Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. janúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SlöA ‘2 Skúli Skúli Guðjónsson á Ljótúnn- arstöðum er sextugur í dag. Hann er gömlum og nýjum les- endum Þjóðviljans að góðu kunnur, en fremur fátt hefur hann þó sagt þeim af sjálfum sér. Fyrir nokkrum kvöldum settist ég að honum til að fá hann til að bæta úr þessu. — Segðu mér Skúli, hvaðan ertu eiginlega upprunninn? — Faðir minn, Guðjón Guð- mundsson bjó hér á Ljótunnar- stöðum frá 1895. Þeir voru bræðrungar faðir minn og Guð- jón Guðlaugsson á Ljúfustöð- um, og voru þeir líkir um margt. Feður þeirra voru úr Dölum. Móðurætt pabþa var úr Húnavatnssýslu, og kváðum við Skúli þingmaður vera eitthvað skyldir, og úr þeirri ætt er Skúlanafnið komið, en Skúlar í þeirri ætt þóttu deyja ungir. Móðuramma pabba varaði móð- ur mína við að láta mig heita Skúla, ég myndi þá ekki verða langlífur. Mamma gerði það samt — og er ég nú kominn þetta til ára minna. Móðir mín, Björg Andrésdótt- ir, var af Snæfellsnesi og var C ntareyjar-Katrín langamma mín — og geta Breiðfirðingar rakið þá ætt frekar. Ég er fæddur hér á Ljótunn- arstöðum 30. jan., sama dag og Hitler komst til valda í Þýzka- landi 30 árum síðar. — Vom ekki fremur kröpp kjör hér nyrðra þegar þú komst í heiminn? — Þegar faðir minn kom hingað hafði jörðin verið í eyði og fyrstu árin vann hann mest hjá Páli Ólafssyni prófasti á Prestsbakka, en 1901 þegar sr. Páll flutti burt fékk faðir minn jörðina byggða og 1909 fékk hann hana keypta. Ég held það hafi verið ákaf- lega mikil almenn fátækt þá, og mitt heimili með þeim fátækari. En samt leið mér vel og er á- nægður með æskuárin Geri. samt ráð fyrir að það þætti lítilfjörlegt líf miðað við æsku þess fólks sem nú er að alast upp. Ég naut líklega meiri mennt- unar í bemsku en tíðkazt hafði fram að þeim tíma því ég var 8 vikur í skóla 3 síðustu vet- uma fyrir fermingu, og hafði afbragðs kennara, bezta kenn- ara sem ég hef komizt í kynni við. — Og hver var hann? — Hann var: — elskan hans Þórbergs. Ég dáðist afskaplega mikið að henni, þótt ég vilji ekki spgja að ég hafi orðið ástfanginn af henni á sama hátt og Þórberg- ur. Síðasta veturinn áður en ég fermdist lærði ég dálítið í dönsku. Ég og annar strákur til fórum yfir bæði heftin af bók Jóns Ófeigssonar, og þó tölu- vert meira, á þessum 8 vikum, og með þeim árangri að ég gat bjargað mér í dönsku eftir það. Sr. Eiríkur Gíslason á Stað bjó mig undir fermingu. Við vorum viku hjá honum — og það er skemmtilegasta vika sem ég minnist. Karlinn batt sig ekki við guðsorðið eitt heldur ræddi við okkur um allt milli himins og jarðar. Hann hafði mikið dálæti á Helgakveri, og eitt sinn sagði hann: Ef þú hefðir lært Heig.akver, þá hefð- irðu getað orðið ágætur guð- fræðingur, Skúli litli. — Já, ef þú hefðir nú orðið guðfræðingur! — Prestur hafði, held ég nokkurn hug á að gera mig að guðfræðingi því hann bauð pabba að kaupa af honum jörð- ina, fyrir nokkru hærra en gangverð, til að kosta mig í skóla. Jörðinni gæti hann hald- ið sem leiguliði. Þetta góða boð var dálítið tvíeggjað, og því var hafneð. sem betur fór. En sannleikurinn er sá að á beim árum langaði mig dálítið til að verða prestur! Úr því varð samt ekki að é" gengi menntaveginn. Ég varð heima h.já foreldrum mínum, en ég las ákaflega mikið milli fermingar og tvítugs. — Hvar gaztu náð í bækur? á Ljótunnarstööum sextugur — og hefur staðið viðþað Akvað að verða aðeins MAÐUR — Ég var ákaflega heppinn með það, því Guðmundur Bárð- arson yngri bjó í Bæ og hjá honum var