Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 10
JQ SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. janúar 1963 GWEN BRISTOW: I HAMINGJU LEIT ekki spurt og nú vissi Florinda að hún myndi ekki gera það. Hún hafði verið að þakka henni íyrir það með þessu tali sínu. — Jæja þá, hélf Florinda á- fram. — Nú er bezt að breyta sér í grátandi ekkju. Hún fór úr si'lkisokkunum og klæddi sig í siðsamlegu bómullarsokkana Ljósbleiku silkisokkaböndin stungU' mjög í stúf við þá. Að því búnu tók hún úr sér hár- nálarnar. Hárið féll niður fyrir mitti eins og silfurglitrandi foss. — Mikið er hárið á þér dá- samlegt, sagði Gamet. Florinda var mjög hreinskil- in í sambandi við útlitið. — Já, finnst þér það ekki fallegt? sagði •hún. — Þegar ég var lítil var ég alltaf með það slegið og hafði í því bláa slaufu. Áhorfendur voru stórhrifnir. Þeir sögðu að ég væri eins og lítill engill. Hvar er nýi hárburstinn minn? — Hann er hér. Garnet kom með burstann að snyrtiborðinu. Hún hafði ekki sett upp sitt eigið hár. síðan hún losað það til að klippa úr þvi hárlokkana og þegar Flor- inda sá spegilmynd þeirra beggja. hrópaði hún upp yfir sig af hrifningu — Gamet. littu á okkur! För- um við ekki vel saman? Gamet brosti að þessum and- stæðum — hennar eigin svar- bláa hári og rjóðu kinnunum við hliðina á hvitu postulínsand- litinu á Florindu — Við erum bara snotrar, er ekki svo? — Snotrar? Fari það grábölv- að, við erum stórkostlegar. Að hugsa sér ef við gætum sett upp systraatriði Það myndi a'llt fara á annan endann. Ég gæti klætt okkur — ó, Gamet! Hún stundi i hrifningu. — Þú ættir að vera klædd í hvítt og gyllt til að und- irstrika litarhátt þinn, og ég í svart og silfrað til að undir- strika minn Hugsaðu þér bara. Geturðu ekki sungið? Garnet hló og hristi höfuðið. — Nei. ég get að vísu sungið ófalskt en ég hef svo litla rödd að hún nær ekki hálfa ieið um herbergið hérna Og auk þess er ég engin leikkona — Nei betta var líka bara hugmynd. Florlnda stundi aftur og lét hugmyndina lönd og leið Hún setti upp hárið og greiddi það slétt aftur Garnet kom með slétta millipilsið. Florinda fliss- aði þegar hún renndi því yfir höfuðið. — Garnet, þessi pilsherfa er hólkvið um mittið. Ef ég á að segja eins og mér finnst. bá held ég að það sé saumað á ó- létta konu. Ég verð ,að draga það saman og hnýta böndin að framan, annars missi ég það nið- ur , um mig. Hjálpaðu mér að komast í kjólinn Hvar er hann opnaður? — Hann er opinn að framan. kjánaprik, sérðu það ekki? Réttu upp handleggina og ég s-kal hjálpa þér í hann. Florinda gerði það og hélt áfram að hlæja. Þunn. rauð húð- in yfir örunum logaði þegar hún teygði á handleggnum. Gamet vildi helzt ekki horfa á það. — Fari það kolað. sagði Flor- inda, meðan hún hélt kjólnum að sér í mittið með annarri hendi og byrjaði að hneppa honum að sér með hinni. — Jafnvel siða- vandaðasta kona þarf þó ekki að láta eins og hún sé í laginu eins og vatnsmelóna. Æ, Garnet, hann er alveg jafnbola. Ég kem honum varla að mér um brjóst- in. Gamet horfði skelfd á svart efnið herðast að brjóstunum. — Þetta er ósiðlegt, sagði hún. Florinda horfði spotzk á sjálfa sig. — Æjá, vina mín. svona gerði skaparinn mig nú einu sirírii úr gárði og þefta er í fyrsta sinn sem ég hef haft ástæðu til að harma Það Það er helvítis hörmung að sjá mig, er það ekki? — Þegar þú átt að leika sið- sama ekkju. þá máttu ekki blóta. — Ég skal ekki gera það, elskan. svei mér þá. Ég skal