Þjóðviljinn - 02.02.1963, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 02.02.1963, Qupperneq 1
Laugardagur 2. ’febrúar 1963 — 28. árgangur — 27. tölublað. Gylfí staðfestir sviksín Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðberra staðfestir í viðtalii við Alþýðublaðið í gær frétt Þjóðviljans um dcilu hans við kennara og svik hans við ákvæði er- indisbréfa þeirra sem hann gaf sjálfur út í fyrra. Hins vegar segir ráðherrann að hann vilji nú bíða eftir nýj- um samningum sem gerðir kunna að verða næsta sum- ar og skulu ákvæði þeirra þá ná aftur fyrir sig til vetrarins í vetur. Þetta eru vífilengjur. Nú þegar eru í gildi alveg skýr- ir samningar sem gilda þar til nýir samningar kunna að verða gerðir. Ráðherra hefur sjálfur kveðið á urn vinnutíma kennara £ erind- isbréfi sínu. Skýr ákvæði eru um aukavinnugreiðslur til kennara. Eftir þessu ber auðvitað að grciða kennur- um kaup; annað eru ótví- ræð svik af hálfu mennta- málaráðherra. Framferði Gylfa er Iíkast því ef atvinnurekandi gerði fyrst samninga við vcrka- menn, neitaði síðan að standa við ákvæði sinna eiigin samninga og segði við verkamenn að þeir gætu beðið þar til samningar yrðu gerðir næst! Góð síldveiði Eyjabátanna 1 Ijós hefur komið, að síld- veiði er eingöngu á Skeiðarár- djúpi og fengu 14 bátar 9200 tn. í fyrrinótt og voru bátarnir að streyma inn til Vcstmannaeyja í allan gærdag og fór þessi síUl að mestu í togara. Veður vac rysjótt í gær á þessum miðum og áttu bátar erfitt að athafna sig og bíða flestir kvöldsins og næturinnar og má vænta tíðinda. ef veður batnar. I gær losuðu þessir bátar síld 1 Eyjum: Pétur Sigurðsson 800 tn., Náttíari 1400, Halldór Jóns- son 700, Helga 900, Árni Þor- kelsson 400, Vonin 500, Kári 500. Mánatindur 700, Steingrímur trölli 800, Skímir 600, Marz 600, Þráinn 400, Sæþór 450 og Akra- borg 450 tn. Lítið hefur verið um síld á markaði í Vestur-Þýzkalandi síð- asta hálfan mánuð og eru fjórir togarar þegar lagðir af stað og Erlend iíðindi — M.T.Ö. skrifar um nýj- ustu atburði í alþjóða- málum á 7. síðu. selja sennilega á þriðjudagsmark- aði, en þrír bíða. Þessir togarar eru komnir af stað: Egill Skallagrímsson, Freyr, Þorsteinn Ingólfsson og Nept- únus. Þessir bíða fermingar: Röðull. Úranus og Skúli Magnússon. ! i Olíufélögin í stríBi / Eyjum • Olíustríð hefur brotizt út og skaut það upp kollinum í yestmannaeyjum um síðustu helgi, þar sem menn ætluðu vart að trpa sínum eig- in eyrum, þegar allt í einu var tilkynnt verð- lækkun hjá einu félaganna á staðnum. • í höfuðbækistöðvum olíufélaganna hér í Reykjavík rífa menn hár sitt og skegg yfir þessum yfirþyrmandi tíðindum, þar sem þeir hafa lagt allt kapp á það undanfarnar vikur að pota verðinu upp á við eins og tízka er á öllum mögulegum sviðum nú til dags. Um síðustu helgi til- kynnti Olíuverzlun ís- lands 1 Vestmannaeyjum viðskiptavinum sínum verðlækkun, sem nemur 8 aurum á brennsluolíu og 10% afslátt á smur- olíu. Sá sem ríður á vaðið og hefur veg og vanda af þessari ráðstöfun er for- stjóri Olíuverzlunar ís- lands í Vestmannaeyjum og heitir iiann Ásmundur Guðmimdsson. Þessi ráðstöfun hefur mælzt vel fyxir í Eyjum og hefur þegar myndazt þrýstingur á hin félögin og eru allar horfur á því, að keppinautarnir verði að fylgja í kjölfarið. Ann- ars eiga þeir á hættu að missa viðskiptavini sína. ! TA Launamál opinberra stárfsmanna: Ríkisstjérnin íhugar enn gagntilboð Fotbrotnaði á báð- um í umferðarslysi í gærmorgun laust eftir kl. 8 varö umferðarslys á Snorrabraut. Varö kona þar fyrir bifreið og slasaöist Ula, hlaut fótbrot á báðum fótum. Konan sem heitir Jóhanna Pálsdóttir og á heima að Snorra- braut 69 var að sækja mjólk er slysið vildi til. Var hún á leið vestur yfir Snorrabrautina jgegnt heimili sínu, er bifreið kom sunnan götuna. ísing var á götunni og mikil hálka. Þegar bif- reiðarstjórinn sá konuna ætlaði hann að hemla en við það snar- snerist bifreiðin á hálkunni og ffiun afturendi hennar hafa slegizt í konuna og féll hún í Vörubilstjéri ók á