geymt sýslubóka- safnið og þar las ég Norður- landahöfundana, Ibsen, Björns- son, Lie, Jakobsen, Drachmann og Ingemann o.fl. Ennfremur ýmsar þýðingar á Norðurlanda- málunum, t.d. pældi ég m. a. i gegnum Faust. Upp úr þessu fékk ég þá flugu í höfuðið, að þótt ég gæti ekki orðið prestur þá gæti ég kann- ski orðið skáld, og mun hafa fengizt við að yrkja Ijóð og þýða ljóð Norðurlandahöfunda — en. það er allt löngu týnt. — Þú hefur samt alltaf verið að skrifa? — Já, það mun hafa verið á þessum árum að ég setti saman ritgerðir og ljóð sem birtust í blaði ungmennafélagsins hér. Það var allt mjög rómantískt og í anda ungmennafélaganna á þeim árum. Svo var það haustið 1927 að ég gerðist nemandi Jónasar frá Hriflu. Held það hafi vakað fyrir mér að með þessari inn- göngu í Samvinnuskólann ætl- aði ég að búa mig undir það að verða skáld! Ég held ég hafi haft gott af verunni hjá Hriflu-Jónasi, og ég ber alltaf hlýjan hug til hans síðan, m.a. fyrir það, að hann læknaði mig í eitt skipti fyrir öll af þeirri ótímabæru hugmynd að gerast skáld. — Hvernig fór hann að því? — Hann fór að því á mjög einfaldan hátt. Ég hafði látið V.S.V. hafa mig til þess að birta ljóð í Kyndli, riti Félags ungra jafnaðarmanna. Sumir sögðu ljóðið stælingu á Þor- steini Erlingssyni, — og má vera að rétt hafi verið. Aðrir sögðu að kvæðið væri lofgerð um Hriflu-Jónas; — kvæðið hét Brautryðjandinn. Litlu síðar kom Jónas að máli við mig: — Þú ert farinn að birta eftir þig kvæði á prenti. Ég kvað vart orð ger- andi á því. — Þú ættir ekki að birta mikið meðan þú ert ungur, því menn brenna venjulega fyrstu kvæðunum sínum, sagði hann. Þótt ég væri mikill sveita- maður var ég samt ekki svo grænn að ég skildi ekki sneið- ina, svo ég lét alla Ijóðagerð niður falla, — nema hvað ég hef stundum á seinni árum sett saman vísur þegar ég hef verið að mjólka kýmar. — Hvað datt þér svo næst í hug að verða? — Þó ég gæti ekki orðið prestur eða skáld þá sætti ég mig við þetta og ásetti mér að ég skyldi bara reyna að vera maður. — Hvenær tókstu upp þann stíl sem þú nú notar? — Stílinn? Það gerðist með- an ég var í Samvinnuskólanum! Þá söðlaði ég alveg yfir með stíl, því áður skrifaði ég mjög hátíðlega! — Hvað olli þeirri breytingu? — Þetta var eiginlega einsog andleg opinberun. Það atvikað- ist þannig að ég skrifaði tölu- vert í skólablaðið, en svo var það einu sinni að vinur minn Halldór Sigfússon skattstjóri. sem var mikill rithöfundur á skólavísu las upp á skólafundi grein eftir sig. Greinin gekk úl á að sanna að það væri búið að segja allt sem hægt væri að segja, ekkert væri eftirskilið okkur nema eftiröpun; nann orðaði þetta í greinarlok þannig að brunnur frumleikans væri tæmdur. Og þar sem Halldór sat og las þessa ritgerð sína og strauk hökuna — hann mun hafa ver- ið mjög ánægður með grein sína — kom heilagur andi yfir mig! Ég sá allt í einu hið skop- lega við þetta, og í næsta blað Loka skrifaði ég greinarkorn sem ég nefndi Brunn frumleik- ans. Gerði þar grín að þessari röksemdafærslu vinar míns og klykkti út með því að það sem bezt afsannaði kenningu hans væri hann sjálfur, því þessi kenning hans um að frumleik- inn væri þrotinn væri það frumlegasta sem ég hefði heyrt! — Svo þá kviknaði þér ljós skopsins. — Já, eftir það fór ég að sjá broslegu hliðarnar á hinu al- varlega og hið alvarlega í því skoplega. Þetta tvennt hefur verið óaðskiljanlegur þáttur í lífi mínu síðan ég hlaut þessa opinberun frá Halldóri Sigfús- syni. — Fleira muntu hafa skrifað á þessum árum? — Já, annars er hægt að fara fljótt yfir sögu