Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.01.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. ianúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA J Hver ó að eiga þetta land? Hrafn Sveinbiarnarson á Hallormsstað um vegagerð, kornrœkt og afnám landamœra Þessi korn.akur mun tilhcyra Uppsölum. A síðasta sumri, miklu nepjusumri fyrir austan, mni korn Iítt eöa ekki hafa náð að þroskast. En það er engi’m appgjafartónn í Héraðsbúum, þsíf viina *jl, að kornuppskcra hafi einnig brugðizi í öðrum Evrópulöndum, og samkvæmt siðustu fregnum munu þeir ætla að stækka akrana á næsta vori Það er seint á ágústkvöldi, að við tökum hús á Hrafni Svein- bjamarsyni á Hallormsstað; hann er nýkominn heim. — Hvar hefur þú verið, Hrafn? — Ég var í vegavinnu á Berufjarðarströnd; ég stunda bílakstur. — Er það ekki hundleiðin- legt? — Það er frekar leiðinleg at- vinna. — Er nokkuð sem getur talizt vegur á Berufjarðarströnd — eruð þið kannski að leggja nýj- an veg? — Við erum að laga hann. Það má segja að raunar sé ekki forsvaranlegt að gera ekki stór- átak til að laga þennan veg. Það er ekki hægt að bíða eft- ir því að vegurinn verði byggð- ur upp: það tæki mannsaldur eða meira með þeim hraða sem nú er á þvi verki. — Kemur nokkuð að gagni nema nýr vegur? — Það þarf að ná vatninu af veginum, brúa læki og ár og gera veginn umferðarhæfan. — Er ekki frekar lítil um- ferð á Berufjarðarströnd? — Það er að koma alveg nýtt viðhorf vegna mjólkurflutning- anna, bæði á Berufjarðarströnd í sambandi við Djúpavog og hér á Héraði i sambandi við Egilsstaðabúið. Vegirnir hér á Héraði eru byggðir upp fyrir sumarumferðina, en þurfa nú að vera hæfir fyrir vetrarum- ferð. — Eru ekki vegirnir hér eystra alltof lágir? — Jú, það þarf að hækka þá, og færa þá frá mestu snjöa- stöðunum. Nú þola þeir heldur ekki vorumferðina. Bezta ráðið er að hafa vegina á mýrum og grafa nógu djúpa skurði, til að þurrka jarðveginn; það þarf að færa vegina frá holtunum, þar er oftast snjór, en mýrarnar snjóléttar. Það bezta teldi ég vera að byrja á öðrum enda sveitarinn- ar og skipulcggja hvar vegirn- ir ættu aö koma, m.a. með hl'iðsjón af ræktunarlöndum svo ekki verði farið að leggja þá gegnum tún og akra. Það þarf að skipuleggja vegina nógu langt fram í tímann. Hér verður mesta umferðar- teppan eftir að fer að þiðna á vorin, miklu verri en í snjóum á veturna. Við heflunina á veg- unum hefur mölinni verið ýtt út á vegkantanna og þeir breikkaðir, en ekki borið nógu mikil möl yfir i staðinn, það er því of mikil mold í vegunum og ekki nógu þykkt slitlag. Hér verður oft mesta umferðartcpp- an eftir að fer að þiðna á vorin; miklu verri en í snjóum á ,v.et- urna. Það þarf að gera slitlag veganna sterkara svo þeir þoli , .y.p.íurnf^ðibú,,.. með„ . .rn.i«fkur,- flutningana. — Þú segist hafa verið í vegavinnu í Berufirði, — hve- nær verður hægt að aka milli nágrannabyggðanna Breiðdals- víkur og Stöðvarfjarðar? — Það er unnið í sumar í veginum um Kambanesskriður milli Stöðvarfjarðar og Breið- dalsvíkur, og mun nú vera orð- ið fært á jeppa. Þegar sá vegur kemur er hægt að aka strand- lengjuna alla leið. Ef fara átti á bíl frá Breiðdalsvík til Stöð'*- arfjarðar þurfti áður að fara yfir Breiðdalsheiði, um Skrið- dal og Hérað, niður Fagradal til Reyðarfjarðar, út með öllum Reyðarfirði, kringum Fáskrúðs- fjörð og þaðan yfir til