Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.01.1963, Blaðsíða 12
Fjárhagsáætlun Akranesbæjar 20% hækkun út- svara—enn um \ Daníelsmálið Bátur og snjór Á fundi bæjarsfcjórnar Akra- ness síðastliðinn föstudag var fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 1963 til fyrrj umræðu. Niður- stöðutölur eru áætlaðar 22 millj. 300 þús. krónur. og er þar um að ræða 5 millj. króna hækkun frá fyrra ári. Útsvör eru áætluð 15 millj. 300 þús kr. og aðstöðu- gjöld 2 millj. 700 þús.; í fyrra voru útsvör og aðstöðugjöld sam- anlagt 15 millj. króna, o gnemur því hækkunjn þremur milljónum, eða 20%. Tvö umferðaslys urðu í gærdag 1 gær urðu tvö umferðarslys hér í Reykjavík. Um kl. 11 f.h. varð drengur fyrir bifreið á mót- um Njálsgötu og Snorrabrautar en meiðsli hans munu ekki haía verið alvarleg. Um kl. 4 síðdeg- is varð' svo telpa fyrir bifreið á Lindargötu móts við Þjóðleik- húsið en hún mun einnig hafa sloppið við alvarleg meiðsli. Stjórn Þróttar á Siglufirði var sjálfkjörin Siglufirði 29/1. — Verkamanna- félagið Þróttur hélt aðalfund sinn síðastliðinn sunnudag. Gunnar Jóhannsson, sem verið hefur formaður félagsins sam- íleytt í 23 ár, baðst nú eindregið undan endurkjöri. Færði fundur- inn honum þakkir fyrir störf hans í þágu siglfirzkrar verka- lýðshreyfingar. Stjórn félagsins varð sjálf- kjörin og er hún þannig skip- uð: Óskar Garibaldason, formaður; Gunnlaugur Jóhannsson, vara- formaður; Kolbeinn Friðbjamar- son, ritari; Hólm Dýrfjörð, gjald- keri; meðstjómendur: Páll Jóns- son, Anton Sigurbjömsson og Þorkell Benónýsson. Hannes. Iðja Framhald af 1 .síðu hún væri hin rétta leið verka- fólks til að ná kjarabótum. Nú virðist atvinnurekndur ætla að reyna að nota ákvæðisvinnufyr- irkomulagið til að koma í veg fyrir kjarabætur neita þeim sem ákvæðisvinnu stunda um jafn- rétti við aðra. Verður ekki ann- að séð en atvinnurekendur séu með þessu að beita sér gegn þeirri vinnutilhögun sem mál- gögn þeirra hafa talið allra meina bót! Þar telja þelr garðinn lægstan Það er einnig athyglisvert að atvinnurekendur skuli sérstak- lega hafa valið að sýna Iðja fjandskap. Atvinnurekendablöðin hafa haldið því fram að stjórn Iðju væri til mikillar fyrirmynd- ar, þar væru í fomstu menn sem kynnu að tryggja „kjara- bætur“. En þegar „kjarabætur án verkfalla" koma til fram- kvæmda leggja atvinnurekendur áherzlu á að skilja verulegan hluta Iðjufólksins eftir án kjara- bóta. Þeir glúpnuðu á því fyrir nokkmm dögum að neita Dags- brún um kauphækkunina, en þar sem Guðjón í Iðju er, telja þeir auðsjáanlega garð verkalýðs- hreyfingarinnar lægstan. Ekl'.i var hægt að kveða upp þyng-i áfellisdóm yfir umboðsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Iðju. Helztu gjaldaliðir áætlunarinn- ar eru þessir: Til bæjarútgerð- arinnar 4.5 mjllj. kr., grejðsla ýmissa skulda 2,1 millj., til hafn- arsjóðs 1,7 millj., til gatnagerðar 1,5 millj. og tU sjúkrahúss 1.0 millj. Dýr er orðinn Daníel Á bæjarstjómarfundi þessum fluttu bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins tillögu þess efnis, að bæjarstjórnin skoraði á þá bæjarfulltrúa, er