Þjóðviljinn - 26.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.01.1963, Blaðsíða 7
Ijaugardagur 26, janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 1 Hamlet án Danaprins í Genf— Kjarnorkuvopn haldreipi de Gaulle í togstreitu um Vestur-Þýzkaland Kjamorkustórveldin tvc, Bandarikin og Sovétríkin, hala þokazt nokkrum hænufet- um nær samkomulagi um stöðvun tilrauna með kjarn- orkuvopn. Árum saman hafa viðræður staðið um þetta mál, stundum með þátttöku margra ríkja, stundum fárra. Nýja skrefið i samkomulagsátt var stigið þegar Krústjoff forseti og Kennedy forsætisráðherra tóku að skiptast á einkabréf- um eftir Kúbudeiluna, helztu bandamönnum sínum til sárrar skapraunar. Undanfarna viku sátu svo fulltrúar kjarnorku- risanna, William Foster frá Bandaríkjunum og Semjon Tsarpin frá Sovétríkjunum, á fundum í New York og ræddu sprengingabann án þess að önnur ríki kæmu þar nærri. Tilkynningin um þau funda- höld ól á afbrýðisemi banda- mannanna, og brezka stjórnin linnti ekki látum fyrr en hún fékk að senda fulltrúa á fund- ina, en þá höfðu þeir staðið í viku. Þess er getið til að markmið samningamannanna í Washington sé að ganga frá meginatriðum sátttmála um bann við kjamorkusprenging- um í andrúmslofinu, úti í geimnum og neðanjarðar áður en formlegir fundir fullskip- aðrar ráðstefnu um tilrauna- bann hefjast i Genf 12. febrúar. Málum er nú svo komið, að hversu vel sem samninga- mönnum í New York gengur og þótt ráðstefnan í Genf kom- ist að samkomulagi um þau atriði sem þeim vinnst ekki tóm til að ráða til lykta, benda öll sólarmerki til að samkom- an þar líkist mest orðlagðri tilraun til að sýna Hamlet en sleppa hlutverki Danaprins. Hvorugt þeirra ríkja sem lík- legust eru til að hefja næst kjarnorkusprengingar á nefni- lega fulltrúa i Genf. de Gaulle Frakkiandsforseti, sem ætlar að láta afhenda franska flughern- um fyrstu kjarnorkuvopnin áð- ur en þetta ár er á enda og kveðst staðráðinn i að láta vinna kappsamlega að fram- leiðslu öflugri sprengja og elcrflauga til að bera þær, hef- ur um langt skeið látið stól -<S> Embœtta- veitingar ★ Menntamállaráðuneytið hefur nýlega skipað Aðalgeir Kristjánsson. cand, mag.. skjala- vörð i Þjóðskjalasafni íslands frá 1. ianúar sl. að telja. ★ Þá hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfest ráðnjngu Högna Björnssonar læknis sem aðstoðarlæknis í Hveragerði frá 4 þ.m til 4. fehrúar n.k ★ Áður hefur hér í blaðinu verið skýrt frá skipun Einars Oddssonar fulltrúa yfirborgar- dómarans i Reykjavík i emb- æt.ti sýslumanns < Skafta- feilssýsiu frá 1. febrúar að teljá Frakklands við samningaborð- í Genf standa auðan. Þar sern Bandaríkjastjórn hefur einselt sér að láta eins og Kína sé ekki til, hefur Kínverjum ekki einu sinni verið boðin þátttaka i viðræðunum í Genf, og vita þó allir að talsmenn kínversku stjórnarinnar hafa marglýst yf- ir að þeir áskilji Kína sama rétt og öðrum ríkjum til kjarn- orkuhervæðingar. Á fundi sam- eiginlegrar hermálanefndar Jap- ana og Bandaríkjamanna i Tokyo í síðustu viku sagði Kenjiro Shiga, forstöðumaður japanska hermálaráðuneytisins, að hann hefði óyggjandi vitn- eskju um að kínverskir vísinda- menn væru búnir að smíða tvær kjarnorkusprengjur og búast mætti við að Kínverjar sprengdu fyrstu tilrauna- sprengjuna innan skamms. Sáttmáli