Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 9 Fræg kvikmynd endursamin: TÍU DAGAR, SEM SKÓKU HEIMINN Á tiu ára almæli rússnesku byltingarinnar, fyrir 35 árum, var fnumsýnd í Stóra leikhús- inu í Moskvu kvikmyndin „Otkóber“, gerð af þeim Ser- gej Eisénstein og Grígorij Aleksandrof, sem þá þegar voru orðnir frægir leikstjórar og höfðu unnið saman að töku myndarinnar „Beitiskipið Pot- jomkin", sem heimsfræg varð og er enn í, dag talin melstara- smíð kvikmyndagerðar, ekki aðeins hihna þöglu mynda, heldur kvikmyndalistarinnar x heild. Verkefni úr hendi Kalinins „Október" var síðar sýnd i mörgum löndum. En það var ekki sú myndin, sem snili- ingarnir tveir höfðu gert eftir eigin höfði. Nú er Eisenstexn látinn, en Aleksandrof er enn á lífi. Hann er nú önnum kat- inn við að endursemja kvik- mynd þá, sem þeir Eisenstein höfðu upprunalega gert. Tekizt hefur eftir margra ára leit, að hafa uppi á þeim hlutum mynd- arinnar, sem aldrei voru sýnd- ir, og innan skamms mun frumgerðin verða sýnd í kvik- myndahúsum um víða veröld með nafni því, er henni var gefið utanlands: „Tíu dagar, sem skóku heiminn". Aleksandrof hefur sagt söguna um tilorðningu myndarinnar og þau örlög sem biðu hennav. Þetta hófst sumarið 1926. Hann og Eisenstein voru beðnir að mæta í fundarsal ríkisstjómar- innar þar sem Kalinin, síðar forseti, þeið þeirra ásamt Podvoskíj, sem á dögum bylt- ingarínnar var formaður bylt- ingarherráðsins í Petrograd. Kalinin sýndi mönnunum I síðasta þætti kom fyrir spil, þar sem varnarspilaram- ir höfðu of mörg tromp á einni hendi. Ekki þurfti ég lengi að bíða eftir öðru svip- uðu, því eftirfarandi spil kom fyrir í meistaraflokkskeppni Bridgefélags Reykjavíkur milli sveita Þóris Sigurðsson- ar og Elílnar Jónsdóttur. Norður A ekkert V G-10-9-6-4 ♦ D-9-6 4» K-D-10-9-3 Vestur Austur A K-D-6-3 A 9-6-5 V ekkert V Á-K-D-7-3 ♦ K-G-3 « Á-8-7-4-2 4* Á-G-8-7-4-2 «?• ekkert Suður A Á-G-10-7-4-2 V 8-5-2 ♦ 10-5 4» 6-5 nema þeir ættu betri samning í öðrum lit. En betri samningur er varla til, því ekkert útspil getur banað fjórum spöðum. Segjum að norður spili út hjartagosa. Við tökum þrjá hæstu í borði og köstum tígli og tveim laufum að heiman. Síðan spilum við tígli, tökum laufás og trompum lauf. S'íð- an er tílgulás tekinn og hjarta, spilað úr borði. Suður á nú ekkert nema tromp. Hann lætur náttúrlega sjöið og sagnhafi drepur á .drottningu* Hann spilar siðan laufi, trompar með áttunni í borði og suður trompar yfiir með tíunni. Nú er sama hvað suð- ur gerir. Taki hann ásinn, hiefur sagnhafi gaffail á hann með K-6, en spili hann lágu, þá fær borðið slaginn á átt- una og sagnhafi síðan tíunda slaginn á drottninguna. Á báðum borðum voru spil- uð þrjú grönd og unnin fjög- ur. Hins vegar er ekki úti- lokað að hugsa sér að a—v gætu lent í fjórum spöðum á spilin, þar eð eyður á víxl eru ekki ávallt sigurstrang- legar í grandspili. Þá er komið að samvizkuspurningunni. Hefðuð þið doblað á suður spilin? Ef til villi hefðuð þið ekki gert það, en var það þá ekki vegna þess, að þið voiuð viss um að spilið væri niður? Aldrei var að vita Staða í sveitakeppni B.K. Sveit Stig. 1. Einars Þorfinnssonar 18 2. Eggrúnar Amórsdóttur 16 3. Benedikts Jóhannssonar 14 4. Ólafs Þorsteinssonar 14 5. Halls Símonarsonar 10 Staða í sveitakeppni B.R. Sveit Stig. 1. Laufeyjar Þorgeirsd. 