Þjóðviljinn - 31.01.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 31.01.1963, Qupperneq 1
Hernámsgóss Fimmtudagur 31. janúar 1963 — 28. árgangur — 25. tölublað. Linna hlaut verðlaunin í gær var úthlutað bók- menntaverðlaunum Norð- urlandaráðs og, eins og margir höfðu spáð, voru þau veitt finnska rithöf- undinum Vainö Linna. Honum hefur verið veitt þessi eftirsótta viður- kenning fyrir skáldsagna- flokk sinn sem hefur komið út á árunum 1956 —62. Verðlaunanefndin komst að þessari niður- stöðu eftir tveggja tíma. fund. Ákvörðunán var ekki samþykkt einróma, en með miklum meiri- hluta. Linna mun verða afhent verðlaunin á fundi Norðurlandaráðs í Osló þann 10. febrúar; — en þau nema sem svarar rúmlega 300 þús. ísl. kr. í fyrra féllu verðlaun þessi í hlut sænska skáld- sagnahöfundarins Eyvind Johnsons. Nánar er sagt frá Linna á þriðju síðu. i 19 férust í flugslysum j USA NORFOLK 30/. Tvær banda- rískar herflugvélar með sam- tals 20 menn innbyrðis fórust I dag. Samkvæmt fyrstu fréttum mun aðeins einn hafa lifað af. Önnur flagvélin hrapaði í haf- ið um 150 sjómílur austur frá New York. Um borð í henni voru 14. menn. Brak úr vélinni sást úr lofiti en ekki er gert ráð fjrrir að nokkur sé á lífii í flakinu. 1 nánd við Santa Fe í Nýja- Mexíkó hrapaði þota af gerðinni X—52. Um borð í hetnni voru sex menn. Úr flugvélum sem flogið hafa yfir slysstaðlitnn sást hvar filakið brann og einn mað- ur hefur fundizt á lífi. /1 Bandarísku herflutning'a- V skipin frá Moor og Mc- Cormack eru tíðir gestir hér I Reykjavíkurhöfn og engin veit með vissn hvað innanborðs er. Hér eru tveir offísérar að Spíg- spora í kringum góSsið á bakk- anum þar sem Moormacwind hcfur legið undanfama daga. Annað skip Moormacsaga var hér í fyrradag. Oft hefur verið talað um þrengslin í höfninni þegar síldarbátamir eiga í hlut! (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Meredith blökkustúdent mun halda náminu áfram JACKSON 30/1. Blökkustúdcnt- við Oxfordskólann. 1 haust neit- inn James Meredith er nú stadd- ur í Jackson í Missisippi. Hann tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að snúa aftur til Ox- ford-háskólans þar í fylkinu og halda námi sínu áfram . Meredith er fyrsti blökkustúd- entinn sem nám hefur stundað Afengissalan jákst um 18.4% á árinu 1862 1 yfirliti sem blaðinu hefur borizt frá áfengisvamarráði um áfengissöluna síðasta ársfjórðung- inn í fyrra segir að hún hafi numið á tímabilinu (1. okt. til 31. des) samtals á öllu landinu 67.137.926.00 krónum og er það rétt 10 milljón króna aukning frá sama tíma í fyrra. Heildarsalan á árinu 1962 varð kr. 235.838.750.00 en árið 1961 nam hún kr. 199.385.716.00. Hef- ur hún því aukizt um kr. 36.453.034.00 eða 18.4%. Þess ber þó að geta við þennan saman- burð, að talsverð verðhækkun varð á áfengum drykkjum 1. júlí 1962. uðu fylkisyfirvöldin honum um skólavist og hvítur skríll gerði aðsúg að honum og hugðist varna honum aðgöngu að skól- anum. Varð að beita hervaldi til að fá hann innritaðann. Síð- an hefur honum verið sýndur ýmiss konar fjandskapur í skól- anum og kom svo að lokum að honum þótti að hann ætti varla annars úrkosta en að hætta námi. 1 dag hélt hann blaðamanna- fund og kvaðst hafa hugsað mál- ið í nokkra daga. Hann sagði að hann yrði að taka tillit til sjónarmiða sem fjölmargir aðr- ir menn, bæði í Bandaríkjunum og annars staðar, hefðu látið í Ijós. Hefði hann ákveðið að láta þau sjónarmið ganga fyrir sínum eigin tilfinningum og myndi hann því snúa aftur til háskólans enda þótt ástandið þar væri slíkt að allt annað en þægi- legt væri að stunda þar nám. Aðalfundur IlÚ hélt áfram í gær og voru afgreidd nokkur nefndarálit fyrir hádegi. Á síð- degisfundi var fjallað um álit skipulagsnefndar um nýjar sam- þykktir fyrir samtökin, sem eiga „að styrkja þau og þjappa þeim betur saman um hagsmunamál sín“, segir í fréttatilkynningu, sem blaðinu barst síðdegis í gær. erindisbréf kennara Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra á nú í al~ varlegum deilum við kennara í barnaskólum og gagnfræðaskélum. Deilurnar stafa af því að ráð- herrann hefur ekki staðið við erindisbréf sem hann gaf sjálfur út í fyrra. Gylfi gaf erindisbréfið út 1. júní í fyrra, og