Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 4
SÍÐA ÞJÓÐVILJINN ! ! í ! ! I i 3. GREIN AÐ GERAST FÉLAGI Að gerast félagi Til þess að gerast félagi í íþróttafélagi, er að sjálfsögðu fyrsta skilyrðið að félag sé fyrir hendi. Hitt er líka mögu- leiki ef ekkert félag er til á staðnum, að menn hópist um það að stofna félag, og á þann hátt leysi vandann. Þrátt fyrir öra fólksfjölgun hér, eru stofnuð tiltölulega mjög fá ný íþróttafélög af hverju r n það stafar. Er þetta mjög miður, t.d. á stöð- um sem fjölmennir eru. Að vísu eru stofnuð „strákafé- lög“ í stærri bæjum, en þau verða sjaldnast langlíf. En þetta sannar samt að æsku- fólkið vill vinna saman í félagasamtökum, og það bendir líka til þess að því finnist varla rúm fyrir sig í hinum stóru mann- mörgu félögum sem til eru, og komin eru flest til ára sinna. Það er því ekki úr vegi að ræða svolítið um það, hvemig hyggilegast sé að standa að stofnun félags sem ætfað er að lifi lengi í land- inu. Það getur verið þýðingarmikið fyrir framtíð hins nýstofnaða félags. Nýtt félag Hafi menn hugsað sér að stöfna íþróttafélag í fullri al- vöru, er eðlilegast að þeir leiti til manna sem hafa kunnugleika á íþróttamálum, og þá ekki sízt þeirra sem hafa þekkingu á félagsmálum, til þess að fá leiðbeiningar og ráð um það, hvernig bezt megi að þessu vinna. Einnig ætti að vera eðlilegt að leita tii íþróttayfirvalda staðanna og fá hjá þeim fræðslu um þetta atriði. Oftast mun frumkvæðið að stofnun félaga koma frá hin- um yngri og er gott um það segja, þeirra er fram- tíðin. En ef vel á að vanda til stofnunarinnar, er nauð- synlegt að fá með menn af eldri skólanum, helzt vel séða borgara í bæjarhverfinu eða í héraðinu. menn sem eru nokkuð kunnugir félagsmál- um. Á sjálfan stofnfundinn er sjálfsagt að fá rólegan fundarstjóra sem getur haft góða stjóm og reglu á fund- inum. Slík byrjun getur síðar haft sína þýðingu. Eðlilegt er að sérráð eða sérsamband sendi fulltrúa á slíka stofn- fundi, og geta þeir þá um leið gefið nákvæmar upplýsingar um skipulag íþróttahreyfing- arinnar, og hvemig hið nýja félag muni öðlast réttindi á við önnur íþróttafélög. Gamalt félag Fyrir fundinum þarf að liggja frumvarp að lögum fyrir félagið, sem síðan kýs sér stjóm, samkvæmt venj- Uffl. En segjum að ungi maður- inn ætli að gerast félagi í eir'-’verju af hinum áður swfnuðu félögum. Hvernig á það að bera að? Flestir munu segja að það sé mjög einfalt, það sé aðeins að óska að ger- ast félagi og koma því á fran- "-eri við einhvem úr fé- laginu, meira þurfi ekki. Þetta mun vera hinn almenni siður, þegar ung- ur maður gengur í íþróttafélag; hann lætur skrifa sig inn á æfingu eða hann taiar við mann sem hann þekkir í félaginu. í sumum tilfellum hefur hann enga vissu fyrir því að um- sókn hans komist nokkum- tíma til réttra aðila. Gera má ráð fyrir að ungi mað- urinn hafi tekið þá ákvörðun að gerast félagi vegna þess að hann hefur dálæti á nafni félagsins, gleðst yfir sigrum þess. Ef til vill dáist hann að einstökum manni sem er frábær íþróttamaður, og tel- ur sér heiður í því að vera félagi í sama íþróttafélagi og hann. Við þetta bætist svo að hann hefur löngun til þess að leika sér. æfa, ná árangri, vera valirm í keppnishóp, og fá að fara í búning félagsins. Ver- ið getur lfka að hann þurfi að veita útrás orku, og þá hyggur hann gott til leiks og keppni. Einnig má vera að hann sé félagslyndur og þurfi samveru með fé- lögum sem vinna að skemmtilegu verkefni án þess að hyggja á frægð eða sér- stakan frama. En það er sama með hvaða hugarfari hann óskar eftir að gerast félagi. Það hlýtur að hafa mikla þýðingu, hvaða á- hrifum hann verður fyrir þeg- ar hann fyrst