Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 1
Alþingi kom saman til fundar í gœr Miðvikudagur 30. janúar 1963 — 28. árgangur — 24. tölublað. Alþingi kom að nýju saman til 'funda í gær eftir ríflegt jóla- og áramótaleyfi þing- manna. Er nánar sagt frá þingstörfum í þing- sjá Þjóðviljans á 5. síðu. 1 ! Bretum ekki leyptíEBE I ! í gær lauk þeim samnjuigaumleitunum sem staðið hafa að mestu óslitið síðustu fimmtán mánuði milli brézku stjórnarinn- ar og Efnahagsbandalags Evrópu um aðild Breta að bandalaginu. Þeim lauk svo að Bretum var neitað um inngöngu í bandalagið. Fulltrúi frönsku stjórnarinnar, Couve de Murville utanrík- isráðherra, reyndist ófáanlegur til að fallasí á þá tillögu, sem stjórnir allra hinna aðild- arríkjanna studdu, að framkvæmdastjórn bandalagsins yrði falið að semja skýrslu um gang viðræðnanna fram að þessu og gera fe jafnframt tillögur um lausn þeirra ágrein- f ingsatriða, sem enn stæðu í vegi fyrir sam- komulagi. | Hann gat að vísu sætt sig við slíka = skýrslugerð, en ekki að framkvæmdastjórn- | in bæri fram neinar nýjar tillögur U\ mála- j miðlunar, og hann mátti ekki heyra nefnt að viðræðurnar yrðu teknar upp aftur eftir örfáar vikur, en á það höfðu stjórnir hinna I aðildarríkjanna og brezka stjórnin sjálf lagt Sj höfuðáherzlu. í Þegar ljóst var að franska stjórnin myndi } ekki hvika frá þessari afstöðu sinni, var Í um leið augljóst að þýðingarlaust var að ! halda viðræðunum áfram og var þeim þá formlega slitið og fulltrúa brezku stjornar- | innar tilkynnt þau málalok. | Þáttaskil höfðu orðið í sögu Vestur-Evr- | ópu sem munu verða afdrifarík fyrir alla i þróun alþjóðamála á næstu árum. \\ jálfkjörií í Fél. járniSnaðarmanna N Kl. 6 í gærkvöld rann út fram- boðsfrestur til stjórnarkjörs í Fél lagi Járniðnaðarmanna. Aðeins einn listi kom fram, listi stjórnar Aðalfundur Aðalfundur Llt) var haldið áfram kl. 3 sd. í gær. Nefndir störfuðu um morguninn og fram að þeim tíma. Emil Jónsson sjáv- arútvegsmálaráðherra ávarpaði fundarmenn, en að því Ioknu tóku nefndir að sKila álitum sín- um og voru nokkur þeírra rædd. í gærkvöld hófu nefndir störf á ný og stóð tll að þær störfuðu fram á nótt. Fundurinn hefst svo að nýju kl. 10.30 f.h. í dag. og trúnaðarmannaráðs og varð hann sjálfkjörinn. 1 stjórn eru: Snorri Jónsson formaður, Tryggvi Benediktsson varafor- maður, Einar Sigurgeirsson ritari, Karl Finnbogason vararitari, Ingimar Sigurðsson gjaldkeri, Guðjón Jónsson fjármálaritari og Theodor Óskarsson meðstjórn- andi. I trúnaðarmannaráði eru auk stjórnarinnar: Hafsteinn Guðmundsson, Er- lingur Ingimundarson, Valgeir B. Helgason, Einar Magnússon, Kristinn Jónsson, Ingólfur Jóns- son, Jón Jónasson og Benedikt Sigurjónsson. Varamenn eru: Guðmundur Rósinkarsson, Þor- valdur R. Guðmundsson, Stefán Stefánsson og Jóhann Indriða- spn. n IÐJU" ER NEITAÐ UM JAFK- .'¦.'.'¦..'.'.' :; . ..........¦..'¦..¦. ...'..' '¦ •• . ... Um það bil fjórðungur Iðjufélaga stundar nú ákvæðisvinnu og um þriðjungur kvenfólksins. Nú er ætlunin að svipta þær Iðjukonur, sem þá vinnu stunda, hvorki meira né minna en 9% kaup- hækkun sem aðrir hafa fengið átakalaust. Vísir ssniang • Hvíti fálkinn, blað bandaríska hernámsliðs- ins, skýrði á laugardag- inn frá því að fyrir hálf- um mánuði hafi nokkrir tugir íslenzkra barna komið í heimsókn á Keflavíkurflugvöll og skoðað þar ýmiskonar útbúnað hersins, stríðstól og tilfæringar. • Blaðið segir að þessi barna- og unglingahópur hafi sótt hersíöðina heim í boði dagblaðsins Vísis, og ha'fi ferðin suður eft- ir verið veitt sem verð- laun þeim börnum sem bezt hafi staðið sig í sölu dagblaðsins. • Þess er og getið í frétt Hvíta fálkans, sem birt er á forsíðu blaðs- ins ásamt mynd, að krakkarnir hafi, að lok- inni " skoðunarferð um hersíöðina, þegið veiting- ar í einu húsanna þar. ur söliiörnum lersýmngar i Ekki er greint frá því hver borið hafi veitinga- kostnaðinn, en trúlegt að það hafi hernámsliðið gert, eins og f íðKasí mun þegar hópar íslendinga eru boðnir í herstöðina á Miðnesheiði. Á ábyrgð