Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. janúar 19S3 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA ! ! ! r AAiki! reiði í Færeyjum Málið út af Red Crusader var Sátið niður falla LONDON og ÞÓRSHÖFN, Færeyjum 23/- — Stjórnir Bretlands og Danmerkur hafa orðið ásáttar um að láta málið sem reis út af landhelgisbroti brezka togarans Red Crusader við Færeyjar í fyrravor niður falla, en láta jafnframt í ljós að þær hafi ekki hvikað frá þeim sjónarmiðum sem þær hafa haft í deilunni. Þessi mála- lok hafa vakið mikla reiði í Færeyjum. Red Crusader var staðinn að ólöglegum veiðum í fær- eyskri landhelgi 29. maí í fyrra. Danska freygátan Niets Ebbesen kom að togaranum og setti menn um borð í hann. Brezki skipstjórinn lét þá af- vopna hina dömsku sjóliða og lagði á flótta. Freigátan veitti togaranum eftirför, skaut að honum mörgum skotum. og hittu sum þeirra. Eng.an mann sakaði þó og skipstjóranum tókst að komast undan til brezkrar hafnar. Deilunni sem reis út af þessu atviki var skotið til al- þjóðadómstólsins í Haag, sem komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar hefðu brotið af sér og tók því ekki tillit til þeirra sjónarmiða dönsku stjórnarinnar. að togarinn hefði gerzt sekur um land- helgisbrot og danska herskip- ið hefði því verið í fullum rétti að hefta för hans. Síðan hefur þetta mál verið til viðræðu milli ríkisstjórn- anna við og við og nú hafa bær komizt að þeirri niður- stqðu að bezt sé að láta það niður falla og falla þær um leið frá skaðabótakröfum sín- um. Danska stjórnin segir að hún hafi kosið þessi málalok til að spilla ekki góðri sam- búð sinni annarsvegar við Breta og hins vegar við Fær- eyinga. Reiði í Færeyjum Það verður þó ekki séð af þeim viðtökum sem þessi málalok hafa fengið í Fær- eyjum að þau muni verða til þess að bæta sambúð Dana og Færeyinga. Málgagn Þjóð- veldisflokksins, 14. september, gaf í dag út flugrit þar sem sagði að þessi niðurstaða málsins væri skammarlea. Hún sýndi Færeyingum Ijóslega hve lítt fastir Danir væru fyrir þegar lífshagsmunir Færeyinga væru í húfi. Það væri því augljóst hvað Fær- eyingar yrðu a® fá: íæreyska fiskveiðilögsögu og færeyska 1 an dhelgis gæzlu. Formaður landsstjórnarinn- ar, Hákon Djurhuus, sagði að þessi málalok myndu ekki verða til að auðvelda mála- miðlunarlausn um færeysku landhelgina. Þau myndu í engu breyta beim fasta ásetn- ingi landsstjórn.arinnar. að knýja fram 12 mílna land- helgi við Færeyjar. '4 I Afleiðing lausnar Kúbumálsins andarísk flugskeyti flutt frá Tyrklandi Blöð á vesturlöndum um fransk-þýzka samninginn: Sáttmálinn ógnun við samvinnu vesturvelda BONN, PARÍS og LONDON 23/1 — Sáttmáli sá sem þeir de Gaulle forseti og Adenauer forsætisráðherra undirrit- uðu í gær um nána samvinnu Frakka og Vestur-Þjóðverja fær mjög misjafnar undirtektir í blöðum í Vestur-Evrópu, einnig í Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi og láta þau mjög í ljós ótta um að hann kunni að spilla fyrir samstarfi vest- urveldanna. ANKARA 23/1 — Ákveðið hefur verið að leggja niður allar flugskeytastöðvar Bandaríkjamanna í Tyrklandi og flytja burtu þaðan meðaldrægu flug- skeytin af Jupiter-gerð sem beint hefur verið að skotmörkum í Sovétríkjunum. Utanríkisráðherra Tyrklands, Keridum Cemal Erkin, skýrði frá þvi í dag að innan skamms myndi byrjað á þvi að taka niður flugskeytin og flytja þau burt úr landinu. svo að engin flugskeyti yrðu eftir á tyrkneskri grund. Hann sagði að í stað Júpíter-skeytanna myndu koma Polaris-skeyti sem höfð yrðu í skipum. Hann tók fr.am að enn væri ekki að fullu lokið samn- ingum um brottflutning skeyt- anna og héldu viðræður um það Sami gaddurinn enn suiur í álfu LONDON 23/1 — Sami gaddur- inn er enn víðasthvar á megin- landinu, en