Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 5
Laugardagur 2, febrúar 1963 ÞJÓÐVIL.TINN Ai berjast fyrir málstai launafólks jafnt í stjórn sem stjórnarandstöiu Umræður um frumvarp Einars Olgeirssonar um Áætlunarráð ríkisins hafa snúizt upp í eins konar eldhúsdagsumræður. Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær, varð þeim enn ekki lok- ið, en hér á eftir verður drepið á nokkur atriði úr umræðunum í fyrradag. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu Einars Olgeirssonar við þetta tsekifæri, er hann svaraði ræðu Þórarins Þórarinssonar. en Þórarinn ræddi mjög um „samstarf Sjálfstæðisflokksins og kommúnista“, eins og hann orðaði það, m.a. í verkalýðs- hreyfingunni, í nýsköpunar- stjórninni og um fleiri mál. Málefni — eða völd „Háttvirtur 7. þingmaður R- víkinga (ÞÞ) beindi alveg sér- staklega athygli sinni að sam- starfi Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðisflokksins annars veg- ar og samstarfi okkar við Framsókn hins vegar. Afstaða Sósíalistaflokksins og Alþýðu- bandalagsins hefur í öllum mál- um, sem snerta stjórnarsam- vinnu verið sú að fara þar eft- ir málefnum, — láta það ráða hverju sinni með hverjum er unnið, hvað hægt sé að gera fyrir alþýðu landsins og í þjóð- frelsismálum landsins á hverj- um tíma. Og það hefur einnig ráðið samvinnuslitum. En Fram- sókrarflokkurinn hefur farið fyrst og fremst eftir því, hvað hentu.gt væri að gera með til- liti til þess að geta haldið völd- um .... Kauphækkun í stað nýsköpunar Hver var afstaða Framsókn- arflokksins til þeirra tveggja höfuðmála, sem nýsköpunar- stjórnin framkvæmdi, nýsköp- un atvinnulífsins og trygginga- löggjafarinnar. Þá var allur Framsóknarflokkurinn að ein- um þingmanni undanskildum á móti tryggingalöggjöfinni. Að- eins einn þingmaður Fram- sóknarflokksins, Páli Her- mannsson, braut af sér öll flokksbönd og greiddi atkvæði með lögunum, af því að hann sagði að þau væru svo góð. — En var það svo alveg útilokað, að Framsókn vildi fara í stjórn með öðrum eins flokk og Sjálf- stæðisflokknum? VissUlega ekki. Framsókn stóð í samning- um með öllum hinum flokkun- um í 3 vikur, og virtist þá meira að segja ekki hafa neitt við nýsköpunina að athuga. En einu hafði Framsókn áhuga á: Það var að lækka kaup vcrka- manna. Framsóknarflokkurinn sleit þessum samningum í byrj- un október í trausti þess að ekki yrði úr myndun nýsköpun- arstjórnarinnar. En í staðinn skrifaði svo Framsókn Sjálf- fárnsmiðír Víljum ráða 50 járniðnaðarmfirm onr aðstoð- armenn nú þegar. ttikil vinna ícamunðan. HÉÐINN stæðisflokknum — ekki Alþýðu- flokknum og Sósíalistaflokkn- um, — bréf og bauð upp á stjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. ÞÞ getur lesið í Tím- anum frá í byrjun október 1944 og séð upp á hvað er boð- ið. — Það er ekki verið að bjóða upp á neina nýsköpun atvinnulífsins, að kaupa togara. báta eða landbúnaðarvélar. Það var boðið upp á einn einasta hlut fyrst og fremst: AÐ LÆKKA KAUPIÐ. Ef fram- sóknarmenn ætla að fara að læra af sögunni, ættu þeir að lesa Tímann frá þessum árum. Afturhaldseðlið í Framsókn var þá svo ríkt, að kauplækkun vár henni trúaratriði. Þá ætlaði Framsókn að koma á fót launa- lækkunarstjórn eitthvað svipað og „viðreisnarstjórninni" núna. Gerðardómslög gegn verklýðshreyf- ingunni Og Framsóknarflokkurinn hafði áður sett fram sams kon- ar kröfur. Árið 1942 fóru einn- ig fram samningar um vinstri stjórn, en Framsókn setti þá fram kröfu um 10% kauplækk- un og á því strandaði. Og þar bjó dálítið annað á bak við. Framsóknarflokkurinn þykist núna vera ákaflega róttækur og góður flokkur, en hann er kannski búinn að gleyma því. sem gerðist í janúar 1942. Framsóknarflokkurinn stóð þá að bráðabirgðalögum um gerð- ardóm í kaupdeilum, og við lá fangelsun forystumanna verka- lýðsfélaganna