Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.01.1963, Blaðsíða 12
Bærinn Borg í Skriðdal brennur til kaldra kola HALLORMSSTAÐ 23/1 — í nótt brann til kaldra kola íbúðarhúsið að bæn- um Borg í Skriðdal og fjós er stóð nálægt því skemmdist en stendur uppi. Allar eigur fólksins eyðilögðust gersamlega nema sængurföt er kast- að var út um glugga og síðan voru börnin látin síga niður á þau. Bjargað- ist heimilisfólk allt, hjón með ung börn og gömul kona, nauðuglega á nær- klæðunum einum. Húsið var stórt, gamalt timbur- hús sem nýlega hafði ver- ið lagfært mikið og í fyrra var sett upp raf- stöð og keypt heimilis- Eæki en nú brann það allt. Innbú var lágt vá- tryggt. Ókunnugt er um eldsupptök. Húsfreyjan varð fyrst eldsins Vör er hún vaknaði um fimm leytið í morgun við undarlegt þrusk í næsta herbergi þar sem drengir hennar sváfu. Var neðri hæð hússins þá orðin alelda. Var rétt aðeins ráðrúm til þess að fleygja út sængurfatnaði og láta bömin síga niður og bjargaðist heimilisfólk allt á þann hátt. Ekki varð neitt við eldinn ráð- ið og snaraðist bóndinn út í fjós til þess að bjarga út kúnum. Voru þær staðar og vildu ekki ganga út. Greip hann þá til þess ráðs að hann þreif nýborinn kálf og bar hann út og kom nýbæran á eftir og síðan hinar kýmár en rétt f sama bili komst eldurinn í fjósið. Ekki var hægt að kalla á hjálp í síma þar sem símalínumar höfðu eyðilagzt í eldinum og fór 6veitarsíminn úr sambandi. Er fólk vaknaði á næstu bæjum dreif fljótt menn að og tókst að koma boðum í Egilsstaði en þar eru slökkvitæki. Kom slökkvi lið á vettvang frá Egilsstöðum svo og læknir. Var íbúðarhúsið þá fallið en það tókst að bjarga fjósinu og hlöðunni. Þurfti að rjúfa þak fjóssins til þess að ráða niðurlögum eldsins. Bóndinn á borg heitir Ragnar Bjamason og kona hans Oddný Kristjánsdóttir, ættuð úr Reykja- vík. Eiga þau hjó sex böm og er það elzta átta ára. Þá var einnig til heimilis á bænum gömul kona móðir bóndans. 7. bindi af Kulturhistorisk leksikon Út er komið sjöunda bindið af uppsláttarritinu mikla „Kultur- historisk leksikon for nordisk middelalder fra vikingetid til re£ormationstid“. Bindi þetta nær frá orðinu Hovestad til orðsins Judar. Þar er að vanda að finna mikið íslenzkt efni, m.a. em í þessu bindi grein um íslendinga- sögur eftir Einar Ölaf Sveinsson og grein um íslenzka tungu eft- ir Hrein Benediktsson. Þetta bindi er 719 síður, einnig nokkrar myndasíður. Ritstjórar af íslands hálfu eru Jokob Benediktsson og Magnús Már Lárusson. Þetta er myndin sem hlaut 1. verðlaun í samkeppninni. Nefnist hún „Þrym drap hann fyrst- an“ og er gerð með vatnslitum af Vilhjálmi Baldvinssyni, Barnaskóla Akureyrar. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) Akureyrarbörnin langsigursælust í gær hófst í sýningar- glugga Málarans við Banka- stræti sýning á vatnslita- myndum og teikningum skólabarna sem verðlaun hlutu í samkeppni er Bóka- útgáfa Menningarsjóðs efndi til um gerð mynda við te?cta úr íslenzkum bókmenntum að fornu og nýju. Nær 800 börn tóku þátt í keppninni og sendu rúmlega 1100 myndir. Langsigursælust í keppninni urðu börn úr Barnaskóla Akureyrar. Alls hlutu 42 börn verðlaun í 7 verðlaunaflokkum, þar af hlutu 17 börn úr Barnaskóla Akureyrar verðlaun í 6 fyrstu flokkunum en aðeins 5 börn úr öðrum skólum, enda hlaut skólinn sérstaka viðurkenningu fyrir mikla þátttöku og frábæran árang- ur. f fréttatilkynningu frá Bókaútgáfu Menningarsjóðs segir svo um keppnina og úrslit hennar: Árið 1961 efndi Bókaútgáfa Menningarsjóðs til samkeppni meðal íslenzkra bama og ung- linga á skólaskyldualdri um gerð mynda við texta úr fs- lenzkum bókmenntum að fornu og nýju. í bréfi, setn sent var til dreifingar í öllum bama- og unglingaskólum var komizt svo að orði: „Tilgang- urinn er sá, að örva æsku landsins til að kynnast þeim auði, sem í bókmenntum þjóðarinnar er fólginn, og fá henni f hendur skemmtilegt verkefni, er reynir.