Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN Sf*>A 3 Adenauer og de Gaulle undirrita samning Böndin á milli Bonn og Parísar treyst PARÍS 22/1 — Þeir Charles de Gaulle, forseti Frakklands, og Konrad Adenauer, forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands, undirrituðu í dag sáttmála sem gerir ráð fyrir mjög aukinni samvinnu ríkj- anna í utanríkismálum, landvarna- og menn- ingarmálum. Jafnframt undirrituðu þeir yfirlýs- ingu sem í segir að sættir þær sem tekizt hafi með þjóðum Frakklands og Þýzkalands eftir aldalang- ar erjur sé sögumerkur atburður, sem marka muni djúpt spor í sambúð þeirra. Meginatriði hins nýja sáttmála eru þessi: Þjóðhöfðingjar og stjórnarleiðtogar ríkjanna skulu framvegis hittast tvisvar á ári. Utanríkisráðherrar þeirra sem eiga að hittast ekki sjaldnar en þriðja hvern mánuð eiga að sjá um að ákvæði sáttmálans séu framkvæmd. Á hverjum mánuði eiga æðstu embættismenn þeirra deilda utanríkisráðuneytanna sem fjalla um stjórnmál, efnahags- mál og menningarmál að koma saman ýmist í Bonn eða París. Viðkomandi stjórnarvöld beggja landanna skulu hafa með sér stöðugt samband vegna land- vama, kennslumála og skipta á æskufólki. Landvarnaráðherrarn- ir skulu hittast a. m. k. þriðja hvern mánuð og formenn her- foringjaráðanna eigi sjaldnar en annan hvern mánuð. Samræming utanríkiisstefnu Stjórnarleiðtogarnir skulu bera saman ráð sín um öll meiriháttar utanríkismál og þá einkum mál sem báða varðar, áður en nokkur ákvörðun er tekin um afstöðu í þeim, svo að báðir hafi sömu* viðhorf til þeirra eftir því sem frekast er unnt. EBE, austur-vestur, Nato Þau mál sem hér um ræðir eru: 1. öll mál sem varða Efna- hagsbandalag Evrópu og pólitíska samvinnu ríkja Vestur-Evrópu. 2. Mál sem varða samskipti austurs og vesturs, bæði pólitísk og efnahagsleg. 3. Mál sem varða samvinnu Natoríkjanna og starfið í ýmsum alþjóðasamtökum, svo sem Evr- ópuráðinu, Bandalagi Vestur-Evr- ópu, OECD og SÞ og sérstofnun- um þeirra. Þá er einnig gert ráð fyrir samvinnu um upplýsinga- og áróðursstarfsemi, um aðstoð við þróunarlöndin, um stefnuna landbúnaðarmálum, byggingu orkuvera, um samgöngur og upp- byggingu iðnaðarins innan þess ramma sem Kómarsamningurinn setur og um stefnuna í útflutn- ingsmálum. Landvarnasamvinna I þeim kafla sáttmálans sem fjallar um samvinnuna í land- varnamálum er þetta tekið fram: 1. Viðkomandi stjómarvöld beggja ríkja eiga að leitast við að samræma herfræðileg viðhorf sín. Komið skal á fót sameigin- legri fransk-þýzkri stofnun til hemaðarrannsókna. (Hér mun vera um að ræða staðfestingu á samstarfi ríkjanna að smíði kjarnavopna og flugskeyta). 