Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.02.1963, Blaðsíða 6
3 SÍBA ÞJÓÐVILJXNN Laugardagur 2, íebrúar 1963 Hoft eftir „áhrifamönnum" í Washington: Kennedy er sagður vilja birgðir Bandaríkjanna af selja Sovétríkjunum hernaðarvarninoi í síðasta tölublaði vesturþýzka tímaritsins Der Spieg'el birtist grein eft- ir bandaríska blaðamanninn Julius Epstein, sem áður hefur vakið á sér athygli fyrir ótrúlega staðgóða vitneskju um það sem gerist bak við tjöldin í Washington. í grein þessari hefur hann það eftir bandarískum áhrifamönnum, að Bandaríkjastjórn hafi í hyggju að selja gegn greiðslu í gulli Sovétríkjunum og öðrum ríkium Austur-Evrópu mikinn hluta af þeim birgðum livers konar hráefna sem Bandaríkin hafa komið sér upp til að vera við öllu búin í styrjöld. Að sögn Epsteins verður frumvarp í þessa átt lagt fyrir Bandaríkjaþing í byrjun marzmánaðar. Greinarhöf- undur telur að þessi stefnubreyting Bandaríkjastjórnar varðandi sölu á hemaðarvamingi til Sovétríkjanna og bandamanna þeirra kunni að sprengja Atlanzhafsbandalagið. Greinin fer hér á eftir, örlítið stytt í þýðingu. „Stjórn Kennedys hefur í hyggju samkvæmt tillögum rádunauta forsetans að gefa í fyrsta sinn eftir siðari heims- styrjöldina Sovétríkjunum og öðrum kommúnistalöndum — að undanteknum Kína, Kúbu, Norður-Kóreu og Norður-Viet- nam — kost á að kaupa í Banda ríkjunum svonefndar hernaðar- lega mikilvægar vörur fyrir íjóra milljarða dollara (yfir 170 , milljarða íslenzkra króna). Til framleiðslu kjarnavopna Þær vörur sem um er að ræða eru ómissandi til fram- leiðslu á vopnum og hergögn- um, ekki hvað sízt kjarnavopn- um. Á hinni bandaríeku skrá yfir slíkan hemaðarvaming eru því flestir málmar og kem- ísk hráefni, þ.á.m. úran, kóbalt, nikkel og volfram. Það er nú astlunin að heimila sölu til austurblakkarinnar á u.þ.b. helmingi þeirra birgða af 98 slikum vörum, sem fram að þessu hefur verið bannað að selja þangað. En þetta verður því aðeins hægt að meirihluti Bandaríkjaþings fáist til að samþykkja það. Gerbreytt stefna Ég hef fengið að vita frá al- gerlega áreiðanlegum heimild- um í Washington, að Kennedy forseti hafi fyrir skömmu á- kveðið, að gerbreyta stefnu Bandaríkjanna í viðskiptamál- um — og raunar er hér um að Julius Epstcin ræða miklu meiri stefnubreyt- ingu — og fara þess á leit við þingið að hann fái heimild til þess að selja Sovétríkjunum og fy’lgiríkjum þeirra hluta af hin- um geysilegu birgðum Banda- ríkjanna af hernaðarlega mik- ilvægum vörum. Þegar fyrir ári sagði Kennedy, að þessar birgð- ir Bandaríkjanna væru nærri því helmingi meiri en sérfræð- ingar . landvarnaráðuneytisins teldu að þau hefðu þörf fyrir í þriggja ára styrjöld. Uppkastið að frumvarpinu sem Kennedy ætlar að leggja fyrir þingið er nærri því full- samið. Það var samið af stofn- Veturinn situr ensi að völdum I Evrcpulöndum LONBON 31/1 — 1 dag var vetur enn við völd í Evrópu allt frá Suður-ltalíu til norðurhluta Sví- þjóðar. Samt sem áður töldu veð- urfræðingar að ckki væri víst að þetta boðaði nýtt kuldakast sam- bærilegt við það sem nýlega er afstaðið. 