á ímynd- unarafl og hugkvæmni. Jafn- framt vakir fyrir útgáfunni að nokkurt úrval myndanna verði birt í bók, sem á að gegna því hlutverki að fræða hina ungu kynslóð um fs- lenzkar bókmenntir." Heitið var allmörgum verð- launum fyrir myndir. Voru það allt bókaverðlaun. Þá var og tilkynnt, að skólar þeir, sem beztum árangri næðu með hliðsjón af nemendafjölda, myndu fá sérstaka viðurkenn- ingu. Yrðu það einnig bækur. Þátttaka í samkeppni þess- ari varð mikil. Nær 800 böm frá 67 skólum um land allt sendu myndir til samkeppn- innar, alls rúmlega 1100 mynd- ir. Allur þorri þátttakenda sendi eina mynd, nokkrir tvær eða fleiri. Dæmi voru þess að sama bam sendi á annan tug mynda. Af ýmsum ástæðum, sem hér verða ekki raktar, hefur dregizt lengur en skyldi að Ijúka dómnefndarstörfum og skýra frá úrslitum samkeppn- innar. Dómnefnd skipuðu: Val- gerður Briem teiknikennari og Benedikt Gunnarsson listmál- ari. Við lokaákvörðun um verðlaunaveitingar starfaði og með þeim Kurt Zier skóla- stjóri. Dómnefnd lauk störfum í desembermánuði sl. Úrslit urðu sem hér segir: Barnaskóli Akureyrar hlaut viðurkenningu fyrir mikla þátttöku og frábæran árangur. Verðlaun hlutu myndir eft- ir 42 böm. 1. verðlaun hlaut Vilhjálm- ur Baldvinsson, Barnaskóia Akureyrar, fyrir myndina „Þrym drap hann fyrstan“. gerða með vatnslitum. 2. verðlaun hlutu tvö börn. Guðný Jónsdóttir, Bamaskóla Akureyrar, „Þrymur sat á haugi“ (vatnslitir). Halldór Matthíasson, Barnaskóla Akur- eyrar, „Hrafnaflóki kemur að landi“ (vatnslitir). 3. verðlaun: Helga Kristín, Bamaskóla Akureyrar, „Kolka tröllkona“, (pennateikning). Brynleifur Hallsson, Bamaskóla Akur- eyrar, „Hreiðar heimski“ (vatnslitir). 4. verðlaun: Jón Ragnarsson, Bamaskóla Akureyrar, „Þrym drap hann fyrstan" (vatnslitir). Sigurður E. Magnússon, Breiðagerðis- skóla, Reykjavík, „Grettir og Glámur“ (krítarteikning). 5. vcrðlaun: Óli Ragnarsson, „Skarphéð- inn vegur Þráin", Karl Er- lendsson, „Skúlaskeið", Sveinn Bjarnason, „Það var hann Eggert Ólafsson“. Baldur Ell- ertsson, „Þrym drap hann fyrstan". Vigdís — „Búkolla“. — öll úr Bamaskóla Akur- eyrar. 6. verðlaun hlutu 10 börn: Hreiðar Þór Sæmundsson, Langholtsskóla, Rvík, Hreinn Vilhjálmsson, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Rvík, Kristján Erlendsson, Barnaskóla Kópa- vogs, Sveinn R. Sigfússon, Miðskóla Sauðárkróks og Bryndís Kristjánsdóttir, Guð- mundur Ólafsson, Sigmar Ei- ríksson, Svala Stefánsdóttir, Þorkell Rögnvaldsson og örn Kjartansson, öll í Barnaskóla Akureyrar. 7. verðlaun hlutu 20 börn úr samtals 5 skólum. (Rvík, 22. janúar 1963) Frá Bókaútgáfu Menr.ingar- sjóðs. Meredith fer og kemur ekki aftur OXFORD, Mississippi 23/1 — James Meredith, eini þeldökki stúdentinn við háskólann í Ox- ford, fór í dag í tveggja vikna frí og er ekki búizt við að hann komi aftur. Hann hefur sagt að honum hafi verið gert ókleift að stunda nám við skólann. 2 UMFERÐASLYS Á SAMA STAÐ Á SÖMU NÓTTU 1 fyrrinótt um klukkan 1.20 var fólksbifreið með sex manns ekið út af veginum í Hrauns- holts-brekkunni við Hafnarfjörð og valt bifreiðin á hliðina og skemmdist talsvert. Ekkert slys varð á mönnum. Gmnur leikur á því, að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis. Nokkru síðar um nóttina eða um klukkan 2.55 varð annað umferðarslys á þessum sama stað er bifreið var ekið aftan á aðra sem staðnæmzt hafði á veg- inum. Skemmdust báðir híiarnir talsvert í árekstrinum. Fimmtudagur 24. janúar 1963 — 28. árgangur — 19.. tölublað. Samkomuhúsið endurbœtt Húsavík 23/1 — Samkomuhúsinu hér á Húsavík hefur