Þjóðviljinn - 25.01.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.01.1963, Blaðsíða 2
SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. janúar 1963 " Ctvegsbankahúsinu við Lækjartorg eins og það mun Iíta eítir að byggt hefur veriö ofan á gamla húsið. r ggt oían á Utvegs- k ika á Lækjartorgi f gær skýrðu forráðamenn Út-| vegsbanka fslands fréttamönnum frá fyrirhugaðri stækkun á húsi bankans við Lækjartorg en vax- andi starfsemi bankans á síðari árum hefur leitt til þess að þröngt er orðið um hann í gamla húsinu. Gamla bankahúsið var reist árið 1905 en það var teiknað af dönskum húsameistara. Árið 1938 var bankahúsið tengt við húsið Lækjartorg 1 sem bank- inn hafði keypt af Páli Stefáns- syni frá Þverá og teiknaði Sig- urður Guðmundsson húsameist ari þaer breytingar er nauðsyn- legt var að gera á húsinu. Eftir 1959 kom til tals að byggja ofan á gamla bankahús- ið en af því varð þó ekki að sinni. 1959 var svo hafizt handa að nýju og hafa þeir Eiríkur Einarsson húsameistari og Hörð- ur Björnsson byggingafræðingur gert teikningar að fyrirhugaðri byggingu ofan á gamla húsið og hafa þær nú verið samþykktar. Er ákveðið að bjóða verkið út í næsta mánuði og að þvi stefnt að hefja byggingarframkvæmdir í apríl n.k. Meginatriðip í hinni fyrirhug- uðu nýbyggingu eru eftirfarandi: Byggðar yrðu 4 hæðir ofan á gamla bankahúsið sú efsta inn- dregin. Eru hæðirnar að flatar- r nyrfiskolinn óskar eftir húsnæði til leigu fyrir starfsemi sína. - Til greina kemur rúmgóð 2ja herb. íbúð. Sími 36399. Ræða Eðvarðs Sigurðssonar á Dagsbrúnarfundinum máli 420 fermetrar hver, nema efsta hæðin, sem er 370 fermetr- dr', Útveggir eru steyptir og gólf úr strengjasteypu. Þungi bygg- ingarinnar hvílir á útveggjum gamla bankahússins, sem stend- ur þar af leiðandi áfram sem undirstaða nýbyggingarinnar. Til þess að skapa heildarsam- ræmi verða veggir nýbygging- arinnar klæddir Ijósum granít- plötum. líkt og granitið i súlum við aðalinngang og bogum kring- um glugga gamla hússins. Efsta hæðin. inndregna. verður þó léttbyggð. Afgreiðslusalir bankans á neðstu hæð verða stækkaðir með viðbyggingu um rúma 100 fer- metra. Byggt nýtt stigahús út í Kolasund með starfsmannainn- gangi að norðan og inngangi frá Austurstrætj og lyftu á hæðirn- ar. Kjallari er undir viðbygg- ingu með snyrtiherbergjum og fatageymslu fyrir starfsfólk. Ný- byggingin öll er um 7000 rúm- metrar eða nálega jafnstór og "'úverandi bankahús Sú breyting verður gerð á húsinu Lækjartorgi 1. að þakinu verður lyft torgmegin, þannig að myndast inndregin hæð með 'Tirbyggðum svölum. Er ráð- gert, að Þa-r verði mötuneyti fyrir starfsfólk bankans. Framhald af 1. síðu. okkar er að stytta vinnuvikuna með óskertu kaupi. I næsta á- fanga verðum við að leggja á- herzlu á eftirfarandi: 1. Stytting vinnuvikunnar með óskertu kaupi. 2. Verðtrygging á kaup. 3. Tilfærsla milli taxta. 4. Almenn hækkun á kaupi vegna starfsaldurs. Okkur hefur verið sagt að þjóðarbúið þoli ekki hærra kaup verkamanna. Hver er sannleikur- inn. Við skulum nefna örfáar staðreyndir. Aukning sjávaraflans 1961 frá árinu áður var 23,6%. Á árinu 1962 hefur sennilega orðið enn meiri aukning frá árinu áður. Samkvæmt söluskýrslum var verðmæti aflans 1961 388 millj. kr. meira en árið 1960. Það er ekki ósennilegt að Úrskurður Félagsdéms Um hvað talar hann? Alþýðublaðið leggur að von- um kapp á að uppfræða les- endur sína um heimsmálin, og síðustu dagana hefur blað- einbejtt sér að því að skýra stefnu de Gaulle Frakklands- forseta. í forustugrein i íyrra. dag komst blaðið svo að orði: ,,Stefna de Gaulle Frakklands- forseta vekur bæði ugg og umtal. Hafa vaknað þær grunsemdir á meginlandinu, að hann kunni að ætla sér að gera bandalag við Sovétrík- in og endurreisa hinn gamla Moskvu-París öxul. Hann tal- ar alltaf um Rússland — aldr- ei Sovátríkin, og virðist líta á alþjóðamálin • í anda