fólksbifreið Fimmtudaginn 31. jan. kl. 7.55 árdegis ók vörubifreið á fólks- bifreiðina G-795 sem stóð í Lækjargötu, skammt frá Strand- götu í Hafnarfirði. Bílstjóri vöru- bifreiðarinnar átti tal við bif- reiðastjóra fólksbifreiðarinnar og kvaðst koma aftur á staöinn, en væri að sækja fólk. Bílstjórinn á G-795 beið á árekstursstaðnum 10—15 mínútur en hinn bílstjór- inn kom ekki. Ekki er vitað um einkennisnúmer vörubifreiðar- innar, og er bílstjóri hennar beð- inn um að hafa samband við lög- xegluna í Hafnarfirði. götuna. Konan var þegar flutt í slysavarðstofuna til rannsóknar og kom þar í ljós að hún hafði fótbrotnað á báðum fótum. Var hún að rannsókn lokinni flutt 1 Landsspítalann. Umferðarslys hafa aldrei verið tíðari en það sem af er þessu ári og hafa þegar orðið allmörg banaslys og önnur alvarleg slys í umferðinni. Verður það aldrei of vel brýnt fyrir ökumönnum svo og gangandi fólki að gæta ýtrustu varfærni í umferðinni. einkum þegar ökuskilyrði eru slæm eins og oft er á þessum tíma árs. Eins og kunnugt er lögðu opinberir starfsmenn fram launakröfur í nóv- embermánuði sl. og skip- iðu BSRB og ríkið samn- inganefndir til viðræðna um kröfur þessar. Um síðustu áramót fékk sáttasemjari ríkisins mál þetta til meðferðar en af meðalgöngu hans varð þó ekki að sinni og gaf tiann saminganefnduum mánaðarfrest til þess að Þrjú tónskáld heiðruð Á aðalfundi Tónskáldafélags íslands 31. f.m. voru kjömir heiðursfélagar þeir Áskell Snorrason, Jónas Tómasson og Siguringi E. Hjörleifsson. Engin breyting varð á skipan stjórnar né endurskoðenda né heldur á kjöri fulltrúa til Banda- lags íslenzkra listamanna. halda samningatilraun- um áfram og rann hann út nú um mánaðamótin. Þjóðviljinn sneri sér í gær til Sigtryggs Klemenzsonar ráðuneytisstjóra, formanns samninganefndar ríkisins og innti hann eftir því hvað samningum þessum liði. Skýrði Sigtryggur svo frá, aö samninganefnd ríkis- stjórnarinnar hefði tekið saman greinargerð um mál- ið og væri hún nú í athug- un hjá ríkisstjórninni sem myndi taka ákvörðun um, hvaða gagntilboð opinber- um starfsmönnum yrðu gerð. Bjóst hann við, að skriður myndi komast á mál þetta innan skamms. Þessi athugun ríksstjórn- arinnar á gagntilboði við tillögum BSRB hefur þegar dregizt lengur en ráðgert var um áramótin og er þess að vænta, að frekari drátt- ur verði ekki á því af hálfu ríkisstjómarinnar að af- greiða tillögur sínar svo að samningar geti hafizt sem allra fyrst. Sigurður Stcfánsson Sjálfkjörin stjórn ,Jötni" f Eyjum & l Sjómannafélagið Jötunn I Vest- mannaeyjum hélt aðalfund sl. sunuudag, 27. janúar, og varð stjórn félagsins sjálfkjörin. VR og LÍV semja um 5% bækkun Verzlunarmannafélag Reykja- víkur og Landssamband ísl. verzlunarmanna sömdu í gær við vinnuveitendur um 5% kaup- hækkun. Viðræður hófust fyrir nokkru og náðist samkomulag á fundi sem aðilar héldu með sér í gær. Formaður Jötuns er Sigurður Stefánsson, en aðrir í stjórn: Ár- mann Höskuldsson varaformaður, Gísli Þ. Sigurðsson ritari, Þórður Sveinsson gjaldkeri og Símon Bárðarson varagjaldkeri. Á fundinum var samþykkt að hækka félagsgjöldin í 300 kr. á ári. Vélstjórafélag Vestmannaeyja hélt einnig aðalfund sl. sunnu- dag. í stjóm félagsins voru kosn- ir: Sigurður Sigurjónsson formað- ur, Sveinn Tómasson varafor- maður, Agnar Angantýsson rit- ari, Alfreð Þorgrímsson gjaldkeri og Þormóður Stefánsson fjár- málaritari. Æskulýðsráð Kópavogs hef- ur í vetur gengizt fyrir ým- iskonar tómstundastarfsemi, m.a hefur það fengið Sig- rúnu Ragnars til þess að leiðbeina unglingsstúlkum, 14—19 ára, um snyrtingu, góða framkomu o.fI. er ungum stúlkum kemur vel að kunna góð skil á. Nýver- ið bauð snyrtistofar. Val- höll stúlkunum er nám- skeið þetta sækja að heim- sækja stofuna og skoða hana og vör ur þær sem þar eru á boðstólum og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Fleiri myndir og frásögn af þessari starfsemi munu birtast í heimilisþættinum á morgun. (Ljósm. A.K.). V

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.