2. Meira skal gert að því en áður að skiptast á hermönnum. Þetta á einkum við um kennara og nemendur við herskóla, en einnig er gert ráð fyrir dvöl heilla hersveita úr öðru landinu •í hinu. - ■ ..... ‘ ■ 3. Varðandi vopnabúnað eiga bæði ríkin að skipuleggja og samræma hann alveg frá því vopnin era teiknuð þar til þau eru smíðuð og samræma einnig Bandaríkjamenn fora halBoka í S-Vietnam Ósætfi á milli TtJNISBORG 22/1 — Sendiherra Alsírs í Túnis, Keramana, fór í dag heimleiðis frá Túnisborg. Alsírska stjórnin kallaði hann heim vegna þeirrar ákvörðunar Bourguiba, forseta Túnis, að kalla heim sendiherra sinn í Als- ír. Bourguiba hafði sakað stjórn Alsírs um að hafa staðið að baki samsæris um að ráða hann af dögum. Krústioff farinn BERLÍN 22/1 — Krústjoff. for- sætisráðh. Sovétríkjanna. sem setið hefur þing Sameinaða sós- íalistaflokksins austurþýzka hélt í dag heimleiðis ásamt föruneyti sínu Búizt hafði verið við að hann myndi gefa yfiriýsingu um Berlínarmálið áður en hann færi heim. en úr því varð ekki. Hafnarverkfall Sevsast NEW YORK 22/1 — Mestar horfur eru nú á því að hið Iangvinna hafnarverkfail á austurströnd Bandaríkj- anna sé í þann veginn að leysast. Hafnarverkamenn hafa fyrir sitt leyti sam- þykkt málamiðlunartillögu sáttasemjara Kennedys for- seta og í dag samþykktu skipamiðlarar í New York hana cinnig. Ekki er þó víst að skipamiðlarar í öðr- um höfnu.m fani að dœmi þeirra, en undir þcim er komið hvort vcrkfallið Icys- ist. Finnskir sjémenn á ísbnétnm gera verkfall HELSINKI 22/1 — í fyrramál- ið kl. sex leggja sjómenn á finnskum ísbrjótum og dráttar- bátum niður vinnu. Verkfallið er gert til að mótmæla því að félög þeirna sem eru i finnska alþýðusambandinu hafa enn ekki fengið samningsrétt við ríkis- valdið sem er vinnuveitandi þeirra. Ef verkfallið stendur lengi er búizt við að hafnar- verkamenn muni gera samúðar- verkfall Mikil vandræði geta hlotizt af verkfallinu þar sem is er nú á öllum siglingaleið- um frá Finnlandi og skip geta varla siglt innan hafna nema með aðstoð ísbrjóta. fjárveitingar í þessu skyni. Þá eiga ríkisstjómirnar ennfremur að athuga möguleika á samvinnu um almannavarnir. Aukin kennsla í tungumálum 1 kaflanum um menningarmál er ákveðið að aukin skuli kennsla í frönsku í vesturþýzkum skól- um og þýzku í frönskum. Próf frá skólum í hvora landinu skulu gilda í hinu. Þá skal einnig auk- in samvinna um vísindarann- sóknir. Gildir einnig um V-Berlín Tekið er fram að öll ákvæði sáttmálans að þeim undantekn- um sem fjalla um landvamir skuli einnig gilda fyrir Vestur- Berlín, nema vesturþýzka stjóm- in taki annað fram eigi síðar en þremur mánuðum eftir undirrit- un sáttmálans. (Þetta mun tek- ið fram vegna þess að samnings- aðilar gera sér ljóst að vestur- þýzka stjómin hefur ekki neina heimild til að gera alþjóðlega samninga vegna Vestur-Berlínar). Gildistaka eftir fullgildingu Sáttmálinn gengur í gildi strax og ríkisstjómimar hafa látið hvor aðra vita að þau skilyrði sem sett eru í hvora landinu fyrir gildistöku milliríkjasamn- inga hafi verið uppfyllt. Af hálfu Frakka undirrituðu samninginn de Gaulle forseti, Pompidou forsætisráðherra og de Murville utanríkisráðherra, en af hálfu Bonnstjómarinnar Aden- auer forsætisráðherra og Schröd- er utanríkisráðherra. Verður hann fullgiltur? Enginn vafi er á því að sátt- máiin’n verður fullgiltur af franska þjóðþinginu, þar sem de Gaulle hefur hreinan meirihluta. öðru máli gegnir um vesturþýzka þingið. Talsmaður sósíaldemó- krata sagði í Bonn ,í dag að flokkur hans myndi beita sér gegn því