Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. febrúar 1963 2 SlÐA—■ María fíogín vestur Þriðjudasskvöldið 29. f.m. fór fegurðardrottningin María Guð- mundsdóttir héðan tii New York með flugvél Loftleiða. María er ráðin um nokkurra mánaða skeið til Ford Modelling Agency, þar sem hún veröur fyrirsæta Ijósmyndara. Ford Modelling Agency er mjög þekkt auglýsingafyrirtækii og störf hjá bví vel Iaunuð. Hér sést María á tali við flugstjóra Loftleiða, Olaf Olsen, rétt áður cn þau lögðu af stað vestur um haf. Verk- in tala 1 skrifum sínum um verk- lýðsmál hefur Morgunblaðið um langt órabil lagt áherzlu á tvö meginatriði. í fyrsta lagi þurfi að tryggja ver|c- lýðsfélögunum stjóm sem vilji „kjarabætur án verk- falla“ — en ekki „verkföll án kjarabóta". 1 annan stað hafl ákvæðisvinna mikla yf- irburði yfir alla aðra greiðslu- tilhögun; hún tryggi kjara- bætumar fyrirhafqarlaust ári þess að verkafólk þurfi að sinna erfiðri baráttu. Ekkert verklýðsfélag hefur uppfyllt þessi skilyrði Morgunblaðsíns í jafn ríkum mæli og Iðja, félag verksmiðjufólks. Þar er stjóm sem Morgunblaðið hef- ur sannarlega velþóknun á og stendur ekki í ótímabærum deilum við atvinnurekendur. Og þar er meira um ákvæð- isvinnu en í nokkru öðru fé- lagi, um það bil þriðjungur kvenfólksins býr við þá greiðslutilhögun. Eftir allan þennan áróður hlýtur framkoma við Iðju að vekja mikla furðu hjá lesend- um Morgunblaðsins. Á sama tíma og önnur félög fá 5% „kjarabætur án verkfalla" er Iðju neitað um jafnrétti. Og atvinnurekendur taka það sérstaklega fram að allaveg- ana megi þeir sem vinna á- kvæðisvinnu ekki fá nokkror kjarabætur. Konur þær sem vinna akvæðisvinnu í Iðju hafa ekki einusinni fengið þá 4% hækkun sem kom til framkvæmda um síðustu -óra- mót til að jafna kaup karla og kvenna; það er þannig ætlunin að hafa af þeim 9% kauphækkun í samanburði við annað kvenfólk. Verkin eru ævinlega sannari en orðin. Framkoma við Iðju sýnir að atvinnurekendur hafa hugsað sér ákvæð.s- vinnufyrirkomulag til þess að koma í veg fyrir kjarabætnr. Og Iðja verður sérstaklega fyrir valinu vegna þess að talið er að stjórn þess fé- lags muni láta sér allt lynda. Eína lausnin f Einkennilegar eru deilur Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins um þessar mundir. Tíminn hallmælir Alþýðuflokknum ákaflega fyr- ir að vera í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum. Alþýða- blaðið hrakyrðir Framsókn af engu minni skapofsa fyrir að stjóma málefnum Hafnar- fjarðar með Sjálfstæðisflokkn- um. Bæði nefna blöðin sér- staklega sæng, hjónarúm. samstarfsból og ástir í þessa sambandi, eins og háttur er kvenna þegar þær deila um sameiginlegan elskhuga. Augljóst er að þessum deil- um slotar ekki fyrr en Sjálf- stæðisflokkurinn tekur upp fjölkvæni að loknum Alþing- iskosningum. — Austri. Stefna íhaldsins í Hafnarfirði Hækka á almenningi— LÆKKA á sjálfum sér Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði s.l. þriðju- dag kom í ljós sú stefnubreyting er orðið hefur í bæjarmálum á hinu skamma valdatímabili Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Stefna Sjálfstæðisflokksins kemur fram í því að þyngja stórlega álögur á almenningi í bæn- um, en lækka tilsvarandi á fyrirtækjum, — en sjálfir eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að- ilar að einkafyrirtækjum. Sýnir þetta hverra hagsmuni þessir menn bera fyrir brjósti. Það er nú