Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 4
SÍÐA ÞJtMÐVILJINN Laugardagur 2. febrúar 1963 SPJALLAÐ Um þessa helgi verða að- eins leikir í fyrstu og ann- arri deild, nema hvað Kefl- víkingar og FH keppa í kvöld í þriðja flokki. Önimr deildin i kvöld í kvöld verð leiknir tveir leikir í annarri deild. Eignast fyrst við Haukar og Kefla- vík, og getur það orðið nokkuð jafn leikur. Haukar ættu þó að hafa meiri möguleika. Á mótinu i fyrra sýndu þeir undra góða leiki miðað við stuttan keppnisferil, én það vjrðist sem þeir séu ekki enn búnir fyllilega að átta sig. Má UM HANDKNATTLEIK gera ráð fyrir að tapið fyrir Val um daginn hafi hert þá upp því það varð meira en almennt var búizt við. Hið unga lið Keflvíkinga getur orðjð Haukum erfitt. þeir kunna orðið það mikið að allt getur skeð. Dómari í leiknum verður Jóhann Gíslason. Síðari leikurinn er á milli Ármanns og Brpiðabliks. ag ætti það að vera öruggur sig- ur Ármanns. Annars hefur Ár- menningum ekki gengið eins vél og búizt var við. en þeir eiga vafalaust eftir að gera betur. KR og ÍR tvísýnn leikur Á morgun verða svo tveir leikir í fyrstu dejldinni, og keppa þar fyrst KR og ÍR, og getur það orðið nokkuð jafn og tvísýnn leikur. Bæði liðin eru skipuð yngri og eldri leik- mönnum, þar sem þeir yngri hafa ekkj enn fengið þá reynslu sem þarf og kemur með fleiri leikjum. Hvað þetta snertir stendur KR þó heldur betur að vígi, þeir hafa held- ur fieiri sem eru „senu“-van- 'r. En allt að einu. þetta get- ur orðið jafn og spennandi leikur. Dómari verður Valur Bene- djktsson. Síðari leikurinn verður svo milli f>róttar og FH, og seiti FH að vinna leikinn auðveld- lega. Ef skap-stúfur er til í Þrótti, ættu þeir að hyggja á grimmilegar hefndjr fyrir fyrri leikinn sem endaði 34:13 fyrir FH; og gera má fyllilega ráð fyrir að Þróttur verði ekki eins auðveldur fyrir FH að þessu sinnj og í desember. Verður satt að segja gaman að sjá hvað þessir annars efnilegu menn í Þrótti geta þegar þeir taka á. þó það sé móti svo síerku liði og FH er. Dómari verður Axel Sig- urðsson. Frímann. Handknattleiksmeistaramót íslands Baráttan harðnar í L-deild FH sigraði Víking 23:13 Tveir leikir í I. deild karla voru leiknir í fyrrakvöld. FH sigraði Víking með yfirburð- um, en eftir þeim leik hafði verið beðið með eftirvæntingu, þar sem Víkingar höfðu sigrað Fram. Þá vann ÍR Þrótt eftir fremur jafnan leik. Þróttur réði ekki við ÍR og tapaði 32:26 Það leit út fyrir að Þróttur ætlaði að ná tökum á leiknum, því í byrjun áttu þeir nokkuð sæmilegan leikkafla. ÍR-ingar komust raunar upp í 3:1 en Þróttur jafnaði og komst yfir og það er ekki fyrr en um miðj- an hálfleikinn fyrri sem 1R tekst að jafna 7:7. Um tíma má ekki ó millí sjá hvor ætlar að hafa betur, þvi jafntefli verður hvað eftir annað, en það síðasta á 11:11, og voru þá um 22 mínútur liðnar af leik. Eftir það dró í sundur með þeim út hálfleikinn, sem endaði 19:14. Var það þessi kafli sem gerði út um leikinn, því hinn hálf- leikurinn var iafn, eða þar voru ÍR-ingar aðeins 1 marki yfir. Það furðulega skeði líka að Þróttarar virtust ekki veita því neina 'athygli að Gunnlaugur skoraði óeðlilega mörg mörk eða 18 í öllum leiknum! Að minnsta kosti var engin tilraun gerð til þess að hindra mann- :nn neitt sérstaklega. Að vísu 'T Gunnlaugur ekkert iamb að eika sér við, en vel hefði