Þjóðviljinn - 26.01.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.01.1963, Blaðsíða 6
0 SlÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. janúar 1963 Ríkisstjórn Suður-Afríku stofn- setur enn nýjar nýlendur Um þessar mundir er Afríka að krista af sér klafa nýlendukúgunar og býst til að rísa upp frjáls og stolt. Hvert Afríkuríkið á fæt- ur öðru hefur öðlazt sjálfstæði að undan förnu og því sætir það furðu að einmitt nú er ný nýlenda að verða til í álfunni. Nýlenda þessi er þar að auki verk afturhaldssömustu ríkisstjórnarinnar í þessum heimshluta, ríkis- stjórnarinnar í Suður-Afríku. Hún hefur nú lagt nýlenduokið á herðar íbúanna í Trans- keistan á suðurodda álfunnar. Ef þróunin gengur eins og Verwoerd-stjórnin vill, veröur Transkeistan aöeins fyrsta ný- lendan af mörgum, sem eiga að mynda nýlenduveldi ríkisi.ns undir nafninu Bantustan. Bantustan er dregið af orð- inu bantu en svo nefnist þjóö- flokkur sá sem nær 70 prósent af íbúum Suður-Afríku tilheyra, en þeir búa í Xhosa-, Zulu-, Tembu-, og Basuto-héraði. Hvítir menn og „útlendingar“ Nú á að draga ný landmæri og skipta þannig yfirráðasvæði Suður-Afríku í „höfuðland" og nýlendur. Höfuðlandið tekur meira en 87 prósent af svæöinu <m öllu og þar eiga hvítir menn og svart þjónustufólk þeirra að búa. Þar að auki neyðast yfir- drottnaramir til þess að leyía þeim negrum sem vinna ó plantekrunum og í verksmiðj- um höfuðborgarinnar að búa á þessu svæði, því að annars myndi efnahagur ríkisins kom- Belitagriitdur úr fórnarlömbum Alcxandersmikla í afskekktum helli í Jordan- dalnum fundust fyrir skömmu 300 beinagrindur scm taldar eru vera jaröneskar lcifar sam- verja sem her Alexanders mikla hafi fangað og drepið á fjórðu öld fyrir Kristburð. Fornminjastofnunin í Jórdaníu hefur skýrt frá því, að bedú- ínamir sem grófu sig inn í hellinn hafi fundið leifar af opinberum skjölum sem rituð voru á því aramíska tungumáli sem talað var í borgjnni. Sam. eríu sem Alexander hertók ár- ið 331 f. K. ast á kaldan klaka. SamtaJs verða hvítu mennimir og hinir útvöldu svertingjar um 30 pró- sent af íbúunum. Hin 70 prósentin — cn það eru eingöngu negrar — verða að hreiðra um sig á 13 prósentum af suður- afrikanska landssvæðinu. Þeir negrar sem halda á- fram að dvcljast í höfuð- landinu verða talir „út- lendingar“, og má vísa þeim brott hvenær sem vera skal. „Sjálfræði“ negranna Þessi skipting hefur lengi verið í bígerð og fyrirmynd hennar eru hin svokölluðu „friðarsvæði“ sem komið var upp í byrjun aldarinnar. Hvergi nema á „friðarsvæðunum'1 máttu negrar eiga jarðnæði og reka sjálfstæðan landbúnaö. Þegar fyrir fjórum árum hóf stjórnin að búa út iagabálk um svokaljað „sjálfræði“ negr- unum til handa og er þar gert ráð fyrir að „friðunarsvæðin“ verði að nýlendum. Lagabálk- ur þessi á þó lítið skylt við sjálfræði. Tilganur hans er ein- göngu að auka á kynþáttamis- réttið og kúgun negranna. Lög t þessi sættu svo áköfum mótmælum að ríkisstjórnin hikaði við að láta þau koma til framkvæmda. Nú fyrst tel- ur Verwoerd að tímabært sé að stofna nýlendumar. Launaðir ættarhöfðingjar Fyrsta skrefið hefur nú verið tekið með því að gera Trans- keistan að nýlundu. Transkeist- an er stærst af „friðarsvæðun- um“ fyrrnefndu. Það er 4.250.000 ha að stærð og þar býr hálf önnur milljón negra. Skítug þorp með aumkunar- verðum leirkofum með sefþök- um, lítilfjörlegir skikar með maís eða korni, hungrað og óttaslegið fólk — þannig lít- ur nýlendan Transkeistan út — og hún er ekki það landsvæöi í Suður-Afríku sem harðast hefur orðið úti. Auðvitað lætur Verwoerd- stjórnin negrana ekki liía