á valdi Alþýðuflokksins hvort horf- ið verður frá þessari stefnu íhaldsins og tekin upp vinstri stefna. Á bæjarstjómarfundi þessum var til afgreiðslu frumvarp það að fjárhagsáætlun er fulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu sam- ið — hið fyrsta í 34 ár. í umræðutnum um frv. þetta fórust Kristjáni Andréssyni fuil- trúa Alþýðubandalagsins í Hafn- arfirði m.a. orð á þess leið: Á undanförnum árum hafa Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði stöðugt haft þann áróður í frammi að þáverandi meirihluti Alþýðuflokksins og Alþýðubanda. lagsins hafi lagt of þung gjöld á almenning. og það svo mjög að hindrað hafi eðlilegan vöxt bæjarins. og jafnvel hrakið menn úr bænum með of háum skött- um. Eftir slíkar fullyrðingar árum saman bjuggust margir við, þeg- ar Sjálfsæðisflökkurinn komst í meirihlutaaðsiöðu, að þá yrði brotið í blað og lækkuð gjöld á almenningi Sú hefur ekki orðið raunin á, heldur þvert á móti. Eftir að fjárhagsáætlun ársins 1962 var samþykkt ákvað Alþingi að sveitarfélög skyldu afla sér tekna með fastei.ghask'’+ti stæðisflokkurinn lagði þá 1 milli. kr. fasteignaskatt á Hafn- firðinga. Við í, minnihlutanum lögðum þá til að útsvörin vrðu lækkuð um sömu upphæð. en því neitaði íhaldið. Var þá þeg- ar í upphafi sýnt hver var stefna Sj.álfstæðisflokksins varðandi á- lögur á almenning. Við athugun á frumdrögum að fjárhagsáætlun nú sést hve Sjálf stæðisflokkurinn telur sig þurfa mjkið meira fjármagn en meiri- hlutj Alþýðuflokksins og Alþýðu. bandalagsins taldi nægja fyrir ári.. Samanburður á áætluninni fyrir 1962 og nú 1963 talar þar skvru máli Við samanburð á nokkrum tekiuliðum fiárhagsáætlunarinn- ar kemur eftirfarandi í ljós: Kristján Andrésson tekjuliðir væru hækkaðir um yfir 7 millj. kr. á einu ári. Þá vék Kristján að því, að ef bærinn ætlaðj að láta íbúunum í 1é sambærilega þjónustu væri ekki hægt að hafa útsvör eins lág í Hafnsrfirði og Keyktavík. Það hefur verið skoðun míns flokks frá öndverðu, sagði hann, og er ég því ekki beinlínis að dæma bæjarfulltrúa meirihiut- ans bó þeir hafi fal-lið í þá freistni að ganga of langt í þessu efni. Kemur þar tvennt til. Sú ríkisstiórn er nú situr og lofað hafði föstu verðlagj hefur í bess stað hleypt af stað gíf- urlegrj verðbólgu. sem á stóra sök á þessari bækkun. en auk þess kemur til ókunnugleiki þessara manna á að standa í stjómarforustu. Eitt atriði er þó í þessari fjár- hagsáætlun þar sem breytt er frá fyrri áætlun — og er það aug- sýnilega gert að vel yftrlögðu ráði — og það er sú ívilnun í sköttum sem fram kemur við fyrirtæki, og gerð er á kostnað almennings. Fasteignagj. og fasteignask. ^atnagerðargiald ........... +'Tr iöfnunarsj. af söiuskatti Úr iöfnunarsj. af landsútsv. f.ántaka ........... Samtals Árið 1962 Árið 1963 Mismunur 22 580 þús. 25 469 þús 2 889 þús. 1 750 þús. 2 850 þús 1 100 þús: 0 þús 350 þús. 350 þús: 3 335 þús. 4 160 þÚS. 825 þús: 0 þús. 980 þús. 980 þús: 0 þús. 1 000 þús. 1 000 þúc: 27 þús. 33 809 þús. 7.144 þús. Það kemur því í ljós að hækk- unin er á a. miilí. kr. — eða meira en fjórðungshækkun. S’íkt stökk í álagningu hefur aldrei fvrr verið tekið við samn- ingu fjárhagsáætlunar — að Til skýringar á því hvað ég á hér við eru eftirfarandi tölur: Álögð útsv. án aðstöðugj. eða veltuskatts 1962 20 612 464,00 Álögð útsvör önnur en veltu- Ríkisstjérnin Framh. af 7. síðu. líklegt að stjórnarherrarnir