Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJOÐVILJINN Gerðardómnum smeygt á vélstjóra og stýrimenn á röngum forsendum Enn gengur gerðardómurinn aftur til launaráns hjá sjó— mönnum, vegna dóms Félags- dóms í prófmálinu sem höfðað var vegna kaupréttinda stýri- manns og vélstjóranna á hafn- firskum bát. „Auðunni." Byggist dómur Félagsdóms, sem dæmdi að miða skuli kaup þessara yfirmanna við háseta- hlut oins og hann varð sam- kvæmt gerðardómnum, á því að kjarasamningár Farmanna- og fiskimannasambandsins og Landssambands íslenzkra út- vegsmanna um kjör yfirmnana á síldveiðum, frá 14. febrúar 1961, miðast ekki við háseta- kjör samkvæmt þeim samningi er gilti um hásetakjörin þegar yfirmannasamningamir voru gerðir eða neinn tiltekinn samn- ing. heldur tiltaki hann aðeins laun yfirmarma sem ákveðið margfeidi af kaupi hásetanna. Geti samningar hásetanna þann- ig breytt kjörum yfirmannanna til hækkunar eða lækkunar, án bess að yfirmennirnir gætu haft áhrif á það fyrr en með upp- sögn síns eigin samnings. Há- setasamningunum hafi verið lög- lega sagt upp í Hafnarfirði, þar komi gerðardómurinn í samn- ings stað, og skuli því einnig kjör yfirmannanna miðast við háseitahlut samkvæmt gerðar- dómnum. Alþjéða keramik- sýning í Wash- ingfoR í hausf Níunda alþjóða keramiksýning Kiln Klúþbsins í Washington verður haldin í Smithsonian in- stitute þar í borg dagana 8. september þar til snemma í okt- óþer 1963. Sýning þessi, sem haldin er annað hvert ár, er sótt af listunnendum úr öllum ríkj- um Bandaríkjanna, auk ýmissa landa víðsvegar um heim. Tveir íslenzkir listamenn tóku þátt í sýningunni árið 1961, og er kera- mik-listamönnum hér á landi nú enn gefinn kostur á þátttöku. Aðeins nútíma listmunir koma til greina, og skulu þeir vera sem hér greinir: a) leirmunir (þ. á. m. mósaik og tígulsteinn) b) glerungur c) gler d) keramik höggmyndir. Vegna hættu á skemmdum er mönnum ráðlagt að senda ekki mjög verðmæta muni. Upplýsingar í sýningarskrá er greini nafn listamanns, tegund leirmuna og tryggingarverðmæti (í dollurum), verða að hafa bor- izt Smithsonian Institute, Wash- ington D. C., eigi síðar en 1. ágúst n.k. (Frá Upplýsingaþjónustii Bandaríkjanna) Þjóðviljinn hefur borið þenin- an dóm undir vélstjóra i Hafn- arfirði, sem vel er kunnugur samningamálum. og telur hann dómiinn byggðan á röngum for- sendum. Augljóst sé að Lands- samband íslenzkra útvegsmanna hafi ekki sjálft reiknað með þessari sjálfkrafa samtengingu hásetasamniinganna _ og yfir- mannasamninganna. Útvegsmenn í Hafnarfirði hafi sagt upp há setasamningnum fyrir síldarver- tíðina 1962, og hafi það ekki verið ætlun LÍÚ að fá breytt öðrum ákvæðum en þedm sem kaupið varða. hefði ekki átt að þurfa að segja líka upp yfir- mannasamningunum, eftir því sem nú er haldið fram og Fé- lagsdómur hefur tekið gilt. 1 fréttatilkynningu frá Rauða krossinum segir að Alsírsöfnunin nemi nú orðið kr. 1.013.800,76 og auk þess einu tonni af þurr- mjólk sem Mjólkursamsalan gaf en verðmæti hennar er um kr. 20 þúsund. Er söfnuninni nú lokið. Fyrir gjafafé það sem safnað- ist hér hefur verið komið upp 35 mjólkurgjafastöðvum í Oran- héraði og fá um 35 þúsund börn þar daglega heita mjólk og brauð auk bætiefnaskammts þrisvar í viku. Bera mjólkurgjafastöðvarn- ar nafn íslenzka Rauðakrossins. Áfjáðir í að tapa Morgunblaðið tekur upp í forustugrein í gær frásögn Sverris Júlíussonar að með- albátur hafi tapað á síldveið- um á hverju einasta ári und- anfarin 18 ár. í næstu máls- grein hefur btaðið það eftir Emil Jónssyni að nú gætti „meiri bjartsýni og grósku .. í felenzkum sjávairútvegi en síðustu þrjá áratugi. Mætti roarka það af því, að erlend- is væri nú verið að byggja 33 fiskiskip fyrir 273,3 raiilj. kr., og hér heima 13 skip fyr- ir 43 millj. kr.