kemur og laét- ur skrá sig, hvort hann verð- ur í raun og veru var við þetta sem kallað er félag, en um það skulum við spjalla nánar í næsta þætti. Frímann. Miðvikudagur 23 janúar 1963 Drengjameistaramétið 10. febrúar Drengjameistaramót íslands (innanhúss) fer fram í Iþrótta- húsi Háskólans sunnudaginn 10. febrúar 1963. Keppt verður t eftirtöldum greinum; langstökki án atrennu, hástökki án at- rennu, þrístökki án atrennu. hástökki með atrennu, kúlu- varpi og stangarstökki. Þátt- tökutilkjmningar sendist stjóm FRl, pósthólf 1099 eigi síðar en 3. febrúar. (Fréttatilkynning frá FRÍ). Slíviðrið o? knattspyrnan •ft Enn var sama íllviðrið í Bretlandi um síðustu helgi. 20 af 25 leíkjum, sem fram áttu að fara á mánudag var frestað til n.k. laugardags. lsing og snjór var á flestum knattspyrnuvöllum. „Chelsea" hefur ákveðið að senda líð sitt tnl Möltu til keppni og æfinga í þessari viku. Það er ekki nóg með að leikjum sé frestað. Flest félögin hafa ekki getað Iátið mcnn sína æfa tilhlýðilega vegna slæmr- ar veðráttu. Þau félög sem eiga stór íþróttahús eru betur sett að þessu leyti. Austurríkismaðurinn Egon Zimmermann bar sigur úr býtum í hinni erfiðu kcppni í alpagreinum á Hanakambi. Margir íslendiingar minnast þess að hér á landi dvaldi fyrir fáeinum árum al- nafni og landi þessa skíðakappa, og annaðist hann hér skíðakennslu við miklar vinsældir. Zimm- ermann (Hanakambs-sigurvegari) er hinn mesti galdrakarl í skíðaíþróttinni. SI. sumar var hann skíðakennari í Chile og þá var þessi mynd teldn, er hann var að sýna nemendum sínum hvernig djarfir skíðamenn stytta sér leið yfir smátorfærur. Erfið skíðakeppni Zimmeri & a Um síðustu helgi fór fram frægasta skíða- keppni sem árlega fer fram í alpagreinum í Mið-Evrópu. Það er „Hanakambs” keppnin svokallaða, sem fram fer á Hahnenkamm í Ölpunum. Sigurvegari að þessu sinni í samanlögðu svigi og bruni varð Austurríkismaðurinn Egon Zimmermann, og þótti hann sýna fádæma taugastyrkleika í þessari erfiðu keppnir Úrslit urðu sem hér segir: 1) Egon Zimmermann (Austur- ríki) 2) Wolfgang Bartels (V-Þýzka- landi). 3) Lacroix (Frakklandi) 4) Perillat (Frakklandi). Það kom nokkuð á óvart, að Þjóðverjinn Ludwig Leitner sigraði í svigkeppninni á sunnudag. Austurríkismaður- inn Stiegler náði langbeztum tíma í fyrri umferðinni, en festist í hliðstöng í seinni um- ferðinni. Leitner varð fimmti í fyrri umferðinni, en fyrstur í þeirri síðari. Leitner varð í 6. sæti í samanlögðu bruni og svigi. Annar í svigkeppninni varð Períllat (Frakklandi) og þriðji Mathis (Sviss). Taugakcppni 1 brunkeppninni á laugardag sigraði Zimmermann en í öðru sæti varð Vesturþjóðverjinn Nindl. Báðir hugðust einnig duga vel í svigkeppninni en — báðir féllu. Fall Zimmermanns var að vísu ekki mikið. Hann hrasaði fram hjá einu hliði. En hann varð að klifra fjóra metra til baka. Þetta gerði hann svo hratt og af svo miklu öryggi, að undrum sætti. Ekki minnsti vottur um fát eða taugaóstyrk, hann snaraðist gegnum hliðið og af fílefldum krafti niður brattann — og sigraði í keppninni samanlagðri. Mjög margir keppendur féllu, og féllu illa í svigkeppninni. Nindl hlaut álíka fall og Zimmermann, en taugamar biluðu við bessi mistök. Hann varð óstýrkur og datt aftur og örvæntingin greip hann. Milli fyrri og seinni umferð- ar í svigi var tveggja og hálfr- ar stundar hlé. Skíðamennim- ir eru ekkert hrifnir af því að kveljast á pínubekknum þennan tima. Taugamar þola oft ektd biðina, en þeir sem harka þetta af sér án þess að láta óvissuna naga sundur taug- arnar, þeir hrósa sigri yfir hin- um óþolinmóðu í seinni um- ferðinni. ★ Flestir Japanir efast um að framkvæmd olympíuleikanna í Tokíó á næsta ári muni heppnast vel. Þetta er niður- staða Gallup-skoðanakönnun- ar, sem nýlega fór fram í Jap- an. Við skoðanakönnunina kom í Ijós að 49 prósent þeirra 2305 sem spurðir voru, telja að allt muni fara í handaskolum. 