Þjóðviljinn - 25.01.1963, Page 1

Þjóðviljinn - 25.01.1963, Page 1
ÚTLIT FYRIR UMHLEYPINGA Föstudagur 25. janúar 1963 --- 28. árgangur — 20. tölublað. Loiðigjarn þykir oss út- synningur mcð sínum ólukku éijagangi og vindrokum. Hann ber líka ábyrgð á þessari gler- hálku á götunum. En vcrst eru áhrifin á skaplyndið; ó- hjákvæmilega vcrða menn mislyndir í svoddan veðri. Við hringdum í gær á Veð- urstofuna i von um eitthvað betra. — Það er útlit fyrir um- hleypingatíð, sagði Knútur Knudscn veðurfræðingur, og hitinn rokkar svona sitt hvor- um megin við frostmark. Það má búast við að vestan áttin haldist fram eftir deginum i dag (föstud.), en með kvöldinu fer ný Iægð að hafa áhrif og er líklegt að hlýni í nótt með suðlægri átt og rigningu. — Það er þó kannski skárra. FT Eftir íkkurra daga óvenjuleg hlýindi var aftur komiið vetrar- veður 1' • í Reykjavík í gær. Snjóföl var komið á göturnar í gær- morgun og hríðarél voru öðru hverju í gær og kuldanepja og þrestirnir hópuðu sig og leituðu skjóls í greinum tjánna eins og sjá má á þessari mynd, ef hún prentast vel og glöggt er að gáð. (Ljósm. Þjóðv. A. K.) Eðvarð Sigurðsson á Dagsbrúnarfundinum: Til nýrrar sóknar Afíéttum vinnuþrældómnum! Réttlátu hlutdeild verku- munna í þjóSartekjunum! • Dagsbrúnarmenn! Treystum um helgina fylk- ingar okkar til nýrrar sóknar í kjaramálunum. Afléttum vinnuþrældómnum. Heimtum réttlátari hlutdcild verkamanna í þjóðartekjunum. • Látum B-listamennina — þau öfl er að honum standa og hafa brennt upp í verðhækkunum kauphækkanir verkamanna — fá makleg mála- gjöld. — Kjósum A-listann! T/ö banaslys af Idum umferðár Síðd"' ‘i í gær og í gærkvöld urðu tv " banaslys af völdum um- ferðar I r í nágrenni Rcykjavík- Báts saknað með 1 manni Síðdegis í gær týndist trillubátur með einum manni er fór frá Korpúlfs- stöðum um kl. 16 og ætlaði til Reykjavíkur. Maðurinn heitir Valberg Sigurmundsson, Bárug. 14. Þegar báturinn var ekki kominn til Reykjavíkur um kl. 19 í gærkvöld var farið að grennslast eftir honum en hann kom hvergi fram. Var þá brugðið við og hafin leit. Fór björgunarbátur Slysavarnafélagsins, Gísli J. Johnsen, út um kl. 21 og um sama leyti lögðu af stað leitarsveitir í þrem bílum til þess að leita með strönd- inni. Er blaðið átti tal við Henrý Hálfdánarson um- miðnætti hafði enn ekkert spurzt til bátsins. Var björgunarbáturinn þá bú- inn að setja menn á land í Þerney til þess að leita þar með ströndinni, en úti- lokað er talið að bátinn hafi rekið til hafs. Fyrra slysið varð laust eftir klukkan 18.00 í gær á Mosfells- sveitarveginum á milli Blikastaða og Korpúlfsstaða. Bar það að með þcim hætti, að Jeppabifreið, sem var á Ieið úr bænum, mun hafa snúizt á hálku á veginum og skall hún framan á vinstra horni stórrar vöruflutningabif- réíðar er kom á móti. Við árekst- urinn fór jeppabifreiðin gersam- lega í klessu og beið ökumaður hennar samstundis bana. Siðara slysið varð á Reykja- nesbraut rétt við Kópavogsbraut um klukkan 21.00 