Þjóðviljinn - 26.01.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.01.1963, Blaðsíða 3
Laugardagur 26. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlÐA 3| Vestur-Þjóðverjar Styðja Breta jsrátt fyrir „vináttuna" við de Gaulle PARÍS, BRUSSEL og BONN 25/1 — Ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands samþykkti einróma á auka- íundi í dag að halda áfram stuðningi sínum við inngöngu Bretlands 1 Efnahagsbandalag Evrópu. Fréttir frá París herma að franska stjórnin gaum- gæfi nú tvær tillögur sem eiga að forða því að samningar strandi algjörlega þegar ráðherraráð Efnahagsbandalagsins kemur saman til fundar á mánudaginn. Aðra tillöguna lagði vestur- þýzki utanríkisráðherrann, Ger- hard Schröder, fyrir hinn franska Hafnarveikfalli lokið í USA NEW YORK 25/1 — Samband bandarískra hafnarverkamanna hefur gefið meðlimum sínum, 60.000 að tölu, skipun um að hefja aftur vinnu á morgun. Verkfallið hefur staðið frá því á aðfangadagskvöld. 1. maí verði helgaður bandarískum lögum! WASHINGTON 25/1 — Kennedy Bandaríkjaforseti ákvað í dag að reyna að stela hátíðisdegi verka- lýðsins, 1. maí. Sagði hann að dagurinn yrði framvegis haldinn hátíðlegur sem dagur banda- riskra laga (Law day, USA). starfsbróður sinn, Couve de Mur- ville, í vikunni sem leið. Legg- ur hann til að ráðherraráðið á- kveði að fresta frekari samn- ingaviðræðum að sinni, meðan ráðherramir semji álitsgerð um þann árangur sem náðst hefur til þessa og þau vandamál sem ekki hefur tekizt að leysa. Hin tillagan er komin frá de Gaulle forseta og Adenauer rík- iskanslara, og segir þar að ráð- herraráðið skuli leggja fram skýrslu um tvennt: 1 fyrsta lagi, hvaða áhrif það muni hafa ef Bretland gerist meðhmur Efna- hagsbandalagsins, og í öðru lagi um þau áhrif sem innganga hinna EFTA-landanna muni hafa 1 för með sér. Aðild Breta nauðsynleg Aðild Breta nauðsynleg I yfirlýsingu frá vestur-þýzku ríkisstjóminni segir að aðild Bretlands sé nauðsynleg bæði af stjómmálalegum og efnahagsleg- um ástæðum. Því verði að halda áfram samningaviðræðunum með það fyrir augum að ná jákvæð- um árangri. Á sunnudag mun vestur-þýzk sendinefnd undir forystu Lud- wigs Erhards fjármálaráðherra halda til Brussel og mun hún eiga að leitast við að forða þvi að samningaviðræðumar strandi. Talið er í Bonn að Þjóðverj- arnir muni leggja til að Hall- stein-nefndin svokallaða skuli semja skýrslu um það sem á unnizt hefur í samningunum tiJ þessa. Jafnframt er látið liggja að því að þeir muni leggja fram raunhæfar tillögur, enda þótt ekki verði skýrt frá efni þeirra að svo stöddu. De Gaulle mun ekki hafa beitt sér gegn þýzku tillögunum, en Þjóðverjar hafa látið á sér skilj- ast að skýrslur um gang við- ræðnanna og stundarfrestur í Brussel sé ekki það sem megin- máli skáptir. Skýrsla frá Belgnm Belgíska sendinefndin við EBE- samningana hefur afhent sendi- nefndum hinna bandalagsríkj- anna skjöl þar sem Paul-Henri Spaak gerir grein fyrir þeim vandamálum sem leyst hafa ver- ið með samningum og þeim sem eftir er að ná samkomulagi um. Utanríkisráðherrann fjallar um hvert atriði um sig en dregur engar ályktanir. UIil lausn landamæradeilu Indverska þjóðþingið sam- þyklíti í dag tillögur Colombo- ráöstefnunnar um lausn