Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 1
•Jóhannes úr Kötlum Arshátíð Máls og menning- ar í kvöld A árshátíð Bókmenntafélagsins Máls og menningar í kvöld verð- ur minnzt sérstaklega aldarfjórð- ungsafmælis félagsins á Iiðnu ári. Árshátíðin verður að Hótel Borg og hefst klukkan 8.30. Þar flytur Kristinn E. And- résson ræðu um starf Máls og menningar á liðnum fjórðungi aldarinnar, Jóhannes skáld úr Kötlum les upp úr nýjustu ljóða- bók sinni „Óljóðum". Þá flytur Sverrir Kristjánsson sagnfræðing- ur ávarp, Brynjólfur Jóhannesson leikari les upp og Kristinn Halls- son óperusöngvari syngur ein- söng. Að lokum verður stiginn dans. Jón Múli Árnason útvarps- þulur verður kynnir á árshátíð- inni. Allgóð Allgóð síldveiði var á Skeið- arárdýpinu í fyrrinótt og fengu 26 skip um 8600 tunn- ur og var mikil örtröð í Vest- mannaeyjahöfn í gærdag. Auk síldarbátanna stunda 50 bátar línu og togarar koma og fara unnvörpum. Engar fréttir höfðu blaðinu borizt af veiði í nótt. Blaðið átti viðtal kl. 3 í gær við skipstjórann á Guð- mundi Péturs og sagðist hon- um svo: Síldin sem veiddist í fyrri- nótt er aðallega smásíld og millisíld, en þó hefur einn og einn bátur fengið ágæta síld í kasti. Síldin heldur sig aðallega á vesturkantinum á Skeiðarár- dýpi og er í 10 til 15 faðma ræmum, en ekki mikið um þéttar og góðar torfur. Engin veiði er í dag og hefst ekki aftur fyrr en skyggja tekur og hefur veiði byrjað undan- farin kvöld um kl. 18 og verið að fram að birtingu. Óðaverðbélgan magnast stöðugt: 10% almenn verðhækkun helur orðið á 6 mánuðum N áttúrulækninga’f élags íslands í Hveragerði, en’ í haust eru liðin 10 ár frá því byr'jað var á smíði þessa húss. Fyrsfu vistmennirnir komu þangað ’til gistingar ár- ið 1955. Nú rúmar hæl- ið 80 sjúklinga. — Sjá frétt á 12. síðu. Hin opinbera vísitala^ framfærslukostnaðar er 128 stig miðað við verð- lag í ársbyrjun. Hefur vísitalan þá hækkað um 12 stig á hálfu ári eða um rúm 10%. — Sú 5% kauphækkun sem al- mennu verklýðsfélögin — nema Iðja! — hafa fengið að undanfömu hætir þannig aðeins upp helming þeirra verð- hækkana sem orðið hafa á undanförnum sex mán- uðum. I desembermánuði einum s.iman hækkaði vísitalan um tvö stig og náði sú verð- hækkun til flestra liða henn- ar. • Vísitalan fyrir matvör- ur hækkaði um eitt stig, og eru matvörur nú að meðal- tali 47% hærri en þegar viðreisn hófst. ® Vísitalan fyrir hita, raf- magn o.fl. hækkaði einnig um eitt stig og er sá liður nú 37% hærri en í byrjun við- reisnar. • Vísitalan fyrir fatnað og álnavöru hækkaði í desember um tvö stig og hefur alls hækkað um 36% af völdum vi ðreisnarinnar. • Vísitalan fyrir ýmsa vöru og þjónustu hækkaði í1 s.l. mánuði um hvorki meira né minna en fimm stig, og hefur sá liður þá hækkað um 53% af völdum óðaverð- bólgunnar. • Samkvæmt þessu hafa vörur og þjónusta sem vísi- tölufjölskyldan þarf á að halda til lífsviðurværis hækk- að um 45% að jafnaði síð- an fyrri gengislækkunin kom +il framkvæmda. • Þá hefur vísitala hús- næðis hækkað um eitt stig í desember, og er húsnæð- iskostnaður talinn hafa hækkað um 5% síðan við- reisn hófst (en það er auð- vitað allt of lítið). • Opinber gjöld vísitölu- fjölskyldunnar hafa einnig hækkað um eitt stig í des- ember, og hafa þá beinir skattar hækkað um 11% síð- an viðreisn hófst (enda þótt stjórnarblöðin tali enn um hækkun beinna skatta!) Hús verkamanna og sjómanna Unnið er a£ kappí að breytingum, nlðurrlfi og nýsmiði í stórhýsi Vcrkamannafélagsins Dagsbrún• ar og Sjómannafélags Reykjavíkur að Lnndargötu 9. Mest hefur til þessa vcrið unnið við útbygg- inguna norðan aðalhússins, en þar verður meginhluti samkomusalar og félagsheimilis verkamanua og sjómanna. — Það er Andrés Bjarnason smiður sem skálmar þarna eftir þakplönkunum. — A 2. síðu eru fleiri myndir sem Ari Kárason tók að Lindargötu 9 fyrir nokkrum dögum, og nokkuð sagt frá því sem þar er að gcrast og á að gcrast á næstunni. Brezka söngkonan Ruth Little — en frétt um hana er á 12. síðu. Sá fimmtí hlaut 4 þús. kr. sekt Dómur var kveðinn upp í gærmorgun í saka- dómi Vestmannaeyja í máli skipstjórans á vél- bátnum Unni VE og hlaut hann fjögur þúsund króna sekt fyrir ólöglegan umbúnað veiðarfæra á þilfari innan landhelgi, en refsing sem þessi var í gamla daga kölluð hlerasekt. Hinir fjórir skipstjórarnir voru dæmdir fyrir veiðar innan landhelgi og hlutu tuttugu þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri voru gerð upp- tæk. Unnur VE hélt afla og veiðarfærum. Langt er síðan slíkur fjöldadómur hefur verið kveðinn upp í Eyjum. FHkeppir við Evrópumeist- urunu FH í Hafnarfirði hiefur á- kveðið a<5 heimsækja Ess- linigen í Þýzkailandi íl þees- um mánuði og á fyrtsti leiikur þeirra að fara fram lau'gardagrnn 23. þ.m. Esslliinigen kom sem kuran- ugt er hingað siem gestur FH í sumar og vilja Þjóð- verjamir nú endurgjaida þær mótitökur. í þeirri heimsókn vann. FH ailla leiki sína við Esslimgen. Þá hefur verið ákveðið að FH leiki við Göttingen, sem líka er þýzkt lið, og er nú Evrópumeistari í handfcnattleik. Er sannar- lega „spenmamdi" að heyra hvemig FH-ángar standa sig í þeirri viðureign. Fara þeir FH-ingar sem í Jamdsliðimu eru með því til Frakklands og Spánar, og síðan til Þýzkalands að landsljðsförinni lokinni og koma til móts við hóp FH- ingamna sem að heitmam koma. í dag arn FH-imgar að afla sér farareyris með hluitaveltu f Sjálfstæðis- húsinu í Hafnarfirði og eru velunnarar FH hvattir til að koma þar og styðja gott málefni, sem eámmiig mætti nefna þakklæti fyrir fram- takssemi og unnin.afrek á undanfömum árum. * \ á i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.