vera svo stillt að þú þekkir mig ekki aftur. — Ef við getum ekki látið kjólinn fara betur. sagði Garn- et. — Þá verðurðu að svtipa sjalinu þétt að þér þegar þú ferð út úr klefanum þínum. Það er giffingarhringur í litla kass- anum héma. Florinda setti hringinn á ör- óttan fingurinn Hún tók upp hattinn og mátaði hann og velt- ist um af hlátri þegar hún vafði um sig blæjunni. — Ó, Gamet. hjálpaðu mér, sárbændi hún Garnet hjálpaði henni að lag- færa föllin á blæjunni. Florinda engdist af hlátri. Blæjan huldi hana næstum niður að hnjám. Gamet setti á hana sjalið og hagræddi blæjunni utan á því — Og svo það sem eftir er, sagði Florinda. — Svartir hanzk- ar. svartbryddaður vasaklútur, svart veski. Nú er ég tilbúin. Hún sneri sér aftur að speglinum og tók andann á lofti. — Garnet, þú ert stórkostleg. Líttu bara á mig! Gamet gerði það Og hún fann til sársauka, fékk næstum kökk á hálsinn. Florinda var horfin. Það var ekki annað eftir af henni en svart ský. Hún var hulin frá hvirfli til ilja. Bakvið þungu, svörtu' blæjuna var andlit, en það var hulið, óljóst, aðeins hugboð um andlit. Florinda horfði gegnum blæjuna, hló að þessum svarta óskapnaði í spegl- inum sem var hún sjálf Garnet uppgötvaði allt í einu, að dagurinn var næstum á enda runninn. Eftir andartak kæmi Oliver og Florinda faeri með honum niður að höfn. Þetta var undarlegt. hugsaði hún með sér. Um þetta leyti í gær hafði hún ekki haft hugmynd um að til væri manneskja eins og Florinda. En í dag þekkti hún hana svona vel. Hún vissi að Florinda hafði háð harða baráttu við lífið og unnið sigur vegna hugrekkis síns. Og nú var Florinda að leggja upp í ferðalag. án þess að hafa hugmynd um hvað henn- ar kynni að bíða, og hún hló eins og henni þætti það mjög skemmtilegt Gamet hafði ofj heyrt hlátur á ævinni. Nú velti hún fyrir sér hve oft sá hlátur hefði stafað af kaeti og hve oft af einskæru geislandi hugrekki. Florinda cneri sér frá speglin- um og sagði- — Heyrðu. það er bezt að ég æfi mig í að bera bessi föt. Líttu á mig. Garnet. Er rétf að ganga svona? Florinda var svo vön leikkona, að hún vissi að hún þurfti að æfa hlutverk sitt Hún gekk um herbergið. lyfti pilsunum hóflega þegar hún kom að ímynduðum sfiga. Hún lyfti blæjunni hvað eftir annað og léf hana falla aftur! — Þú gerir þetta ljómandi vel. sagði Garnet að lokum. — Já. nú er ég víst komin á lagið. Verst er að sjá í gegn- um þessa svörtu þoku. En ef ég bara kemst burt, þá skiptir engu máli þótt ég hrasi einu sinni eða tvisvar Gamet leit í kringum sig. Tómu öskjumar á gólfinu skiptu ekki máli lengur. — Er nokkuð fleira sem við þurfum að gera? spurði hún — Já. þá man ég það — bréf- ið sem ég skrifaði liggur í borð- skúffunni. Það er skrifað utaná það til einnar stúlkunnar í leik- flokknum. Þakka þér fyrir að þú skulir ætta að koma því til skila — Ég skal póstleggja það eft- ir fjóra daga, sagði Gamet. — Þá ertu komin langt burtu héð- an. — Já langt burtu Florinda þagði við. Hún tók blæjuna aft- ur frá andlitinu ■— Garnet, sagði hún. — Áður en ég fer — larígar mig bara til að segja þér. að ég m>>n aldrei gleyma þér meðan ég lifi. Garnet fann að hún fékk aft- ur kökk í hálsinn. — Ég gleymi þér aldrei heldur, Florinda. sagði hún lágróma. — Þú ert svo góð, sagði Flor- inda — Ég — jæja. ef ég væri ein af þeim sem felldi tár. þá hefði ég grátið núna. Gamet tók fyrir augun. — Ég græt svolítið Fyrirgefðu. En ég — ég vil ekki að þú farir burt á þennan hátt! — Hún