í þessari rit- mennsku minni, ritstörf hafa alla tíð aðeins verið tómstunda- gaman mitt. Það næsta var víst að ég lenti í ritdeilu við Jóhannes úr Kötlum um jafn lítilfjörlegt at- riði og það hvort Islendingar ættu að ganga í litklæðum. Þó mun annað og meira hafa legið bama á bak við. því ég var að 'osna undan rómantík æskuár- "nna, en Jóhannes mun þá hafa "erið mun rómantískari en ég. Svo kom þessi barátta við rómantíkina fram eftir 1930 að ég fór að skrifa í Skinfaxa, og átti ég þá m.a. í ritdeilu við Halldór okkar á Kirkjubóli. — Um hvað deilduð þið? — Það var víst aðallega um rómantík og realisma. Ég held að ég hafi verið í uppreisnar- hug gegn sveitarómantíkinm, en Halldór mun hafa staðið þar föstum fótum miklu lengur en ég. — Svo skrifaðir þú í Ið- unni? — Já, næstu árin skrifaði ég dálítið í Iðunni, og var það mest fyrir áeggjan sr. Sigurð- ar Einarssonar — sem þá var ekki orðinn eins heilagur mað- ur og nú. Ég á Sigurði alltaf mikið að þakka, en hann hvat.ti mig til ritstarfa. — Þá þjarmaðir þú einmitt að prestunum. — Já, þá lenti ég í orða- skaki við presta — og hafa prestar verið mitt uppáhalds- efni siðan. Ég var í uppreisn- arhug gegn Þjóðkirkjunni. Prestar Þjóðkirkjunnar voru svo pólitískir í stólræðum sín- um að ég gat ekki þagað . . . Já, þeir voru mjög íhaldssamir og trúir ráðandi stétt, og deildu á kommúnista — eins og prest- ar hafa viljað gera allt til þessa dags. — Varstu þá orðinn komm- únisti? — Nei, það var ekki fyrr en eftir þetta að ég fór að hugsa um kommúnisma. Það er eig- inlega prestunum að þakka eða kenna að ég varð kommúnisti: Fram að þeim tíma hafði ég talið mig frjálslyndan.... Já, á árunum 1930—1934 taldi ég mig umbótamann, þótt farið væri að kalla mig kommúnista. Þessar ásakanir um komm- únisma urðu til þess að ég fór að kynna mér kommúnisma, hitti þessa karla í Kommún- istaflpkkn.pjn. .og. fúkk. ,að- sitja fundi. Ég hef aldrei lært nein kommúnisk fræði, en þetta hef- ur einhvernveginn seitlazt inní mig gegnum lífsbaráttuna, að þarna, með kommúnistununi væri mín staða og hvergi ann- arstaðar. Ég kynntist þar góð- um mönnum, Gunnari Bene- diktssyni, Kristni E. Andrés- syni og Einari Olgeirssyni, og ég býst við að kynni mín af af þeim hafi átt þátt í því að ég tók þá ákvörðun að vinna með þessum flokki. Ég fékkst lítið við ritstöif á árunum 1936—1940, en á þeim árum vann ég töluvert sð stjórnmálum — með misjöfn- um árangri. Við stofnuðum hér deild í Kommúnistaflokknum, en það rann út í sandinn; nokkrir gáfust upp, en fleit-i hafa flutzt burt, svo ég get ekki státað af neinum afrek- um á því sviði í sveit minni. Vmislegt gæti maður rifjað upp af sambýlinu við sveitunga mína á þessum árum, en það skal ógert látið að sinni. Það var ójafn leikur, því þeir sem voru á móti okkur höfðu ö!l ráð og völd í sveitinni. — Voru þeir mjög hræddir við þig blessaðir! — Veit ekki vel hvemig þeir hafa hugsað sér þetta, en eftir að ég var sjálfur farinn að kalla mig kommúnista virtust sumir veröa hálfhræddir við mig! En svo smábreyttist þetta allt. Annars er það mín reynsla að þorri lesenda horg- arablaðanna taki aldrei bókstaf- lega skrif þeirra um kommún- ista, og það heyrir til algerra undantekninga ef slík skrif eru meðtekin og melt eins og þau koma fyrir af skepnunni. — Og svo fórstu aftur að skrifa? — Já, á árunum 1940—1946 begar Gunnar Ben. hafði Nýja Tímann skrifaði ég fastan póst ' hann sem nefndist Framsókn- arannáll. Ég minnist alltaf með mikilli ánægju samstarfsins við Gunnar á þessum árum. — Ákvaðstu að gerast bóndi 'im leið