í gærkvöld. Varð 14 ára stúlka úr Kópavogi þar fyrir jeppabifreið og beið hún þegar bana. Slys þesSi voru bæði í rann- sókn i gærkvöld og er ekki unnt að birta nöfn hinna latnu þar sem ekki hafði náðst til allra aðstandenda í gærkvöld. Á þessa lejð fórust Eðvarð Sig- urðssynj orð á kosningafundi Dagsbrúnarmanna í Gamla biói í gærkvöld. Fundarefnið var samnin,gamál- in, en Dagsbrún sagði upp samningum 15. okt. sl. — rúm- um 4 mán eftir að samningarn- ir tóku gildi. Ástæðan var einfaldlega sú, sagði Eðvarð, að verðlag hafði farið svo mjög úr skorðum á þessu. 4ra mánaða tímabili að við töldum ekki annað fært. Kauphækkun sú er verkamenn fengu 1. júní s.l. mun til jafn- aðar hafa verið um 10%, en í október hafði verðlag hækkað um 8% eða 9 stig frá því samn- ingar voru gerðjr. Fyrsta verk okkar. sagði Eð- varð, var ,að ræða við ríkis- stjórnina. Gerðum við þá kröfu að kaup verkamanna væri tryggt. þannig að það hækk.aði sjálf- krafa ef verðhækkanir yrðu, eða að settar yrðu skorður við verð- hækkunum, þær helzt bannað- ar, eða hverjar aðrar ráðstaf- anir er næðu sam,a árangri. Viðræðum við ríkisstjórnina lauk í desember og fékkst rík- isstjórnin ekki til að gefa neina tryggingu fyrir þvi að kaup sem ^ túninu. Afköstin eru um nú væri samið um yrði tryggara ! tunnur a solarhring. en siðast. Þetta hlaut að móta kröfur okkar í viðræðum við atvinnu- rekendur. sagði Eðvarð. Við lögðum ekki fram neinar sund- urliðaðar kröfur, en rökstuddum mál okkar með þeim verðhækk- unum sem orðið höfðu síðustu mánuði, og þvj að þeir verka- menn sem fyrstir sömdu höfðu borið minna úr býtum en þeir sem síðar sömdu. Þá vék Eð- varð að sérstöðu hafnarverka- mann-a er ekki hafa unnið eftir hádegi á laugardögum að vetrar- lagi, vegna þess að atvinnurek- endur hafa neitað að greiða helgidagakaup. Þessar kröfur hafði Dagsbrún margrætt við Vestan ruddi og landlega Akranesi 24/1 — 1 dag er vesr- an ruddi og enginn á sjó, og verður ábyggilega ekkert farið til sjávar í kvöld. Tveir línubát- ar reru í gær, voru með rúm 4 tonn hvor. Yfirleitt hefur afl- inn hjá línubátunum verið treg- ur það sem af er. Síldarbátarnir eru allir heima. Þeim hefur nú fækkað, þrír hafa tekið upp næturnar, Keilir, Sig- rún og Sigurvon, og fara þeir væntanlega á línu. Síldarverksmiðjan á enn eft.ir viku vinnslu; nú er verið að bræða síldina, sem geymd var 4000 Sigurðsson Vinnuvejtendasambandið, en það ævinleg-a neitað. í umræðunum nú, sagði Eðvarð, sögðum við þeim að ekki yrði samið upp á annað en gengið yrði að þess- ari kröfu. Auk hafnarverka. manna hefðu frystihúsamenn gert þessa sömu kröfu, en frest- uðu framkvæmd1 á að hætta á laugardögum meðan samn- ingaumræður stæðu yfir. Jafn- framt lögðum við til að stytta vinnuvikuna almennt með ó- skertu kaupi. Atvinnurekendur neituðu að verða við þessum kröfum. Marg- ir fundir voru haldnir með full- trúum þeirra, en án árangurs. Fyrir viku má segja að komið væri að því að uppúr slitnaði. Við sögðum atvinnurekendum