verið ’órnandi á hann einum manni 'il þess að reyna að hindra lann svolítið. Liðln ÍR-liðið og þá sérstaklega þeir Gunniaugur. Hermann og Matthías léku oft laglega með míklum hraða, og léku hina oft vél upp, en þeir urðu iíka að skora og tveir þeirra Hermann og Gunniaugur skora 24 mörk af 32, og má segia að Gunn- 'agur hafi bjargað liði sínu í betta sinn eins og svo oft áð- u.r. Það var þó ljós punktur hjá liði Þróttar að i þetta sinn var síðari hálfleíkurinn sýnu betri en sá fyrri, en það er ný- lunda hjá Þrótti, sem löfar góðu. I liði Þróttar voru beztir Axel, Birgir Björnsson, hinn trausti leikmaður og fyrirliöi Hafnfiröing- anna, skorar eitt af mörkum FH í leiknum viö Víking (Ljm.Bj. Bj.). Þórður og Haukur. Eins og mörkin bera með sér voru varnir beggja mjög opnar, og er skorað nær mark á mín- útu hverri, og er það alltaf mikið, þar sem ekki er um að ræða nema fáar stórskyttur í liðunum. Þeir sem skoruðu fyrir ÍR voru: Gunnlaugur 18, Hermann 6, Matthias, Gylfi og Stefán 2 hver og Gunnar og Þórður eitt hvor. Fyrir Þrótt skoruðu: Axel 12, Grétar 5, Haukur 4, Þórður 3, Helgi og Páll eitt hvor. Dómari var Axel Sigurðsson og dæmdi vel, var strangur, og munu um nær 20 vítaköst hafa verið dæmd í leiknum, án þess þó að hann teljist harður eða óprúðmannlegur. FH var ofjarl Víkinga og vann auðveldlega 23:13 Eftir þessum leik var beðið með mikilli eftirvæntingu, því Víkingur hafði unnið sér það til ágætis að sigra Fram ó sín- um tíma, og hvað mundu þeir geta afrekað í leik við FH. Fyrri hálfleikur byrjaði held- ur dauflega fyrir Víkinga, því rétt um miðjan hálfleikinn stóðu leikar 9:2. En þá urðu þáttaskil um stund, og gerðist hvorttveggja, að Víkingar sóttu Listhlaup áskautum Víða um heim eru skautasnillingar að búa sig undir heims- meistarakeppnina í Iisthlaupi á skautum, sem fram fer í Búda- pest 5.—10. febrúar n.k. Meistaramót í skauta-Iisthlaupi eru háð í flestum Evrópulöndum um þessar mundir. Þessi unga stúlka sigraði í einstaklingskeppni kvenna á austurþýzka meistaramót- inu. Hún heitir Gabriela Seyfert. sig og urðu markheppnir og eins hitt að FH-ingar slöppuðu af. Þessi sókn Víkings hélzt til hálfleiks en þá höfðu þeir jafn- að svo metin að aðeins mun- aði tveim mörkum eða 11:9. FH hafði sýnt í byrjun leiks- ins mjög skemmtilegan hand- knattleik í sínum gamla góða stíl, og þess vegna kom þessi slaki kafli á óvart. Spumingin var því hvernig til tækist í síð- ari hálfleiknum. En þá virtist Víkingum öll heill horfin, og FH-ingar ná mjög góðum varnarleik, sem Framhald á 8. síðu. Fró Frjáls- ðþrótfasam- Að gefnu tilefni vill stjóm F.R.Í. geta þess að hún hefur ekki ráðið neinn þjálfara til að annast þjálfun íslenzkra frjáls- íþróttamanna vegna væntan- legrar þátttöku í olympíuleik- unum 1964. Stjórn F.R.l. EIRA UM SKYLDUR 1 síðasta þætti var rætt um skyldur félagsmanna við fé- lagið, og drepið á fáein atriði í því sambandi. Þetta mál er ef til vill það þýðingarmesta fyrjr hvert eitt félag og þá íþróttahreyfinguna i heild. íþróttahreyfingin hefur íram að þessu verið borin uppi af áhugamönnum. og öðrum er ekki ætlað að hafa þar áhrif. Einmitt vegna þess að íþrótta- hreyfingin er samtök áhuga- manna þurfa þeir menn sem gerast félagar að skjlja nauðsynina á þvj að vita hverjar skyldur þeirra >ru, og bregðast mannlega við beim. Þegar ég tala um að