Þjóðviljinn - 25.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.01.1963, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 1 Forstöðumaður efna- fræðideildar Carlsberg- rannsóknarstofunnar, Martin Ottesen prófess- or, hefur í viðtali við Frit Danmark látið í Ijós hugmyndir sínar um nútímastyrjöld í framkvæmd. t fram- baldi af því lagði danska vikublaðið SF fyrir hann nokkrar spurningar til frekari glöggvunar á sjónar- miðum hans. Birtist það samtal hér. TÆKNIFRAMFARIR HAFA AUKID STYRJADARHÆTLUNA Martin Ottesen — Hvenaer hófust þér fyrst handa vegna hættunnar af kjarnorkunni? — Vandamál þetta hefur höfðað til mín allt frá því ég heyrði fyrst um árásina á Hiroshima. Eftir það fylgdist ég af vaxandi kvíða, en af miklum áhuga, með umræðum erlendis, en tók ekki neinn virkan þátt í þeim, fyrr en Mogens Fog átti frumkvæðið að því að stefna saman hópi á- hugamanna til umræðna um þetta vandamál. Mig minnir það hafi verið 1955. Úr þeim hópi var síðan valinn lítill hóp- ur vísindamanna til að vinna nánar úr því, sem fyrir lá. og þannig öfluðum við okkur umfangsmikilla heimilda um kjarnorkuna og þann vanda, sem hún skapaði. Gögnum þess- um var dreift manna á með- al, en voru víst heldur snemma á ferðinni, því að undirtekt- imar voru sama sem engar. Eigi að síður hafði þetta sína þýðingu, því að það hvatti til áframhaldandi starfs, auk þess sem maður komst í sam- band við nýja skoðanabræður. — En hvemig standa málin nú? Miðað við yfirlýsingar yð- ar í Frit Danmark, eruð þér ekkert sérlega bjartsýnn á heimsástandið. — Nei, því miður er heldur engin ástæða til að vera það. Við verðum að gera okkur á- nægða með það, að við höí- um hingað til komizt hjá kjarn- orkustyrjöld, en hversu lengi við getum forðazt hana er ann- að mál. — Álítið þér styrjöld óhjá- kvæmilega? — Nei. En ég er sömu skoð- unar og Szilard: styrjöld er óhjákvæmileg, ef við höldum áfram eins og svefngenglar úr einum vandanum í annan. Fyrr eða síðar mun slysið ske. sem steypir heiminum út í kjarnorkustríð. — Þér talið eins og ástand- ið hafi versnað? — Já, enda álít ég, að svo sé. — Þér hafið sagt, að umskipt- in frá fljótandi brennsluefni i eldflaugunum hafi gert ástand- ið alvarlegra. En hvers vegna það? — Vegna þess, að eldflaugar, sem fylltar eru með fljótandi brennsluefni geta ekki staðið reiðubúnar til notkunar lang- tímum saman. Það verður að fylla ' þær, þegar senda skal þær af stað. og til þess þarf viðamikinn 'útbúnað, þar sem hið fljótandi brennsluefni er geymt í nánd við eldflauga- stöðina. Umskiptin til hins þétta brennsluefnis hafa valdið tvennu: I fyrsta lagi þarf ekki lengur þann verksmiðjuútbún- að, sem áður er minnzt á, og þess vegna er auðveldara að leyna eldflaugastöðvunum fyrir könnunum úr lofti, sömuleiðis fyrir því fólki, sem býr i grennd við þær. I öðru lagi veitir hið þétta brennsluefni möguleika á því að láta eld- flaugarnar standa reiðubúnar ár- um saman. Fræðilega er ekkert því til fyrirstöðu, að slíkar eld- flaugar séu reiðubúnar undir yfirborði jarðar. Það þýðir, að hægt er að taka þær í notkun með örfárra mínútna fyrirvara, eo slíkt veldur aukinni tauga- spennu meðal stórveldanna, því að báðum 'aðilum er ljóst, að árás getur átt sér stað leiftur- snöggt og næstum enginn tími til viðvörunar. Taugaspennan og