Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 24. janúar 1963 - ÞJÓÐVILJINN SÍÐA y Viðtal við Shalom Ronly - Rikíis hljómsveitarstjóra Hann stjórnar tónleik- um sinfóníuhljómsveit- arinnar hér nú í kvöld. Á efnisskrá eru verk eftir Tsjækofskí, Sibeli- us, Prokoféf og ísra- elska tónskáldið Ben- Haim. Fyrir nokkru kom til íslands ísraelski hljóm- sveitarstjórinn Shalom Ronly - Riklis, sem stjórnar sinfóníuhljóm- sveit ríkisútvarpsins í Jerúsalem, Kol Isroel. í styrjöld — Já, þaö er rétt., segir Shal- om Ronly-Riklis, — ég er fædd- ur í Tel-Aviv. En foreldrar mínir komu frá Austur-Evrópu fyrir fyrri heimsstyrjöld; faöir minn var ættaður frá Úkraín'U. móðir mín frá Bessarabíu. — Töluðu þau þá jiddisku? — Nei, strax í Rússlar.di haföi faðir minn vcriö kennari í hebresku, og móðir mín kunin málið líka áöur en þau flultu til Tel-Aviv. Svo að ég heyrði aldrei annað en hebresku. Ég skil til dæmis ekki rússnesku — en jiddisku skil ég auövitaö. hana skilja allir. — Þetta cegir Ronly-Rikiis brosandi. (Til skýnngar skal þess get- ið að jiddiska er scrkcnnileg þýcka, blönduð hebreskum orð- um, skrifuð með hebresku letri, sem lengi hefur verið töluð meðal Gyðinga í Austur-Evr- ópu. Þeim sem börðust fyrir endurreisn fornhebresku var lengi í nöp við þetta mál). — Á styrjaldarárunum stýrðuð þér herhljómsveit? — Já, þegar stríðið hófst, á- kváðu Gyðingar í þáverandi Palestínu að leggja fram sinn skerf, og þá gerðust 30 þúsund þeirra sjálfboðaliðar í brczka hernum, en það var þá um 10 prósent af öllum Gyðingum i landinu. Þessar sveitir börðust aðallega í Norður-Afríku. 1942 gekk ég í þær að loknu kenn- araprófi — og eftir nokkrar vikur tók ég að leika í hljóm- sveit þeirra. Síðar var mynduð Gyðinga-„brigade“ og send til Evrópu; hún barðist m.a. á ítalíu, en ég var með henni í Belgíu og Hollandi. Ég lék með hljómsveitinni, reyndi eftir föngum að mennta mig sjálfur í músík. Og síðustu 5—6 mán- uði stríðsins var ég hljómsveit- arstjóri. Þetta var ósköp venju- leg herhljómsveit, lék venju- lega einhverskonar létta klass- íska músik. Eftirminnilegt próf Að stríðinu loknu hóf ég svo nám aftur og lauk prófi trá Músíkakademíunni í Tel-Aviv árið 1948. Það var mjög sögu- legt. Fimmtudaginn 14. maf var ’ýst yfir stofnun Israelsríkis, og ég átt; að fara í herinn sam- stundis því nú hófst baráttan fyrir alvöru fyrir tilveru þess. Námsárinu átti ekki að ljúka fyrr en í júní — en það var skipulagt sérstakt próf fyrir mig: 15. maí vörpuðu arabísk- ar flugvélar sprengjum á Tel- Aviv allan daginn — í smá- hléi milli árása tókst okkur að skjótast til kennara minna og klukkan 12 á hádegi hófst loka- próf mitt í píanóleik. Og sprengjurnar héldu áfram að falla. Klukkan tvö var ég kom- inn í herinn. í nokkra mánuði var ekki um neina hljómsveit að ræða, við höfum brýnni verkefni þá. En þegar árið 1949 var stofnuð hljómsveit innan hers- ins, og varð ég stjórnandi henn- ar — gegnéi því starfi síðan í 12 ár. Þetta er mjög góð