Stöðvar- fjarðar. Svo er líka verið að vinna við Axarveginn frá Berufirði og á Austurlandsveginum í Víðigróf. innst í Skriðdalnum. Það styttir veginn frá Djúpavogi til Héraðs um 70—80 km. Það voru einstaklingar, sem hóíust handa um þann veg. Hjálmar Guð- mundsson í Fagrahvammi i Berufirði, gamall vegaverk- stjóri, er mesti vinur og vanda- maður Axarvegarins. — Hvernig er vegurinn úr Skriðdal suður á firðina? — Það sem komið er á Breið- dalsheiðinni er r—-’ðsvegur, breiður, vel bygg' vel unn- inn. Hann var lagour 1960 og efri hlutinn í fyrra. Það sem af er hefur engin hola mynd- azt í honum. Hann er rúmlega kominn upp á miðja heiðina héðan frá. Nú er verið að vinna í veginum sunnan heiðarinnar. Á þessu ári verða ekki lagðir nema 500 m sunnan vatnaskila — það er ekki fé til að vinna meira. Mcnn eru mjög argir yfiir því, að benzínskatturinn skuli ekki allur renna til vcgagerðar; það væri lágmarkið að svo væri. — En hvað um vegi á Fljóts- dalshéraði? — Verið er að vinna í vegin- um inn frá Hallormsstað inn í Fljótsdal, í sumar var lokið við að brúa lækina í skóginum. (Vegurinn milli hliða í Hall- ormsstaðarskógi er 6 km). Von- ir standa til að lokið verði við þennan veg á næstu árum. Þá opnast ferðamannalcið hringinn í kringum Lagarfljót, og þetta verður miklu öruggari vetrar- leið fyrir Fljótsdælinga heldur en leiðin út hinumegin Lagar- ins, miklu snjóléttari, því að kúfar ofan af Fljótsdalsheiðinni. — Eru ekki vegirnir hér yfir- leitt lágir og lélegir að vetrar- lagi? — Hér á Héraði þarf að end- urbyggja alla vegi, og byrja út frá Egilsstöðum á þeim leiðum sem mestur umfcrðarþunginn hvílir á. Færa veginn á snjó- léttari staði. Jafnframt þarf að halda við hinum vegunum og bæta þá til bráðabirgða. Það þarf eftirleiðis að byggja veg- ina þannig, að þeir þoli vetrar- umferð. Það er ekkert að hafa bugðu á vegi hjá því sem að hafa hann ófæran af snjó að vetrarlagi. — En hvað um aðrar fram- kvæmdir hér £n vegagerð? — Hér í Vallahreppi höfum við verið að byggja félagsheim- ili á Völlum og á það að verða tilbúið í vetur. Þar verður sam- komusalur og leiksvið. Menn gera sér vonir um að félagslíf aukist í hreppnum við tilkomu þess. Þá er ætlunin að byggja heimavistarbarnaskóla hér á Hallormsstað fyrir Vallahrepp og Fljótsdalshrepp. Fellahrepp- ur og Skriðdalshreppur verða væntanlega einnig með. Fé hef- ur verið veitt til byggingarinn- ar í 2 ár, en teikningar eru ekki tilbúnar ennþá. — Hefur þá verið farkennsla hér? — Nei, það hefur verið heimavistarskóli á bæ hér úti í sveitinni. — Hvað um félagslíf og sam- komur? — Það má segja að almennu samkomurnar séu þorrablótin. Hér á Héraði held ég að sé haldið þorrablót í hverjum hrepþi, og er það aldagamall sið- ur. Þangað fara allir. Þar eru haldnar ræður. Sumir undirbúa dagskrá, aðrir láta skemmtiat- riðin koma sjálfkrafa . . . Já, það eru haldnar margar ræður, mikið sungið — og þar dansa allir, ungir og gamlir. — Og hverjir eru blótréttirn- ir? — Meðal rétta á þorrablóti eru alltaf laufabrauð, hangi- kjöt, hákarl og brennivín. — Og jafnhliða því að byggja félagsheimili í Vallahreppi er- uð þið að byggja félagsheimili á Egilsstöðum? — Já, allir hreppar Fljóts- dalshéraðs eru að byggja sam- eiginlegt félagsheimili á Egils- stöðum, — samkomuhús er nægi öllum byggðum héraðsins. Þar verður leiksvið sem á að geta tekið við flokkum frá