tók fram vasaklútinn og þerraði augun — Ég veit ekki einu sinni hvert þú ferð. sagð hún niðurdregin. — Það veit ég ekki heldur, Garnet. En hvar sem ég hafna. þá þakka ég þér þegar ég kem á leiðarenda. Gamet bældi niður grátinn. — Ég ætlaði ekki að græta þig, vinkona, sagði Florinda blið. lega — Ég vildi bara að þú vissir þetta. — Ég er hætt að gráta, sagði Gamet. Hún vöðiaði blauta vasa- klútnum saman milli fingranna. —• Sé ég þig nokkurn tíma aft- ur. Florinda? — Ég veit það ekki, vina mín. — Þú getur heimsótt mig þeg- ar þú kemur til New York. Pabbi minn heitir Horaee Cameron, hann á heima við Union Square Og Oliver kemur til. baka næsta ár. Þú getur fundið okkur í íbúa- skránni. — Ég býst ekki við að ég komi til New York framar, Garnet. Gamet hnyklaði brýmar og hugsaði sig um. — Ég gæti hitt þig í St. Louis, sagði hún bjart- isýn — Við förum gegnum St. Louis á leiðinni til Independence. — Það er óvíst að ég verði i St. Louis þegar þið komið þangað, svaraði Florinda. — Ég fer kannski í land í einhverjum af smærri bæjunum neðar við áría. Og enda Þótt ég fari til St. Louis, þá stanza ég ekki þar. Eins og allt er í pottinn búið, er ég ekki örugg um mig i hafn- arborg. — Nei. það er sjálfsagt rétt hjá þér. Það ferðast alltof marg- ir um St. Louis um þetta leyti árs Það varð löng þögn. Florinda stóð og fitlaði við svörtu budd- una. — Hvemig svo sem allt veltist, sagði hún. — þá mun ég aldrei g!eyma þér. Ef þú verð- ur einhvem tíma einmana. þá hugsaðu til mín og þá veiztu að ég er líka að hugsa um þig. Því að ég mun hugsa um þig hvem einasta dag sem ég á eftir ólif- aðan. Það var barið að dyrum. Gam- et opnaði. í hálfa gátt og úti stóð Oliver. — Er hún ferðbúin? — Já, hún er alveg til. Komdu bara inn. Oliver skellti uppúr þegar hann leit hina svartklæddu veru. Hann tók um axlirnar á Flor- indu og sneri henni í hring og hló að pokalega kjólnum sem leyndi öllum línum vaxtarlags- ins. Hann sagði að hann hefði fengið pilt til að bera farangur- inn og hann þyrfti bara að láta hann vita. Þegar hann var farinn, gekk Gamet yfir gólfið. — Vertu sæl, Florinda, sagði hún. Florinda dró blæjuna frá. — Vertu sæl, vina mín. Hún lagði hendurnar á axlir Florindu og kyssti hana. — Þú ert elskuleg- asta manneskja sem ég hef nokk- urn tima hitt. Úti fyrir heyrðist fótatak. Þeg- ar Oliver kom inn með piltinn, stóð hún hjá farangrinum beygð og hnípin, eins og hún væri að bu-gast af sorg. Pilturinn tók farangurinn. Vegna hans ky et léttlega og sagði: — Ég verð ekki lengi elskan mín. Hann bauð Florindu arminn með vin- semd og virðingu. Gamet stóð í dyrunum og horfði á eftir þeim fram gang- inn. Þau léku hlutverk sín vel. Florinda dró fæturna og Oliver strauk huggandi handlegg henn- ar sem hvíldi á armi hans. Gam- et horfði á eftir þeim unz þau hurfu fyrir hornið, framhjá skápnum, sem Florinöa hafði Cá < O Cá Z) O e* O n Hún snýr strax við og opnar forhengið. Grosso heils- ar henni hátt og vinsamlega. „Ó, signorina, komið þér inn. Herrarnir voru að ganga út“. Herramir standa upp og Grosso fylgir þeim til dyra. Söngkonan lítur snarlega í kringum sig. Á borðinu stendur þungur öskubakki með uglu á. Hún þrífur sjal af öxl sér í flýti o& hendir því yfir hann. Tónlistarmaðurfrá ísrael Framhald af 7. síðu. ar vilja gera meira, en þær hafa of þröngan fjárhag. Svo er annað: hljómsveitimar eru í stærstu borgunum — en bænd- • ur vilja heyra tónlist — en þeir búa dreift, í smáum