Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 2
2 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23 janúar 1963 Búðardals- bréf um Búðardal, 15. jan. 1963. Um jólin og áramót hefur tíð- arfar verið hið bezta hér um slóðir. Að vísu komst frost upp í 16 stig 4. jan., allmikið frost hélzt í nokkra daga en stillur vöru dag hvem. Akvegir hafa verið vel greið- færir um allt hérað fram að þessu, nokkur hálka var að vísu á stöku stað, enda orsakaði hún bílaárekstur á einum stað og út- afkeyrslu á öðrum. Bílamir skemmdust nokkuð, en fólk allt slapp án meiðsla. Skömmu fyrir jólin gerði hér feykimikla hláku, sem olli vatnavöxtum og urðu nokkrar 6kemmdir á vegum af þeirra völdum. 1 Hörðudal t. d. tók stykki úr nýlögðum vegi og færðist það efni niður á veg þann er áður hafði ekinn verið og lokaði hon- um að kalla. Má því teljast ó- fært ökutækjum fram á fremstu bæi þar í sveit. Þar við situr enn. Skemmtanalíf var nokkurt í héraði um jólin og áramótin, og nýjung var það að Saurbæingar höfðu opið hús í hinu nýja fé- lagsheimili sínu á gamlárskvöld. Þangað dreif að fólk úr sveit- inni svo og úr nærliggjandi sveit- um, og skemmti sér hið bezta lengi nætur. Árið var kvatt hér með flug- eldum, blysum og brennum svo sem annarsstaðar tíðkast. Við hér um slóðir teljum að það hafi verið vel í meðallagi gott. Árið 1963 byrjaði einnig vel og við væntum góðs af, því. Með því fengum við aftur í gang veðurathugunarstöð, svo að nú berst það út á öldum ljósvakans hvemig viðrar hér fyrir botm Breiðafjarðar. B. F. F. Stjórn Verkalýðsfé- lags Gerðahrepps Sunnudaginn 13. janúar var aðalfundur haldinn í Verkalýðs- og sjómarmafélagi Gerðahrepps. I stjóm félagsins voru' kosnir einróma: Sigurður Hallmannsson, formaður, Frímann Þorkelsson, varaformaður, Valúr Kristinsson, ritari, Júlíus Sigurjónsson, gjald- keri, og Ólafur Sigurðsson, með- stjómandi. Rætt við Alfreð Gíslason lækni um bætta a&búð gamals fólks og aukningu heilsuverndar Meðal ályktunartillagna þeirra sem Alfreð Gíslason læknir flutti við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar Reykjavíkur fyrir árið 1963 voru tillögur varðandi tvö mikilsverð mál sem hann hefux mjög barizt fyrir á undanförnum árum í borgar- stjórn en íhaldsmeirihlutinn hefur aldrei fengizt til að ljá samþykki og fékkst ekki heldur til nú. Þessi mál eru bætt aðbúð og aukin heilsuvernd aldraðs fólks og aukning á starfsemi Heilsuvernd- arstöðvarinnar. Þar sem bæði þessi mál snerta mjög velferð al- mennings í Reykjavík, þótt íhaldinu hafi ekki skilizt það enn, snéri Þjóðviljinn sér til Al- freðs og lagði fyrir hann nokkrar spurningar varðandi þau. — Svo við snúum okkur fyrst að aðbúð og heilsuvemd aldraða fólksins. Hvemig er ástandið í þeim málum í dag hér í Reykja- vík? — Hér í okkar bæ eins og annars staðar er fjöldi gamals fólks sívaxandi að tiltölu miðað við aðra aldursflokka og er að- búð þess og heilsuvemd því að sama skapi vaxandi félagslegt vandamál auk þess að vera mannúðarmál. Hér sem annars staðar eru oft miklir erfiðleikar á að koma gömlu og lasburða fólki fyrir. Einkaheimili hafa ekki tök á því að hafa gamal- menni heima, sumpart vegna þess að íbúðir eru litlar og sumpart vegna þess að ekki að- eins heimilisfaðirinn heldur og húsmóðirin verða að vinna utan heimilisins. Og hér er stöðugur skortur á vistheimilum fyrir gamalt fólk. Það sem mestu máli skiptir í þessu sambandi er þó það, að öllum ber saman um það núorð- ið, að gamalt fólk eigi ekki að vista á elli- eða hjúkrunarheim- ili fyrr en ekki eru önnur úr- ræði fyrir hendi. Þess vegna miðast félagslega hjálpin við það núorðið að gera gamla fólkinu kleift að dveljast í heimahús- um, helzt á sínum eigin heim- ilum, eins lengi og unnt er. Sá siður