að þingið fullgilti sátt- málann, þar til fyllilega væri ljóst að vesturþýzka stjómin legði sig alla fram til að tryggja aðild Breta að Efnahagsbanda- laginu. Búast má við að þeir muni fá þingmenn úr öðrum flokkum í lið með sér og jafn- vel ekki óhugsandi að meirihluti fáist gegn fullgildingu ef de Gaulle heldur fast við þá ákvörð- un sína að hleypa Bretum ekki í bandalagið. Bandaríkjamenn verja nú daglega uppundir milljón dollara í hernaö sinn gcgn þjóðfrelsishreyf- ingunni í Suður-Vietnam og hafa þar fjölmennt herlið, milli tíu og tuttugu þúsundir manna. Engu að síður hafa þeir og hersveitir Diems einræðisherra farið mjög halloka í viðureignum við skæru- liða þjóðfrelsishreyfingarinnar að undanförnu, orðið fyrir miklu mannfalli og misst mikið af vopn- um. Myndin er af s, jruliðum með bandarísk vopn sem þeir hafa tekið herfangi. Nokkur bjartsýni á árangur Yiðræður um sprengibann WASHINGTON 22/1 — í dag hófust í Washington viðræð- ur fulltrúa stjórna Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Bret- lands um bann við kjarnasprengingum, en þær éiga rót sína að rekja til bréfaskipta þeirra Kennedys og Krúst- joffs undanfarið. I upphafi viðræðnanna eru menn nokkuð bjartsýnir á að árangur verði af þeim, en þó þykir það ekki lofa góðu, að Bandaríkjastjórn vill ekki að samning- ur sem gerður yrði bindi hendur Frakka. 1 viðræðunum taka þátt af hálfu Bandaríkjanna William C. Foster, ráðunautur forsetans í afvopnunarmálum, af hálfu Bret- lands sir David Ormsby-Gore sendiherra og af hálfu Sovét- ríkjanna Nikolaj Fjodorenko sendiherra og Semjon Tsarapkin, fulltrúi Sovétríkjanna í afvopn- unarviðræðunum í Genf. Frakkar ekki með? 1 gær hafði Gromiko, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, látið í ljós þá skoðun, að samningur um stöðvun kjarnasprenginga myndi hafa hæpið gildi, ef Frakkar gætu haldið áfram sprengingum sínum að vild. Blaðafulltrúi bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, Lincoln White, sagði af þessu tilefni í dag að Bandaríkjastjóm myndi vísa á bug sérhverri tillögu Sovétríkj- anna um að samningur um stöðvun kjamasprenginga skyldi ekki taka gildi fyrr en Frakkar hefðu undirritað hann. Hann bætti þó við að þegar slíkur samningur hefði verið Aðild Breta að EBE DeGaulle sagður ekki munu hopa umþumlung PARIS 22/1 — Það er haft eftir nánum samstarfsmönn- um de Gaulle forseta að þeir telji ekki að hann muni hopa um þumlung frá þeirri afstöðu sinni að frekari samningaviðræður við Breta um aðild þeirra að Efnahags- bandalagi Evrópu séu algerlega gagnslausar. Menningarsamningur Breta og Sovétríkjanna LONDON 22/1 — Bretland og Sovétríkin hafa undirritað nýjan samning um menningarsamskipti og er í honum gert ráð fyrir aukinni samvinnu milli ríkjanna í vísindum, listum, menntamál- um, lcvikmjmdagerð, útvarpi og sjónvarpi. Samningurinn gildir vinnu vesturveldanna. til 1. anríl 1»'" Þeir de Gaulle og Adenauer x-æddust við í dag í tvær klukku- stundir og var aðild Breta eitt helzta umræðuefni þeirra. Haft er eftir mönnum úr föruneyti Adenauers að hann hafi lagt fram tillögu til