stóðu að því að víkja fyrrverandi bæjarstjóra, Daníel Ágústínussyni, frá störf- um, að greiða sjálfir kostnað, sem af ráðstöfun þessari leiðir. Var bent á, að gert hefur verið ráð fyrir því í lögum. að bæjarfull- trúar beri persónulega ábyrgð á samþykktum sínum. fhald og kratar björguðu auðvitað eigin skinni með því að fella tillöguna. Kostnaður Akranesbæjar vegna Daníelsmálsjns mun nú nema á fjórða hundrað þúsund króna, þar af fær Daníel sjálfur í laun, miskabætur og málskostnað hátt í 200 þús. kr., ef vextir eru með- taldir. Mikinn hluta þessarar upphæð- ar hefði bærinn losnað við að greiða, ef samþykkt hefði verið sú tillaea Sigurðar Guðmundsson- ar. bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins, að semja við Daníel um bessar srreiðslur, en sú tillaga var borin fram. þegar Daníel hafði verjð vikið frá. En bæjarstjórn- armeirihlutinn kaus heldur dómstólaleiðina og eyddi þannig fé bæjarfélagsins að óþörfu. 1 fyrrinótt hriðaði ofurlítið og var snjóföl yfir allt í gær- morgun. Sól var og bjart og eru slíkar aðstæður hinar á- kjósanlegustu til listrænnar ljósmyndunar. Meðfylgjandi mynd er frá höfninni. Lítil bátkæna klædd skærhvítum snjóhjúpi vagg- ar sér mjúklega í morgunandvaranum bundin við bryggju. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Félagsfundur í Kvenfélagi sósíalista I kvöld kl. 8.30 verður haldinn fundur í Kvenfé- lagi sósíalista í Tjamargötu 20. Fundarefni: 1. Tillögur trygginganefnd- ar lagðar fram og ræddar. 2. Lagabreytingar fyrir Carolinusjóð. 3. Félagsmál. 4. Umræðuþáttur. 5. Kaffi. Stjórnin. f/ fíutti ulls á sl árí 104.043farþega Samkvæmt upplýsing- um Flugfélags íslands hafa aldrei verið fluttir fleiri farþegar með flug- vélum félagsins en á sl. ári. Varð tala farþega alls 104.043 en var árið 1961 77.894 og er aukn- ingin því 33,6%. Um þessa aukningu farþega- flutninganna segir svo í frétta- ti’kynningu frá Flugfélaginu: Mest var aukningin í farþega- flugi innanlands, 40,7 af hundr- aði. Fluttir voru 68,091 farþegi á móti 48,382 árið áður. Vafa- laust munu sumarfargjöld, sem sett voru í fyrsta sinn sl. sum- ar, eiga sinn þátt í þessari miklu aukningu, svo og aukinn flugvélakostur. Þess ber að geta, að sumarið 1961 lá innanlands- flug niðri i einn mánuð vegna verkfalla. Millilandaflug félagsins jókst einnig verulega á sl. ári. Flutt- ir voru 27,952 farþegar í áætl- unarflugi milli landa, en 24,520 árið áður. Aukning er 14 af hundraði. Farþegar í leiguflugl voru á sl. ári 8000 en voru 4992 árið 1961. Aukning 60,3%. Mjðvikudagur 30. janúar 1963 — 28. árgangur — 24. tölublað. Fékk jeppann lánað- an hjá föður sínum Eins og frá var sagt hér í blað- inu í gær varð enn eitt bana- slys af völdum umferðar í fyrra- kvöld. Varð 78 ára gömul kona fyrir bifreið á Miklubraut rétt við Miklatorg ,og lézt hún af afleiðingum slyssins skömmu eftir að hún var komin á sjúkra- hús. 1 gær var ekki hægt að skýra frá nafni konunnar þar sem ekki hafði náðst til allra aðstandenda hennar en hún hét Elísabet Jóns- dóttir og átti heima að Eskihlíð 13. Var hún gift Hákoni Krist- jánssyni. ökumaður bifreiðarinnar