hóti enn nýrri gengisfellingu. því að sjálfsagt finnst þeim herrum að þá þyrftu þeir enn- þá betur að hefna sín á verka- lýðnum. En slíkar hótanir ættu einmitt að stæla og herða verkalýðinn í barátt- unni fyrir réttlætinu. Það er ekki annað sjáan- legt, eftir allri framkomu stjórnarvaldanna að dæma, en þessir miklu ráðherrar vilji meiri og meiri dýrtíð, sjálf- sagt til að þeir sjálfir og svo gæðingarnir geti grætt sem mest á kostnað fátæklinganna. Og ef þetta er rétt ályktað. þá er ekki nema eðlilegt að spurt sé: Verðskuldar slík ríkisstjórn að fá að sitja á- fram að völdum? E. G. útsvör 1961 16 555 500,00 Hækkun þessara útsvara nú 4 056 964,00 eða 24,5%. Veltuútsvör 1961 4 526 900,00 Aðstöðugjöld 1962 3 348 800,00 Lækkun þessara gjalda 1 114 100.00 eða 24.3%. Kristján kvað þessa stefnu- breytingu, að velta byrðum fyrirtækja þannig yfir á al- menning, vera það alvarlegt mál, að hver sá, er teldi sig vera fulltrúa almennings yrði að gera hreint upp við sig þá ábyrgð sem værí fólgin í því að láta íhaldið stjórna og gefa því þannig tækifæri til að féflctta launþegana í bænum. Nú er enginn meirihluti fyrir hendi í bæjarstjóm Hafnarfjarð- ar, sagði hann. Þegar íbúum bæjarins er ljós orðin þessi stefnubreyting munu þeir vissu- lega krefjast þess af bæjarbú- um að þeir gæti hagsmuna um- bjóðenda sinna, þess fólks er kaus þá. Krafa Alþýðuflokksins um kosningar er ekki raunhæf, þvi Alþýðuflokkurinn á nú tækifæri til þess að vemda þá alþýðu, er hann telur sig fulltrúa fyrir. 1 þessu sambandi vitnaði Kristján til bréfs er hann hafi lesið fyrr á fundinum, þar sem tveir bæj- arfulltrúar, Kristján Andrésson og Jón Pálmason. tilkynntu Al- þýðuflokknum að þeir væru reiðubúnir til að fella núverandi bæjarstjóm þegar ábyrgur meirihluti væri fyrir hendi, og myndu næstu vikur skera úr um það hvort Alþýðuflokkurinn fengist til þess að losa Hafn- firðinga Við bæjarmálastcfnu í- haldsins — Kristján flutti margar breyt- ingartillögur við fjárhagsáætlun- ina, bæði tölulegar og efnisleg- ar og fengust tvær þeirra sam- þykktar. Frumvarp íhaldsins að fjár- hagsáætlun var samþykkt í heild með 5 atkv. gegn atkvæði Krist- jáns eins, en Alþýðuflokks- menn sátu hjá eftir að tillögur þeirra höfðu verið felldar. LAUGAVEGI 18^- SIMI 1 9113 ÍBOÐIR öskast Höfum kaupendur með miklar útborganir að öll- um stærðum íbúða. Einnig að raðhúsum. 5—6 herb. með allt sér, ósk - ast í skiptum fyrir rað- hús. TIL SÖLU 2 herb. ný íbúð. 3—5 herb. íbúðir víðsvegar um borgina. Einbýlishús j Smáibúða- hverfi. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa fasteignir. * Skattaframtöl * Iimlieimtur * Lögfræðistörf * Fasteignasala Hermann G. Jónsson, hdL lögfræðiskrifstofa. Skjólbraut 1. Kópavogi. Sími 10031 kL 2—7. Heima 51245. Sængurfatnaílur — bvítur og mislitur. Rcst bezt koddar. Oúnsængur. Sæsadúnsængur. Koddar. Vöggusængur og svæflar. Skólavörðustíg 21. Sörlaskjóli 9 — Sími 23875. „Epli og perur vaxa á trjánum. Tréð er SAMSBÚÐ, Sörlaskjóli 9, þar vaxa líka döðlur, gráfíkjur, appelsínur og sítrón- ur og svo bananar. — Lítið inn í SAMSBÚÐ þar fáið þér einnig kjöt og nýlenduvörur. Samsbúð Sörlaskjóli 9 — Sími 23875. Skrífstofustúlka Stúlka óskast til skrifstofustarfa. Aðeins vön skrifstofu- stúlka kemur til greina. — Tilboð merkt: „Vön“ send- ist til afgreiðslu blaðsins fyrir sunnudagskvöld. t k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.