Þjóðviljinn - 01.02.1963, Side 1

Þjóðviljinn - 01.02.1963, Side 1
erjggr/BMgrJBBTJBBFÆBTJEBBTJOEBPÆBFJÆÆÆÆTJBSÆBÆFÆKFÆSFAtmr jMmr jmmt jaar æxsp *Btsr jmsar jsskkt Æli i Alþýðuflokkurinn á valið I Þyngdar álögur á al- stæðisfl. í Hafnarfirði. tekin upp vinstri Föstudagur 1. febrúar 1963 — 28. árgangur — 26. tölublað. \ menning en hlífð við Nú er það á valdi Al- | einkafyrirtæki hefur þýðuflokksins, hvort | einkennt hið skamma horfið verður frá þess- | valdaíímabil Sjálf- ari stefnu íhaldsins og stefna. Úr því fæst skorið á næstu vikum. Sjá frétt á 2. síðu í dag. Mikil síldveiði Eyjabáta í gær Mikil síldveiði var hjá Vestmannaeyjabátum á Skeiðarárdjúpi í gær- morgun og bárust til Vestmannaeyja í gær 20 þúsund tunnur og voru 4 togarar að lesta í gær 11 þús. tunnur á Þýzka- landsmarkað, en afgang- urinn fór í bræðslu. Afli var misjafn hjá þeim bát- um, sem losuðu síld í Vest- mannaeyjum í gær og var frá 350 tn. allt að 1200 tn eða full- fermi hjá nokkrum bátum. Þessi skip komu inn til Eyja í gær: Gjafar VE, Reynir VE, Ölafur Magnússon, Kristbjörg VE, Öl- afur Bekkur, Hafrún, Halkion, Sigfús Bergman, Fákur, Sólrún, Hringver, Haraldur, Leó, Huginn, Víðir SU, Jón á Stapa, Ágústa, Gunnólfur, Helgi Flóventsson, Leifur Eiríksson, Sigurður Bjarnason, Erlingur 3. Um átta leytið í gærkvöld var togarinn Egill Skallagríms- son þegar lagður á stað, þar sem nú mun vera síldarhungur Framhald á 12. síðu. Fjörir vðurkenna en einn harðneitar Réttarhöldin hófust kl. 2 í gær í Vestmannaeyjum yfir þeim bát- um, sem voru teltnir í fyrrakvöld í landhelgi suðaustur af Ingólfs- höfða að ólöglegum togveiðum. Samkvæmt viðtali við Freymóð Þorstéinsson, fulltrúa bæjarfógeta í gærkvöld, en hann hafði með málið að gera, höfðu fjórir bát- ar þegar viðurkennt brot sitt, en einn neitaði sakargiftum og verð- ur haldið áfram réttarhöldum yf- is honum í dag. Þessir bátar hafa þegar viður- kennt brot sitt. Ver, Glaður og Farsæll, allir frá Vestmanna- eyjum og Sævaldur frá Djúpa- vogi. Sá sem neitar brotinu heit- ir Unnur VE, en er nýseldur til Eyrarbakka og gerður út af Árvak h.f. Skipstjórinn er Reyk- víkingur og heitir Þorbjöm Finnsson. Allir þessi bátar höfðu þegar veitt einhvem afla, en á þessu stigi málsins var ekki hægt að fá upplýsingar um verðmæti hans, þar sem dómar höfðu enn ekki gengið fram í málinu. Allir bátarnir eru gerðir út frá Vestmannaeyjum. Varðskipið Óðinn tók bátana í landhelgi og hafði raunar næst- um náð tveimur í viðbót, en þeir sluppu í næturmyrkrið. Börnin og gafon „þeirra w Nú er snjórinn að vísu farinn og syrgja hann víst fáir nema bömin og skíðagalgopar. Sá háttur hefur verið hafður á á undanfömum ámm að loka einstökum götum og eftirláta þær börnum og sleðum, þegar snjóað hefur. Börnin hafa svo sannarlega kunnað að meta þetta og hér sjáum við fimm krakka, sem halla sér fram á girðinguna fyrir götunni „sinni“. (Ljósm. Þjóðv. G. O.). Bankamenn mótmæla póli- tískum stöðuveitingum I I I Þreyttir stjórnmálamenn mæna til Noregs Á s.l. sumri varð Haraldur Guðmundsson, sendiherra Is- lands í Noregi, sjötugur og átti þá að hætta störfum. Eins og ævinlega þegar þvilíkt em- bætti losnar hljóp rnikill fiðr- Sigurður Bjarnason ingur í stjórnarflokkana því sendiráð íslands erlendis hafa sem kunnugt er ekki sxzt ver- ið notuð sem dvalarheimili fyrir þreytta stjómmálamenn. Sá fyrsti sem gaf sig fi’am var sjálfur Guðmundur I. Guð- mundsson utanríkisráðherra. Bar hann við þreytu og lagði einnig til að fyrirkomulagi á Norðurlöndum yi-ði breytt og aðeins yrði eitt sendiráð undir hans stjórn, en Stefán Jóhann Stefánsson sendiherra i Kaup- mannahöfn er nú einnig mjög að nálgast sjötugt. Þessi til- laga Guðmundar vakti mikla skelfingu meðal félaga hans í Alþýðuflokknum, sögðu þeir forustulið flokksins svo veikt að Guðmundur mætti með engu móti missa sig. Hefur Guðmundur nú látið til leið- ast að vera enn í kjöri fyrir flokk sinn, en hefur jafnframt áskilið sér rétt til að mega segja af sér þingmennsku að loknum kosningum og fara í eitthvað sendiherraembætti. