Þjóðviljinn - 30.01.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 30.01.1963, Side 1
Alþingi kom saman til fundar í gœr Alþingi kom að nýju saman til 'funda í gær eftir ríflegt jóla- og áramótaleyfi þing- manna. Er nánar sagt frá þingstörfum í þing- sjá Þjóðviljans á 5. síðu. ! Bretum ekkfi hleypt í EBE mngongu stjórnarinnar, ! i Nánari frásögn á síðu © ! I gær lauk þeim samningaumleitunum sem staðið hafa að mestu óslitið síðustu fimmtán mánuði milli brezku stjórnarinn- ar og Efnahagsbandalags Evrópu um aðild Breta að bandalaginu. Þeim lauk svo að Bretum var neitað um bandalagið. Fulltrúi frönsku | Couve de Murville utanrík- | isráðherra, reyndist ófáanlegur til að fallast á þá tillögu, sem stjórnir allra hinna aðild- arríkjanna studdu, að framkvæmdastjórn bandalagsins yrði falið að semja skýrslu um gang viðræðnanna fram að þessu og gera jafnframt tillögur um lausn þeirra ágrein- ingsátriða, sem enn stæðu í vegi fyrir sam- komulagi. Hann gat að vísu sætt sig við slíka skýrslugerð, en ekki að framkvæmdastjQrn- in bæri fram neinar nýjar tillögur til mála- miðlunar, og hann mátti ekki heyra nefnt að viðræðumar yrðu teknar upp aftur eftir örfáar vikur, en á það höfðu stjómir hinna aðildarríkjanna og brezka stjórnin sjálf lagt höfuðáherzlu. Þegar ljóst var að franska stjómin myndi ekki hvika frá þessari afstöðu sinni, var um leið augljóst að þýðingarlaust var að halda viðræðunum áfram og var þeim þá formlega slitið og fulltrúa brezku stjómar- innar tilkynnt þau málalok. Þáttaskil höfðu orðið í sögu Yestur-Evr- ópu sem munu verða afdrifarík fyrir alla þróun alþjóðamála á næstu árum. i ! : í Fél. járniðnaðarmanna Um það bil fjórðungur Iðjufélaga stundar nú ákvæðisvinnu og um þriðjungur kvenfólksins. Nú er ætlunin að svipta þær Iðjukonur, sem þá vinnu stunda, hvorki meira né minna en 9% kaup- hækkun sem aðrir hafa fengið átakalaust. Vísir býður söSibðrnum sínum til hersýningar! Kl. 6 í gærkvöld rann út fram- boðsfrestur til st.iórnarkjörs í Fél lagi Járniðnaðarmanna. Aðeins einn listi kom fram, listi stjómar Aðalfundur LÍÚ kl. 10.30 Aðalfundur LlU var haldið áfram kl. 3 sd. í gær. Nefndir störfuðu um morguninn og fram að þcim tíma. Emil Jónsson sjáv- arútvegsmálaráðherra ávarpaði fundarmcnn, en að því Ioknu tóku nefndir að sltila álitum sín- um og voru nokkur þeirra rædd. I gærkvöld hófu ncfndir störf á ný og stóð til að þær störfuðu fram á nótt. Fundurinn hefst svo að nýju kl. 10.30 f.h. í dag. og trúnaðarmannaráðs og varð hann sjálfkjörinn. I stjórn eru: Snorri Jónsson formaður, Tryggvi Benediktsson varafor- maður, Einar Sigurgeirsson ritari, Karl Finnbogason vararitari, Ingimar Sigurðsson gjaldkeri, Guðjón Jónsson fjármálaritari og Theodor Öskarsson meðstjóm- andi. í trúnaðarmannaráði eru auk stjórnarinnar: Hafsteinn Guðmundsson, Er- lingur Ingimundarson, Valgeir B. Helgason, Einar Magnússon, Kristinn Jónsson, Ingólfur Jóns- son, Jón Jónasson og Benedikt Sigurjónsson. Varamenn eru: Guðmundur Rósinkarsson, Þor- valdur R. Guðmundsson, Stefán Stefánsson og Jóhann Indriða- son. • Hvíti fálkinn, blað bandaríska hernámsliðs- ins, skýrði á laugardag- inn frá því að fyrir hálf- um mánuði hafi nokkrir tugir íslenzkra barna komið í heimsókn á Keflavíkur'flugvöll og skoðað þar ýmiskonar útbúnað hersins, stríðstól og tilfæringar. • Blaðið segir að þessi barna- og unglingahópur hafi sótt hers'töðina heim í boði dagblaðsins Vísis, og hafi ferðin suður eft- ir verið veitt sem verð- laun þeim börnum sem bezt hafi staðið sig í sölu dagblaðsins. • Þess er og getið í frétt Hvíta fálkans, sem birt er á forsíðu blaðs- ins ásamt mynd, að krakkarnir hafi, að lok- inni skoðunarferð um herstöðina, þegið veiting- ar í einu húsanna þar. Sjálfkjörið í Þrótti á Siglu- firði.