frjálsa á landsvæðum þessum. Þeir eru undir stjórn ýmissa ættarhöfðingja sem fá borgun frá stjórninni fyrir að berja niður með lögregluvaldi upp- reisnarvott. Ættarhöfðingjarn- ir hafa hinsvegar „hvít“ yfir- völd yfir sér. Þau koma fram í nafni réttvísinnar og senda negra í fangelsi í höfuðlandinu fyrir smávægilegustu „yfirsjón- ir“. Barizt gegn kúguninni Þrátt fyrir skepnulegar að- farir hefur fasista-stjórninni í Pretoríu eltki heppnazt að brjóta frelsisbaráttu negr- anna á bak aftur. Suður- afríkanskir föðurlandsvinir hafa stofnað „nefnd til að berjast fyrir frelsi Trans- kcistans". Nefndin hcfur þegar gengizt fyrir vcrkföll- um og mótmælaaðgerðum víðsvegar í landinu. Á þann hátt rcyna negrarnir að hindra fyrirætlanir Verwo- crds um að koma á fót nýju nýlcnduvcldi á álfunni svörtu. • IttNKWBB FLÓTTAMENN. „Við erum flóttamenn sem flúðu kynþáttakúgunina í „hinum frjálsa heimi" Kenndys. Lifi hin frjálsa Kúba“. Þessi orð eru letruð á spjöldin og fólkið sem heldur á þeim varð fyrir barðinu á kynþáttamis- rétti og pólitískum ofsóknum í Bandaríkjunum og tók þann kostinn að fara til Kúbu þar sem svartir og hvítir eru jafnir. Talið er, að samverjamir hafi leitað sér skjóls í hellinum en hermenn Alexanders síðan lok- að honum svo að flóttament',- imir sultu í hel. Bedúínarnir sem fundu hell- inn hafa selt fornminjasafninu í Jerúsalem talsvert af manna- beinum ásamt leifum af klæðn- aði og papírusvafninga. I Sovézkir reyna að I lengja mannsævina Moskvu 25/1 — Stjómar- völdin í Sovétríkjunum hafa falið þarlendum vís- |j indamönnum að hraða N rannsóknum og framkv. | raunhæfra aðgerða sem miða að því að lengja mannsævina. í ályktun stjómarinnar segir að fjölmörgum vinnu- stofum og rannsóknarstofn- unum verði komið á fót. Sérstakt starfslið verður þjálfað til að i’inna að ^ þessu verkefni. Starfið verð- ■ ur einkum fólgið í því að >• hindra og lækna krabba- mein og vírussjúkdóma, k hjarta- og æðasjúkdóma og 1 önnur lífshættuleg vcikindi. |j Svertíngjar afgirtír með múr í bandarískri Á áhrifasvæði vcsturveld- anna hefur að undanförnu verið hneykslazt yfir fáu meir en múrnum í Berlín. Hitt munu færri vita, að í „hinu frammúrskarandi lýð- ræðisríki“, Bandaríkjunum er borg sem tvískipt hcfur verið mcð múr, ekki til að torvelda bröskurum og njósnurum iðju sína hcldur til að frclsa hin hvítu of- urmenni undan þcirri ógæfu að þurfa að búa í nágrenni við svertingja. Borg þessi heitir Atlanta. Negrarnir hafa til þessa búið í sérstöku hverfi sem nemur að flatarmáli 24.6 prósent af bygg- ingarsvæði borgarinnar. Þeir eru hinsvegar um 40 prósent af íbúunum. í nánd við negra- hverfið er villuhverfi hvítra manna, Caskade Heigths Hvítir flúðu Negrunum þykir að vonum þröngt um sig og hafa nokkrir þeirra keypt sér hús í villu- hverfinu. Hvítu mönnunum sem fyrir eru þykir sér vera mikil háðung ger að eiga að búa í nágrenni við þá. Margir þeirra hafa flúið hverfið en enginn hvítur maður vildi festa kaup á húsum þeirra. Hefur þetta orðið til þess að villurnar fínu féllu mjög í verði. Forsvarsmaður hinna hvítu húseigenda í Cascada Heigths leitaöi á náðir borgarstjórans og fór fram á að múr vrði reistur á mörkum negrahverf- isins og hverfis hvítu mann- anna, átti sá múr „að hindra borg ágang negranna og vera hvít- um húseigendum andleg upp- örfun.