þó hefur hcldur hlýnað í veðri í Norður-Þýzka- Iandi og á Norðurlöndum. Því meiri kuldar eru sunnar í álfunni og í Búlgaríu var í dag lýst yfir neyðarástandi. Sérstakri nefnd verður falið að skipu- leggja hjálparstarf í héruðum sem hafa orðið sérstaklega illa úti í kuldanum, láta ryðja vegi sem lokast hafa o.s.frv. Mikil frost eru einnig í Grikk- landi og þar hafa miklir snjó- skaflar víða lokað vegum og jámbrautum, t.d. brautinni á milli Aþenu og Istanbul. Mörg Marz 1.39 millj. km frá jörðinni MOSKVU 23/1 — Sovézka geim- farið Marz 1. var á miðvikudags- morgun komið 39 milljónir km frá jörðinni. Radíósamband milli þess og jarðarinnar er enn óað- finnanlegt. Geimfarið mun vænt- anlega fara framhjá Marz í maí og er þá ætlunin að það sendi myndir af yfirborði plánetunnar til jarðar. fjallaþorp eru einangruð. Eldsneytisskortur gerir æmeira vart við sig í mörgum löndum. 1 Belgíu hefur fólk verið hvatt til að spara gas. I Austur-Þýzka- landi hefur mörgum verksmiðj- um verið lokað til að spara kol og annað eldsneyti og vinnutími styttur í öðrum. mál enn áfram. Tyrkneski land- varnaróðherrann gaf svipaða yf- irlýsingu á þingjnu í Ankara. Talsmaður bandaríska utanrík- jsráðuneytisins vildi ekkj í dag staðfesta þessi ummæli hjnna tyrknesku ráðherra, en sagði að samningavjðræður stæðu yfjr vjð ýmis ríki Atlanzhafsbanda- lagsins um mál af þessu tagi. Enginn vafi er þó talinn á því að þegar hefur verið ákveðið að taka niður Júpíterskevtin í Tyrk- landi og einnig á Ítalíu. Orð- rómur hefur gengið um það lengi og hefur verið á það hent að Júpíter-skeytin séu ófullkomin og engin þörf fyrir þau lengur eftir að Polaris-skeytin komu til sögunnar Enda þótt talsmaður banda- riska utanríkisráðuneytrsinií segði ; dag að þetta mál ætti ekkert skylt við Kúbumálið, virðist þó augljóst að ákvörð- uni.n um að flugskeytjn skuli flutt burt frá Tyrklandi eigi rót sínn að rekja til þess Þegar K,''v>udeilan stóð sem hæst fór Krústjoff forsætisráðherra þess á leji við Kennedy forseta að flugskeytin yrðu flutt frá Tyrk- landi gegn því að hin sovézku vrðu flutt frá Kúbu. Stór verkfallsalda rísin / Fiimlandi IIELSINKI 23/1 — Mikil verk- fallsalda er risin í Finnlandi. I dag hófust verkföll í byggingar- iðnaðinum og einnig á ísbrjótum og dráttarbátum. Verkfallið í byggingariðnaðin- um nær til 12.000 verkamanna og iðnaðarmanna í Helsinki og náffrenni og hefur vinna stöðvazt við um 300 byggingar. Báðir að- ilar hafa hafnað málamiðlunar- til1 ■■m sáttasemjara og er ekki bú’.zi við að hann leggi frarn nýja fyrsta k'astið. Því eru taldar allar horfur á að verkfallið verði langvinnt, enda ber mikið á milli. Verkfallið á finnsku ísbrjótun- um og dráttarbátunum hófst í morgun kl. sex og nær til allra finnskra hafna. Undanþágur verða aðeins veittar ef skip eru í sjávarháska. Starfsmenn í bönkum og trygg- ingafélögum hafa boðað verkfall frá mánaðamótum og má búast við að hvert verkfallið muni reka anuað á næstu vikum, ef sam' komulag tekst ekki um verulegar kjarabætur. Hið áhrifamikla Hamborgarblað Die Welt segir þannig að Vest- ur-Þýzkaland verði nú að velja á milli samvinnu við Frakkland og við Bandaríkin. Frakkar virð- ist staðráðnir í að útiloka Breta frá samstarfi við ríkin á megin- landinu, en Bretland hafi einmitt átt að verða tengiliðurinn milli þeirra og Bandaríkjanna, fyrst og fremst efnahagslega, en þó ekki síður pólitískt. Jafnvel blaðið General-Anzeig- er, sem gefið er út í Bonn og jafnan er talið túlka skoðanir vesturþýzku stjómarinnar, leggur megináherzlu á þá hættu sem sáttmálinn geti haft í för með sér fyrir frekari samvinnu og sameiningu ríkja Vestur-Evrópu. Blaðið segir að ekki sé við því að búast að önnur Evrópuríki og þá ekki fremur Bandaríkin muni sætta sig