hljómsveit: það er alltaf mik- ið af fólki sem kemur til að gegna herskyldu sem hefur lært töluvert í músík, og við vel.i- um það bezta, æfum menn upp. Þessi hljómsveit heldur til dæmis einu sinni á ári hljóm- leika á vegum ísraelsdeildar til eflingar nútímatónlist. Blöð í Evrópu hafa skrifað það um okkur, að þetta sé eina her- hljómsveitin í heiminum sem leikur Webern, Stravinskí . . . Unglingahljómsveitin Jafnfrámt hafði ég stjórnað öðrum hljómsveitum sem gest- ur, þar á meðal sinfóníuhljóm- sveit útvarpsins. Var mér svo boðið að ganga í þjónustu þess, og síðan 1961 stjórna ég úl- varpshljómsveitinni. — Hvenær komuð þér svo til Evrópu eftir stríðið? — Það var árið 1953; Igor Markevitch hafði verið í Israel og bauð mér til náms hjá sér í Salzburg, Austurríki. Þangað fór ég síðan á hverju sumri til 1956. En sem stjórnandi kom ég fyrst til Evrópu 1958, þá fór ég með unglingahljómsveit okk- ar til Brússel. — Já, ég sá að það var töl- vert minnzt á þessa hljómsveit í viðtali yðar við Morgunblað- ið. (Þar var sagt að í henni væri fólk á aldrinum 14 til 25 ára — allt skólafólk en þó ekki endilega í tónlistarskólum. Það hittist svo í skólaleyfum og æfði þá næstum því allan sólarhringinn). — Það er eðlilegt að ég talaði mikið um hana, því mér þykir mjög vænt um þessa hljóm- sveit. Og það er rétt, að við æfum aðeins í skólaleyfum; það eru sex vikur á sumrin, og þar að auki eru um það bil vikuleyfi á stórhátíðum okkar — um nýjársleytið í septem- ber (roshoshon), á hanúkka og pesach. Við verðum að haga þessu þannig því fólkið er allstaðar að af landinu. Og á- rangur hefur verið góður, við höfum fengið alþjóðleg verð- laun. — Mundi tónlistaráhugi ungs fólks vera mikið meiri í borg- um en í sveitum í kibbutzim? — Af eðlilegum ástæðum er miklu meira um tónlistarnám í borgum en sveitum; en í borg- um eni það oft foreldrar sem ráða. En sá unglingur í sveit sem lærir — hann vill læra sjálfur, sýnir sannan áhuga sem oft dugar honum til góðra hluta. Það er líka mjög þýð- ingarmikið frá þjóðfélagslegu sjónarmiði að eignast virka þátttakendur i tónlistarlífi i dreifbýlinu. Þjóðleg tónlistarhefð — Hver er hlutur þjóðlegr- ar tónlistarhefðar í ísraelskri músík? — Og' er yfirleitt hægt að tala um sarneiginlega þjóð- lega hefð Gyðinga frá hinum ólíku löndum „útlegðarinnar"? — Vissulega er til gyðing- leg hefð í sambandi við flutn- ing helgirita. En ef við tök- um þjóðlega músík, þá hefur hún verið undir sterkum ó- hrifum umhverfisins. Þjóðlög Austur-Evrópugyðinga hafa til dæmis orðið fyrir sterkum á- hrifum frá rúmenskri músík, sígaunamúsík o.s.frv.. Eða ef við snúum okkur að nútíma tónskáldum eins og Ben-Haim, sem vébðúr' léikihn hér: ’ Hann er fæddur í Þýzkalandi, og áður en hann kom til ísrael var hann þýzkt tónskáld, þótt í verkum hans gæti nokkurra gyðinglegra blæbrigða. Þegar hann kom suður kynntist hann tónlist Gyðinga frá Jemen, og varð mjög hrifinn af henni. Hann vann töluvert með ágætri þjóðlagasöngkonu sem