1 Róm snjóaði nú í fyrsta sinn i sjö ár. Algjört öngþveiti varð í umferðinni eftir að 2.5 senti- metra þykkt snjólag breyttist í ís. Fjöldi vegfarenda varð að leita læknis eftir að hafa dott- ið og meitt sig. Gagnfræðaskólar BKISBANE — Sykurleðja f læddi um götu í Gordonvale í Norð- ur-Queensland eftir að spreng- ing varð í sykurverksmiðju. Sumsstaðar var sykurflóðið 5 feta djúpt. Orsök flóðsins var að tvö þúsund tonn af sýrópi fóru að sjóða þegar hitabylgja gekk yf- ir bæinn. Sýrópið „sauð uppúr“, rauf gat á þakið og rann út á götuna. borgarinnar vóru nokkurn veg- inn mannauðir. Blindbylur geysaði á hinu fræga fjalli Vesúvíusi í nánd við Nopoli og í Taggia viö San Remon á vesturhluta ítölsku Ríví- erunnar varð fólk að yfirgefa hús sín og híma úti í næðingn- um vegna jarðskjálfta. I Holland'i urðu tugir þúsunda verkamanna að láta reiðhjólin sín eiga sig og ferðast með al- menningsvögnum vegna kuldans. í Danmörku var átta stjga írost og skip undan ströndum landsins áttu í erfiðleikum vegna ísalaga. Talið er að nýr ís muni myndast þar sem autt hefur ver- ið að undanförnu vegna þíð- viðris þess sem nú er úr sögunni. 1 Póllandi kólnaði aftur í dag. I austurhluta landsins var frostið allt að 32 stigum. Umferðarörð- ugleikamir þar í landi hafa enn aukizt við þetta. í Bcrlín var síðastliðin nótt sú kaldasta síðan veturinn 1958 og var frostið 26 stig. í Suðausíur-Rúmeníu stöðvuð- ust járnbrautir vegna fannfergis. un þeirri sem undirbýr ráð- stafanir í neyðarástandi (Office of Emergency Planning), en forstjóri hennar er Edward McDermott". Síðan segir greinarhöfundui að búast megi við að frumvarp þetta muni mæta mikilli and- stöðu á þingi. Á móti því mum ekki einungis vera þingmenn Repúblikana og ýmsir þing- £> menn Demókrata frá Suður- ríkjunum, sem jafnan eru á öndverðum meið við forsetann, heldur einnig ýmsir af stuðn- ingsmönnum hans, sem óttist að Repúblikanar geti notað sér slíka stefnubreytingu í næstu forsetakosningum. Epstein segir að farið hafi verið dult með þessa ráðagerð og hafi aðeins einum öldunga- deildarmanni verið skýrt frá henni, Stuart Symington, en hann er formaður þeirrar nefndar öldungadeildarinnar sem fjalla mun um frumvarp- ið þegar það verður lagt fyrir þingið. Þó segist greinarhöfund- ur geta skýrt frá eftirfarandi: Fyrir 1 milljarð dollara á ári „Hin ráðgerðu lög eiga að heimila stjórn Kennedys að ganga í allar vörubirgðir Bandaríkjanna, en þær eru geymdar á 213 stöðum, og bjóða þær til sölu, bæði innan og ut- an Bandaríkjanna. Samkvæmt gildandi lögum verður Banda- ríkjastjórn að fá samþykki þingsins, áður en nokkrar hern- aðarlega mikilvægar vörur eru seldar. Hvers konar sala á slík- um vörum til austurblakkarinn- ar er bönnuð og liggja þung viðurlög við slíkum viðskiptum. Jafnvel þegar slíkur vamingur er seldur á innanlandsmarkaði verður að líða hálft ár frá því að kaupsamningur er gerður þar til kaupin eru um garð gengin. Hin nýja heimild sem for- setinn vill fá til að losna við þessar óþörfu birgðir — hið svonefnda „Disposal Program" — á að gilda í næstu fjögur- fimm ár. Gert er ráð fyrir að á ári hverju verði honum heim- ilað að selja af birgðunum fyr- ir einn milljarð dollara. Gegn greiðslu í gulli Samkvæmt ráðagerð Kenne- dys á einvörðungu að selja Sov- étríkjunum og fylgiríkjum þeirra þennan hemaðarvarning gegn greiðslu í gulli. Á síðasta ári vörðu Sovétríkin til kaupa á korni og öðrum matvælum í löndum utan kommúnistablakk- arinnar