—Sjá 12. s. Ekki er greint frá því hver borið hafi veitinga- kostnaðinn, en trúlegt að það hafi hernámsliðið Það kom fram j yfirlýsing- um fulltrúa Alþýðubandalagsins og Framsóknar á fundi bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar í gær, að það er nú undir Alþýðuflokknum komjð hvort samstarf tekst með vinstri flokkunum um bæjar- málin. Á fundinum var fjárhagsáætl- un Hafnarfjarðarkaupstaðar til umræðu. Hafsteinn Baldvinsson bæjarstjóri gerði í upphafi fund- ar grein fyrir frumvarpi að á- ætluninni, en síðan tialaði Krist- inn Gunnarsson (A) aðallega um samvinnuslit Framsóknar og íhalds og það sem gerzt hefur í þeim málum undanfarið. Krist- ján Andrésson, bæj arfulltrúi Al- þýðubandalagsins skýrði frá því m.a. að hann og Jón Pálmason, fulltr. Framsóknar. myndu ekki styðja tillögu þó fram kæmi um vantraust á bæjarstjóra fyrr en ábyrgur meirihluti he.fði verið myndaður í bæjarstjórninni. Þá rakti K. A. fjárhagsáætlunina og sérstaklega hvernig íhaldsmeiri- hlutinn hygðist hækka álögur á almenningi en lækka jafnframt álögur á eigin fyrirtækjum. Veltuútsvar hefði 1961 numið kr. 4.562.000, en aðstpðugjaldið sem íhaldið lagði á í sumar hefði numið kr. 3.348.000, þe. lækkun um kr. 1.114.000 eða rúm 24%. Þetta hefði verið gert á þahn hátt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki notað að fullu á sl. gert, eíns og SEíðlcasí mun þegar hópar íslendinga eru boðnir í herstöðina á Miðnesheiði. ári lagaheimildina til álgningar aðstöðugjalds og skv. frumvarp- inu nú ætti ekki heldur í ár að beita lögunum að fullu. Áætluð hækkun útsvara væri 13,3%, en það þýðir hækkun útsvara ann- arra en veltuútsvara nm 41% frá árinu 1961. Ef fyrirtæki ættu að bera samsvarandi hækkun á aðstöðugjöldum frá því sem veltuútsvörin voru 1961 ættu að- stöðugjöldin á þessari fjárhagsá- ætlun að nema kr. 6.434.000 í stað 3,8 millj. sem í áætluninni er gert ráð fyrir, en það eru 2.634.000 kr. sem fyrirtækin hafa verið leyst undan að greiða á kostnað almennings. Umræður urðu mjög langar og var enn ekki lokið er blaðið fór í prentun á miðnætti. Vinogradoff á fundi de Gaulle PARÍS 29/1. — Sovézki sendi- herran í París, Sergei Vinograd- off, fór í dag óvænt á fund de Gaulle forseta. Ekkert var látið uppi um hvað þeim fór á milli, en þessi skyndifundur þeirra hef- ur aftur magnað orðróminn um að de Gaulle hafi gert sovét- stjórninni sáttaboð um nýskipan mála í Evrópu. JAFN- RÉTTI Kjarabæturnar mega ekki ná til ákvæðis- vinnunnar! Atvinnurekendur þver- neita enn að láta Iðju, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, fá sömu kauphækkun og al- mennu yerklýðsfélögin; hafa fengið að undan- fömu skilyrðislausf. Neita afvinnurekenduij að láta 5% kauphækkunH ina ná til ákvæðisvinnu- tax'ta, en um það bU fjórðungur Iðjufélaga stundar ákvæðisvinnu og um þriðjungur kven- fólksins. Sú 4% Kækkun’ á kvennakaupi sem nýi lega kom til framkvæma’ he’fur ekki Keldur verið láfin ná 'til ákvæðisfaxf- anna í Iðju, þannig að ætlunin virðisf vera að svlpíá þær Iðjukonur sem þá vínnu sfunda hvorki meira né minná en 9% kauphækkun, sem aðrir hafa fengið átaka- laust. Iðja semur ekki sjálf um á- kvæðisvinnutaxtana við atvinnu- rekendur, heldur hafa einstakir starfshópar samið við atvinnu- rekendur sína og félagsstjómin síðan fengið samkomulagið til staðfestingar. Af hálfu félags- ins hefur sú trygging verið sett í samninga að ákvæðisvinna skuli vera a.m.k. 20% hærri tekjur en mánaðarkaupsvinna, og skal miðað við árstekjur í þeim samanburði. Hins vegar er sama og ekkert eftirlit með því að þetta ákvæði standist, enda erf- itt að koma eftirliti við, þar sem margir vinna ákvæðisvinnu annað kastið, en fá föst laun á milli. Munu ákvæðistaxtam- ir í Iðju vera mjög misjafnir og sumir ósæmilega lélegir. Atvinnurekendur gegn ákvæðisvinnu Það er mjög athyglisvert að atvinnurekendur skuli nú reyna að níðast sérstaklega á því fólkl sem vinnur ákvæðisvinnu. Mál- gögn atvinnurekenda hafa að undanfömu haldið því fram að ákvæðisvinna hefði mikla yfii> burði yfir aðra starfstilhögun, Framhald á 12. síðu. Á óbyrgð Alþýðuflokksins, ef ekki verður vinstra sam- starf í Hafnarfirði \ $ * i 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.