Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.02.1963, Blaðsíða 4
ÞJOÐVILJINN Föstudagur 1. febrúar 1963 LÆKNASTOFUR Undirritaðir læknar hafa opnað lsekningastofur á Klapparstíg 25 — 27 3. hæð. Guðjón Guðnason Sími 11684. Viðt. þriðjudaga, miðvikud., fimmtud. kl. 1 — 2 mánud. og föstud. kl. 4.30 — 5.30 fyrir samlags- sjúklinga. Aðrir eftir samkomulagi. Vitjana- og tímapantanir 9 — 12 dagl. i síma 11684. Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp. Gunnar Guðmundsson Sími 11682. Viðt. eftir samkomulagi. Viðtals- og vitjanabeiðnir daglega kl. 9 — 12 nema laugardaga. Sérgrein: Tangasjúkdómar. Grímur Magnússon (eftir l.marz) Sími 11681. Viðt. dagl 2 — 4. Fimmtud. 3 — 6. Laugard. 11 — 12. Símtöl og vitjanabeiðnir kl. 11 —12 í síma 11681. Sérgrein: Tauga- og geðsjúkdómar. Halldór Arinbjarnar Sími 19690. Viðt. mánud., þriðjud., miðvikud. og föstud. kl. 1.30 — 3. Fimmtud. 5 — 6. Laugard. 1.30 — 2.30. Símaviðtalstími 8 — 9 í síma 35738. Sérgrein: Skurðlækningar. lóhannes Björnsson dr. med. Sími 11680. Viðt. dagl. kl. 1.30 — 3 nema þriðjudaga 5 — 6, laugardaga 10.30 — 11.30, maí — sept. 10 — 11. Símaviðtalstími: Laugardaga 9.30—10.30 maí — sept. 10—11. Aðra daga 11.30 — 12.30 í sím- 'M489. Sérgrein: Melíingarsjúkdómar. lón Hjaltalín Gunnlaugsson S>mi 19824. Viðt. 1 — 2.30 alla daga. Símaviðtöl í síma 19824. Magnús Þorsteinsson Sími 11682. Viðt. eftir samkomulagi. Viðtals- og vitjanabeiðnir dagl. kl. 9 —12 nema laugardaga. Sérgrein: Barnasjúkdómar. ðlafur Jensson Sími 11683. Viðt. daglega kl. 1.30 — 2.30. Sérgrein: Bióðmeána- og frumurannsóknir. Stefán Bogaon Sími 11680. Viðt. dagl. kl. 16.30— 17.30, nema þriðjud. 14—15 og laugard. 13 — 13.30. Símaviðtalstími dagl. kl. 13 —13.30, nema laugar- daga kl. 8 — 8.30 í heimasíma 20119. Sérgrein: Svæfingar og deyfingar. Tryggvi Þersteinsson Sími 19S9r Viðt. mánud., þriðjud. og föstud. kl. 4 — 5, mið- vikud. 4.30 — 5.30, fimmtud. 1.30 — 2.30, laugard. 11.30 — 12.00. Símaviðt. daglega kl. 1 — 2 í síma 37233 Sérgrein: Skurðlækningar. geymið auglvsingu jiess'’ ★ NÝTÍZKU * HÚSGÖGN HNOTAN húsgagnaverzlun Þórsgötu 1. TRUIOFUNAR liRINGIR AMTMANN SSTIG 2Á Halldór Kristinss piT Gullsmiður — Sími 16979. Ehilegur sundmaSur Davíð Valgarðsson IBK, varð fyrstur I 100 m. skriðsundi og 400 m. skriðsundi, á sundmóti Rvíkur þar sem hann setti drengja- met. Hér biæs hann mæðinni eftir 400 metrana. (Lm. Þv. A.K.). Bergen — Glasgow — Reykjavík Skíðakeppni 3ja borga í marzmán. Nú er afráðið að reykvískt skíðafólk taki þátt í borgarkeppni þriggja borga — Bergen—Glasgow —Reykjavík í marzmánuði n.k. Skíðabrckkan við Skíðaskálann í Hveradölum. Skíðaskálinn í Hveradölum Skíðaráð Reykjavíkur fékk síðast liðið haust boð um að senda reykvíska skíðakeppend- ur til bæjarkeppni (Bei-gen- Glasgow-Reykjavík) í Solfonn í Noregi dagana 23.—24. marz. Mót þetta er haldið fyrir Vest- ur-Noreg. Keppt er í svigi og stórsvigi. Sem aukakeppni er umrædd bæjarkeppni höfð sam- tímis. í bæjarkeppnissveitunum eru 4 menn og 2 konur fyrir hvern aðila. Fyrirhugað er, að reykvískir skíðamenn og konur fjölmenni á þetta mót þar eð hér er um mjög gott tækifæri að ræða til að kynnast hinu skemmtilega skíðalandi Norðmanna. Héðan skal flogið fimmtu- daginn 21. marz, að morgni og komið aftur þriðjudaginn 26. marz. Ferðaskrifstofan Saga annast alla fyrirgreiðslu fyrir Skíða- ráðið í ferð þessari og þar eð kostnaði við för þessa verður mjög stillt i hóf eru það tilmæli Skíðaráðsins, að sem flestir skíðamenn taki þátt í þessari ferð. Ferðaskrifstofan Saga er í Ingólfsstræti, beint á móti Gamla bíói, sfmi 17600. Sundafrek Cuðmundar Þar hefur flest æskiifélk kynnzt skíðaíþróttinni Með þorranum kemur skíðafærið, og Skíða-1 skálinn í Hveradölum er tilbúinn að taka á móti snjó af himnum ofan og gestum af láglendinu. í Skíðaskálanum getur fólk fengið dýrlegan