um bann við kjarn- orkusprengingum nær ekki tilgangi sínum án aðildar Frakklands og Kína. Þetta vita stjómir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna jafn vel og aðr- ir, en hvaða líkur eru á að þær fái þessa bandamenn sína eins og nú standa sakir til að fallast á samkomulag sem gert er án þátttöku þeirra? Vægast sagt hverfandi litlar. Ágreiningur Kommúnistaflokka Sovétríkjanna og Kína snýst ekki sízt um matið á ástand- inu í alþjóðamálum og stefn- una sem þar beri að fylgja í ræðu sinni á nýafstöðnu flokksþingi í Berlín lét Krúst- joff þá skoðun í ljós að engat ‘hö’rfdr' værd 'H áÓ' þessi' ágrein- ingur yrði jafnaður á næs1- unni, og hefur enginn orðið til að véfengja það mat, hvorki meðal kommúnista né auð- valdssinna. Ekkert skal for- tekið um hver afstaða Kínn verður til sáttmála um bann við kjarnorkusprengingum, en gerist hún aðili að honum verður það að minnsta kosti ekki fyrir traust á stefnu sov- étstjórnarinnar. Krústjoff kveðst ætla að treysta því að tíminn eyði ágreiningnum við Kínverja, en Kennedy hvorki vill né getur tamið sér slíkt langlundargeð í deilunni við Frakklandsfor- seta. de Gaulle hefur lýst þvi afdráttarlaust yfir að hann ætli sér að ónýta fyrirætlanir Bandaríkjastjórnar um þróun Atlanzhafsbandalagsins og hnekkja bandarískri forustu fyrir Vesturveldunum. Kennedy hefur jafn eindregið strengt þess heit að hafa sitt mál fram, og þar dugir engin bið. A næstu vikum og mánuðum verður að taka úrslitaákvarðan- ir um framtíð Efnahagsbanda- iags Evrópu og Atlanzbafs- bandalagsins. Bandaríkjastjórn vill fyrir hvern mun að Brer- land komist í Efnahagsbanda- lagið og það þróist í átt til allsherjar viðskiptasamtaka Vesturveldanna, sem Kennedy nefnir Atlanzhafssamfélag. de Gaulle er hinsvegar staðráð- inn í að hindra það sem hann kallar „útvötnun" EBE, mark- mið hans er að gera það að nýju stórveldi í Vestur-Evrópu undir franskri forustu, stór- veldi sem geti tekið sjálfstæða afstöðu gagnvart Bandaríkjun- um. Frönsku kjarnorkuvopmn eiga að vera undirstaða þessa nýja stórveldis. Þau eru tromp ið sem hann hefur á hend- inni gagnvart Kennedy. Stuðningur Vestur-Þýzkalands er de Gaulle ómissandi tii að gera fyrirætlanir sínar að veruleika, og agnið sem hann beitir fyrir Þjóðverja er að þeir fái hlutdeild í kjarnorku- vopnabúnaði með náinni sam- vinnu við Frakka. Frakklands- forseti óttast ekki mótbárur smærri Efnahagsbandalagsríkj- anna gegn afsvari hans við inngöngubeiðni Breta í EBE meðan vesturþýzka stjórnin snýst ekki á móti honum af neinni einurð. Italía og Bene- luxlötidin hafa að hans dómi ekkert bolmagn til að brjótast útúr EBE hversu fegin sem þau vildu, þau eru gengin í gildr- una og eiga þaðan ekki aft- urkvæmt. Um Vestur-Þýzka- land gegnir öðru máli. Sátt- málinn sem þeir de Gaulle og Adenauer undirrituðu á þriðju- daginn miðar að því að tengja ríki þeirra saman í órjúfandi kjama nýja Evrópustórveldis- ins. Samræming utanríkisstefn- unnar er sún trygging sem de Gaulle sækist eftir til að koma stefnu sinni fram, og sam- slunginn vígbúnaður er ráð Adenauers til að láta rætast óskina um vesturþýzk umráð yfir kjarnorkuvopnum þegar tímar líða. Þessi þróun mála á meginlandi Evrópu hefur ekki aðeins vakið gremju í Bretlandi, þar sem Macmillan úthúðar de Gaulle fyrir svik og