðru aft- urhjólinu og lézt hún samstundis. Bæjarstarfsmenn samræma kröfur 18.—20. þ.m. var hald- in hér í Reykjavík á veg- um Bandalags starfs- manna ríkis og bæja ráð- stefna bæjarstarfsmanna. Var aðalverkefni ráð- stefnunnar að ræða sam- ræmingu á kröfum félag- anna um laun og önnur starfskjör bæjarstarfs- manna. Ráðstefnuna sátu fulltrúar frá öllum félögum bæjarstarfsmanna, er aðild eiga að B.S.R.B og úr stjóm bandalagsins. Félög bæjarstarfsmanna hafa fyrir nokkru hafið undirbúning að viðræðum um nýja kjara- samninga, en hvert þeirra fyrir sig annast samningagerð við hlutaðeigandi bæjarstjóm á sama klórýd væri nú ekki notað þ nema í örfáum skipum og þá * helst þeim, sem fyrst voru smíðuð í Bretlandi. Nú væri N hinsyegar mest notað efnið | Frion-12, sem er skaðlaust lágu í eiturlofti Aðalatriði málsins virðast . vera þau, að vélstjóri veit að b kælikerfið lekur, en gerir sér N ekki grein fyrir hættunni, sem B frá því stafar. Hann veikist J sjálfur eftir að hafa unnið 1 við vélina, en samt vaknar k enginn sterkur grunur hvorki B hjá honum, né öðrum yfir- k mönnum skipsins um hina f seigvænlegu hættu. Veiku b mennirair eru látnir liggja í % eiturmettuðu lofti lúkarsins fe alla leið til Reykjavíkur, eða J í 8—10 klst., þó auðvelt hefði B verið að flytja þá afturi, þar fe sem heilbrigðir liefðu getað N gengið úr kojum fyrir þá . fe Þá er annað aðalatriði að N methyIklórídið, sem notað I var hefur ekki verið blandað ? neinu aðvörunarcfni. Efnið er 1 Iyktarlanst ómengað, en sum- ■ ir framleiðendur munu blanda í það táragasi eða einhverju öðru lyktarefni til aðvömn- ar. Búist var vlð að rannsókn Skipaskoðunarinnar lyki j gærkvöld eða nótt og mun skýrsla hennar verða lögð fyr- b ir sjórétt, sem væntanlega N vcrður settur í Hafnarfirð* í H dag, en þangað fór skipið i J gær. — G.O. I hátt og B.S.R.B fer með íyrir- svar rikisstarfsxrjanna gagnvart ríkisstjórn. Verkefni ráðstefnunnar var að ræða samræmingu á kröfum fé- laganna um laun og önnur starfskjör bæjarstarfsmanna, svo og annan nauðsynlegan undir- búning. Tillögur ráðstefnunnar um launaflokkun verða sendar fé- lögunum til athugunar og um- sagnar, en kosin var sérstök nefnd til að undirbúa tiHögur um önnur starfskjör. Ráðstefnan ræddi ennfremur um nánara samstarf félagannaj og á hvem hátt heildarsamtökin geti bezt styrkt félögin við vænt- anlega samningagerð. Ákveðið var að halda aðra ráðstefnu í byrjun marzmánaðar n.k. til nánari undirbúnings samningaviðræðna. „Viðreisnin" beið ésigur í kosning- unum íBorgarnesi Framhald af 1. síðu. annars sjá af Staksteinum Morg- unblaðsins sL fimmtudag. Það er því furðulegt, þegar þetta er haft í huga, að ýmsir framsóknarmenn í Borgamesi studdu íhaldið og einn hrepps- nefndarmaður Framsóknar var á B-listanum. Hinsvegar voru líka margir framsóknarmenn, sem ekki létu segja sér fyrir verkum að þjóna þannig undir íhaldiðog „viðreisnina”. Traust á stjórn félagsins Fréttamaður Þjóðviiljans náði í gær örstuttu viðtali við Guð- mund Sigurðsson, form. Verka- lýðsfélags Borgarness, og spurði hann: — Hverju þakkar þú sigur A- listans? — Ég veit ekki, hvað skal segja. Við notuðum ekki sömu bardagaaðferðir og íhaldið, við vorum ekki svona heiftugir í smalamennskunni. En A-listann studdu verkamenn úr öllum flokkum, og úrslitin sýna traust á stjóm félagsins. — Ég held líka, að mörgu hugsandi fólki hafi þótt alveg nóg um hama_ ganginn í íhaldinu. — Og bað er óhætt að segja bað, að verka- menn í Borgamesi hafa hafnað viðreisninni. Auk Guðmundar Sigurðssonar eru þessir í aðalstjórn Verka- lýðsfélags Borgamess: Olgeir Friðfinnsson, varaformaður; Sig- Urður B. Guðbrandsson, ritari; Einar Sigmundsson, gjaldkeri. > ■1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.