35 2. Eggrúnar Arnórsdóttur 32 3. Elínar Jónsdóttur 25 4. Rósu ívars 17 5. Dagbjartar Bjarnadóttur 17 tveim bókina ,-,Tíu dagar, sem skóku heiminn" eftir John Reed, og tjáði þeim, að það hefði verið ósk Leníns að bók- in yrði kvikmynduð. Nú fór ríkisstjórnin fram á, að sú mynd yrði tilbúin á tíu ára afmæli októberbyltingarinnar. t)t fyrir ramma Reeds Pódvojskíj varð ráðgjafi við myndatökuna og lék einnig hlutverk í mynáinrii. En leik- stjörarnir tveir urðu að vinna úr fjallháum stöflum heimilda og velja þær þýðingarmestu og sérstæðustu. Podvojskíj safnaði brátt um sig heilum hópi ann- arra’ ráðgjafa, sem allir höfðu tekið persónulegan þátt í októ- berbyltingunni. Meðal þeirra dugmestu var eiginkona Len- íns, Krupskaja, og systir hans, Marija Uljanova, sem báðar höfðu staðið við hlið Leníns alla tíð bæði í einkalífi hans og opinberlega. Brátt kom í ljós, að kvik- myndin hlaut að ná langt út- fyrir þann ramma, sem skáld- saga John Reeds var. Um það, sem John Reed hvorki hafði séð né heyrt, var aflað vitneskju meðal þeirra, sem stjórnað höfðu októberbylting- ingunni og tekið þátt í aðför- inni að Vetrarhöllinni. Kvikmyndin var gerð í sam- vinnu við flokkssamtökin í Moskvu og Leníngrad. Hún náði yfir þann tíma þegar keisara- veldinu var steypt, borgarabylt- ingin átti sér stað í febrúar 1917, Lenin sneri aftur heim til Rússlands, — fjallaði bein- línis um alla mikilvægustu at- burði þess árs —, allt þar til byltingin hófst hinn 7. nóv- ember. Þátttakendur byltingarinnar með í Iciknum Þeir Eisenstein og Aleksandrof komust að einu leyti í ærinn vanda: hvemig átti að fara að því að láta Lenín koma fram í kvikmyndinni? Aðeins þrjú ár voru liðin frá dauða ham, og álitið var óviðeigandi, að leikari tæki á sig gervi og kæmi fram sem Lenín. Einkum var það skáldið Majakovskíj, sem við undirbúning myndar-<s> innar snerist gegn slíkri til- hugsun. Hann gat beinlínis komizt í æsing, þegar einhver lét sér til hugar koma að láta leikara birtast i gervi Leníns. Ákveðið var því að hafa uppi á einhverjum manni, er líktist Lenín það mikið í sjón, að hann þyrfti ekki að taka • u misin Bifreiðastjóri sendir þetta bréf: „Bíllin minn“ heitir bækling- ur, sem Samvinnutryggingar hafa gefið út núna um áramót- in síðustu fyrir félagsmenn sína og viðskiptavini í bifreiða- stjórastétt. Mér þykir ekki ólík- legt að hann verði vinsæll með- al bílstjóra. Fyrst og fremst er þetta mjög þægileg handbók og fer vel í vasa og hólfi. Þar er hægt á auðveldan hátt að skrifa inn í hina ýmsu kostnaðarliði bifreiðarinnar, svo sem við- gerðir, benzín- og olíueyðslu o. s.frv. Daglegir töflureitir eru fyrir allt þetta o.fl. opna fyrir hvem mánuð ársins og síðan samandráttartafla, sem sýnir heildarkostnaðinn hjá manni yfir allt árið, og síðast sund- urliðun kostnaðarins á helztu liði. Allt er þetta mjög hag- kvæmt og gott og auðvelt til notkunar. Þá eru ýmsar fleiri upplýsingar að finna fyrir okk- ur bílstjórana til hægðarauka. Má þar nefna umferðarmerk- in, mánaðarleg heilræði við akstur, um bifreiðatryggingar o.fl. sem gott er að hafa. Það er alveg satt, sem fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga segir í formála fyrir um- ræddum bæklingi, að athyglis- verður þáttur í starfsemi þessa tryggingafélags frá upphafi hefur verið margs konar fx-æðsla um umferðar- og trygg- ingamál. Þar má nefna sérstaka handbók fyrir bílstjóra, sem gefin var út fyrir mörgum ár- um, verðlaunasamkeppni um úrræði til bóta í umferðinni til þess að draga úr slysum o.fl. sem ég man nú ekki allt í bili. Ég fyrir mitt leyti vil þakka kærlega alla þessa hugulsemi við okkur bílstjórana. Og þetta er sannarlega ekki það eina. sem við ættum að vera þakk- látir fyrir, því að svo margt hefur þetta ágæta trygginga- félag unnið okkur til hagsbóta síðan það tók til starfa, og ég 9 held mér sé óhætt að segja oft j við litlar þakkir og viðurkenn- ingu, og stundum beinlínis . hlotið ámæli og útúrsnúning á því, sem það hefur vel gert, og er þess skammt að minnast nú. En þetta er alls ekki sann- gjamt. Það á hver það hann á. a.b. snillingar áttu oft ágætt samstarf. á sig neitt gervi til að geta leikið hlutverk hans í mynd- inni. Hundruð manna og þúsund- ir ljósmynda voru teknar til athugunar. Að lokum var fund- inn vélstjóri nokkur, Nikandroi að nafni, sem vann á skipi er lá í höfninni í Novorossijsk. Teknar