undirferli; Bandaríkjastjórn hugsarþessum ótýrilátu bandamönnum þegj- andi þörfina, þó Kennedy og nánustu samstarfsmenn hans hafi ekki hátt um fyrirætlanir sínar í svipinn. í forústugrein New York Times á mánudag- inn er rætt um „djúpan klofn- ing“ í Atlanzhafsbandalaginu sem orðið getur að raunveru- iegu öngþvéiti". Aðalfréttarit- ari blaðsins í Washington, Jam- es Reston, gerir lýðum Ijóst að bandarískir ráðamenn munu einskis láta ófreistað í tog- streitunni um Vestur-Þjóðverja sem hafin er við de Gaulle. Adenauer og de Gaulle eru komnir að fótum fram, segir Reston, en þeir megna að hindra inngöngu Bretlands í EBE. Taki þeir höndum sam- an gegn Bandaríkjunum, er Adenauer bezt að gera sár grein fyrir afleiðingunum. Þá getur svo farið að utanríkis- stefna Bandaríkjanna verði tekin til gagngerðrar endur- skoðunar, því „reynist þessir tveir menr, á einu máli um að líta á Bretland og Banda- ríkin sem samsærisaðila, verður það ekki einu sinni á færi allra Kennedya í kristninni að sefa Bandaríkjaþing. Adenauer verður því að velja“. de Gaulle heilsar Adenauer við komu hans til Parísar til að undirrita sáttmálann um samræmda utanríkisstefnu og nána hern- aðarsamvinnu milli Vestur-Þýzkalands og Frakklands. R: ► eston heldur áfram; „1 Lmannsaldur hafa Banda- ríkjamenn af báðum flokkum nálgazt skref fyrir skref mark- mið sameiginlegra varna sið- menningarinnar sem við tók- um 1 arf frá Evrópu, en þessa hugsjón er unnt að ónýta, sér- staklega með því að gera ráð fyrir að Bandaríkin og Bret- land láti stjómast af óheiðar- iegum hvötum . , . Ef de Gaulle og Adenauer . . . ætla að biðja okkur að verja Evrópu sem dregur heiðarleika Banda- ríkjanna í efa; að hjálpa til við að dreifa kjamorkuvopn- um, fyrst til Frakklands og síðan óhjákvæmilega sam- kvæmt hugsanagangi de Gaulla til Þýzkalands; ef þeir vænta þess að við höfum samstarf við gaullistiska Evrópu sem hafn- ar Bretlandi og auðmýkir það og fyrilítur öll „sjóveldi"; ef þeir halda að við séum fáan- legir til að vinna með inn- hverfri Verndartolla-Evrópu, sem setur meginlandsríkin ofar Atlanzhafsríkjum — þá eru þeir að biðja um og vonast eftir því sem aldrei hefur átt sér stað og aldrei getur orðið. Því Adenauer þarf ekki aðeins að velja milli Frakklands og Bretlands, heldur þegar öllu er á botninn hvolft milli Frakk- lands og Bandarikjanna", Þegar fróðasti fréttamaður á- hrifamesta blaðs Bandaríkj- anna tekur svona til orða em engir smámunir á seyði. 1 fá- um orðum sagt lætur hann stjórnir Þýzkalands og Frakk- lands vita, að reyni þær að fara sínar eigin götur innan Alanzhafsbandalagsins í trássl við Bandaríkin, þá sé banda- lagið ekki lengur neins virði fyrir Bandaríkjamenn, sem hafi ekki síður vald til að leggja það niður en þeir höfðu vald til að stofna það. Þegar þetta er ritað er ekki enn vitað til fullnustu hvað Adenauer og de Gaulle fór á milli um af- stöðuna til umsóknar Breta um inngöngu í EBE. Ummæli Adenauers fyrr og síðar bera með sér að í hjarta sínu er hann á bandi franska forsetans, en líklegast virðist að hann taki þann kost að fara með löndum meðan vesturþýzka þingið hefur ekki staðfest sátt- málann við Frakkland, því ekkert efamál er að mikill meirihluti þingmanna er and- vígur bandalagi við Frakkland sem kostar það að tengslin við Bre'tland og