“ Þannig hefur mönnunum sem aBtaf eru að tapa samt tekizt að reyta af sér á fjórða hundrað milljónir króna. Og fjármununum á að sóa til þess að fá tækifæri til að tapa á 46 bátum I viðbót. Skilj anlegt í fyrra átti Mál og mann- ing aldaxf jórðungs afmæM. Af því tilefni gaf félagið m. a. út bókaflokk sem ýmsir fremstu rithöfundar þjóðarinn- ar áttu hlut að, og þótti þetta að vonum mikiill at- burður í bókavertíð sem að öðru leyti var næst fáskrúð- ug. En það er athyglisverð staðneynd að Morgunblaðið, stærsta blað þjóðarinnar. hef- ur ekki ennþá birt eina ein- ustu rétt um þennan atburð. Og á öllum síðum þessa mikla blaðs hefur ekki enn fundizt rúm fyrir einn ein- asta ritdóm um eina einustu bók sem út kom hjá Máli og menningu á síðasta ári. Fróð- ir menm fullyrða að ritdóm- arar blaðsins hafi þegar skrifað allmargar greinar um þessar bækur en þær séu allar vandlega læstar niiðri í hirzl- um ritstjóranna. Það er sannarlega ekki að undra, að Sigurður A. Magn- ússon, helzti ritdómari blaðs- ins, skrifar um það hvern sunnudag í lesbók sína hvað það sé skelfilega leiðinlegt að mál hjá blaði þar sem ekkert eiga að fjalla um menningar kemst að annað en pólitík og peningar. — Austri. En LÍÚ virðist ekki hafa litið svo á vorið 1962. Þegar búið var að segja upp hásetasamn- ingunum, bað LÍÚ um fund með nokkrum fulltrúum skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra. Sá fuudur var haldinn og var þá erindið að LÍÚ spurði þá sem þar mættu hvort þeir álitu grundvöll fyrir samkomuiagi við starfsstéttir innan Farmanna og fiskimannasambandsins til lækk- unar kjaranna, án þess að LÍÚ segði upp yfirmannasamningun- um. Allir þeir sem mættir voru af hálfu skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra svöruðu þvú til að þöiir væru þangað komnir til að hlýða á hvað LÍÚ hefði fram að færa ein ekki sem umboðs- menn si-nma félaga. Fuliyrtu þá um leið að ekki yrði hægt að komast að neinu samkomulagi um lækkun kjaranna og yrði málaleitun um slíkt að fara eft- ir venjulegum samningaleiðum. Eftir það rauk LÍÚ til og sagði upp yfirmannasamningun- um, þar sem það taldi sér ekki fært að lækka kjörin með öðru móti. En Félagsdómur dæmdi þá uppsögn ógilda. -ár — Hvemig kemur þetta fram í Hafnarfiði? — Það er ljóst, að þiegar skráð var á bátana i Hafnarfirðii til sumarsíldveiðanna 1962 voru samningar yfirmannanna frá 1961 í gildi, þó það væri ekki ljóst þá ■ hvernig færi um uppsögn ina. En fyrst Félagsdómur dæmdi uppsögnina ógilda, þarf líka að hafa hliðsjón af því á- kvæði samninga okkar, sem segja að samningar um lægri kjör en samningamir tiltaka séu ógildir, og óheimllt er að munstra upp á lægri kjör en í gildi voru þegar skráningin fór fram. ★ — Hvað segiir þú um þann skilming Félagsdóms og Lands- Hugvísindastyrkir 1963 auglýstir Hugvísíndadeild Vísindasjóðs hefur auglýst styrki ársins 1963 lausa til umsóknar. Hugvísinda- deild annast styrkveitingar á sviði sagnfræði, bókmcnntafræði, málvísinda, félagsfræði, iögfræði, hagfræði, heimspeki, sálfræði og uppeldisfræði. Formaður deild- arstjórnar er dr. Jóhannes Nor- dal bankastjóri. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenzkar vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir hann: 1. Einstaklinga og vísindastofn- anir vegna tOtekinna rannsókn- arverkefna. Styrkir til náms í V.