nú verið lokað og eru viðgerðir og endurbætur í fullum gangi. Húsið er tveggja hæða og er aðalsamkomusalurinn uppi. Gólfið var orðið svo lélegt, að það mátti búast við að það bilaði þá og þegar. Ætl- unin er að nota þetta hús sem bíóhús eitthvað fram í tímann, einnig eftir að nýja félagsheimilið er komið 1 gagnið, en það á nú reyndar nokkuð langt í land; var grafið fyrir grunninum i haust. Góðar gæftir hafa verið hér frá áramótum og sæmilegt fiskirí, bæði hjá mótorbátum og stærri trillum. — Bubbi. Góðar gœftir og fiskirí Suðureyri 23/1 — Tíð hefur verið ágæt í janúar, gæftir góðar og fiskirí í góðu meðallagi. Sjö bátar róa héðan á vertíðinni og hefur aflazt mest 13 tonn í róðri. Fólksekla hefur verið við vinnslu aflans, en þó er hér nokkuð af aðkomufólki. Síðustu daga hefur verið þíðviðri, hiti um 5 stig, og jörð er al- auð í byggð. Fjallvegir eru þó ekki færir. — GÞ. Flesfir enn & síld Ölafsvík 23/1 — Þrír stærri bátar hafa róið héðan með línu síðan á áramótum, Hrönn, Bárður Snæfellsás og Freyr; og nýlega bættist sá fjórðj við, Sæfell. Auk þeirra rær einn lítill bátur, Baldur. Afli hefur verið allsæmilegur, upp í 12 tonn í róðri. Sjö Óafsvíkurbátar eru enn á síld. — EV. Uppgrip of rœkju Bildudal 23/1 — Hér hefur verið vorblíða upp á hvern dag í heila viku, hiti allt að 7 stigum. Tveir bátar róa héðan og hafa aflað ágætlega það sem af er. Andri hefur fengið um 100 tonn og Pétur Thorsteinsson eitthvað meira. Andri fékk 64 tonn í fjórum fyrstu róðrunum, mest 19 tonn í róðri. Síðustu daga hefur verið bræla á miðum og minni afli. Það eru alltaf sömu uppgripin af rækjunni. Fjórir bátar stunda veiðamar. Þeir fara fram milli sjö og átta á morgnana og eru venjulega komnir að milli tvö og þrjú á daginn, og eru þá búnir að veiða upp í dagskvótann; þeir mega mest veiða 500 kg. á dag. Rækjan er stór og góð og stutt að sækja hana. — Heimir. Fjölbreyff hefti Tímarifs MÁLS oq MENNINGAR Út er komið desemberhefti 1962 af Tímariti Máls og menningar. Er ritið 152 síður að stærð og flytur mjög fjölbreytt efni. Halldór Kiljan Daxness ritar greinina: Island, Norðurlönd og Evrópa, Jóhannes úr Kötlum: Þrjár kynslóðir, Gísli Ásmunds- son: Einstaklingshyggja — fé- lagshyggja, Björn Jóhannesson: Raunvísindi og íslenzkur þjóðar- búskapur, Sigurður Blöndal: Skógrækt, Skúli Guðjónsson: Blessuð sértu sveitin mín, Bald- ur Ragnarsson: Vikið að ljóð- list, Gunnar Benediktsson: Var á því þingi svarður skattur, Björn Franzson: Nokkar hugleið- ingar um nýja tónlist og Bjöm Þorsteinsson: Sagnaskemmtun og upphaf bókmennta. Þá eru í ritinu Ijóð eftir Snorra Hjartarson, Guðmund Böðvars- son, Kristin Reyr, Guðmund Thoroddsen, Þorstein frá Hamri og Skúla Magnússon og ennfrem- ur sögur eftir Ólaf Jóh. Sigurðs- son, Hannes Sigfússon, Guðberg Bergsson og Dag Sigurðarson. Eins og sjá má af þessari upp- talningu kennir margra grasa f BRASILÍU 23/1 — Brasílska þingið samþykkti í dag með yfir- gnæfandi meirihluta (225 at- kvæðum gegn 5) að veita Goul- art forseta mjög aukin völd. þessu hefti og verða efni þess gerð nánari skil hér í blaðinu á næstunni. Spilakvöld hjá Sésíalistafé- lagi Kópavogs Annað kvöld, föstudag, klukk- an 8.30 efnir Sósíalistafélag Kópavogs til spilakvölds í Þing- hól. Spiluð verður félagsvist og einnig verða síðar veitt heildar- verðlaun fyrir veturinn. Þá munu verða veitt góð kvöldverðlaun og Þorsteinn skáld frá Hamri skemmta með upplestri. Krústjoff ræddi fion vi8 Gomnlka VARSJÁ 23/1 — Krústjoff for- sætisráðherra og Gomulka, leið- togi pólskra komúnista, ræddust enn við í Varsjá í dag, en Krúst- joff kom þar við á heimleið frá Austur-Berlin. Þeir hittust að máli í jámbrautarlest Krústjoffs. n i I 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.