landa- mæradcilunnar m'illi Indlands og Kína. 349 þingmenn grciddu at- kvæði með tillögunum en 59 voru þeim andvígir. Þingið hefur rætt tillögurnar í tvo daga. 1 dag skírði Nehrú forsætisráðherra frá þvi að ríkis- stjórnin vildi samþykkja tillög- urnar í heild og að hún myndi ckki samþykkja neinar breyting- ar Kínverjum í vil. Mismunandi túlkanir í dag gerðu Kínverjar grein fyrir áliti sínu í Colombo-tillög- unum og kom þá í ljós að þeir túlka þær á talsvert annan hátt en Nehrú gerði í indverska þing- inu. Sjú En læ, forsætisráðherra Kína, ritaði bréf til frú Band- aranajka, forsætisráðherra í Ceyl- on. Segir hann að Kínverjar samþykki tillögumar sem um- ræðugrundvöll í viðræðum milli Kínverja og Indverja. NámHnum er lokað á meðan heimilin vantar eldsnéyti. Því ganga þessir verkamenn í kröfugöngu um stræti vestur-þýzku borgarinnar Recklingliauseru Þeir starfa hjá námafélaginu Hibemia AG, sem er í eigu ríkisins. Nú hefur verið ákveðið að fé- lagið leggi niður hluta af námum sínum og segi þar af leiðandi 2400 verkamönnum upp starfi. Sum- ir kröfugöngumanna báru svarta fána. Þeir eru staðráðnir í að halda áfram að berjast fyrir til- veru sinni þrátt fyrir þessi óhugnanlegu áhrif Efnahagsbandalagsins. Manntjón, eldsneytisþrot vegna kulda í þrem álfum LONDON 25/1 — Frosthörkurn-1 austur-þýzka togara til að leita ar sem verjð hafa á meginlandi' skjóls í dönskum og sænskum Evrópu það sem af er þessu í höfnum. Framfíð Afriku Jomo Kcnyatta, ioringi mns augaoa fólks í Kenyu, sem enn er undir stjórn Breta, var viðstaddur hátíðahöidin þegar Tanganyika fagn- aði sjálfstæðinu fyrir skömmu. Hann er til hægri á myndinni, honum á vinstri hönd stendur Julius Nyerere, forseti Tanganyiku. Ennfremur telur hann að í tillögunni felist að indversku hersveitirnar eigi að halda kyrru fyrir þar sem þær eru nú stað- settar meðfram landamærunum. Sömuleiðis álítur hann að hvor- ugur aðilinn eigi að senda heriið inn í hin umdeildu svæði milli Longju og Sédong á austursvæð- in, Vué á miðsvæðinu og til margra staða á vestursvæðinu sem Kínverjar tóku á sitt vald. Hins vegar telur Nehrú að Indverjum sé heimilt, samkvæmt tillögunum, að senda herlið allt til MacMahon-línunnar nema við Sédong og Longju. Hergögn frá Sovét og USA 1 tilefni af þjóðhátíðardegi Indverja hélt Radhakrishnan for- seti útvarpsræðu og sagði að Indverjar yrðu að styrkja varn- ir sínar. Tæknimenntaðir menn frá Sov- étríkjunum munu bráðlega halda til Indlands þar sem þeir verða til aðstoðar við byggingu verk- smiðju sem framleiða á MIG-or- ustuþotur. Verksmiðjan á að vera tilbúin eftir tvör ár. Indverska ríkisstjómin til- kynnti í dag að Bandaríkin, Bretland, Kanada og Ástralía væru reiðubúin til að láta Ind- verjum í té orastuþotur ef Kfn- verjar gerðu loftárásir á ind- verskar borgir og iðnaðarmann- VÍlU. -ári virtust heldur fara minnk- andi í dag í vesturhluta álfunn- ar, en hið sama er ekki að segja um Balkanlöndin. I Norð- ur-Frakklandi, Sviss, Danmörku, Austurríki, Ungverjalandi, Nor- egi og Svíþjóð var talsvert frost í dag enda þótt heidur hafi hlýn- að og samkvæmt veðurspám munu kuldarnir halda áfram í fleshun löndum Evrópu. Að minnsta kosti 112 menn hafa farjzt í Bandaríkjunum vegna kulda, snjóa, húsbruna eða