málamiðlunar og er sagt að hann hafi bent de Gaulle á að ef algerlega slitnar upp úr samningunum við Breta muni það hafa miklar hættur í för með sér fyrir alla sam- Franska stjómin sýndi enn einu sinni í dag að hún er stað- ráðin í að hætta öllum frekari viðræðum við Breta. Enginn franskur fulltrúi mætti í dag á fundi Efnahagsbandalagsins í Brassel þar sem fjallað var um sérstöðu brezku nýlendunnar Hongkong. ef svo færi að Bretar fengju aðild að bandalaginu. Fulltrúar hinna fimm EBE- ríkjanna samþykktu að bjóða fulltrúa Breta á fund með sér annaðhvort síðar í dag eða á morgun. Bent er á að slíkur' fundur hafi enga hagnýta þýð- ingu og beri fremur að skilja fundarboðið á þá leið, að ríkin fimm vilji með því sýna Bretum að þau taki ekki undir fjand- skap frönsku stjórnarinnar í þeirra garð. Fundur í Lúxemborg Enginn franskur fulltrúi mætti heldur á fundi sem haldinn var á vegum Kola- og stálsamsteypu Efnahagsbandalagsins í Lúxem- borg, en þar var rætt um stöðu brezka stáliðnaðarins innan Efnahagsbandalagsins, eftir að Bretar hefðu fengið aðild að því. Samkomulag náðist á þessum fundi um ýmis ágreiningsatriði, en það samkomulag er mark- laust nema Frakkar gangi einn- is gerður milli kjarnorkuveldaima þriggja myndi Bandaríkjastjórn beita öllum áhrifum sínum til að Frakkar gengjust einnig undir skuldbindingar hans og sagðist gera ráð fyrir að Sovétríkin myndu þá á sama hátt beita á- hrifum sínum gagnvart Kína. Frakkar óbifanlegir Franski landvamaráðherrann, Pierre Messmer, hefur enn ítrek- að að Frakkar séu staðráðnir i að koma sér upp eigin kjama- vopnabúnaði og muni ekki treysta á kjamavopn Bandaríkjanna. Hann skýrði í dag þingmönn- um gaullista frá því að Frakkar myndu þegar fyrir lok þessa árs hafa tilbúin kjamavopn og flug- vélar til að flytja þau. Þar er um að ræða sprengjuþotur af gerðinni Mirage IV, sem verða búnar kjamasprengjum og mun hver þeirra hafa þrefaldan sprengimátt á við þá sem varp- að var á Hiroshima. Messmer sagði að Frakkar væru komnir mörgum áram fram úr áæthin- um bæði um smíði eigin vetnis- sprengna og flugskeyta sem þær gætu flutt. Vilja ráða einir Hann tók fram að franska stjómin myndi ekki fallast á að kjamavopn hennar yrðu lögð undir sameiginlega yfirstjóm innan Atlanzbandalagsins. Hún vildi geta ráðið því ein hvenær þörf væri á að grípa til þessara vopna til vamar Frakklandi eða bandamönnum þess. Frakkar myndu eftir sem áður fyrst og fremst reiða sig á kjamavopn Bandaríkjanna ef til styrjaldar kæmi og vonuðust til að mega gera það lengi enn. Hins vegar gætu viðhorf breytzt, e. t. v. ekki strax á morgun eða hinn, en kannski eftir fimm eða tíu ár, þannig að Bandaríkm teldu sig ekki lengur skuldbund- in til að koma ríkjum Vestur- Evrópu til aðstoðar. KAUPMANNAHÖFN 22/1 — Andrei Gromiko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, hefur þegið boð dönsku stjómarinnar að koma til Danmerkur í opinbera heimsókn. Hann mun koma þangað ásamt konu sinni 6. marz að lokinni opinberri heimsókn í Noregi, og dveljast þar í þrjá- fjóra daga. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.