að láta gamalt fólk búa í kjöllurum eða á háaloftum eins og oft hefur verið gert er auð- vitað fyrir neðan allar hellur. Þetta fólk þarfnast góðra íbúða við sitt hæfi. Engar raunhæfar að- gerðir í málinu — Þú hefur barizt lengi fyrir þessu máli í borgarstjóm. — Já, ég byrjaði að hreyfa vandamálum gamals fólks í bæj- arstjóm með tillögu er ég flutti um athugun á þörf fyrir skipu- lagða starfsemi til hjálpar las- burða gamalmennum í heima- húsum. Sú tillaga var samþykkt á bæjarstjómarfundi 1. nóvem- ber 1956 en síðan hefur ekkert frekar verið gert í málinu. Ég hef flutt aftur og aftur tillög- ur um raunhæfar aðgerðir í mál- inu en þeim hefur alltaf verið vísað frá af meirihluta bæjar- og borgarst j órnar. Siðast flutti ég svohljóðandi tillögu um þetta mál í desember sl. við afgreiðslu fjárhagsáætlunar: ur al'lt fyrir ekki. keppinaut- ^ arnir hirða viðskiptavinina. | og að lokum stendur auglýs- ™ ingastjórinn uppi án þess að fe hafa nokkum varning á boð- ? stólum í Aug- lýsingasljórinn Benedikt Gröndal er nú- tímamaður og trúir á mátt auglýsinganna. Þegar hann skrifar greinar um þjóðmál er hann eins og kaupmaður sem hæiir vörum sínum allt hvað af tekur. og hann spar.ar ekki lýsingarorðin frekar en Ragn- ar í Smára þegar hann þarf að vekja athygli á bókunum sinum fyrir jólin. Vorutegund sú sem Benedikt Gröndal býð- ur fram er Alþýðuflokkurinn: í auglýsingum hans hefur A1- þýðuflokkurinn unnið allt sem vel hefur verið gert á fslandi. allt frá landnámstíð elns og Ólafur Thcjrs myndi orða það; stefna hans er ævinlega vammlaus og rétt þótt öðrum virðist flokkurinn stundum stefna í allar áttir í senn; og leiðtogar f’okksins eru af- bragð annarra manna að lík- amlegu og andlegu atgervi, f siðustu auglýsingu sinni tek- ur Benedikt sér fyrir hend- ur að lofsyngja sérstaklega Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði: hann hafi allt vel gert en þó hafi yfirburðir hans aldrei ver- ið þvilíkir og þegar hann hvarf frá völdum á síðasta ári; þá hafi sannazt „að fjár- hagur bæjarins var með blóma og stóð traustum fótum“ og mönnum vitraðist sú stað- reynd hvers vegna ..ísland er orðið eitt af mestu velferðar- ríkjum veraldar“. Það er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki. að hafa góðan aug- lýsingastjóra. En þó segja auglýsingarnar þvi miður ekkert um gæði vörunnar né velgengni fyrirtækisins; til þess að kynnast þeirri hlið burfa paenn að vita hvemig hlutabréfin eru skráð á kaup- höll viðskiptalífsins. Gengi AJ- býðuflokksins er skráð í þeirri kauphöll stjórnmálanna sem nefnist kosningar, og þar kemur i Jjós að gengi hins alfullkomna Alþýðuflokks i Hafnarfirði hefur á skömm- um tíma lækkað úr sex bæi- arfulltrúum niður í þrjá; Hafnfirðingar telja auðsjáan- lega að vörugæðunum hafi hrakað tíl mikilla muna. Aug- lýsingastjórinn getur reynt að bæta þetta upp með sivaxandi skrumi. en haidi gæðum vör- unnar áfram að hraka kem- Árangur | viðreisnarinnar | Það hlýtur að vera sárs- I aukafullt fyrir leiðtoga Al- ^ býðufJokksins að fylgjast með ^ bví hvemig Morgunblaðið tí hælist um yfir sílækkandi ^ eengi beirra f Hafr,Qrriröi. t & ?ær segir málgagn Siálfstæð- ^ isflokksins til að mynda svo h um rekstur bæjarútgerðar J Hafnarfjarðar s 1. hálft þriðja ra á„ að svo sé að sjá sem þá J ..hafi tapið verið hvorki meira ® né minna en 50 milljónir. eða 9 að jafnaði 20 milljónir króna á ári ... Er hér um að ræða ■ svo gifurlegt tap að naumast J eru dæmi um annað eins“. Þarna er Morgunblaðið að hæ'ast um yfi- árangri við- ^ reJsnarinnar. Þannig hefur k ríkisstiórnin búið að togara- útgerð á fslandi og bæjarút- U gerð Hafnarfjarðar var sér- ® staklega iátin gjalda þess að | húp hafði framtak til að J kaiina Tr„nrSr>aqc;ta toga-a I