þorpum. Herhljómsveitin hefur hér miklu hlutverki að gegna, hún er auðveldari í „tilfærslu" — enda heldur hún oft tónleika í kibbutzim og öðrum sveita- byggðum. Hún hélt meira að segja tónleika niður í Elat við Akabaflóa strax árið 1949, þeg- ar bærinn var stofnaður. Æsku- lýðshljómsveitin hefur líka leikið í sveitum. Hljómleikarnir hér — Völduð þér sjálfur verk- efni þeirra hljómleika sem nú verða haldnir hér? — Ég sendi lista með tillög- um. En ég vissi áður um verk- efni íslenzku hljómsveitarinnar á þessum vetri — einmitt þess vegna valdi ég fjórðu sinfón- íu Tsjækofskís; ég vissi að eng- in önnur sinfónía hans var ð dagskrá. Finlandia er eina verk- ið sem valið var hér; ég hafði hugsað mér að taka forleikinn að „Vald örlaganna“ eftir Verdi, sem á afmæli í ár, en nótur reyndust ekki til, og þá var ákveðið að taka skandínavískt verk. Kizje liðþjálfa eftir Prokoféf hef ég stjómað áður — ég hef miklar mætur á þess- ari gamansömu músíksögu um þann dularfulla franska liðs- foringja í Rússaher sem var reyndar ekki annað en mál- fræðilegur misskilningur í upp- hafi — en komst þó til ágætra metorða. Ég vil segja að flest verkin sem leikin verða séu mjög erf- ið: verk Ben-Haims vegna þess hve þar er um óvenjulega mús- ík að ræða; fjórða sinfónían er líklega sú erfiðasta sem Tsjæk- kovskí samdi, Prokoféfverkið er mjög virtúosískt, — Finland- ia er vissulega miklu auðveld- ust. Við höfum orðið að vinna mikið. En ég er viss um að þetta fer allt vel........ Það var staðið upp, og hljóm- sveitarstjórinn kvaddur Hann horfði yfir borgina og sagði; Það var ísraelskt veður hér í dag. Sól.......... Ami Bergmann. Tíu dugar Framhald af 9. síðu. hann hefði skipað í sjálfri bylt- ingunni. Sannleikurinn var sá, að ým- is mikilvægustu atriðin höfðu verið felld burtu. Aldrei mun verða hægt að bæta þau til fulls. 900 metrar af filmunni voru á sínum tima faldir, og enginn vissi lengi vel hvar þeir voru niður komnir. Árum saman hefur þeirra verið leit- að og mestur hluti þeirra hef- ur nú fundizt, þótt fjölmörg atriði vanti enn. Að frumkvæði þeirra sem þátt tóku í byltingunni 7. nóv- ember 1917 er nú hafizt handa um endursamningu kvikmynd- arinnar. Filmræmumar gðmtu eru endurbættar með nýjustu vísindalegum aðferðum. En nauðsynlegt er að leika aftur ýmis atriði myndarinnar, sam- kvæmt hinu upprunalega hand- riti, svo að hún verði að einni heild. Þessi nýja útgáfa verður ekki þögul. Hljómlist verður leikin inn í hana, auk þess sem þulur talar. — Þá mun að lokum kvikmyndin „Tíu dagar sem skóku heiminn“. verða sýnd um víða veröld i sínum nýja — og upprunalega — búningi. — (Ur LF). WrWFÞOH ÚUPMUNDSSON V&fict/ufeCta. /7^Íkq tSúru. 239^0 Ungllngur óskast Vilium ráða unglina strax 15—17 ára. Þart að haía „skellinöðru" til umráða. Þióðviljlnn Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar Samanber heimild í 47. grein laga nr. 69, 1962, skulu gjalddagar fyrirfram greiddra útsvara í Hafnarfirði 1963, verða svo sem hér segir: Með fimm jöfnum greiðslum er falla í gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, ber hverjum gjaldanda að greiða upp í útsvar yfirstandandi árs fjár- hæð jafnháa helmingi þess útsvars, sem honum bar að greiða næstliðið ár. BÆJARGJALDKERI. TILBOÐ ÓSKAST í PAPPÍRSPOKA til umbúða á sementi. Útboðslýsingu má sækja í skrifstofu Sementsverksmiðju rík- isins, Hafnarhvoli, Reykjavík. SEMENTSVERKSMIÐIA RlKISINS. >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.