4 prósent reyndust ekki vita að halda ætti olympíuleikina í Japan, en 23 prósent töldu að fram- kvæmdin myndi takast vel. afgangurinn kvaðst ekki hafa neina skoðun í málinu. ★ Ástralski sundmaðurinn Kevin Berry (18) ára) setti nýtt heimsmet í 110 jarda flugsundi í fyrri viku. Synti hann vegalcngdina á 59,0 sek. á móti í Sydney. Eldra metið var 59.4 sek. og setti Berry það sjálfur í október s.l. Monte Carlo-kappakstur- inn, sem hófst sl. laugardag, varð einhver sá sögulegasti sem um getur. Það voru 296 vagnar sem hófu keppnina frá 8 upphafsstöðum. Veðr- ið var mjög óhagstætt um alla álfuna vegna snjókomu og ísingar á vegum. Verst var veðrið á leiðinni frá Aþenu. Bílarnir þaðan lcntu í stór- hríð á Ieiðinni gegnum Jú- góslavíu og þar lokuðust margir vegir sökum fannferg- is. 80 bílar lögðu upp frá París, en aðeins einn þeirra komst alla leið til Monte Carlo vcgna snjóþyngsla. Það vekur athygli að meðal þcirra bíla, scm bezt hafa reynzt í keppninni, eru japanskir bílar, cn þcir eru nú í fyrsta sinn í keppninni. Af 70 bíl- um, sem lögðu upp frá Stokk- hólmi, komust allir nema einn fyrsta áfangann til landmæra Danmerkur og Þýzkalands. Haitdknattleiksmótið í kvöld 1 kvöld fara fram á Háloga- landi fimm leikir í Handknatt- leiksmeistaramóti íslands: 3. fl karla b: Ármann-Víkingur 2. fl. karla a: Valur-Fram Mfl kvenna: ........Ármann-Víkingur ........Breiðablik-FH. Guimundur Gíslasonj ,íþróttamaéur ársins'l íþróttafréttamenn blaða og útvarps hafa kjörið „íþrótta- mann ársins 1962“. Sundmaður- inn Guðmundur Gíslason ÍR hlaut þennan heiðurstitil að þessu sinni. Guðmundur hefur náð ágætum árangri í sundi og er mjög fjölhæfur í hinum ýmsu sundgreinum. Að þessu stökkum, þar á meðal at- IR 5. Vilhjálmur Einarsson (frjálsar íþr.) 22 stig 6. Valbjörn Þorláksson (frjálsar íþr.) 20 stig. 7. Þorsteinn Hallgrímsson ÍRH (körfuknaftl.) 19 stig - 8. Hjalti Einarsson FH (handknattl.) 17 stig. 9. Guðjón Jónsson Fram (handknattl ) 16 stig. 10. Helgj Daníelsson ÍA (knattspyrna) Í5 stig tr| í I smni voru tveir menn mjög jafnir að atkvæð- um í kosn- ingunum . um titilinn Hástökkv- ’irinn Jón Þ. Ólafsson fékk nær því jafn mörg stig og Guð- mundur fyrir sín ágætu afrek í hástökki, en hann stökk 2,11 m (innanhúss) á s.l ári. Guðmundur hefur sett 10 íslandsmet á óri hverju síð- ustu þrjú árin. og Jón setti meira en 10 met á s.l ári í rennulausum stökkum Atkvæðagreiðslan fór þann- ig fram. að hvert dagblað, svo og útvarpið. fékk at- kvæðaseðil sem íþróttafrétta- mennirnir rituðu síðan á nöfn 10 beztu íþróttamannanna. Efsti maður á hverjum lista Fékk síðan 11 st.ig o.s.frv. Úr- 'itin urðu þessi: 1 Guðmundur Gíslason ÍR (sund) 58 stig 1 Jón Þ. Ólafsson ÍR (frjáls- • r j:.r-»tsr stig. 1 Hörður Finnsson ÍR (sund) 41 stig * Rikarður Jónsson ÍA (knattspyrna) 31 stig 8 íþróttamenn aðrir fengu stig í atkvæðagreiðslunni, oe var skíðamaðurinn Kristinn "enediktsson þeirra efstur TT!ni.r voru: Stítrfðtw? dóttir Val (randkn.) Hrafn-g hildur Guðmundsdóttir ÍR^ (sund). Garðar Áimason KBB fknattspyrnat GunnlaugurJ Hiá’.marsson ÍR (handknatflú H Kjartan Guðiónsson KR k ffriálsar Arrwann t --,,r | son UMFB (glíma) og Þór-k C'lfnr T5o'-k s:+ T\/rirnnri a-r-r- spvrna) Samtök íþróttamanna héidu ofangreindu íbróttafólki sam-|j ^aeti i í>ióðleikbússkial]prar<-® -m í ^serkvöld o? voru Ouð-ffl mund; bá veitf verðlaimo . 'hró.Híirr>on«: ÓrsÍnf?*/ 4 t 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.