að við myndum leggja málið fyrir fund í Dagsbrún. Á sama tíma fóru fram samn- ingaviðræður á Akureyri. Var þeim frestað til sl. föstudags til að bíða fregna af Dagsbrún. Á föstudaginn stakk svo fulltrúi Vinnuveitendasambandsins upp á því á Akureyri að hækka kaup um 5% án nokkurrar skuldbind- ingar. Stjóm Dagsbrúnar hafði samband við verkalýðsfélögin nyrðra og lagði þá spumingu fyrir atvinnurekendur hér hvort Dagsbrún stæði einnig til boða 5% hækkun. Ekkert svar. Þá samþykkti Dagsbrúnarstjómin að krefjast svars, já eða nei, fyrir Dagsbrúnaríundinn. Atvinnurekendur óskuðu við- ræðufundar á miðvikudaginn. Þar kváðust þeir hafa tilboð: „Sumartími“ við höfnina og á fiskvinnslustöðvunum skyldi gilda allt árið, og í öðm lagi 5% almenn kauphækkun. Þetta skyldi háð þv£ skilyrði að það gilti til 1. júní. Og ef við vild- um binda samninga til 1. nóv. 6kyldi kauphækkunin vera 6%. Við ncituðum að gera nokkra bindandi samninga upp á þctta, sagði Eðvarð. Klukkan 3 í fyrra- dag ræddi stjóm Dagsbrúnar þetta og hafnaði einróma þessu tilboði atvinnurekenda. En meðan verið var að bóka þá niðurstöðu kom nýtt tilboð frá atvinnurekendum. Enginn efi er á að átök hafa orðið í forystu Vinnuveitenda- sambandsins. Þeir sem þar réðu ferðinni um morguninn fengu eltki að ráða eftir hádegið. Þetta tilboð var um 5% al- menna kauphækkun og að greitt skuli helgidagakaup eftir hádegi á laugardögum við höfnina og i frystihúsunum — og nú án þess að binda samninga. Við ákváðum að taka þessu. En hvert er mat okkar á þessu? 1. Þetta uppfyllir engan veg- inn þær kröfur er verkamenn verða að gera til bættra kjara. 2. Þetta bætir ekki nema að röskum helmingi þær verðhækk- anir sem orðið hafa frá því í sumar. 3. Það er engin trygging fyrir því að þessi kauphækkun verði ekki gerð að engu með verð- hækkunum. Þetta fullnægir ekki kröfum okkar, sagði Eðvarð. Takmark Framhald á 2. síðu. Rtthöfundafélogið efnv til upplestrarfundar Rithöfundafélag íslands efnir til upplestrarfundar n.k. sunnu- dag, 27. þ. m. kl. 3 e. h. i veit- ingahúsinu Glaumbæ og munu 9 rithöfundar lesa þar upp úr verkum sínum. Eru það Ari Jósefsson, Baldur Óskarsson, Geir Kristjánsson, Jón úr Vör, Ragn- heiður Jónsdóttir, Sigríður Ein- arsdóttir, Sigurður A. Magnús- ■ son, Sveinbjörn Beinteinsson og ^órbérgur Þórðarson. Allir eru velkomnir að hlýða i upplesturinn og verður að- ■mgurinn seldur á kr. 20. Er í ’i að efna til fleiri slíkra 'P.rlestrarfunda síðar í vetur. Er þess að vænta að menn kunni vel þessari nýbreytni Rithöfunda- félagsins og sæki fundinn vel. ! l’ólskur „njósnatogari**'. að leggja úr hðfn íh Reykjavík eftir að® % {, ■ hafa tekið vatn. Sér- stök athygli er vakin^ á liinum óven julega | JÍn.ltW á lininrhalri^ útbúnaði á brúarþaki| skipsins. Það er ekkil einu sinni ratsjá, bara|| I citt miðunarloftne*. Hvert skyldi feröinniú vera heitiö? Sjá greinl ^ á bls. 12. (Ljósm.? Þjóðv. G. O.) SísÍÉÍÉ C I 'i \ & í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.