óttinn við árás eykur á hætt- una af styrjöld, sem stofnað yrði til fyrir mistök. — En úr því að ekki er hægt að treysta á viðvörun, hvað þá um almannavarnir? — Já, þær koma að mestu gagni, ef maður er ekki í styrj-<t> öld, en jafnvel þá hafa þær sína vankanta og erfiðleika. — Hvemig ber að skilja þetta? — Við búum í litlu landi. Hugsi maður sér styrjöld á tak- mörkuðu svæði, stríð, sem við stæðum utan við, þörfnumst við e.t.v. þess að geta varið fólkið fyrir geislavirku ryki. En slík vernd er haldlaus, ef fólkið hefur ekki komizt til skilnings um, hvernig það á að haga sér undir slíkum kringumstæðum, og það hefur það ekki gert enn þá. Reisi maður varnarbyrgi, á maður það einnig á hættu að fólk venjist þeirri tilhugsun, að styrjöld sé óhjákvæmileg. En verðum við aðilar að styrj- öld, þá verðum við um leið skotmark, og þá geta varnar- byrgi ekki vemdað alþjóð. Ég vil ekki halda því fram, að ekki sé hægt að bjarga örfáum einstaklingum í sérlega djúp- um og öruggum vamarbyrgj- um, en slíkt gæti e.t.v. ein- ungis aukið á hættuna fyrir all- an þorra fólks. — Hvernig þá? — Segjum sem svo, að her- foringjaráðið og aðrir hernað- arleiðtogar hafi komið sér fyrir í öruggustu byrgjum sem hugs- anleg eru, þá má vera, að hugs- aniegur óvinur grípi til öflug- ustu sprengjanna til að beina að þessum miðstöðvum her- stjórnarinnar. — Maður heyrir alltaf sagt, að hér séu engin skotmörk það mikilvæg, að mjög stórum sprengjum yrði beint gegn þeim. Því er haldið fram, að svo dýrmætum sprengjum yrði aldrei „sóað“ á okkur. — Það er því miður mjög útbreiddur misskilningur, að kjarnorkusprengjur séu mjög dýrar. í hlutfalli við áhrifa- mátt þeirra eru þær einmitt mjög ódýrar. Þær eru ódýrustu vopn, sem menn hafa nokkru sinni fengið í hendur, og það er ein ástæðan fyrir því, að á styrjaldarárum myndu stríðsað- ilar varla stilla sig um að beita þeim. Stærstu vetnissprengjurn- ar eru þar að auki tiltölulega langtum ódýrari en venjulegar kjarnorkusprengjur. — Hvaðan er þá upprunnin sú saga, að sprengjurnar séu svo dýrar? — Sennilega stafar hún af því, hversu mikið var talað um kostnaðinn við framleiðslu fyrstu sprengjanna. Rannsókn sú og tilraunir, sem gerðar voru þeim til undirbúnings, voru ó- hemju kostnaðarsamar. En nú, þegar hægt er að halda uppi fjöldaframleiðslu á slíkum sprengjum, eru þær mjög kostn- aðarlitlar í hlutfalli við eyði- leggingarmátt sinn. Því miður. — Ef við lítum nú á málin nánar út frá þjóðlegu sjónar- miði, þá gæti hugsazt, að óvina- þjóð myndi vilja hertaka okk- ur og ekki kæra sig um, að allt væri fyrirfram eyðilagt i landinu. Væri þá ekki hægt að hugsa sér árás með venju- legum sprengjum eða litlum k j arnorkuspreng j um ? — Má vera. Ég er enginn hernaðarsérfræðingur, en hugsi maður sér að hcrtaka landið ósnert af styrjaldarvöldum og æski þess einungis að halda þjóðinni, er að líkindum auð- veldast að gera það með efna- fræðilegri styrjaldartækni og í bakteríuhernaði; og á þeim sviðum ráða menn yfir því. sem Bandaríkjamenn nefna því fallega nafni „superinsect-með- ölum“, sem hægt er að beita til að drepa með heilar þjóðir Maður getur hugsað sér eld- flaugar, sem í staðinn fyrir að vera hlaðnar vetnisssprengjum MINNINGARORÐ Einar Asmunds- son, hæstaréttar- lögnaður 1 dag er Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður kvaddur hinztu kveðju. Hann andaðist úr hjartabilun í Heilsuverndar- stöðinni hinn 20. þessa mánað- ar, og hafði þá um sinn átt við vanheilsu að stríða. Einar var fæddur að Hálsi í Fnjóskadal 10. apríl 1912 og var því aðeins liðlega fimmtug- ur, er hann lézt. Foreldrar hans voru þau Ásmundur Gíslason, prófastur, og kona hans Anna Pétursdóttir, stóðu að Einari sterkir stofnar í báðar ættir. Hann fór ungur til náms og lauk stúdentsprófi frá mennta- skólanum á Akureyri vorið 1931, en um haustið innritaðist hann í lagadeild háskólans og lauk lögfræðiprófi 1935. Flutt- ist hann þá til Akureyrar og gerðist ritstjóri íslendings, en rak um leið málafærslustörf. Haustíð 1936 hvarf hann aftur til Reykjavíkur og átti þar væru fylltar lífshættulegum taugagas-tegundum eða mann- skæðum sýklum. — Er þetta samkvæmt raun- veruleikanum? — Samkvæmt bók Normans Cousins, „In Place of Folly“, er hér um að ræða miskunn- arlausa staðreynd. Hann vitnar í það, hvernig hernaðarleið- togar óski eftir því, að úr gildi verði numið hið gamala bann Rpqgeyelts við, w efnafræðilegum hernaði og sýklavopnum, því að nú sé hægt að sanna með svörtu á hvítu að slík tæki séu „mann- úðlegri“ en kjarnorkusprengj- urnar. Því er haldið fram, að taugagas drepi á skömmum tíma næstum þjáningarlaust. þar sem hörmungar kjarnorku- stríðs haldist árum saman. — En sýklahernaðurinn, þora menn að beita honum? Yrði hann verri en kjarnorkustyrj- öld, og myndi ekki slíkt vopn snúast gegn þeim, sem beitir því? heima æ síðan og fékkst jöfn- um höndum við málafærslu, blaðamennsku og ritstörf. Hæstaréttarlögmaður varð hann árið 1941, en var blaðamaður við Vísi 1936—38, ritstjóri Frjálsrar verzlunar 1939—43 og Morgunblaðsins 1956—59. Þessi voru aðalstörf Einars, en auk þess' fékkst hann all- mikið við þýðingar og sjálf- stæð ritstörf. Hann ritaði VIII. bindið af Lönd og lýðir, sem Menningarsjóður gefur út og fjallar það um Þýzkaland, Austurríki og Sviss. Kom sú bók út árið 1960. Ári síðar birt- ust eftir Einar þrettán ferða- þættir frá ýmsum löndum, sem hann nefndi Frá Grænlandi til Rómar. Þættirnir eru laus- tengdar svipmyndir, en bera glöggan vott um næma sjón höfundarins á það, sem fyrir augun bar, og að hann hugði að mörgu. — Erfitt er að segja, hvort sýklahernaður yrði verri en kjarnorkustyrjöld. Hugsi mað- ur sér umfangsmikið kjam- orkustríð eru áhrif þess að mörgu leyti hin sömu og sýkla^- hernaðar. Þar er drepið með geislaverkun í stað sýkla, og hinar seinvirku afleiðingar af kjarnorkustyrjöldinni. þar sem fólk yrði hvítblæði eða öðrum tegundum krabbameins að bráð. eru síður en svo geðslegri en sýklahernaðurinn. Hvort mað- urinn deyr úr þessum sjúkdóm- inum eða hinum skiptir ekki svo ýkjamiklu máli fyrir þann. sem fyrir sjúkdóminum verður. Verndun heillar þjóðar hlýtur að vera mikið undir því kom- in, hvort tekizt hefur að koma við almennri bólusetningu. Flestir vita, að um leið og bólu- setning fer fram gegn barna- veiki, er bólusett gegn stíf- krampa. Fræðilega fer ekkert því til mótstöðu. að heil þjóð sé bólusett gegn sýklahemaði um leið og almenn bólusetning gegn öðm fer fram. Loks má hugsa sér, að notað- ir verði sýklar, sem ekki smita frá einum til annars. Sýkill sá, sem veldur t.d. hinni ó- hugnanlegu eitrun „Botulinus" getur framleitt mjög hættulegt eiturefni, toksin. Hægt er að rækta þessa sýkla og vinna úr þeim toksinið, dreifa því yfir óvinasvæði og eitra þannig allt, sem lífsanda dregur. án þess að um smithættu verði að ræða. — Hvað er eiginlega hægt að gera við þessu öllu saman? — Frá mínum bæjardyrum séð er aðeins um eitt að ræða. Þetta styður það, sem Einstein sá svo ljóslega fyrir: að styrj- aldir verður gersamlega að úti- loka með öllu. Menn ráða nú orðið yfir slíkum drápstækjum, að ekki er lengur hægt að leyfa neinum að stofna til þeirrar áhættu, að þau leysist úr læð- ingi. Bann við kjamorkutil- raunum, eyðilegging kjama- vopna og almenn afvopnun er allt saman til einskis, ef mönn- um skilst ekki, að það er ekki lengur hægt að leggja út í venjulega styrjöld, — og draga ályktanir af þeirri staðreynd. Þetta er sá beiski sannleikur, sem við verðum að kyngja í í dag. Við verðum að gera okk- ur ljóst. að engar „hálfgild- ings“ ráðstafanir koma okkur til hjálpar. Einstakir áfangar á afvopnunarleiðinni eru engin takmörk í sjálfu sér; það er stríðið sjálft, sem verður að úti- loka. Og það er ekkert minna. sem getur bjargað veröldinni úr þeirri hættu, sem hún er hneppt í í dag. ímsum var það kunnugt, að Einar brá því fyrir sig að yrkja kvæði á yngri árum. Dulur var hann á skáldskap þennan, en allir kunnugir vissu, að hann unni fögrum ljóðum, eins og raunar öllu, sem fagurt er í bókmenntum og öðrum list- um. Þó þykir mér sennilegt að það hafi komið ýmsum á óvart sumarið 1961, þegar hann sendi frá sér kvæðabókina Fjúkandi lauf. Bókin vakti þó nokkra athýgli, þótt hún marki vafalaust engin tímaskil ; ís- lénzkri ljóðagerð, á hún sér þann þokka, sem vel mætti endast henni til nokkurrar frambúðar. Einar Ásmundsson kvæntist árið 1937 Sigurbjörgu Einars- dóttur, verzlunarstjóra Bjöms- sonar, ágætri konu. Eignuðust þau þrjú börn, sem öll eru á lífi. Fundum okkar Einars bar fyrst saman haustið 1926, þeg- ar við komum báðir til náms í Akureyrarskóla. Um veturinn áttum við heima suður í Fjöru og urðum því oft samferða í og úr skóla og heimsóttum hvor annan á kvöldin. Tókst þá með okkur sá kunningsskapur, sem varaði æ síðan, þótt ekki ætt- um við samhug um allt og sitt- hvað bæri á milli um markmið og leiðir. Einar var gáfaður námsmað- ur. en ekki frábær prófmaður eða lærdómshestur, og hann hélt áfram að vera hinn sami ævilangt. Hugurinn hvarflaði oft frá námsbókinni og síðar frá þurrum málarekstri og stjórnmálaerjum að gleðimóti, söng eða fögrum bókmenntum, og um þau efni hygg ég að honum hafi þótt bezt að ræða alla ævi. Einar var að eðli fremur listamaður en stjóm- mála- og athafna, og voru hon- um þó stjórnmálin að minnsta kosti nærstæð. Slík skipting hugans er hættuleg djörfum framavonum ungra manna, og kannski er hér að finna lausn- ina á því, að Einari varð minna ágengt en efni og vonir stóðu til, bæði sem stjórnmála- manni og listamanni. I hugum okkar, er þekktum hann lengi, er Einar Ásmundsson til ævi- loka sami vammlausi drengur- inn, sem við kynntumst ungir. Á minningu hans ber engan skugga, þegar við komum sam- an við moldir hans í dag til þess að kveðja, þakka sam- fylgdina, og yotta eiginkonu hans og börnum fátæklega samúð. Haraldur Sigurðsson. i * *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.