þorramat, Skíðakennslu og gistingu við hóflegu verði. Það munu vera aðeins 35 kílómetrar upp í Skíðaskála, og verður það að teljast hóflegt ferðalag fyrir borgarbúana til þess að geta teygað að sér fjallaloftið og komizt á skíði. Skíðakennsla Skíðafærið hefur ekki verið sem ákjósanlegast undanfarið, en þó er alltaf hægt að finna góðar skíðabrekkur í grennd við Skíðaskálann. Öli gestfjafi hefur nú, sem oft áður, ráðið skíðakennara, sem leiðbeinir gestum skálans og öðrum sem þangað koma. Það er Ámi Jónsson frá Isafirði, sem er einn af beztu svigmönnum landsins. Fyrst eftir nýárið kenndi Kristján Jónsson frá Hafnarfirði skíðastökk við skálann. Þessi kennsla við skálann hefur verið mjög vin- sæl, enda sjálfsagt fyrir yngri sem eldri byrjendur að nota betta tækifæri til að fá leið- beiningar. Við Skíðaskálann í Hveradölum er fyrsta skíða- lyftan, sem kom til landsins. og er hún höfð í gangi ef 5 eða fleiri óska þess. Skólaæskan á skíði Skíðaskálinn í Hveradölum hefur ætíð gegnt mikilvægu hlutverki fyrir skíðaíþróttina og útilífið. Þangað koma flest- ir unglingar fyrst, kynnast þar síðan fólki úr hinum ýmsu skíðafélögum og ganga í þau. Óli í Skíðaskálanum hefur nú boðið æskulýðsráði Rvík- ur samvinnu um skíðaferðir og skíðamennsku. Er þetta mjög athyglisvert mál. og virðist sjálfsagt að yfirvöld borgarinnar stuðli að því að unglingamir úr skólunum stundi hollar útilífsferðir og læri að fara á skíðum. Sumir bamaskólanna í borginni : munu eiga skíði handa nem- endunum, en þau hafa sáralít- ið verið notuð. Það virðist ekki síður á- stæða til að austanfjallsfólk heimsæki skíðalandið á Hellis- heiði en Reykvíkingar. Nú mun líka vera að vakna áhugi meðal fólks í þorpunum fyrir austan fjall fyrir skíðaferð um. Ódýr matur og gisting Gestgjafahjónin í Skíðaská1 anum bjóða árlega upp á rammíslenzkan mat á þorran- um. Nú er þessi árstíð gengir í garð, og uppi í skála er hinn bezti þorramatur á boðstólum. I Gisting og dvöl í Skíðaskál- anum í Hveradölum er mjög ! ódýr miðað við verðlag nú á tímum. Vikudvöl i tveggja manna herbergi kostar t.d. að- eins 875 kr. fyrir manninn, og er þá innifalin gisting, morg- unverður, síðdegiskaffi, kvöld- j verður og kvöldkaffi. Svefn- pokapláss jafnlangan tíma kostar 700 kr. Sólarhringsdvöl í 2 manna herbergi kostar að- eins 160 kr. ásamt fæði. Skreiðarsam* lagið vann Slðastliðinn laugardag voru háðir úrslitaleikir firmakeppni Tennis- og Badmintonfélags Reykjavíkur. Var keppnin mjög tvísýn frá upphafi, enda var hún með forgjafarsniði til I þess að jafna styrkleikamun keppcndanna, og nokkra leiki i þufti að útkljá með aukalotu. Til úrslita kepptu Lárus 1 Guðmundsson og Viðar Guð- | jónsson fyrir Samband skreið- arframleiðenda og Einar Jóns- son og Matthías Guðmundsson i fyrir Heildverzlun Bjama Þ. j Halldórssonar. Eru þeir Lárus og Einar báðir gamalreyndir kappar en hinir yngri í íþrótt- inni en mjög efnilegir. í úrslitaleiknum reyndust beir Lásus og Viðar sterkar 'g unnu með 15:5. 15:5, og þar með hafði Skreiðarsamlagið hlotið sigur í þessari skemmti legu keppni, sem nokkuð á . annað hundrað firmu kepptu í. Ýmsir hafa hringt til í- þróttasíðunnar eftir að við- talið við Guðmund Gíslason birtist s.l. sunnudag, og spurt um afrek þessa fjöl- hæfa sundmanns í hinum ýmsu greinum. Hér koma þau: SKRIÐSUND 50 m 26,0 sek. 100 — 57,0 — 200 — 2.08,6 múl. 300 — 3.26,9 — 400 — 4.38,5 — 500 — 5.05,7 — 800 — 10.10,2 — 1000 — 12.48,6 — 1500 — 19.27,3 — BAKSUND 50 m. 30,6 sek. 100 — 1.06,1 mín. 200 — 2.25,3 — 400 — 5.19,8 — FLUGSUND 50 m 29,5 sek. 100 — 1.06,4 — 200 — 2.40,1 — / BRINGUSUND 50 m 34,4 sek. 100 — 1.15,0 mítti. 200 — 2.45,4 — 1000 — 15.40,1 — FJÓRSUND 200 m. 2.25,3 mín. 400 — 5.16,3 — Öll þessi afrek Guðmundar eru íslandsmet, nema brjú fyrst töldu afrekin í bringu- sundi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.