sem konan varð fyrir var 16 ára pilt- ur, réttindalaus. Hafði hann feng- ið lánaðan Land-Roverjeppa hjá föður sínum gegn því skilyrði að fá ökumann með bílpróf til þess að keyra. I jeppanum með honum voru þrír aðrir ungling- ar á hans reki tvær stúlkur og piltur. Ber þeim öllum saman um að bíllinn hafi ekki verið á mikilli ferð. Önnur stúlkan varð fyrst konunnar vör og hrópaði upp en það var of seint. Áðeins 22 fbúðir full gerðar á Akureyrl 1962 I Verkamanninum 25. þ.m. er birt skýrsla byggingafulltrúans á Akureyri um byggingafram- kvæmdir þar sl. ár. Kemur fram í skýrslunni, að aðeins voru fullgerð 18 hús með samtals 22 íbúðum á árinu en blaðið bend- ir á, að húsnæðismálanefnd er nýlega lauk störfum taldi lág- marks byggingaþörf á Akureyri vera 65 íbúðir og þó þyrfti raun- ar meira til fyrstu árin til þess að vinna upp það sem á hpfur skort að væri nægilega byggt síðustu árin. Á árinu 1962 var hafin bygg- ing 23 íbúðarhúsa með samtals 33 íbúðum á Akureyri og í árs- lok voru í smíðum 57 íbúðar- hús með alls 74 íbúðum. Eins og fyrr segir voru fullgerð á árinu 18 hús með 2 íbúðum en fokheld urðu 34 hús með 47 í- búðum. Meðalstærð fullgerðra íbúða var 418.7m3. Af öðrum húsum en íbúðarhús- um voru 28 í byggingu um sl. áramót. Þar af voru 12 talin fullgerð og 8 fokheld. Af stór- byggingum sem fullgerðar voru á árinu má nefna Elliheimilið, Fataverksmiðjuna Heklu, Amaro- húsið og Útvegsbanka Islands. Fokheldar urðu m.a. skrifstofu- bygging Akureyrarbæjar, sam- komuhús Akurs h.f. (Sjálfstæð- ishúsið), viðbygging við póst- og símahúsið og við Bamaskóla Oddeyrar. Á árinu var m.a. hafin bygg- ing verksmiðjuhúss fyrir Strengjasteypuna, verkstæðishúss fyrir Hafnarsjóð Akureyrar, vörugejrmsluhúss fyrir Sápuverk- smiðjuna Sjöfn og viðbótarbygg- ingu við Gagnfræðaskólann. Ný síldar- verksmiðja? Borgarfirði eystra 29/1. — Hér eru á döfinni ráðgerð um að byggja litla síldarverksmiðju með vorinu, en allar athuganir eru þó á frumstigi. Hreppsfélag- ið hefur haft forgöngu og meðal annars efnt til sölu hlutabréfa í þessum tilgangi og hefur heyrst að Kaupfélagið hér á staðnum og Vilhjálmur Jónsson, síldar- saltandi á Raufarhöfn og Vopna- firði hafi meðal annarra áhuga á að gerast hluthafar. Síldarsöltun var rekin hér síðastliðið sumar á einu plani og var heildarsöltun á sumrinu tvö til þrjú þúsund tunnur, en frekara gengi söltunar mun vera bundið við síldarbræðslu á staðnum og er með annars drif- fjöður í þessari framkvæmd. SE. Breytingarnar á b.v. Narfa Eins og getið var lítillega um hér í blaðinu 1 gær, fór togarinn Narfi áleiðis til Eng- lands aðfaranótt mánudagsins, þar sem hann tekur um borð vélar þær, sem síðan verða settar niður í Þýzkalandi. Breyting sú, sem fram fer á skipinu í Bremerhaven, og verður væntanlega lokið í marzlok, er í því fólgin, að byggt verður yfir alla bak- borðshlið skipsins frá bakka og aftur á bátapall og innund- ir þilfarslúgur. 