var því fagnað sem mikilli réttarbót fyrir kenn- ara. 1 bréfinu voru ákvæði um að vinnutími kennara skyldi daglega vera frá kl. 8 til 4 eða frá kl. 9 til 5, nema á laugar- dögum; þá kl. 8—11.30 eða 9—12.30. Einnig voru í erindis- bréfinu ákvæði um fastan mat- málstíma kennara. Þegar skólar hófust í haust kom í ljós að ekki tókst að haga vinnutíma kennara svo sem seg- ir í erindisbréfinu. Margir kenn- arar, ekki sízt í gagnfræðaskól- unum, vinna fram yfir kl. 4 eða 5 á daginn, og margir vinna í Emil hótar sjómönnum gerð- ardómi sem frambúðarlausn ekki viljað una þessum málalok- um. Hafa ýmsir haft við orð að hætta á þeim tímum sem á- kveðnir eru í erindisbréfinu. Gagnfræðaskólakennarar í Kópa- vogi hafa þegar gengið frá reikningi, þar sem krafizt er fullrar greiðslu fyrir aukavinn- una. Á fundi bamakennara um s.l. helgi var þess krafizt að menntamálaráðherra stæði við sín eigin loforð og gæfi út end- anlegan úrskurð um greiðslur fyrir 1. marz. Ráðherrann mun hins vegar hafa farið fram á að málinu væri frestað þar tál í sumar en lofað því að samn- ingar sem þá yrðu gerðir um vinnutíma kennara verkaði aftur fyrir sig til vetrarins í vetur. Emil Jónsson, gerðardómsráðherra og formaður Alþýðuflokksins, er enn kominn á stúfana, og í þetta sinn þykir honum viðeigandi að hóta því að gerðardómi kunni einnig framvegis að verða beitt gegn sjómönnum og sjómannasamtökunum í vinnudeilum. Ljóst er af ummælum þeim sem blöð hafa eftir Emil á að- alfundi Landssambands íslenzkra útvegsmanna, að hann er síður en svo af baki dottinn með þá hugmynd að láta gerðardóma einnig framvegis skammta ís- lenzkum sjómönnum kaup og kjör. Felst í þeim bollalegging- um sú hótun, að framhald verði á kúgunarráðstöfunum, svo fram- arlega sem gerðardómsflokkarnir, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn, verða áfram við völd. Nú þegar þessir flokkar hafa látið setja lög, sem kveða á um ákvörðun fiskverðsins með gerð- ardómi ef samkomulag næst ekki, er það sérstaklega ósvífið að gera því skóna að gerðardóm- ur eigi einnig að verða fram- búðarlausn í kjaradeilum sjó- manna, þegar uœ skiptakjör þeirra er að ræða. Slíkt væri sama og að afnema samningsrétt og verkfalssrétt sjómanna í reynd. Með gerðardómslögunum sL sumar framdi Emil Jónsson sví- virðilega misbeitingu á ríkisvaldi gegn íslenzkum sjómönnum og sjómannasamtökum. Sjómenn og vandamenn þeirra munu taka vel eftir því að þessi maður, sem líka er formaður Alþýðu- flokksins, er farinn að hafa í hót- unum um gerðardóm sem fram- tíðarlausn á kjaradeilum sjó- manna. Væri ekki óeðlilegt að sú ályktun yrði dregin, að sízt ættu sjómenn að stuðla að því, að þessi ráðherra og flokkur hans fái bingstyrk til að le'ka sama íhr’ ’ ■•;. erkið á næsta kjörtímabili. Gjlfi Þ. Gíslason matartímanum. Bjuggust kennar- ar þá við því, samkvæmt loforði ráðherra, að þessir aukatímar yrðu greiddir með aukavinnu- álagi, en svo varð ckki. Bar menntamálaráðherra því við, •þegar við hann var rætt, að honum hefði láðst að ræða um málið við fjármálaráðhcrra, og væri ekkert fé fil þess að haga gréiðslum samkvæmt erindisbréf- inu! Réttarbætur þessar áttu þannig aðeins að vera á papp- ímum. Kennarar hafa að sjálfsögðu Stjóm !5ju á Akureyrí einróuið endurkjörin Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri hélt aðalfund sinn s.L sunnudag. Þar flutti formaður skýrslu um starfsemi félagsins og reyndist rekstursafkoma góð á s.l. ári. Hrein eign félagsmanna er nú kr. 1 milljón og tíu þúsund og eignaaukning nam á árinu kr. 447 þús. Stjóm félagsins var einróma endurkjörin eftir tillögum upp- stillingamefndar. Formaður er Jón Ingimarsson, varaformaður Amfinnur Amfinnsson ritari Páll Ölafsson, gjaldkeri Ingiberg Jóhannesson og meðstjómandi Hallgrímur Jónsson. Félagsmeðlimir eru 751, sem er álíka og samanlagður með- limafjöldi Verkakvennafélagins og Verkamannafélagsins á staðn- um. Nemur árleg fjölgun um 50 að meðaltali. Þá var samþykkt að hækka ár- gjald félagsins úr kr. 300.00 í kr. Jón Ingimarsson 350.00 fyrir karlmenn og úr kr. 250.00 í kr. 300.00 fyrir konur. „Harmur í Vestur-Evrópu, f agnaí í Moskvu og Peking" Sjá frétt á 3. síðu. *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.