og bú ákvaðst að verða sðeins maður? — Já. um leið og ég ákvaö að vera bara máður ákvað ég að verða bóndi enda kom það af sjálfu sér. Vildi ekki að jörð- in færi til vandalausra. Raun- ar hef ég aldrei verið neinn bóndi; að vísu séð mér og mín- um farborða, en einhvernveg- inn hefur það verið svo að ég hef verið með hugann við allt annað, fjarskylt búskapnum. Samt hef ég haft þá reglu að ritstörf tækju ekki tíma frá búskapnum; ég hef nær und- antekningarlaust unnið að þeim í frítíma eða svefntíma mín- um. — Og þá stundum orðið að auka degi í æviþátt. — Já, stöku sinnum hefur sú orðið raunin á. Ég veit ekki hvemig aðrir menn vinna að ritstörfum. En ég hef ekki þurft að eyða miklum tíma í ritstörf- in sjálf. Ég hef hugsað málin við vinnu mína og þegar ég hef legið andvaka á nóttum og því getað skrifað nokkuð viðstöðulaust þegar ég hef gef- ið mér tíma til þess. Búskapurinn hefur oltið ein- hvernveginn áfram, og kannski heldur skánað síðan krakkam- ir fóru að vaxa úr grasi. — Þú virðist hafa dálaeti á myndríkum setningum. — Ég hef alltaf haft gaman af því að mynda setningar þannig að einhver líking væri í þeim, — en aðrir hafa kannski ekki alltaf verið eins ánægðir. — Hvað áttu við? — Einu sinni á búnaðarfé- lagsfundi þar sem rætt var um mæðiveikigirðingu bar ég fram tillögu, en í henni var félagsstjóminni falið að hrinda máli þessu í framkvæmd, og sagði ma.. svo í tillögunni: „Þá felur fundurinn stjórninni að draga þingmanninn í gang og beita honum síðan málinu til framdráttar". Það er nú svo að séu dráttarvélar eitthvað tregar í gang eru þær oftast dregnar í gang og síðan vinna 4)ært. sitt verk. En við þessa setningu setti alla hljóða og þeir gátu ekki hugsað sér að samþykkja tillögunaþannigorð- aða. Til þess að forða frá vand- ræðum felldi ég þessa setningu niður. En samt tel ég þetta eina beztu setningu sem ég hef myndað. — Var ekki erfitt að halda áfram að skrifa eftir að þú varðst blindur? — Þegar ég missti sjónina var það kannski ein hugsun sem fyrst og fremst settist að mér; að nú yrði ég að leggja á hilluna að skrifa. En svo var það einu sinni er ég sat á tali við vinkonu mína, Aðalbjörgu Jakobsdóttur, að hún sagði mér frá frænda sínum í Ameríku sem varð blindur, en fór og skrifaði end- urminningar sínar eftir það. Fyrst var ég vantrúaður á þetta, en hugleiddi svo málið, lærði á ritvél og hef síðan skrifað í fullkominni blindu. — Og ertu þá ekkert svart- sýnn á tilveruna? — Eiginlega er ég bjarsýnn á lífið og tilveruna, held að þetta stefni allt til bóta. Ég trúi ekki að heimsendir sé yf- irvofandi. Kannski er þetta blekking. En hvað er blekking og hvað er þekking? Það sem talið er þekking í dag getur verið orðin blekking á morgun. Ég held, svo fjarstætt sem það kann að hljóma, að ég sé sambland af efnishyggjumanni og trúmanni. Ég get aldrei komið inn í kollinn á mér því sem prestarnir prédika: að efn- ishyggjan hljóti að vera and- stæð trúnni, né því að komm- únisminn hljóti að vera and- stæður kristindóminum. Ég held að þetta eigi eftir að ganga upp hvað í öðru. Ég gæti hugs- að mér — að sjálfsögðu er það hrein ídeólógía að guð, eða það afl sem stjórn- ar heiminum. sé í efninu, því efnið er það sem blíf- ur, og það eina sem hægt er að festa hendur á. Mér hef- ur því oft dottið í hug þegar prestarnir eru að berj- ast gegn efnishyggjunni að þá séu þeir að berjast á móti guði* hygg að vísindin eigi eftir að finna guð. eða þau lögmál sem stjórna heiminum. efíir efnislegum leiðum. Framhald á bls. 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.