löngu liðinna daga“ I gær hnykkir blaðið enn betur á og birtir langa grein i opnu með risafyrirsögnum: ,Er þetta það sem koma skal? Öxullinn: París-Moskva“, Hef- ur það á takteinum alveg nýja sönnun um þær fyrirætlanir Frakklandsforseta „að undir- búa öxulinn de Gaulle- Moskva", semsé þessa: „Menn hafa veitt þv; athygli, að de Gaulle hefur upp á síðkastið aldrei talað um „Rússland“ heldur ávalit Sovétríkin“. Mikið hlýtur það að vera ánægjulegt fyrir lesendur Al- þýðublaðsins að njóta svona öruggrar leiðsagnar um myrk- viði alþjóðlegra stjórnmála. Framhald af 5. síðu. skipti félagsmanna Verkalýðs- og sjómannafélags Miðnes- hrepps og stefnda, Landssam- bands isl. útvegsmanna. Sam- kvæmt þeirri niðurstöðu og með tilliti til þess. að kjara- samningur aðila bessa máis frá 14. febrúar 1961, var j gildi að því er síldveiðamar sl. sum- ar varðar. ber að miða reikn- ingsskil við stýrimann og vél- stjóra m/b Hrannar II. við há- setahlut. eins og hann varð samkvæmt kaup- og kjaraá- kvæðum framangreindra há- setasamninga. Verður þessi krafg stefnanda samkvæmt því tekin til grejna “ Félagsdómur tók hins vegar ekki tii greina sektarkröfu FFSÍ Dómsorð í málinu urðu á bessa leið: ,.l Stefndi, Landssamband íslcnzkra útvegsmanna á að vera sýkn af sektarkröfu stefn- anda, Farmanna- og fjski- mannasambands íslands í máli þessu. 2. Reikningsski! við stýri- mann og báða vélstjóra á m/b Hrönn II. G.K. 241 á sildveið- um sumarið 1962, skulu mið- ast við skiptagrundvöll háseta samkvæmt áðurgreind.um kjara- samningum frá 13. júní 1958 og 15. mai 1959. .Málskostnaður fellur niður.“ Ekki þakkarvert Morgunblaðið segir í gær að sú 5% kauphækkun sem verkamenn hafa nú fengið sé „auðvitað viðreisninni að þakk.a“. 1, júní í fyrra gerðu verkamenn nýja samninga sem voru yfirleitt taldir jafn- gilda 9% k.auphækkun Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa komið fil framkvæmda verðhækkanir sem nem,a 9,5% samkvæmt hinnj opinberu vísitölu framleiðslukostnaðar. Á þennan hátt hefur verið tekin aftur öll sú kauphækk- un sem samið var um í fyrra og ve] það. Enda þótt nú sé greidd 5% hækkun á kaup. vantar 4,5% upp á það að verkamenn standi í sömu sporum og þeir stóðu fyrir tæpum átta mánuðum. Þann- ig er bróunin jafnframt því sem þjóðartekjurnar verða I miklu meiri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Víst er þetta glöggt dæmi . um áhrif viðreisnarinnar En | er ekki hæpið að nota sögn- . ina ,.að þakka“ í þessu sam- | bandi? — Austri. > aukning aflaverðmætisins ’62 nemi um 500-600 millj. kr. Það lætur því nærri að verð- mætisaukning sjávaraflans nemi á þessum tveimur árum 1000 millj. kr. Og svo er okkur sagt að kaup verkamanna geti ekki hækkað!! Á árinu 1961 var gengið lækk- að um rösk 13% til þess eins að gera kauphækkun verkamanna að engu. Og höfðu þó verkamenn beðið frá 1959 með kauphækkun til að vega upp á móti kaup- lækkuninni er bá var gerð. Kauphækkuninni er náðist s.l. vor hefur einnig verið drekkt með verðhækkunum. En þrátt fyrir framansagða verðmætisaukningu sjávaraflans skal verkafólkið í frystihúsunum, fólkið sem skapar þessi verð- mæti, vinna á lægsta kaupi. — Slík er framkvæmdin á talinu um að verkafólk eigi að fá kaup efíir framleiðslunni. Þá vék Eðvarð að B-listanum og aðstandendum hans, og mál- flutningi þeirra, en þeir hrópa nú mjög um hve kjör Dagsbrún- armanna séu léleg. En hverjir eiga sök á því? Frá 1958 hefur kaup Dagsbrún- armanna ekki hækkað nema um 4%. Á sama tíma hcfur vfsitala verðlags hækkað um 41%. Er betta sök Dagsbrúnar? Nei. það eru húsbændur B-lisiamann- anna sem þessari þróun valda. Þá vék hann að lygaþvættingi B-listablaðsins um að Dags- brúnarstjómin hefð!i haft stórfé -ða um hálfa millj. kr. af sjúkra- sjóði Dagsbrúnar með því að svíkjast um álagningu og inn- heimtu fjárins. Hver er sannleikurinn? Það er búið að leggja á gjald- ið fyrir árið 