Bandaríkin rofni. Gamli maðurinn í Bonn hefur langa æfingu í að kasta ryki í augu hikandi fylgismanna sinna þangað til þeir standa frammi fyrir gerðum hlut. en nú er aðstaðan breytt frá þvi sem áður var. Adenauer var ofurliði borinn í Spiegel-mál- inu og hefur skuldbundið sig til að láta af völdum fyrir lok þessa árs. Framundan er tvt- sýn togstreita um Vestur- Þýzkaland, þar sem de Gaulle togar í Adenauer en þeir Kennedy og Macmillan stymp- ast á móti og hafa tök á sam- ráð'nerrum hans Erhard og Schröder. M.T.Ó. Bandarískar flugvélar dreifa eiturefnum yfir akra Viet-namj k Hinn 14. jan. 1963 sendi framkvæmdaráð W.F.T.U. frá sér eftirfarandi ávarp til allra verkalýðssamtaka, vegna eit- urefnanotkunar Bandaríkja- manna í árásarstyrjöld þeirra gegn Suður-Vietnam. Fyrir hönd hinna 120 millj- ón meðlima sinna og alls verkalýðs veraldarinnar for- dæmir alþjóðasambandið hina glæpsamlegu notkun eiturefna, sem bandarísku heirdsvalda- sinnarnir hafa tekið upp i innrásarstyrjöld sinni gegn Suður-Vietnam. Það skorar á öll verkalýðssamtök og allan friðelskandi verkalýð að gera allt sem í hans valdi stendur til að hindra þessar glæpsam- legu aðgerðir og auka samuð sína með verkalýð og alþýðu Suður-Vietnam í baráttu hennar gegn klíku Banda- ríkjanna og Diems. 1 hamlausri ákefð sinni til að kæfa baráttu alþýðunnar í Suður-Vielnam fyrir þjóð- frelsi, friði og lýðræði, og sameiningu lands síns, hafa bandarísku heimsvaldasinn- arnir gripið til notkunar eit- urefna, sem þeir dreifa úr bandarískum ílugvélum. sem stjórnað er af þeirra eigin flugmönnum, yfir akurlendi þéttbýlustu héraðanna, með þeim afleiðingum að í Anxu- yan-héraðinu einu eyðilögðu þeir, í sept. og okt. f.á., meira en þúsund hektara hrísgrjóna- akra og hundruð manna sýkt- ust af eitrinu, misslu sjónina eða bólgnuðu upp og margir létu lífið af völdum eiturs- ins. Notkun gass og eiturefna hefur verið bönnuð með al- þjóðasamningum gerðum í Genf 6. febr. 1922 og 17 júr.i 1925 og voru Bandaríkin að- ilar að þessum samþykktum. Framkoma þeirra nú er þvi freklegt brot á alþjóðalög- um. Þrátt fyrir þessar villi- mannlegu aðfarir Bandaríkj- anna fá þeir ekki bugað hina hetjulegu baráttu alþýðunnar í Suður-Vietnam fyrir frelsi sínu og þjóðlegu sjálfstæöi eins og bezt sést á sigrum þeim er hún hefur nýlega unnið á Joncs-sléttunni. Hin vopnaða árás banda- risku heimsvaldasinnnanna á Suður-Vietnam, og þær villi- mannlegu aðfarir er þeir beita hljóta að vekja reiði allra verkamanna og samtaka þeirra um allan heim. Með skirskotun til sam- þykktarinnar frá 6. júlí 1962. gerðri í tilefni af af- mæli Genfarsamþykktarinnar, k skorar Alþjóðasambandið | W.F.T.U., á allan verkalýð og k samtök hans að sýna sam- ^ stöðu sína, með þeim að- b ferðum er bezt henta í hverju " landi fyrir sig, með stéttar- b systkinunum í Suður-Vietnam og baráttu þeirra og krefjast U þess að, — Bandaríkin virði alþjóða- g samþykktir þær er hér skipta ? máli. — að Bandaríkin hætti taf- k arlaust hernaðaraðgerðum í 9 Suður-Vietnam og kalli allan her sinn úr landinu. Þjóð Suður-Vietnam, sem || Alþjóðasambandið veit að nýt- k ur samúðar alls verkalýðs, | verður sjálf að fá að ráða k örlögum sínum og byggja í | friði þjóðfélag friðar og ham- ingju * <t * l i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.