Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 23. janúar 1963 28. árgangur — 18. tölublað i Nokkrir hafa þegar samið { BOstjóraverkfallið í Kefla- i^ vík stendur enn, en gera má {I ráð fyrir, að styttast taki í í því. Nokkrir aðilar hafa þegar ¦ undirritað samninga við bíl- K stjórafélagið, þar sem kröfur ; | þeirra eru teknar til greina. Það eru útgerðarfélög eftirtal- inna báta: Andri, Vilborg, Vonin II., Stafnes, Steingrímur trölli. Auk þess hefúr Fiskimjöl Njarðvík h.í lirritað samn- ingana. I gærkvöld hélt sáttasemj- ari, Torfi Hjartarson, fund með deiluaðilum, en ekki er Þjóðviljanum kunnugt um, hvort samkomulag hefur tek- izt. Fundur í Dagsbrún ! \annaB kvök \ | klukkan 9 \ k Dagsbrúnarfundur verður ^ haldinn annað kvöld í I Gamla bíó og hefst hann H kl. 9. Verða þar rædd k samningamálin og kosning- ^ arnar. b Stjórnarkosningar og ¦ J aðrar kosningar í félaginu fara fram á laugardag og sunnudag. Venja er að halda einn fund rétt fyrir kosningar, en þar sem ^ það fer nú saman að samn- ingarnir eru að komast á úrslitastig og því eðlilegt B að hugur verkamanna snú- Jl ist þessa dagana um samn- | ingamálin, verða þau mál * einnig rædd á fundinum, auk kosninganna, Dagsbrúnarmenn eru B hvattir til að mæta vel og k fylgjast með því sem er ^ að gerast i samningamál- unum. og þá einnig kosn- ingabaráttunni, sem verða h mun afdrifarik fyrir kjara- ™ málin I I 1 fréttatilkynningu sem Þjóð- viljanum hefur borizt frá Fiski- deild segir að í gær hafi varð- skipið Ægir lagt af stað í síldar- og hafrannsóknaleiðangur undir stjórn Jakobs Jakobssonar fiski- fræðings en skipherra á Ægi er Haraldur Björnsson. Tilgangur leiðangursins er einkum sá að rannsaka íslenzku síldarstofnana næsta mánuð en eins og kunnugt er hafa slíkar rannsóknir á vetrargöngum síld- arinnar verið framkvæmdar ár- lega síðan 1960. Þá verða m. a. einnig gerðar seltu- og hitamæl- ingar við Suður- og Suðvestur- land með sérstöku tilliti til á- stands sjávar á helztu hrygning- arstöðvum íslenzkra nytjafiska. Eins og áður segir er Jakob Jakobsson fiskifræðingur leiðang- ursstjóri en aðrir þátttakendur frá Fiskideild eru Svend Aage Malmberg haffræðingur. Birgir Halldórsson og Sverrir Guð- mundsson starfsmenn Fiskideild- ar. sbrún krefst «- svara Stjórn V.erkamannafé- lagsins Dagsbrúnar hélt fund í fyrrakvöld, um stöðuna í samningamál- unum. Ákvað stjórnin að beina þeirri fyrirspurn til Vinnuveitendasam- bandsins, hvort Dags- brún stæði til boða hið sama og gert var á Akur- eyri, 5% kauphækkun án minnstu bindinga á samningum. 1 gærmorgun var þessi spurn- ing svo lögð fyrir Vinnuveitenda- sambandið og óskað eftir svari samdægurs. Var því svarað til að framkvæmdanefnd Vinnuveit- endasambandsins yrði á fundi kl. 5 og að honum loknum skyldi fyrirspuminni svarað. Laust fyrir kl. 7 í gærkvöld barst Dagsbrún það svar Vinnu- veitendasambandsins að það ósk- aði eftir að samninganefndir að- ila mættu til fundar kl. 11 í dag, og myndi þá efnislegt svar verða gefið. Mönnum er spum: Vefst svar- ið fyrir Vinnuveitendasamband- inu? Er það hugsanlegt að ætl- unin sé að neita verkamönnum í Reykjavík um það sem þegar hefur verið gert á Akureyri? Á Akureyri féllust atvinnurek- endur eins og kunnugt er á að hækka kaupið um 5% frá og með sl. mánudegi. Að sjálfsögðu uppfyllir slík hækkun ekki nema að litlu leyti þær kröfur sem verkamenn gera, og ekki kemur til mála að binda samninga verkamanna upp á þau býti. Syngur fyrir AthygH MÍR-félaga er vakin á því, að óperusöngkonan Zerm- íena Heine-Wagner og undirleik- »ari hennar, Vilma Zirúle halda hljómleika fyrir meðlimi MÍR í Austurbæjarbíói föstudaginn 25. janúar klukkan sjö síðdegis. Félagar fá aðgöngumiða senda í pósti, en þeir, sem af einhverj- um ástæðum fá þá ekki þannig geta vitjað þeirra í skrifstofu MÍR að Þingholtsstræti 27. 2 seldu í gær og fyrradag Togarinn Júní seldi í gær 230 tonn af síld í Bremerhaven fyrir 109.000 mörk og 13 tonn af ýsu fyrir 20.000 mörk (15—16 krónur kílóið). Alls nam því salan 129. 