1961. Það nam ekki hálfri millj. heldur um heilli millj. og þar af er búið að inn- heimta 800 þús. eða 300 þús. kr. meira cn B-listamenn töldu okkur hafa haft af Dagsbrún! sagði Eðvarð. Slíkar lygar sýna betur en flest annað málefnafátækt B- listamanna. Máli sínu lauk Eðvarð á þessa leið: Dagsbrúnarmenn! Treystum um helgina fylkingar okkar til nýrra sóknar i kjaramál- unum. Afléttum vinnuþræl- dómnum. Heimtum réttari hlutdeild verkamanna í þjóð- artekjunum. Látum B-Iistamennina fá makleg málagjöld. Kjósum A- listann! Björn Jónsson frá Mannskaða. hóli, formannsefnj B-listans, tók næstur fil máls. Kvaðst hann fyrst vjlja þakka stjóm Dags- brúnar fyrir þann árangur. sem náðst hefði í kjarabaráttunni, en þó væri þetta líklega mest rík- isstjórninni að þakka. þv; að hún hefði sagt. að það gæti verið, að kaup verkamanna mætfi hækkaH Þá eyddj Björn al’mjklu máli í það að saka önnur verka- lýðsfélög. einkum þó iðnaðar- mannafélögin um of miklar kaup- hækkanir á síðasta ári, og hefði það orðið orsök alrar dýrtíðar- innar. sem launþegar hafa orð- í dag byrjar veitingahúsið Nausit sitt árlega Þorrablót. Verður gestum boriinn þorra- maturinn í trogum siem fyrr, en á trogunum verða 15 teg- undir hnossgætis, súrsað, reykt og kæst. M.a. má nefna hinn sígilda skyrhákarl, hrútspunga, svið, sviðasultu. súrhval. sels- hreyfa, slátur og lifrarpylsu. Naust mun hafa orðið einna fyrst til þess af íslenzkum veit- íngahúsum, að hafa þorramat á borðum fyrir gesti sína. Ný- breytni þessi mælist sva vel fyrir að nú munu öll þau veit- ingahús, sem sielja mat og vín, hafa tekið hann upp. Na.ust hefur nú tekiið að sér að sjá Þorrablóturum í Banda- ríkjunum og Þýzkalandi fyrir þorramat, en eftirspurn efUr honum er þegar orðin svo mik- il að veitingahúsið getur ekki annað henni. í fyrstu efndi veitingahúsið til verðlaunaáts. þar sem oinn maður fékk 2 klst. til að ryðja eitt stórt trog. Verðlaunin voru fríar veitingar og brennivíns- flaska að auki. Þessu varð að hætta vegna naggs í slúður- dálkum sumra blaða. En sem sagt: Þorrinn er byrjaður í Nausto. ið að þoia. — Hjtt skjpfi svo miklu máli, að nú væri íslenzka krónan skráð þannig, að þeir sem færu til útlanda þyrftu ekki að skammast sín fyrir hana, eins og verið hefði áður! — Að ýmsu fleiru vék Björn á ekki ósvipaðan hátt, og lauk hann máli sínu á þvi að biðja menn um að ger.a hlut B-listans nú ekki verri í þessum kosningum, en hann hefði verið síðast! Að loknum framsöguræðum þeirra Eðvarðs og Björns hófust almennar umræður og höfðu eft- irtaldir menn tekið til máls síðast er blaðið frétti: Steindór Jónsson, Jóhann Sigurðsson (verkfallsbrjótur), Guðmundur J. Guðmundsson, Ingólfur Stef- ánsson, Halldór Brjem og Björn Sigurbjörnsson. Nánar verður sagt frá fundinum og umræðum á honum í blaðinu á morgun. son Pioiiemi LAUGAVEGI 18E?. SÍMI 19113 TIL SÖLU M.A.: 2- herb. ný íbúð við Austurbrún i skiptum fyrir 3—4 herb. íbúð, Einbýlishús i Smáíbúðahverfi, 5 herb. ný íbúð við Laugarásveg 5 herb. góð íbúð í Hlíðunum. 3 herb. íbúð á I. hæð í Kópavogi. Lífil útborgun. 2, 4 og 5 herb. íbúðir tilbúnar undir tré- verk á árinu. J árnsmíða verkstæði 200 ferm í fullum rekstri með öllum vélum óg áhöld- um á mjög góðutn stað. Verkefnj geta fyl-gt. Iðnaðarhúsnæði ca. 220 ferm. á einum bezta stað borgarinnar og margt fleira. HÖFUM KAUP- ENDUR AÐ. 2—3 herb. íbúðum, mikil útborgun 5—6 herb. íbúð eða raðhúsi. mjög mikil útborgun. Einnig kaupendur að: Húsnæði fyrir vélaverkstæði- Húsnæði fyrir rakarastofu á góðum stað Verzlunar- og iðnað- arhúsnæði við Laugaveg eða í mið- borginni. o.m.fl. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa fasteignir. * Skattaframtöí * Innheimtur * Lögfræðistöri * Fasteignasala Hermann G. Jónsson hdl. lögf ræði s k ri f stofa. íkjólbraut l Kópavogi, Sími 1003 i <1. 2—7. Heima 51245.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.