og að sjóðir þeirra yrðu gerðir upptækir, ef verkalýðsfélögin beygðu sig ekki undir þessi lög. Og með þessum lögum sparkaði Fram- sókn Alþýðuflokknum út úr þjóðstjórninni gömlu og sat ein eftir með íhaldinu. Grundvöllur bættra lífskjara Það, að ve»kalýðurinn á Is- landi hefur gert svo að segja gerbyltingu í lífskjörum sínum, stafar af tvennu. í fyrsta lagi, að hinni harðvítugu kaupgjalds- baráttu verkalýðsins 1942 og árunum þar á eftir, á mótl vilja Framsóknarflnkksins. Og í öðru lagi af þeirri gerbreytingu á tæknilegri undirstöðu islenzks efnahagslífs, sem framkvæmd var með nýsköpunarstjórninni. Þetta er það, sem veldur þeirri gerbyltingu lífskjara. sem orðið hefur á íslandi. Og mér finnst. að Framsfl. ætti miklu frekar að reyna að finna út eitthvað í gamalli sögu, sem gæti gert honum mögulegt að tileinka sér eitthvað af þessu heldur en að vera alltaf að hrinda þessu frá H E K L A H.F. Höfum flutt skrifstofur, varaklutavérzlun og bílaverkstæði að Laugavegi 170-172 Smurstöðin verður fyrst um sinn áfram að Hverfisgötu 103 — Sími 13351. sér, og láta vera að rifja upp, hve afturhaldssamur hann var í þessum málum. En svo langt gekk þetta þá, að í september 1944 skoraði Tíminn, — Nú vitna ég aftur i hann og ÞÞ getur lesið það í honum — á atvinnurekendur að láta nú ekki undan kaup- hækkunarbaráttu „kommún- ista“. Það gæti verið ákaflega gaman fyrir ÞÞ að líta nú í þetta, ég veit, að hann skrifaði ekki í Tímann, þegar þetta var, og nú er Tíminn skrifaður miklum mun skynsamlegar. Núna skrifar Tíminn daglega, eins og rétt er, að það sé nauð- synlegt fyrir atvinnurekendur að skilja það, að þeir verði að hækka kaupið og þeir eigi ekki að vera að eyðileggja síldveið- arnar og annað slíkt. Vinstri stjórnin og nýsköpunarstjórnin ÞÞ kom inn á spursmálið um samanburðinn á nýsköpunar- stjórninni og vinstri stjórninni. Ég hef aldrei verið smeykur við að bera lofsorð jafnt á vinstri stjói'nina sem nýsköpunar- stjórnina. Ég skoða mig jafnt aðila að báðum þeim stjórnum. Það var ýmislegt, sem gerðist í sambandi við báðar þær stjórn- ir, sem við vorum óánægðir með, en það var líka ákaflega margt í þeim stjórnum. sem við vorum ánægðir með. Það sem hins vegar ríður bagga- muninn í báðum tilfellum um afstöðu okkar bæði Sósíalista- flokksins og Alþýðubandalags- ins um þessar stjórnir, er af- staðan annars vegar í hags- munamálum almennings og i hins vegar í þjóðfrelsismálun- um. Við skulum athuga hags- munamálin fyrst. Okkar afstaða hefur verið sú, að við bei-jumst fyrir því, að kjör verkaroanna séu bætt. Og við berji'i fyrir þessum kjarabótum, hvort sem við erum í ríkisstjórn eða utan við ríkisstjórn og hvort sem sú stjórn heitir nýsköpunarstjórn eða vinstri stjórn. Við vitum, að bað er mögulegt fyrir íslenzkt ! þjóðfélag að veita verkalýðn- ! um betri kjör heldur en hann hefur haft, betri kjör en hann J hafði í vinstri stjórninni og i betri kjör en hann hefur nú. I Við vitum, að það er mögulegt j og hefur verið mögulegt öll þessi 25 ár að hækka kaupið á íslándi og við höfum alltaf bar- izt fyrir því, og það hefur ekki faiáð eftir því, hvcrt við höf- um verið í ríkisstjórn eða ut- an við ríkisstjórn. Og með allri virðingu fyrir stefnufestu, bæði Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, þá er mér nú ekki grunlaust um, að þeir flokkar hafi nú haft vissar til- hneigingar, svo að ekki sé nú skarpara að orði kveðið til þess að vera þó frekar með kauphækkun, þegar þeir voru utan við ríkisstjórn heldur en þegar þeir enx í í'íkisstjóm. Ég sé það á Fi-amsóknarflokknum nú og það gleður mig mjög mikið, að Framsóknarflokkur- inn er mjög eindregið með kauphækkunum. Og ég var heldur ekki að draga dul á það. því maður á alltaf að unna sín- um andstæðingum sannmælis, ég var ekkert að draga dul á það, að ég hefði orðið var við það 1958, þegar Sjálfstæðisfl. var í stjórnarandstöðu, að það var viss samúð með kauphækk- unum. meira að seg.ia hjá Sjálf- stæðisflokknum á þeim tíma. Þannig geta menn breytzt, þeg- ar þeir eru í stjómarandstöðu. En Sósíalistaflokkurinn og Al- þýðubandalagið hafa beitt sér fyrir launahækkunum, þegar það var hægt, jafnt mcðan við vorum í nýsköpunarstjórninni og vinstri stjöminnl.