1 bakborðs- ganginum verða frystivélam- ar staðsettar, en tækin í yfir- byggingunni á dekkinu. Frystivélamar em frá J.E. Hall & Co. Ltd. í Dartford, en frystitækin af gerðinni Jack- stone vertical plate freezers, 6 að tölu og tekur hvert þeirra V2 tonn í einu og hrað- frystir það magn á 2 klst. og 40 mínútum. Tækin skila fisk- inum í 48 kg. blokkum, sem losaðar eru úr tækjunum með heitu gasi. Lest skipsins verður breytt í frystilest með 28 gráðu gaddi, en við þær breytingar minnkar hún nokkuð vegna mikillar einangmnar og breytts fyrirkomulags. Nú get- ur lestin tekið 420 tonn, en að breytingunum loknum tekur hún 300—350 tonn. Guðmundur Jömndsson út- gerðarmaður skipsins hefur skýrt svo frá, að þegar hann ákvað afkastagetu þessara nýju tækja hafi hann gert ráð fyrir 13 tonna meðalafla á sólarhring og eiga þau að geta afgreitt það magn án erfið- leika. Þá hefur hann reiknað með að famir verði tíu 34 daga túrar á ári. Með hinum nýja útbúnaði er hægt að lengja úthaldið að mun í hverjuim túr, þar sem ekki þarf að eltast við hámarks- dagafjölda þann er nú gildir. Einnig verður hægt að nýta ýmis mið, sem við íslendingar höfum ekki getað notað hing- að til, svo sem hin auðugu mið sunnan við Nýfundna- land og jafnvel mið sem liggja á enn heitari svæðum jarðarinnar. Selt fyrirfram Guðmundur hefur selt allan afla skipsins í hálft annað ár brczkum fyrirtækjum, Byrds Eye og Ross-hringnum í Hull fyrir 150% hæria verð en fæst hér heima. Verð þetta er reiknað þannig út að tekið er meðaltalsverðið á brezkum uppboðsmarkaði yfir árið. Siglingum verður hagað svo, að helmingur áhafnarinnar verður í landi meðan skipið er í ferðinni, en að sjálfsögðu verður öll áhöfnin um borð meðan á veiðum stendur. Landað verður í Royaldokk- inni í Grimsby en ekki fiski- dokkinni. Tilraun Takist þessi tilraun með breytingar á skipinu vel, verð- ur ekkert því til fyrirstöðu að breyta hinum stóru togur- unum okkar á sama hátt og jafnvel einnig hinum stærri og nýrri nýsköpunartogurum. Valið var að flaka ekki fiskinn um borð, vegna þess að reynsla Breta og Þjóð- verja af þeirri verkun hefur ekki gefið svo góða raun, sem menn gerðu sér vonir um. Hinsvegar hefur gefizt vel að heilfrysta fiskinn nýj- upp úr sjó, ýmist hausaðan eða með haus. Þá er að geta þess að fundin hefur verið upp ný aðferð til að þíða fiskblokkirnar þannig að ekki tapist nema 1—2% af þyngd- inni, en með þeim aðferðum sem áður þekktust töpuðust 8—10% af þyngdinni við þíð- ingu. Skuttogarar tímabærir Aðspurður um hvort ekki sé tímabært fyrir okkur Is- lendinga að fá okkur skuttog- ara, kvaðst Guðmundur vilja benda á reynslu annarra af þeim. Nú væri svo komið að Þjóðverjar smíðuðu eingöngu slík skip, en Bretar færu hinsvegar nokkru hægara í sakimar, þó að þeir séu brautryðjendur á því sviði og virðist þar helzt um að kenna frægri fastheldni þeirra við foma siði. Þegar Guðmundur lét smíða Narfa, vildi hann fá að hafa hann skutbyggðan, en mætti ekki þeim skilningi ráða- manna að það mætti verða. Hann kvað breytingamar á Narfa mundu kosta 11 millj- ónir, eða því sem næst og hefur Alþingi veitt honum ríkisábyrgð fyrir 970,000 marka láni í V-Þýzkalandi. Skipstjóri á Narfa verður eft- ir sem áður Helgi Kjartansson. G.O. 4 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.