við að Frakkar og Þjóðverjar undir forystu de Gaulle verði allsráðandi í Vest- ur-Evrópu. Sáttmálinn ógni þann- ig öllu því samstarfi vesturveld- anna sem komið hafi verið á eft- ir stríðið. Vestur-Þýzkaland þurfi að vísu á vináttu Frakklands að halda, en ekkert fremur en vin- áttu Bandaríkjanna og Bretlands. „Gúmmíöxullinn París-Bonn" Sáttmálinn fær ekki betri und- irtektir í Frakklandi. Þannig hef- ur málgagn sósíaldemókrata litla trú á að hann muni styrkja að- stöðu ríkjanna tveggja og talar í því sambandi um „gúmmíöxul- inn París-Bonn“. Blaðið segir að Vestur-Þjóðverjar muni verða að taka á sínar herðar vandann af erfiðleikum Frakka og Frakkar verði á hinn bóginn að glíma við vandamál V-Þýzkalands, eins og t.d. varðandi austurlandamæri þess. Combat segir það að vísu ánægjulegt að reynt sé að sætta þjóðir sem svo lengi hafa verið fjendur, en til of mikils sé ætl- azt að Frakkar geti gleymt for- tíðinni. Málgagn kommúnista, rHumanlitc, segir að franska þjóðin muni aldrei fullgilda þennan sáttmála, hvað svo sem meirihluti gaullista á þingi geri. Gagnrýni í Bretlandi Brezk blöð gagnrýna Adenauer fyrir að hafa ekki reynt að fá de Gaulle ofan af andstöðu sinni gegn aðild Breta að Efnahags- bandalaginu. Daily Telegraph segir að þar sem Adenauer hafi ekki fengið de Gaulle til að slaka neitt á andstöðu sjnni við brezka aðjld, sé með öllu óvíst, hvort honum takist að fá vestur-þýzka þingið til að fullgilda sáttmálann. Blað Beaverbrooks lávarðar, Daily Express, sem jafnan hefur verið mjög andvígt aðild Breta að EBE, fagnar sáttmálanum þar sem hann geti haft í för með sér að Bretar þurfi ekki framar að senda her til Evrópu vegna Kónpfaörn opin- bera trúlofun AÞENU 23/1 — Tilkynnt var í Aþénu í dag að Konstantín, rík- isarfi Grikklands, og Anna-María, yngsta dóttir Friðriks Danakon- ungs, hefðu opinberað trúlofun sína, og munu þau gefin saman næsta ár. Prinsinn er 23 ára gamall, prinsessan á sautjánda ári. stríða milli þessara erfðafjanda á meginlandinu. „Alvarleg hætta“ Málgagn Páfastóls Osservatore Romano sem ævinlega hefur verið hlynnt náinni samvinnu hinna kaþólsku landa V-Evrópu segir að með sáttmálanum sé „einingu Aalanzhafsríkjanna bú- in alvarleg hætta“. Blaðið telur að Sovétríkin muni hagnast á sundurlyndi vesturveldanna og framferði de Gaulle. Málgagn Lýðveldisflokksins ítalska sem stendur að ríkis- stjóminni, La Voce Republicana, fordæmir sáttmálann og segir að hann sé miklu verri en merrn höfðu gert sér í hugarlund. Samsæri gegn Sovétrilíjunum Sovézk blöð fordæma sáttmál- ann. Málgagn sovézka hersins, Rauða stjaman, segir að hann sé þáttur í samsæri vopnaframleið- enda Frakklands og Vestur- Þýzkalands gegn Sovétríkjtmum og öðrum sósíalistískum ríkjum. IPravda segir að sáttmálinn muni I binda Frakka fyrir hinn vestur- j þýzka stríðsvagn. I Frá því var skýrt í París í dag 'að de Gaulle hefði falhzt á þá tillögu Adenauers að fram- kvæmdanefnd EBE yrði falið að semja skýrslu um gang viðraeðn- anna við Breta fram að þessu. Couve de MurviHe utanríldsráð- herra hafði hafnað tillögu um slíka skýrslugerð á ráðherrafund- inum í Brussel á mánudaginn. Enda þótt svo sé látið heita að hér sé um að ræða tilslökun af hálfu de GauUe, hafa menn enga trú á því að hún muni greiða götu Breta inn í bandalagið. 1 hassta lagi kann hún að hafa í för með sér, er haft eftir frönsk- um embættismönnum, að það dragist eitthvað á langinn að al- gerlega slitni upp úr viðrasðun- um við Breta, þannig að sá fimd- ur sem halda á með þeim á mánudaginn kemur verði ekki síðasti viðræðufundurinn, heldur sá næstsíðasti. Bergamó — sófasettið VANDAÐ - STILHREINT VIÐUR: TEAK - EIK Sófi eftir váli 3ja eða 4ra sæta Híbýlapryöi h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.