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur Sigurður Bjarnason, rit- stjóri Morgunblaðsins, sótt það mjög fast að komast i sæti Haralds. Honum var sem kunnugt er stjakað af þingi í síðustu kosningum, og síð- an hefur hann krafizt þess að fá verulega uppreisn. Hefur hann dvalizt langdvölum á þingi Sameinuðu þjóðanna til þess að fá á sig orð sem sér- fræðingur í utanríkismálum og sótti um skeið fast að verða fastafulltrúi íslands þar, en sú nafnbót hefur hing- að til tilheyrt Thor Thors eilífðarsendiherra í Ameríku. Einnig er hann tekinn að safna orðum; nú síðast krækti hann tjl að mynda í forláta heiðursmerki frá Svíum án þess að nokkur viti um tilefni þess. Ýmsir fleiri þreyttir stjói’n- málamenn munu mæna löng- unaraugum til Noregs um þessar mundir, en ef til vill frestar ríkisstjómin ákvörðun- um fram yfir þingkosningarn- ar til þess að styggja engan á viðkvæmum augnablikum. Á stjórnarfundi í Sam-1 janúar sl. voru samþykkt bandi íslenzkra banka- með atkvæðum allra manna er haldinn var 16. stjórnamefndarmanna harðorð mófmæli gegn því, að margar betri stöð- ur í bönkunum séu veitt- ar öðrum en starfandi bankamönnum „án tillits til hæfni eða síarfs- reynslu, aðeins ef á- kveðnum pólitískum sjónarmiðum er full- nægt“. Segir í samþykkt- inni að þetta sé „hrein móðgun við bankamenn“ og vítaverð og hættuleg þróun. I samþykktinni segir svo m.a.: „Að gefnu tilefni vill stjóm Sambands íslenzkra bankamanna mótmæla harðlega þeirri þróun mála í bönkunum, að margar betri stöður eru veittar án þess að starfandi bankamönnum sé. gefinn kostur á að sækja um þær. Nærtæk dæmi eru stöður aðstoðarbankastjóra, sem veitt- ar hafa verið síðustu daga. Bankamenn leggja áherzlu á, að nýir hættir verði uppteknir í sambandi við nýjar stöðuveit- ingar í bönkunum og í sam- ræmi við fyrri loforð banka- ráðanna, að allar slíkar stöður verði auglýstar og bankamönn- um gefinn kostur á að sækja um þær. Förum vér því hér með fram á, að framvegis verði bankamonnum gefinn kostur á aö sækja um eftirtaföa störf, I auk þeirra sem bankaráðin hafa áður samþykkt að auglýsa í bönkunum: 1. Bankastjórastöður, 2. Aðstoðarbankastjórastöður, 3. Utibússtj órastöður væntanlegra bankaútibúa. Það er að vorum dómi með öllu ástæðulaust að sækja menn í áðumefnd störf út fyrir bank- ana, þar eð nú eru starfandi í bönkunum hátt á sjöunda hundrað starfsmanna og í þeixxx hópi fjöldi hæfra manna, sem gert hafa bankastörf að ævi- starfi. Reynslan hefur og sann- að hæfni þeirra fáu starfsmanna, sem valdir hafa verið í æðstu embætti í bönkunum". Þá var deilt á það í sam- þykktinni að áðumefndar stöður séu veittar eftir pólitískum sjón- armiðum en ekki eftir hæfni eða starfsreynslu og sagt, að það verði ekki til þess að gera bankastörf eftirsóknarverð ævi- störf. Segir ennfremur að vax- andi afskipti stjómmálaflokk- anna af bönkunum síðari árin séu að dómi bankamanna „til vanza og stórvítaverð". „Vér viljum leggja áherzlu á, að bankamir verði, eins og frek- ast er unnt reknir sem sjálf- stæðar stofnanir. Að þeir verði ekki gerðir að bitbeini stjóm- málaflokkanna og að í trxinað- arstöður verði valið eftir hæfni og starfsreynslu og að jafnaði úr röðum bankamanna", segir að lokum í samþykktinni. Þrír gjaldþrota i I síðasta Lögbirtingablaði eru tilkynnt þrjú gjaldbrot hér í R- vík og lýst eftir kröfum lána- drottna í þrotabúin. ; 1

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.