Þjóðleikhúsinu — og flokkar frá því ættu að geta komið hvenær sem er árinu, vegna flugsins þangað. Þarna á líka að vera héraðs- bókasafn fyrir allar byggðirnai-. Jú, það er til, og í sumum hreppum eru til sérsöfn, en næstu hreppar munu flytja þau til Egilsstaða. Á Egilsstöðum er verzlunarmiðstöð, læknir o.fl. o.fl., — allar leiðir liggja til Egílsstaða og því auðveldast bæði að ná bókum þar eg fá menn til að starfa við þáð. Þarna verður líka byggða- safn Austurlands. Það nær yfir Múlasýslur báðar. — Hvenær var byrjað að safna? — Fyrstu drögin að því lögðu Sigrún Blöndal á Hallormsstað og Gunnar Gunnarsson skáld á Skriðuklaustri; það mun hafa verið 1941. Ragnar Ásgeirsson hefur farið um og safnað mun- um til þess. — Og hér á Hallormsstað hafið þið kvennaskóla á vetrum og hótel á sumrum. — Já, og Kvennasamband Austurlands hefur haft orlofs- dvalir fyrir húsmæður hér á Hallormsstað á sumrin, sam- kvæmt hinum nýju lögum um orlofsdvalir húsmæðra. Konur eru mjög ánægðar með þetta, og flestir hreppar leggja eitt- hvað fram móti ríkisframlag- inu. — En hvað um búskapar- hætti og afkomu? — Mjólkurframleiðslan er alltaf að aukast síðan mjólkur- samlagið á Egilsstöðum tók til starfa. Það byrjaði sem rjóma- bú en hefur nú verið breytt í mjólkurbú og byrjaði í fyrra að vinna kasein úr undanrenn- unni. Mjólk er aðallega flutt úr Úthéraði, Vallahreppi og Skrið- dal, engin úr Jökuldal enn og lítið úr Fellum. — Ræktun aukizt? — Nei, ræktun hefur dregizt saman síðustu árin, nema auk- izt nokkuð í sambandi við kornræktina. — Þið eruð farnir að rækta korn. — Kornrækt er ekki ný hér. Þegar ég kom hingað 1932 ræktaði Jón Kjerulf á Hafursá korn — og það brást aldrei. Ég ræktaði korn hér í nokkur ár og það brást aldrei hér. En vinnuaðferðimar voru svo frumstæðar þá: að slá með orfi, binda komið og berja það, að þetta var vonlaus vinna. — Nú hafið þið fengið vélar. — Það var Sveinn á Egils- stöðum er hafði manndóm til að flytja inn vél sem slær, þreskir og pokar komið. Stað- reyndin er að sannað var að kornið þreifst hér. Það er dá- lítið gremjulegt, að það skyldi ekki koma frá framámönnum í landbúnaði að hrinda kom- ræktinni af stað með nútíma- vélum, — en þurfti ekki heila heimsstyrjöld til þess að við ís- lendingar kynntumst vegagerð með vélum?! Klemenz á Sámsstöðum hafði í tugl ára reynt að segja mönnum sannleikann um kornrækt, — og vélar slíkar sem Sveinn flutti inn hefði ríkið átt fyrir löngu að láta Klemenzi Kristjánssyni í té. — Myndi kornræktin geta fullnægt kjarnafóðurþörfinni? — Líklega myndi þurfa að flytja inn nokkuð fóðurkom, — og nú er erlenda kornið greitt niður og bændur eru mjög gramir yfir því að erlent korn sé greitt niður en ekki innlcnt, scm er alveg öfugt við það sem vcra ætti. — Hefur kornrækt aukizt hér? — Kornræktin mun nú vera á stærra landi en í fyrra. Raun- verulega tel ég hættu á því að komræktin verði of víða — og of smá, í stað þess að menn sameinist um stóra akra og hagkvæma. Ég álít að í kom- ræktinni sé tilvalið tækifæri fyrir bændur til að vinna meira Framhald á bls. 10. Fjalir úr gömlum kistli frá Hákonarstöðum á Jökuldal, i Byggðasafni Austuriands sem geymt cr á Skriðuklaustri. Þar r sitthvað gamalla gripa, skautbúningar, gömul áhöld dagbækur, skatthol, rúmfjalir, söðuláklæði og guðsorðabækur. í I (

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.