slysa vegna hálku á vegum. Fréttaritarar Reuters víða um heim hafa eftirfarandi sögur að segja: Austur-Berlín; 70 skólum í borginni hefur verið lokað vegna kuldans og börain send heim. París: í Norður-Frakklandi hefur hlýnað í veðri en sami kuldinn er alls staðar annars staðar í landinu. Sums staðar i Paríg er skortur á eldsneyti. Vín-: Hitamælar í vesturhíuta Ausfurrikis sýndu í dag 10 stiga frost, enda þótt heldur hafi hlýnað í austurhlutanum. Sofia: Úitvarpið í Sofiu í Búlg- aríu hefur skírt frá því að menntamálaráðuneytið hafi á- kveðið að loka öllum skólum í landinu það sem eftir lifir jan- úarmánaðar. Kaupmannahöfn; Rekís neyddi Stokkhólmur; Stærsta isbrjót Svíþjóðar hefur verið falið að halda Eyrarsundi opnu fyrir ol- íuskip. Aþena: Þrir herflokkar grískra hermanna krófu upp 600 bif- reiðar sem setið hafa fa:star í tvo daga í snjósköflum norður og ausiur frá Saloniki. Tókíó: 400 menn sem voru á leið til Tókíó urðu að leita hæl- is í borginni Nagoaka í Norður- Japan eftir að hafa setið fast- ir í tvo daga. Margir bæir í Norður-Japan eru úr öllum tengslum við umheiminn vegna fannfergis. London: Hlýr vindur blés i dag norðan frá Skotlandi og mun hann að öllum likindum ná til Mið-Bretlands, Lo-ndon og suð- urhluta landsins í nótt. En þoka og kuldar ollu bifreiðastjórum miklum erfiðleikum j dag, og flugsamgöngur átttu erfitt upp- dráttar. Viða í Bretlandi er skortur á eldsneyti. Bonn: 24 stiga frost mældist í dag í Bayern og engar Jíkur virtust benda til þess að þýð- viðrið sem verið hefur í Norð- ur-Þýzkalandi muni gera vart við sig í suðurhluta landsins. Þar að auki segja veðurfræðingar að þýðviðrið sé einungis sþundar- fyrirbæri, nýi/t kuldakast sé í vændum. Genf: Heldur var hlýrra í Sviss en áður en þó náði frost- ið sums staðar 25 stigum. Er þetta harðasti vetur í Sviss síð- ann árið 1929. Þúsundum her- manna og óbreyttra borgara tókst í dag að brjótast til tíu þorpa í Júrafjöllum sem hafa verið úr tengslum við umheim- inn vegna snjóa frá því í viku- byrjun. Madrid: 500 menn fórust I Malaga á Suður-Spáni í dag vegna gífurlegs óveðurs. Talið er að hér hafi verið um að ræða versta rok aldarinnar. Neltaði að segja til heimildaritianns — dæmdur í fangelsi LONDON 25/1 — í dag gerðist ' það í fyrsta sinn í sögu Bretlands | að blaðamaður var dæmdur í fangelsi fyrlir að neita að ljóstra | upp um hcimildarmann sinn. Var ; talið að með þessu hefði hann 1 lítilsvirt réttinn. Blaðamaður þessi heitir Des- - mond Clough og er 34 ára að aldri. Hann starfar við blaðið Daily Scetch. Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Hann hafði neitað að skíra frá þvi hver hefði gefið sér upplýsing- ar í grein sem hann skrifaði um Vassalmálið svonefnda, en John Vassal er fyrrverandi starfsmað- ur í flotamálaráðuneytinu brezka og var dæmdur fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Dómurinn yfir Clough hefur vakið mikla reiði meðal brezkra blaðamanna. Lanbúnaðarumbætur í Alsír a„ ismn sem legið hefur í óhirðu er ræktuð á ný. Á myndinni sjást nokkrir fyrrverandi fangar í fangabúðum Frakka nr. 28 við Souk Arras. Nokkrir úr hópi fanganna hafa setzt að í nágrenninu og erja nú jörðina í samcúningu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.