megðast mannlega við, er við >að átt að hver og einn haldi oforð sín við félagið, vinni >ð sínum hluta að vexti og vjðgangi félagsins. gefi sér tíma til að beita áhrjfum sín- um til aðstoðar félaginu í starfi og leik. skorist ekki undan að taka á slg störf, 6. grein stór eða smá eftir því sem verkast vill hverju sinni. Við sem höfum fylgzt með þess- um málum síðustu áratugina. höfum orðið þess áberandi vör, að æ erfiðara reynist að fá menn til að skilja þetta, og þeim fækkar óðum sem vilja verulega leggja að sér fyrir hugsjón áhugamennskunnar. Að verja tómstundunum vel Iþróttahreyf ingi n stendur því augljti til auglitls við alvarlegan vanda. Að sumu leyti er þetta tim- anna tákn um hina miklu vinnu, um hina miklu penings sem velta, Æskan hefur meira fé mi.llj handa en áður, og hún þarf. eða telur sig þurfa tíma til að njóta þess. Við getum sagt að það sé mann- legt, en það þýðir, að hún hef- ur ekki eins mikinn tíma til að sinna skyldum sínum við félag sitt. Félagjð hefur gert skyldu sína það hefur útveg- að aðstöðu fýrir æfingar, kennara og áhöld. Á æfing- una kemur ef til vill helming- ur þeirra sem þar eiga að vera. Sumir eru að vinna. aðr- ir að njóta afraksturs vinn- unnar, skemmta sér, og enn aðrir nota hjna miklu vinnu sem afsökun, þó þeir séu alls ekki að vinna. Við þetta bæt- list að nú sjá. menn flesta hluti og tíma með krónugler- augum. Þetta er sá hlutinn sem erfitt er við að ejga. Það er að nokkru baráttan fyrir ’ífi og brauðj./og að nokkru bað. að æskan gerir sér ekki nægjlega grein fyrir því hvaA “r hyggileg og heppileg 'ikemmtun, og hueleiðir ekk! hvort skyldan við íþróttafé- lagið og lejkinn sé ekki þegar allt kemur til alls það þroska vænlegasta fyrir hana og hyggilegt innlegg til framtíð- arinnar. Þetta er sannarlega mál í- þróttahreyfingarinnar í heild, en hvað hefur hún gert til að koma þessum skoðunum á framfæri? Þar hefur hún ekki gert skyldu sína hvorkj gagn. vart sjálfri sér né þeim æskumönnum sem til hennar sækja. Á Norðurlöndum t.d. gera íþróttasambönd mikið að því að efna til námskeiða fyrir forustumenn í íþróttafélögum, bar sem hjn félagslega hlið er sérstaklega tekin fyrir og fræðsla veitt um þann anda ng þá stefnu sem st.arfa á eft- jnnan félaganna. Áhugamennskan i hættu Takist ekki að örfa almenn' tjl meiri skyldurækni í starfi og leik innan íþróttahreyfing- arinnar. sfendur hún frammj fvrir því vandamáli að at- vinnumennskan haldi meir og meir innreið sína. beint og ó- bejnt. Hún leitar allstaðar á, og meira en menn gera sér grein fyrir. Afleiðingin yrði sú að félögin gætu ekki afl- að þess fjár sem þarf til að starfrækja félögin, þegar greiða þyrfti hvert vjðvik. Á- framhaldið yrði svo að í- þróttahreyfingin mundi snúa sér til þess opinbera um fjár- beiðni, Qg sennilega mumdi í bað tekið. Þá er svo komið, að íþrótt- irnar verða reknar af ríkinu, og er það sjónarmið út af fyrir sig, en hvað verður þá 'im hinn marglofaða áhuga mann sem af skyldurækni og trú á gött málefni hefur unn- ið sér til gagns og gamans að þessum málum? Til þess að standa á móti þessari þróun. er einasía ráð- ið að höfða til skyldurækninn- ar hjá þeim mönnum sem fé- lögin mynda. — til áhugans og viljans, hafandj í huga að brátt fyrir allt. lifum við ekki af einu saman brauði. Frímann. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.