landsins rétt áður en gengis- J lækkanimar dundu yfir. Finn- ■ ast forust.umönnum Albýðu- ^ tíokksins það ekki ískyeyiJea 1 ar horfur. að MorgunbJaðið k ætlast auðsiáanlega til þesc ^ að gengi Alþýðuflokksins i k Hafnarfirði ng nmsnt*" haldist í hendur við gengi is- k lenzku krónunnar? — Austri. * Alfreð Gísiason „Borgarstjórn Reykjavíkur við- urkennir nauðsyn þess að sem bczt sé búið að öldruðu fólki í borginni og að það fái notið sín í heimahúsum sem lengst. Fyrir því felur hún borgarráði og borgarstjóra að láta þegar hefja undirbúmng skipulagðrar starfsemi öldruðu fólki til vcrnd- ar og Iiðsinnis í heilbrigðislegu og félagslegu tilliti. Sérstaka á- herzlu leggur borgarstjórnin á eftirfarandi þætti þcssarar starf- semi: A) Húsnæðismál. Bygging sér- stakra íbúða við hæfi gamals fólks verði fastur liður í bygg- ingarstarfsemi borgarfélagsins, þannig að minnst tíu af hundr- aði þeirra íbúða cr borgin Iætur reisa skuli ætlaðar öldruðu fólki. B) Hcimilishjálp. Haft vcrði eftirlit með cinstæðum gamal- mennum og þcim látin í té nauð- synleg fyrirgreiðsla og aðstoð á meðan fært þykir að þau dvelj- ist í heimahúsum. Skal skrif- stofa félags- og framfærslumála annast um framkvæmd þess þátt- ar. C) Vínnumiðlun. Leitazt verði við að greiða fyrir möguleikum aldraðs fólks til starfa á heim- ílí eða utan þcss og skal skrif- stofa félags- og framfærslumála hafa þá vinnumiðlun með hönd- um og njóta til þess aðstoðar ráðningarskrifstofu Reykjavíkur. D) Heilsuvcrnd. ÖIIu rosknu fólki og gömlu verði gcfinn kost- ur á heilsufarslegu eftirliti í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur." — Hvað viltu segja um ein- staka liði þessarar tillögu? — Varðandi húsnæðismálin er það að segja, að sambyggingar þar sem eru margar íbúðir handa gömlu fólki hafa þann kost, að þá er hægt að staðsetja þar ýmiskonar þjónustu fyrir fólkið, t.d. sameiginlegt eldhús, ræstingu o.s.frv. Hins vegar kann gamla fólkið ekki vel við það, að því sé safnað saman í hús. Það vill fá að lifa sem mest meðal fólks á öllum aldri. Þess vegna er það nú talið farsælara fyrir gamla fólkið að byggja í- búðir þess í húsum, stórum eða smáum, þar sem fólk á ýmsum aldri býr og dreifa þannig þess- um sérstöku gamalmennaíbúðum um borgina. Hvað heimilishjálp handa gömlu fólki snertir þá er til hjá borginni stofnun sem heitir heimilishjálp og hefur sú deild bæjarrekstursins er nefnist skrif- stofa félags- og framfærslumála starfrækslu hennar með höndum. Þess vegna er eðlilegt að hún hafi einnig umsjón með heimil- ishjálp til handa gamalmennum. 1 sambandi við vinnumiðlunina má benda á að það er gömlu fólki lífsnauðsyn aö hafa eitthvað fyrir stafni meðan kraftar eru til og því er brýnt að skipu- leggja þá þjónustu við gamla fólkið að útvega því verkefni við þess hæfi, annað hvort á heim- ilinu eða utan heimilisins. Ætti það að vera hlutverk félags- málaskrifstofunnar í samvinnu við vinnumiðlunina að hafa hana með höndum. Það má einmitt minna á. að á síðasta ári var samþykkt reglu- gerð fyrir skrifstofu félags- og framfærslumála og þar er fram tekið að eitt af hlutverkum hennar sé aðstoð við gamalt fólk auk framfærslunnar. Sömu- leiðis flíkaði biáa bók íhalds- ins þvi fyrir ko.sningamar i vor að taka ætti upp aðstoð við gamalt fólk, sem er í algerri andstöðu við það, að íhaldsmeiri- hlutinn í borgarstjóm hefur á undanförnum árum vísað frá öll- um raunhæfum tillögum í þessa átt. Þetta sýnir hins vegar hvernig minnihlutinn í borgar- stjóm þokar smátt og smátt góðum málstað áfram þrátt fyrir andstöðu íhaldsins. Ekki aðeins mannúðar- heldur ogj f járhagsatriði — Gegnir ekki sama máli um tillögu þína um aukna heilsu- vemd eins og tillöguna um að- stoð við gamla fólkið, að hér sé um að