ættuð er frá Jemen, Braha Zefira; skrif- aði fyrir hana. I verki hans „Fró Israel“, sem hér verður flutt eru einmitt sterk áhrif frá þessari músík — þótt verk- ið sé svo skrifað fyrir evr- ópíska hljómsveit. Svo er mál með vexti, að Gyðingar i Jem- en urðu ekki fyrir eins miki- um, að þeir hafi geymt upp- evrópskir Gyðingar, samfélag þeirra var lokað, og við álit- um, að þeir hafi gleymt upp- runalegri músík en þá, sem Evrópugyðingar komu með. — Væri þá stíll Ben-Haims einkennandi fyrir ísraelskar tónsmíðar í dag? — Fyrir ákveðinn hluta þeirra, fyrir það sem við köll- um stundum austurmiðjarðar- hafsstil. Svo eigum við líka tólftónaskáld: þeir segjast aö vísu líka hagnýta sér ísraelsk temu — en mönnum gengur mjög erfiðlega að koma auga á þau. En þetta eru alvarlegir listamenn, og margt gott sem þeir gera. Einnig örlar aðeins á elektrónískri músík. Bændur vilja líka hlusta — Þér hafið sjálfsagt heyrt talað um ýmsa erfiðleika sem tónlistarmenn eiga við að striða á því fámenna landi Islandi. Gætuð þér nefnt einhverja sérstaka örðugleika sem ísra- leskt tónlistarlíf á við að stríða? — Það væri þá helzt þetta eilífa vandamál: hljómsveitirn- Framhald á 10. síðu Guðmundur Vigfússon: Hversvegna þarf íhald- Ið umhuasunarfrest? A síðasia íundi borgar- stjórnar Reykjavíkur gorði ég tilraun tál þess að fá borg- arstiórnina til stuönings við vandamál húsbyggjenda. Ég flutti tillögu um að borgar- stjórnin iýsti áhyggjum sín- um yfir þeirri þróun sem nú fer fram í íbúðabyggirigum, wi fyrir fundinum lá yfirlit byggingaffulltrúans i Reykja- vík um fnllgerðar byggingar í borgtnni á sl. ári. Samkvæmt pessu yíirliti vantaði 112 (- búðir ti! þess að ná þeirri tölu íbúða. sem hagfræðingur Reykjavíkurborgar telur að byggingarstarfsemi hvers árs þurfi að skila t.il þess að taka við íólksfjölguninni og útrýma í áföngum óhæfu og heilsu- sntl’andi íbúðum. Tillagan fól síðan í sér eftirfarandi efnisatriði: 1. Að borgarstjórnin legði áherzlu á að hraða undirbúningi nýrra bygg- ingarsvæða til úthlutunar .4 þessu ári. 2. Að borgarstjórnin skoraði á stjómari'öldin að ’eita allra ráða til að iækka byggingarkostnað, t.d. með þvi að lækka eða fella alveg niður innflutn- ingstolla og söluskatta á byggingarefni til íbúða. 3. Að borgarstjórnin skoraði á ríkisstjóm og Al- þingi að gera ráðstafanir til að útvega aukið fjár- magn tii íbúðalána. 4. Að borgarstjómin skoraði á Alþingi og rík- isstjórn að hækka lán til íbúða þannig að þau nemi a.m.k. 50% byggingarkostn- aðar og lækka verulega vexti á íbúðalánum. Enginn sem þessi mál þekk- ir mun efast um að ofan- greind atriði séu mikils um það ráðandi hver þróunin er og verður í byggingu íbúðar- húsnæðis í borginni og land- inu yfirleitt. Það hefur óneit- aniega oftast staðið á lóðum og lóðaúthlutun ekki farið fram á heppilegum árstíma. Á valdi borgarstjórnar sjáifr- ar er að bæta úr því og þar hefur hún ekki til amtarra að leita um úrbætur eða úr- ræði. Við þurfum líka að lækka