“ ÆFR ★ Skrifstoía Æskulýðsfylking- arinnar, Tjarnargötu 20 verð- ur opin framvegis virka daga klukkan tíu til tólf árdegis og klukkan tvö til sjö síðdegis. nema laugardaga frá klukkan tíu til tólf og tvö til fimm. ★ Félagsheimili Æ.F.R. er op- ið öll kvöld frá klukkan 8.30 til 11.30. SÍÐA 5 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnxjs Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgreiðslR auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur), Áskriftarverð kr, 65 á mánuðl_ I skýru Ijósi Jjað er fróðlegt að virða fyrir sér fum og ráð- leysi stjórnarherranna eftir málalokin í samningunum um Efnahagsbandalag Evröpu. Öll hugsun þeirra um framtíð íslands hafði ver- ið bundin þátttöku í þessu bandalagi, og þeys- ingur Gylfa Þ. Gíslasonar milli höfuðborga bandalagslandanna bar vott um það að hann sá sig þegar í huganum sem einskonar hreppstjóra á þessum útskækli stórríkisins. Stefna þessara manna hefur nú beðið alger’t skipbrot, og þjóð- in hefur fengið gleggri mynd en áður af dóm- greind þeirra og þekkingu. Og það er til marks um hinn óheiðarlega málflutning Framsóknar að hún reynir nú að þakka sér það að hætt var við að senda umsókn af íslands hálfu. ^annleikurinn er sá að ríkisstjórn íslands vildi senda umsókn um aðild íslands í árslok 1961, og því fór fjarri að Framsókn væri þá andvíg slíkri umsókn. Stjórnarblöðin skrifuðu um það berum orðum að íslendingar yrðu umsvifalaust að æskja aðildar og Tíminn fjallaði vinsamlega um málið, þó auðvitað með því tvíræða orðalagi sem ævinlega einkennir það blað. Um miðjan ágúst 1961 lagði Gylfi Þ. Gíslason þá sþurningu fyrir nefnd, sem hann hafði komið á laggirnar með fulltrúum frá helztu framleiðendasamtök- um og fjöldasamtökum íslendinga, hvort tslendingar ættu að senda umsókn um inngöngu í bandalagið. Sjálfstæðismennirnir, Framsókn- armennirnir og Alþýðuflokksmennimir í nefndinni mæltu allir með því að send yrði umsókn, þar á meðal Framsóknar- meninnir frá Sambandi íslenzkra sam- vinnufélaga og bændasamtökunum. Aðeins fulltrúi Alþýðusambands íslands, Haukur Helga- son hagfræðingur, lagðist eindregið gegn því að send yrði umsókn. Næstu vikur á eftir hefði um- sókn verið send, ef ekki liefði komið í ljós að ráðamenn bandalagsins töldu ekki tímabært að fá umsókn frá íslandi; þeir kváðust ekki hafa tóm til að sinna þvílíkum smámunum fyrr en önnur vandamál væru leyst. Það voru þannig ekki valdamenn íslands sem ákváðu að bíða á- tekta, heldur leiðtogar Efnahagsbandalagsins. í umræðum þeim sem þá fóru fram var Þjóðvilj- inn eina dagblaðið sem beitti sér gegn aðild ís- lands að Efnahagsbandalaginu, en ýmsir aðilar fleiri unnu kappsamlega að því að koma á framfæri vitneskju um það hvað aðild Íslands myndi hafa í för með sér. Framsóknarflokkur- inn og Tíminn dröttuðust hins vegar á eftir stjórnarflokkunum í málinu, þar til í ljós kom að meginþorrinn af óbreyttum fylgismönnum Framsóknar var alvarlega andvígur þátttöku íslands þá fyrst fóru leiðtogar Framsóknar að snúast og hafa smátt og smátt verið að snú- ast síðan, þar til þeir þykjast nú vera algerlega á öndverðum meiði við fyrstu ákvarðanir full- trúa sinna. þannig hefur Efnahagsbandalagsmálið varpað skýru ljósi á einkenni hernámsflokkanna allra, taumlausa fylgispekt stjórnarflokkanna við erlend fyrirmæli, óheilindi Framsóknar. m. í i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.