-Þýzkalandi siæsta háskálaár Ríkisstjórn Sambandslýðveld- isins Þýzkalands býður fram allt að fimm styrki handa íslenzkum námsmönnum til háskólanáms þar í landi háskólaárið 1963— 1964. Styrkirnir nema 400 þýzk- um mörkum á mánuði, en auk þess eru styrkþegar undanþegn- ir skólagjöldum og fá ferðakostn- að greiddan að nokkru. Styrk- tímabilið er 10—12 mánuðir frá 1. október 1963 eða 1. marz 1964 að telja. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20 til 30 ára. Þeir skulu helzt hafa lokið prófi frá há- skóla eða a.m.k. tveggja ára há- skólanámi. Umsækjendur um styrk til náms við tækniháskóla skulu hafa lokið sex mánaða verklegu námi. Góð þýzkukunn- átta er nauðsynleg, en styrkþeg- um, sem áfátt er í því efni, gefst kostur á að sækja námskeið i Þýzkalandi áður en háskóla- námið hefst. Styrkir þessir eru eins og að framan greinir ætlaðir til náms við þýzka háskóla, þ.á.m. lista- háskóla. Auk þess kemur til greina að styrkja starfandi lækna er vilja afla sér sérfræðilegrar þjálfunar í Sambandslýðveldinu Þýzkalandi, og er styrkfjárhæðin í slíkum tilvikum 650—800 mörk á mánuði. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, stjóm- arráðshúsinu við Lækjartorg. Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 5. marz n.k. (Frá Menntamálaráðuneytinu). 2. Kanditata til vísindalegs sér- náms og þjálfunar. Kandidat verður að vinna að tilteknum rannsóknum eða afla sér vís- indaþjálfunar til þess að koma til greina við styrkveitingu. 3. Rannsóknarstofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir. Umsóknir um styrki Hugvís- indadeildar. þurfa að hafa bor- izt fyrir 1. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást í skrif- stofu Háskóla íslands, hjá sendi- ráðum íslands erlendis og hjá ritara Hugvísindadeildar, Bjama Vilhjálmssyni skjalaverði, er veitir frekari upplýsingar, ef ósk- að er. Utanáskrift til deildarinnar er: Hugvísindadeild Vísindasjóðs — Pósthólf 609 — Reykjavík. Athygli skal vakin á því, að Raunvísindadeild Vísindasjóðs hefur fyrir nokkru auglýst styrki sfna lausa til umsóknar með umsóknarfresti til 15. febrúar næstkomandi. (Frá Hugvísindadeild Vísinda- sjóðs). LAUGAVEGI 18^- SíMi 19113 ÍBCÐIR öskast Höfum kaupendur með mjkiar útborganir að öll- um stærðum íbúða. Einnig að raðhúsum. 5—6 herb. með allt sér, ósk - ast í skiptum íyrjr rað- hús. TIL SÖLU 2 herb. ný íbúð. 3—5 herb. íbúðir víðsvegar um borgina. Einbýlishús i Smáibúða- hverfi. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa fasteignir. Laugardagur 2. febrúar 1963 sambandsins að með samningn- um 1961 hafi yfirmenn alger- lega tengt sig hásetakjörunum, hver sem þau yrðu? — Það hiefur áreiðanlega eng- um komið til hugar við samn- ingagerðina að binda óákveðið yfirmannakjörin við einhver ótii- tekin kjör hásetanna. hvernig sem þau kynnu að vera í fram- tíðinni. Þegar yíirmannasamn- ingurinn var gerður 1961 lá fyr- ir þessi ákveðni samningur um hásetakjörin, frá 1958 og 1959, og við hanm var miðað í á- kvæðum yfirmamnasamningsins um kjönim. Landssambandinu htefur með dómnum tekizt að fara þessa krókaleið ti’l að skerða kjör stýriimanna og vélstjóra og klemma þau undir gerðardóm- inn, að fá fyrst hásetalaunin lækkuð með gerðardómnum og smeygja svo þeirri lækkun lika yfir á stýrimenn og vélstjóra. En meðal yfirmanna bátanna mun ekki ágreiningur um að þetta er gert á röngum forsend- um. International •» 1 • # vorubifreiðir ÖXULL h.f. Borgartúni 7 Sími 12506. Útför hjónanna INGA JÖNSSONAR og UNNAR BENEDIKTSDÓTTUR Hofteigi 18, sem létust 27. og 28. f. m., fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 1.30 e. h. Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast þeirra er bent á Félag fatl- aðra og lamaðra. F. h. vandamanna Rósmundur Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.