bygginnarkostnaðinn og ein raunhæfasta leiðin til þoss er að hætta að valcla íijúða- byggjendum óþörfum eríið- leikum með ’náum innflutn- ingsgjöldum og sölusköttum á byggingarefnið. Þetta á rík- ið að gefa eftir og aðstoða þannig húsbyggjendur. Væri Guðtnundur Vifffússon það eðlilegt byrjunarskref til lækkunar byggingarkostnaðar. Hér þarf einnig að útvega af opinberri hálfu stórlega aukið fjármagn til íbúða- byggina. Og þetta er auövclt ef vilja vantar ekki. Aukið fiámiagn til lánastarfseminn- ar á að afnsma þá óþolandi bið, sem nú er á því að menn fái þau lán seni þeir eiga rétt á út á íbúðir sínar. Og það á einnig að gera mögu- legt aö hælcka lánin, en hækkun lánanna og lækkun vaxtanna cr aðkallandi úr- lausnarefni. Það hörmungar- ástand lánamálanna að íiá- markslán skuli ekki einu sinni nægja fyrir hækkun byggingarkostnaðar á meðal- íbúð frá því sem var 1958 er ekki viðunandi. Og allir vita að vaxtaokur viðreisnar- stjómarinnar er einn versti óvinur allra sem í fram- kvæmdum standa og á sér hvergi hliðstæðu. Var nú ekki sjálfgefið að öll borgarstjóm Reykjavíkur gæti. með ástand og stað- reyndir húsnæðismálanna í huga, sameinazt um tillögu ejns og þessa. Þótti borgar- stjóminni allri ekki eðlilegt að greiða fyrir íbúðabygging- um almennings með því að hraða undirbúningi lóðaaf- hendingar og að skora á stjórnarvöldin að gera þær ráðstafanir, sem í tillögunni greindi, til þess að auðvelda aimenningi þá ströngu bar- áttu sem það kostnr að byggja yfir síg? Þótt ótrúlegt virðist reynd- ist það ekki. Meirihlutaflokk- urinn í borgarstjóm, Sjálf- stæðisfiokkurinn. notaði vald sitt til að drepa tniögunni á dreif með írestun á af- greiðslu hennar. Ihaldið þurfti að taka sér umhugs- unarfrest um hvort rétt væri að hraða afhendingn lóða til íbúðabygginga. Það þurfti frest til að athuga hvort réti væri að lækka byggingar- kostnaðinn. Meirihlutinn treysti sér ekki, án frests og umhugsunar, að láta í Ijósi ósk borgarstjórnar um aukið fjármagn til íbúðabygginga. Og íhaldið gat ekki, án frests og umhugsunar, skorað á Al- þingi og ríkisstjóm að hækka lán til íbúðabygginga og lækka okurvextina. Þessi frammistaða íhaldsins í borgarstjóm er sannarlega íhugunarefni fyrir íbúðabyggj- endur og alla þá, sem þurfa að byggja yfir sig og sína af litlum efnum. Og hún er því íhugunarverðari, sem það kom skýrt fram í umræðun- um, að íhaldið telur hér ckki um vandamál að ræða, nema siður sé. Ihaidið sagði á borg- arstjómarfundinum að sl. ár hefðu verið íuilgcrðar hér 203 íbúðir fram yfir |h«ríina! Og þó vantaði 112 tbúðlr tll að ná því rnarki, sem borgarhag- fræðingur tclur árlega bygg- ingarþðrf í borgmni fram til T970. Svona alvarlega tekur meiri- hlutaflokkurinn í borgarstjóm mesta vandamálið sem unga fólkið og fjölmargir aðrir eiga við að glíma. Viðbrögð- in og skilningurinn sýna ljós- lega hvers af íhaldinu er að vænta í þessu máli og hvað i frr^inn tillocii'npnr I * 1 í i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.