voru reynslumyndir af honum, sem sýndar voru Krupsköju og Uljanóvu, og þær gáfu samþykki sitt til, að hann léki hlutverk Leníns. Yfirleitt léku mjög fáir leik- arar í þessari kvikmynd. Safn- að var saman fólki, sem sjálft hafði tekið þátt í atlögunni gegn Vetrarhöllinni eða verið fulltrúar á 2. þingi sovétanna. Podvoskíj lék sjálfan sig sem foringja fyrir árásinni á Vetr- arhöllina. Merkið um áhlaupið var gefið af sama sjóliðanum og hafði gefið það hina sögu- legu nótt, 7. nóvember. I fjöldaatriðum, sem tekin voru af Eduard Tisse, sem einn- ig hafði myndað „Potjomkin“; tóku þátt hinir raunverulegu rauðliðar og foringjar þeirra; filmaðir voru hinir raunveru- legu varðmenn sem staðið höfðu vörð í Smolnyj, við fund- arstað herforingjaráðs bylting- arinnar og fyrir framan skrif- stofu Leníns. Allt var gert til að sýna raunverulega atburði og ásigkomulag, þá hluti og staði, sem komið höfðu við sögu og þar sem atburðirnir höfðu gerzt. T.d. flýði leikar- inn, sem Iék forsætisráðherra bráðabirgðastjómarinnar, í sama bílnum og hinn raun- verulegi Kerinskíj hafði á sfn- um tíma flúið í. Stalin skerst i lcikinn Það gefur auga leið, að kvik- mynd af þessu tagi og jafn heimildarríka væri ógemingur að framleiða í dag. Leníngrad var t.d. árin 1926—’27 næstum óbreytt í útliti frá nóvember- dögunum 1917, er hxln hét Petrograd. Enn hafði Vetrar- höllin ekki verið lagfærð, og litur hennar var sami dökk- rauði blóðliturinn og á dögum Nikulásar keisara annars. Hali- artorgið og aðalgatan Nevskij prospekt voru enn steinlögð á sinn gamla hátt, o.s.frv. f október 1927 sneri kvik- myndahópurinn aftur til Moskvu, að loknu erfiðu starfi og mörgum næturvökum. Tek- ið var til óspilltra málanna að ljúka við myndina, svo að hún gæti verið fullbúin 7. nóv- , ember, en þáLátti að. fvupxsýn.a hana við hátíðahöldin í Stóra leikhúsinu. Þann sama daga var einmitt verið að klippa síðustu atriði hennar. Þá gerðist það, að Stalín birtist í kvikmyndaverinu öll- um á óvart, í fylgd nokkurra manna, að því er Aleksandroí segir. Hann bað um að myndih yrði sýnd sér á tjaldinu þegar í stað, og á meðan á þeirri sýningu stóð fór hann fram á að ýmis stór atriöi yrðu klippt burt. Samtals var þar um að ræða 900 metra langa film- ræmu, eða næstum þriðjung allrar myndarinnar. M.a. vildi Stalfn láta fella burt ýmis at- riði þar sem Lenín kom fram; og endi myndarinnar, þar sem Lenín hélt ræðu sína á öðru sovétþinginu í Smolnyj, skyidi rýra til stórra muna. Þegar þeir Aleksandrof og Eisenstein spurðu, hvers vegna fella skyldi burt jafn ágætan endi, svaraði Stalín: „Vitið þið ekki hvað um er að ræða? Frjálslyndi Leníns er ekki raunhæft Iengur . . . . “ Filmræmurnar finnast aftur Kvikmyndin, svo sködduð sem hún var, var svo frum- sýnd 7. nóvember 1927, en hún var í rauninni elcki nema brot af hinni upprunalegu mynd. Eisenstein og Aleksandrof fylltu síðar upp í eyður hinna fjar- lægðu atriða með nýjum tök- um, og sú lokagerð hlaut frum- sýningu 14. marz 1928. Það var sú mynd, sem flutt var út og sýnd í öðrum löndum. Enginn, nema þeir, sem hlut áttu að máli, vissu hvað gerzt hafði varðandi myndina: að endan- leg gerð hennar var önnur en listamennimir höfðu hugs- að sér. Brátt var svo myndin horfin af sýningartjaldinu I Sovétríkjunum. Stalín var enn óánægður með hana; einkum var hann óánægður með það. að hann skipaði ekki þann sess í myndinni sem hann gjaman vildi láta almenning halda, að Framhald á bls. 10. Málverk eftir kúbanskan listamann „Gulsa“ heitir þetta málverk og er eftir kúbanska listamanni Cabrera Moreno Servando. Hann leit- ar fyrirmyndanna nær alltaf í byltingarbaráttuna og jarðnæðisskiptinguna. I þessari mynd Ser- vando eins og fleirum má glöggt greina áhrif frá hinum mexikönsku meisturum, einkum Siqueiros. I t t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.