meira en 400 milljónum dollara í gulli. En af því fór ekki svo mikið sem eitt gramm í fjárhirzlur Bandaríkjanna. I lagafrumvarpinu um hið svonefnda „Disposal Program“ er gert ráð fyrir að þessu verði breytt: Vilji Sovétríkin kaupa hernaðarlega mikilvægar vörur af Bandaríkjunum, verða þau að greiða fyrir þær í gulli. Þessu ákvæði er greinilega ætl- að að stöðva hinn stöðuga gullflótta frá Bandaríkjunum. Eftir er að vita, hvort það tekst. Þá er einnig gert ráð íyrir því að framvegis verði í geymsluskemmum Bandaríkja- stjórnar einungis safnað neyzlu- vörum, eins og matvælum, lyfj- um, fatnaði og einnig bygginga- vörum fyrir smíði á kjarna- sprengjutraustum byrgjum.“ Yolfram, alúminíum, króm o.s.frv. „Office of Emergency Plann- ing“ mun í skýrslu sinni mæla með því fyrst og fremst að gengið verði á hinar óhemju- miklu birgðir sem Bandaríkin eiga af málminum volfram með því að selja Sovétríkjunum hann, en þessi málmur er aðal- lega notaður til framleiðslu á úrvalsblöndum af stáli. Ein af neíndum öldungadeildarinnar, sem rannsakaði sóun ríkisfjár, komst að þeirri niðurstöðu, að volframbirgðirnar gætu full- nægt öllum þörfum Bandaríkj- anna næstu tuttugu árin. Eftirtaldar hemaðarvörur munu einnig verða á skrá stofnunarinnar yfir þær vörur sem fyrst á að selja: Alúmin- íum, krómgrýti, nikkel, blý, mangan, iðnaðardemantar og bóbalt.“ Allt of miklar birgðir „Um miðjan janúarmánuð gaf Kennedy forseti í skýrslu sinni til þingsins um ástand og horf- ur ríkisins í fyrsta sinn í skyn hvað stjórn hans hefði í hyggju. „Við verðum“, sagði hann, „að eiga birgðir af hernaðarlega mikilvægum vörum. En þær birgðir sem við höfum safnað fyrir 8.5 milljarða dollara eru miklu meiri en við höfum þörf fyrir. Ríkisstjórnin ætti því að fá heimild til þess að ráðstafa þessum birgðum á slíkan hátt, að það hafi ekki nein truflandi áhrif á markaðinn“ En eina leiðin — þó að Banda- ríkjaforseti nefndi hana ekki beinlínis — til að ráðstafa um- frambirgðunum af hemaðar- vörunum þannig að sala þeirra þrýsti ekki niður verði þeirra á heimsmarkaðinum er sú að selja þær austurblökkinni, sem fram að þessu hefur varla haft nokkurn aðgang að þeim á hin- um frjálsa heimsmarkaði vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna. Afdrifarík ákvörðun Það má búast við miklu fjaðrafoki á þingi og í blöðum Bandaríkjanna, þegar „Disposal Program" Kennedys verður gert kunnugt í formi lagafrumvarps. Það eru ekki aðeins viðbrögð- in heimafyrir sem verða munu afdrifarík. Þessi fyrirætlun get- ur einnig orðið til að kollvarpa allri utanríkispólitík Banda- ríkjanna. Það myndi fljótlega sjást af viðbrögðum Macmill- ans, Adenauers og de Gauile, svo og annarra Natoríkja“, seg- ir Julius Epstein að lokum. Bandarísk „ofurmenni" í Suðar— Vietnam í Suður-Vietnam eru nú tíu—tuttugu þúsundir bandarískra hermanna og þeir haga scr þar cins og þeirra c-r siður í löndum sem byggð cru fólki af „óæðri“ kynþáttum. Efri myndin, af banda- ríska hcrmanninum sem lætur „innfætt" barn bursta skó sína, er táknræn urn framkomu „herra- þjóðarinnar". Neðri myndin, af verkamanninum scm þræla verður myrkranna á milli þar til hann hnígur niður örmagna, er ekki síður táknræn rnn -íofandið í þessu leppríki Bandaríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.