“. Málið fyrir dómstóla Borgarstjórinn bar málaleit- un þessa undir borgarstjórnina sem samþykkti að múrinn skyldi reistur. í býti morguninn eftir hófu verkamenn að byggja múrinn sem er tæpur metri að hæð. Samtök negra í borginni hafa lýst því yfir að þeir muni enein skipti eiga við yfirvöld borgarinnar fyrr en múrinn hefur verið rifinn. Þeir hafa borið málið undir dómstóla og tapað einum málaferlum en önnur eru innan tíðar í vændum í hæstarétti Atlanta- borgar. Fyrir skömmu tók borgarstjórinn fyrir tillögu um að rífa múrrran og var hún felld með tíu atkvæðum gegn þrem. Fátækiingar í Ameríku bændafólkið í sárri fátækt. Myndin sýnir sveitafólk í Pcrú við fátæklegan miðdegisverð sinn. Brátt verður það að rísa á fætur og taka til við stritið. Andstæðingar Salazars hugsa sér fll hreyfings Árciðanleg blöö í Evrópu hafa fullyrt að andtæðingar Salazarstjórnarinnar í Portúgal hafi haldið með scr þing í cinhvcrri höfuðborg í Vestur- Evrópu um áramótin. Sagt er að þingið hafi ákveðið að beita sér fyrir því að nýlend- ur Portúgala í Afríku fái að ráða sér sjálfar. Þingið mun hafa ákveðið að hefja viðræður við þjóðfrelsis- sinna í nýlendunum með það fyrir augum að samræma lög- legar og hemaðarlegar aðgerð- ir gegn einræði Salazars. Til þessa hafa Afríkumenn set.t það skilyrði nánari samvinnu að portúgalskir lýðræðissinnar vjðurkennj sjálfsákvörðunarrétt fólksins í nýlendunum. Þingið ókvað ennfremur að taka upp aðferðir neðanjarð- arhreyfinga stríðsáranna í bar- áttunni gegn Salazar. Þingið ályktaði, að miðnefnd einræðisandstæðinganna sem starfar undir forystu Delgado hershöfðingja og aðsetur hefur haft í Brasilíu skuli flytja sig nær Portúgal. Talið er að ráð- gert hafi verið að nefndin setj- ist að í Alsír. Herkur vísindamaéur f norrænum fræðum látínn Fyrir skömmu lézt Magnus Olscn prófessor, einn merkasti fræðimaður Norömanna. Ilann er Islendingum að góöu kunnur, hefur löngum ritað mikið um íslenzk efni. Árið 1938 sæmdi Háskóli fslands hann nafnbót- inni dr. Iit. Isl. Þá nafnbót hafa aðéins örfáir hlotið, enda cr hún mesti sómi sem háskóli vor getur sýnt mönnum. Magnus Olsen fæddist i Ar- endal árið 1878. Hann varð stúdent árið 1896 og 1903 tók<^ hann háskólapróf í málvísind- um. Árið 1908 varð hann próf- essor í forn-norskri og íslenzkri tungu og bókmenntum við Os- lóar-háskóla. Hann ferðaðist talsvert erlendis í vísindalegum tilgangi og kom meðal annars hingað til lands. Magnus Olsen er einna þekktastur fyrir rannsóknir sínar á rúnum. Hann var gædd- ur ríku hugmyndaflugi og næmum skilningi og hefur fá- um heppnazt að ráða svo vel í hinar fornu ristur og varpa þannig ljósi á myrka staði sögunnar. Norska blaðið Dagbladet seg- ir svo um Magnus Olsen: „Með Magnusi Olsen er einn mesti rúnameistari nor- rænna manna á brottu geng- inn. Hann var fremsti rúna- meistari vor, frábær mólfræð- igur og sjnall sagnfræðingur, einn þeirra prófessora sem varpað hafa ljóma á háskóla- líf vort. Með framkomu sinni á f' ' ■"•rn risti hnnn þær rúnir í sögu háskólans sem aldrei munu afmást. Hann stóð einarður gegn tilraunum Þjóð- verja til að leggja hið nazist- íska ok á háskólann. Hann beitti sér ennfremur djarflega í hinni ólöglegu nefnd í há- skólanum, sem stofnuð var til að. berjast gegn nazismanum.“ Geta má þess að Almenna bókafélagið hefur í hygg.ju að gefa út ritgerðasafn eftir Magn- us Olsen síðar á þessu ári. Tito og Sjivkoff hittast i Be/grad Belgrad 25/1 — Todbr S.jivkoff, forsætisráöherra Búlgaríu og aðalritari kommúnistaflokksins þar, kom í dag til Belgrad og mun hann ræða við Tító for- seta. Tító og fleiri ráðamenn í Júgóslavíu tóku á móti forsæt- isráðherranum á brautarstöð- inni. í fylgd með Sjivkoff var sendinefnd sem þátt tók í þingi austur-þýzka kbmmúnista- flokicsins fyrir skemmstu. Þetta er í fyrsta sinn sfðen 1059 sem TítÓ 'W'nl-nf I i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.