Alþýðuflokksins, ef ekki verður vinstra sam- starf í Hafnarfirði Sjálfkjörið í Þrétti á Siglu- f irði. — Sjá 12. s. Það kom fram í yfirlýsing- um fulltrúa Alþýðubandalagsins og Framsóknar á fundi bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar í gær, að það er nú undlr Alþýðuflokknum komið hvort samstarf tekst með vinstri flokkunum um bæjar- málin. A fundinum var fjárbagsáætl- Un Hafnarfjarðarkaupstaðar til umræðu. Hafsteinn Baldvinsson bæjarstjóri gerði í upphafi fund- ar grein fyrir frumvarpi að á- ætluninni, en síðan tialaði Krist- inn Gunnarsson (A) aðallega um samvinnuslit Framsóknar og íhalds og það sem gerzt hefur í þeim málum undanfarið. Krist- ján Andrésson, bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins skýrði frá því m.a. að hann og Jón Pálmason, fulltr. Framsóknar. myndu ekki styðja tillögu þó fram kæmi um vantraust á bæjarstjóra fyrr en ábyrgur meirihluti hefði verið myndaður í bæiarstjórninni. Þá rakti K. A. fjárhagsáætlunina og sérstaklega hvernjg íhaldsmeiri- hlutinn hygðist hækka álögur á almenningi en lækka jafnframt álögur á eigin fyrirtækjum. Veltuútsvar hefði 1961 numið kr. 4.562.000, en aðstpðugjaldið sem íhaldið lagði á í sumar hefði numið kr. 3.348.000, þe. lækkun um kr. 1.114.000 eða rúm 24%. Þetta hefði verið gert á þann hátt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekkj notað að fuílu á sl. ári lagaheimildina tii álgnirigar aðstiöðugjalds og skv. frumvarp- inu mi ætti ekki heldur í ár að beita Jögunum að fullu. Áætluð hækkun útsvara væri 13,3%, en það þýðir hækkun útsvara ann- arra en veltuútsvara um 41% frá árinu 1961. Ef fyrirtæki ættu að bera . samsvarandi hækkun á aðstöðugjöldum frá því sem veltuútsvörin voru 1961 ættu að- stöðugjöldin á þessari fjárhagsá- ætlun að nema kr. 6.434.000 í stað 3,8 millj. sem í áætluninni er gert ráð fyrir. en það eru 2.634.000 kr. sem fyrirtækin hafa verið leyst undan að greiða á kostnað almennings. Umræður urðu mjog langar og var enn ekki lokið er blaðið fór í prentun á miðnætti. Vinogradoff á fundi de Gaulle PARÍS 29/1. — Sovézki sendi- herran i París, Sergei Vinograd- off, fór í dag óvænt á fund de Gaulle forseta. Ekkert var látið uppi um hvað þeim fór á milli, en þessi skyndifundur þeirra hef- ur aftur magnað orðróminn um að de Gaulle hafi gert sovét- stjórninni sáttaboð um nýskipan mála í Evrópiu {Cjarabæturnar mega ekki ná til ákvæðis- vinnunnar! Atvinnurekendur þver-! neita enn að látá Iðju, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, íá sömu kaupHækkun og at- mennu verklýðsfélögin' haía' fengið að undan-t förnu skílyrðjslausí. Neita aívinnurekenduí að láta 5% kaupKækkuDH ina ná 'til ákvæðisvinntí- taxía, en um það bU fjórðungur Iðjufélaga stundar ákvæðisvihnu og um þriðjungur Kven- fólksins. Sú 4% Hækkun á kvennakaupi sem ný-< lega kom til íramkvæma' hefur ekki Keldur verið láíin ná 'til ákvæðisíaxf- anna í Iðju, þanníg að ætlunin virðisf vera' að svip'tá þær Iðjukonur sem þá vinnu síun'da hvorki meira né mínna en 9% kauphækkun, sem aðrir hafa fengið átaká- laust. Iðja semur ekki sjálf um á- kvæðisvinnutaxtana við atvinnu- rekendur, heldur hafa einstakir starfshópar samið við atvinnu- rekendur sína og félagsstjómin síðan fengið samkomulagið tíl staðfestingar. Af hálfu félags- ins hefur sú trygging verið sett í samninga að ákvæðisvinna skuli vera. a.m.k. 20% hærri tekjur en mánaðarkaupsvinna, og skal miðað við árstekjur í þehn samanburði. Hins vegar er sama og ekkert eftirlit með því aí þetta ákvæði standist, enda erf- itt að koma eftirlitt við, þar sem margir vinna ákvæðisvinnu annað kastið, en fá föst laun á milli. Munu ákvæðistaxtarn- ir í Iðju vera mjög misjafnir og sumir ósæmilega lélegir. Atvinnurekendur gegn ákvæðisvinnu Það er mjög athyglisvert að atvinnurekendur skuU nú reyna að níðast sérstaklega á því fóIM sem vinnur ákvæðisvinnu. Mál- gögn atvinnurekenda hafa að undanförnu haldið því fram að ákvæðisvinna hefði mikla yfir- burði yfir aðra starfstilhögun» FramhaM á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.