000 mörkum. Gylfi seldi síld í Hamborg í fyrradag og Cuxhaven í gær, alls 277 tonn fyrir 150.039 mörk og einnig seldi hann 4,2 tonn af öðr- um fiski fyrir 5035 mðrk og nam því salan 155,074 mörkum. Þetta voru síðustu togarasöl- umar í Þýzkalandi í þessari vikUj en Hafliði og Geir eru á leið til Englands með afla til jjöIjl þar. Savésk-ítölsk samvmna um kvikmyndir „Þeir héldu í austur" er nafnið á fyrstu myndinni sem sovézkir og ítalskir kvikmyndagerðarmenn hala samvinnu um að gera. Er unnið að töku kvikmyndar þess- arar í Sovétríkjunum um þessar mundir. Á myndinni sem tek- in er í Moskvu-kvikmyndaverinu sést einn ítölsku myndasmiðanna, hinn frægi leikstjóri Giuseppe Santis í hópi sovézkra léikara og samstarfsmanna. Böndin á milli Bonn og Parísar trcyst— s>á 3-síðu w á lágum fum 1. okt \ um kiaramálin 1 viðtali við GUÐMUND J. GUÐMUNDS- SON, varaformann Verkamannafélagsins Dags- brúnar, sem birt er á 5. síðu blaðsins í dag ræðir hann m. a. um þessi atriði: -fc Eiga verkamenn ekki að fá hlutdeild i hinni gífurlegu framleiðsluaukningu? •^- Verkamenn vinna stórkostleg afrek að sköpun mikilla verðmæta, en aðrir hirða ofsa- gróðann. ^- Ríkisstjórnin áskilur sér fullt „frelsi" til þess að ræna kauphækkunum aftur af verka- mönnum. ^ Atvinnurekendur virðast ekki vita al góð- ærinu þegar kauphækkun er nefnd. ^ Hafa ekki verkamenn það „voðalega gott"? ¦^ Stytting vinnuvikunnar úr 48 stundum i 44 með óskertu kaupi er ein af aðalkröfum Dagsbrúnar í samningunum nú. + Kosningabaráttan í Dagsbrún er beinn þáttur í kjarabaráttunni. ^ Verður upplausn á vlnnumarkaðinum ef atvinnurekendur hunza eðlilegar kröfur verka- manna og neita að semja um þær við Dags- brúní ! a Það verður ekki fyrr en 1. október í haust sem skandinavíska flugfélag- ið SAS getur í fyrsta lagi hafið ferðir á flug- leiðinni Norðurlönd — Bandaríkin — Norður- lönd með skrúfuvélum og boðið lægri fargjöld en nú tíðkast á þessari leið með flugvélum fé- laga innan IATA, al- þjóðasamtaka flugfélaga. Frá því var skýrt í fréttum í gær, að SAS hefði hlotið sam- þykki IATA-félaganna til þess- ara ferða og fargjalda, og sé miðað við að notaðar séu flug- vélar af gerðinni Douglas DC-7C (heldur stærri vélar en DC-6B- vélar LofHeiða) og verði annað- hvort flogið beint yfir Atlanzhaf- ið eða um Grænland og Island. Hin lágu fargjöld getur einungis það fólk notfært sér sem búsett er í einhverju Norðurlandanna þriggja, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og Bandaríkjunum. Sem fyrr segir er leyfið bundið flug- ferðum frá og með 1. október, en SAS hafði lýst sig reiðubúið til að hef ja þessar ferðir strax og sumaráætlun félagsins geng- ur í gildi 1. apríl n.k. Þjóðviljinn hafði tal aí Loft- leiðamönnum í gær, en þeir kváð- ust ekkert hafa frekar um mál- ið að segja en þegar hefði verið komið fram. Engum datt eitrun í andrúmsiofti í hug I gærmorgun kl. 9.30 hófust sjópróf í Hafnarfirði í Röðuls- málinu og komu skipstjóri, 1. stýrimaður og 2. vélstjóri fyrir réttinn i gær Við réttarhöldin kom það fram, að aðeins 1. og 2. vélstjóri önnuðust um kæli- kerfið í skipinu og í þessari ferð sá 1. vélstjóri algerlega um eft- irlit með þvi og var 2. vél- stjóra ekki kunnugt um neina bilun á því. 1. vélst.ióri lipgur hins vegar á sjúkrahúsi og hef- ur því ekki verið hægt að taka skýrslu af honum ennþá. 2. vél- stjóri bar það, að i síðustu ferð skipsins hafi hann annazt eftirlit meö kælikerftmi osr hafi hann enga bilun fundið á því þá. Skipstjórinn vissi ekki heldur um bilunina á kælikerfinu. Það kom einnig fram i sjó- prófinu í gær, að engum um borð mun hafa komið til hugar, að veikindi áhafnarinnar stöf- uðu af eitrun i andrúmsloftinu. Var það fyrst er skipið kom hingað til Reykjavíkur og borg- arlæknir hóf rannsókn sína ad i ljós kom að hér var um að ræða eitrun í andrúmsloftinu út frá kælikerfinu Þá kom það fram i réttar- hðldunum j gær. að veikinda varð fyrst vart um borð á fimmtudaginn en ekki svo al- mennra eða mikilla að óeðlilegt væri talið fyrr en á föstudags- morgun og var þá haft sam- band við lækni í Eyjum. Skipið fór hins vegar til veiða á þriðju- dag. f gærkvöld var enn óráðið hvenær sjóprófum yrði haldið áfram. Forseti sjódómsins er Jón Finnsson fuiltrúi. Slys á Akranesi Akranesi 22/X — Um hádegis- bilið í dag varð drengur fyrir jeppa á mótum Kirkjubrautar og Skagabrautar. Drengurinn, sem var á reiðhjóli, lenti framan á bifreiðinniogkastaðistupp á vél- arhlífina og þaðan á götuna. Var hann fluttur á spítala, en meiðsli reyndust ekki alvarleg. GMJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.