ræða nauðsynjamál sem íhaldið hefur ekki enn féng- izt til þess að ljá eyra? — Fulltrúar Alþýðubandalags- ins hafa lagt á það mikla á- herzlu. í borgarstjórn að auka heilsuvemdarstarfsemina í bæn- um og flutt tillögur um aukna starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur ár eftir ár. Við höf- um ekki aðeins gert þetta af mannúðarástæðum heldur einnig vegna þess að öflug heilsuvemd er f járhagslega mikilsverð því að vitanlega er betra og hagkvæm- ara að koma í veg fyrir sjúk- dóma en að þurfa að berjast við þá eftir að þeir eru komnir. I samræmi við þessa skoðun hef ég flutt margsinnis tillögumar um fjölgun heilsugæzludeilda við Heilsuvemdarstöðina og nú síð- ast í vetur eftirfarandi tillögu: Víðtæk og vel sklipulögð heilsuvemdarstarfsemi er jafn mikilsverð einstökum borgur- um sem borgarfélaginu í heild og verður aldrei fullmetin til fjár. Þetta er borgarstjórnjnni ljóst og því leggur hún á- herzlu á að starfsemi Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur verði stóraukin frá því sem nú er. Felur borgarstjórnin stjórnamefnd Heilsuverndar- stöðvarinnar að undirbúa á næsta ári stofnun deilda er taki til 1) sjónvemdar, 2) vinnuvemdar, 3) almennrar heilsuvemdar aldraðs fólks og 4) geðverndar fullorðinna. Varðandi stofnun sjón- verndardeildar vill borgar- borgarstjórnin l>enda á að á bæjarstjórnarfundi 21. nóv. 1957 var bókuð yfirlýsing um að þessi þáttur heilsuvemdar væri „þegar í athugun hjá stjórnarnefnd Heilsuvemdar- stöðvarinnar". Telur borgar- stjómin ckki seinna vænna að Ijúka þeirri athugun nú 5 ámm síðar og að hefjast handa sem fyrst um fram- kvæmd". Þessi tillaga þarfnast varla skýringa. Eins og fram kemur í tillögunni var í nóvember 1957 yfirlýst af einum fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjóm að í athugun væri að koma upp sjónverndardeild. Hún er ókomin enn. Sýnir þetta gerla hve fljót- ir þeir eru að hrinda i fram- kvæmd heilbrigðismálum borgar- innar. Ég vil svo að lokum aðeins taka það fram, að það er mjög áberandi hversu litlum hluta af árlegum tekjum borgarsjóðs er varið til heilbrigðismála saman- borið við borgir í helztu menn- ingarlöndum öðrum. Fólkið flykkisf broff til vinnu Þórshöfn 16/1 — Veður hefur verið mjög gott lengi, stöðug kyrrviðri og talsverð frost. Fjórir litlir þilfarsbátar hafa byrjað róðra eftir áramótin. Þeir leggja upp á Raufarhöfn. Afli hefur verið 4-5 skippund í róðri. Atvinna hefur verið lítil hér síðan í desember, vegna þess, að Fiskiðjusambandið hefur ekki starfað. Eftir áramótin hefur fjöldi fólks streymt héðan til vertíðar- starfa sunnanlands. Hingað er flogið vikulega og hafa flugvél- amar verið þéttsetnar í síðustu ferðum. Þetta er mest yngra fólk, margt kvenfólk. Eru þeir fleiri, sem hverfa á brott í atvinnuleit nú en undanfarin ár. AE LAUGAVEGI 18^- SIMI 19113 TIL SÖLU: 2 herb. ný íbúð við Austurbrún í skiptum fyrir 3—4 herb. íbúð. Einbýlishús í Smáíbúðahverfi Járnsmíðaverkstæði með öllum vélum og tækj- um á mjög góðum stað. Framhaldsverkefni geta fylgt Einnig íbúðir af ýmsum stærðum viðs. vegar um borgina og í Kópavogi. ÍBÚÐIR ÓSKAST Höfum kaupendur að flestum stærðum íbúða. Miklar útborganir. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa íbúð. * Skattaframtöl * Innheimtur * Lögfræðistörf * Fasteignasala Hermann G. Jónsson, hdl. lögfræðiskrifstofa. Skjólbraut 1. Kópavogi. Sími 10031 kl. 2—7. Heima 51245. UÓMENN Sjóstakkar og löndunarbuxur fást enn fyrir lítið verð. Einnig síldairpils. v o p n r Aðalstræti 16. SKATTAFRAMTÖL Menn eru beðnir að koma til viðtals út af skattaframtölum sínum sem allra fyrst. ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON, hrl'., Þórsgötu 1. k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.