Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 3. febrúarr 1963 , . '• •• •• • % M illli /' . M s 11111111 :-x:v-b < % <• :|ÍÍ|||| WMÍÍ k-VS'M-M/ZV.-WS'íffi/Y’Í \. gfg :'íll Félagshús verkamanna Þau eru orðin mörg húsin sem reykvískir verkamenn og iðnaðarmenn hafa byggt þa'ð sem aí er tuttugustu öldinni, furðu mörg hús og vönduð mið- að við fámenni þjóðarinnar og geitu. Þó hafa þeir byggt alltof fá hús handa sjálfum sér og fé- lögum sínum. verkalýðsfélögun- um. Húsmál fátækra verkalýðs- félaga hafa orðið þeim býsma örðug, ekki síður en húsnæðis- mál fátækra fjölskyldna. En verkalýðshreyfingin er nú orðin svo öflug að það er skyldugt að eimmig á þessu sviði bregði hún stórum svip yfir starf verkalýðsfélaganna og framtíð. S tarfshei m.kynni og félagsheim- illd verkalýðsfélaganna þarf að einkenna reisn og myndarskap- ur. Til þess að svo megi veirða eetux verið nauðsynlegt að fé- lög hafi samtök um húsbygg- ingar, líka stóru félögin í Reykjaviik, en séu ekki að bogr- ast við siitt hvert í sínu homi. Líkt og þar sem bezt er séð fyrir þessum þörfum I grann- löndunum þurfa að rísa í Reykjavík. í öllum kaupstöðun- um og víðar, falleg oe aðlað- andi alþýðuhús, sem geta verið hvort tveggja i senn, starfsmið- stöðvar verkalýðsfélaganna og heimkynni fræðslustarfsemi og skemmtana félagsmanna og al- þýðuæskunnar. Hér er mikið verk óunnið enda þótt óþrotlegt erfiði hafi löngum verið lagt í húsnæðismál verkalýðsfélag- anna, ailt frá því Rárufélögin reistu Báruhúsið af miklum stór- hug í lítilli Reykjaryík og af ensrum efnum. Það má því með sanni segja að ekki hafi lengi heyrzt á- nægjulegri fregn af starfi verka- lýðsfélaga í Reykjavík en þegar fréttist að Verkamarmafélagdð Dagsbrún og Sjómannafélag Reykjavikur hefðu keypt stór- hýsi Sanitas við Lindargötu 9, og hyggðust breyta húsinu í starfsmiðstöð félaganna og fé- lagsheim/illi reykviskra verka- manna og sjóimanna. Frá Lindargötu 9 hefur und- amfarna mánuði heyrzt mikil höggaraust og annar óhieyrileg- ur hávaði, niðurrifsmenn frá Reykjavíkurhöfn og víðar að hafa verið stórvdirkir að velta í rústjr hjnu gamla og úrelta, tug- ir bíllhlassa af braki og brotum hafa verið keyrð burt, og nú er farið að byggja á ný. Og þetta er óvenju forvjtni- legt þegar um er að ræða fé- lagsheimiili verkamanna og sjó- manna, enda stikuðum við Ari Kárason þangað í sólskinsdýrð- inni á fimmtudaginn, og hittum fyriir Kristján Jóhannsson, fjár- málaritara Dagsbrúna-r sem ráð- imn hefur verið framkvæmda- stjóri við umbyltingaroar á Lindargötu. Fylgdi hann okkur um húsið allt. allar hæðir þess, k.jailara og ris, og brátt hættum við að sjá steypubrakjð og.járna- ruslið og götin í gólfunum og veggjunum eftir niðurrifsstarf- semi undanfarinna mánaða, nýtt hús reis og varð til fyrir aug- um okkar, félagshús verka- manna og sjómanna í Reykja- vík. Ljndargata 9 er ekkert smá- ræðishús eins og hægt er að fá Hér eru þeír komnir verkamennirnir og trésmiðirnir sem þessar vikurnar eru að vinna i stórhýsinu að Lindargötu 9, svo það geti sem fyrst opnað dyrnar upp á gátt fyrir eigendum sínum, reykv ískum verkamönnum og sjómönnum, til margháttaðra félagsstarfa, skemmtunar og tómstundadvalar. Þeir eru (frá vinstri) Jóhann Alexandersson, Óskar Guðmundsson, Kristján Jóhannsson, Guðjón Jóhannsson, Ragnar Jónsson, Ásmundur Guðiaugsson, Andrés Bjarnason, Gunnar Gíslason. hugmynd um af myndum þeim sem hér fylgja, en ekki skulu að sirani þuldar tölur um stærð þess og rúmtak. Þó hefur at- hygli umbyltingarmannanna þar neðra ekki sízt beinzt að út- byggingu norðan aðalhússins, sem var geymsluhús og inn- keyrsla í tíð iðnrekstursins í húsinu. MiiWi útbyggingarinnar og kjahara aða.ihú;«l'ns hefur öflugur steinveggur verið brol iinin niður og er ætlunin að fá þar - aðals'amkomusal hússins með tilheyrandi eldhúsi, snyrti- herbergjum, fatagieymslu og anddyrd, og verður inmgangur í þá hæð af jafnsléttu úr Skugga- sundi. en húsið stendur í mikl- um hailla. Útbyggingin er um 130 fer- metrar, en með viðbótinni itnn í aðaihúsið fæst þarna salur sem getur tekið um 200 manns í sæti. Þarna er ætlunin að hafa margháttaða félagsheimilisstarf- semi verkamanna og sjómann'a; í salnum yrði hægt að dansa, því sæti verða laus, og hafa þar margskonar skemmtan og fræðslu. Inngangurdnn til hinna hæð- anna al'lra verður frá Ljndar- götu og núverandi inngangi í húsið gerbreytt, eins og sjá má af útlitsteikningunni sem birt ei á 12. síðu. Einnig að öðru leyti breytir húsið að utan um svip, skipt verður um glugga í tveimur neðri hæður.um, og í stað risims sem nú er, kemur inndregin rishæð með mikiu glerí í hliðum og tveggja metra svölum á brún allrar hús- hliðarinnar að Lindargötu. Mikl- ar breytir.gar verða nú begar gerðar innanhúss, auk breyt- inga á innréttingu verður skipt um alllar lagnir í húsinu, raf- lögn, vatnslögn, hitaleiðslur og skolpleiðslur. Verður húsið búið svonefndu Frenger-hitunarkerfi, sem talið er einkar vandað og hentugt. Meistaramir sem sjá um verkið eru Halldór Jóhanns- son trésmíðameistari, Svanþór Jónsson múrarameistari, G<unn- lauigur Óskarsson rafvirkjameist- ard og Ásgrtímur Egilsson pípu- laignin'gameistari. ★ Á fyrstu hæð hússins verða Jrotínn hcfur verið stcinveggur milti útbyggingarinnar og kjail ,ra aöalhússins til að koma fyrir félagsheimilinu. Þar eiga að •oma stálbitar og stálsúlur til að bera þann þunga sem veggui • nn bar. En tál bráðabirgða er sett þétt röð af tréstoðum og hér ;r Óskar Guðmundsson að reka eina stoðina undir. Þessi mynd er eins og myndin á forsiðunni tekin ofan af svölun- vestur yfir útbygginguna, en í henni á aðaisamkomusalur húss- ins að verða. — Mennirnir sem þarna eru að starfi eru þeir Gunnar Gíslason trésmiður og Jóbann Aiexandersson verkamað ur. — Ljósm. Þjóðv., Arj Kárason, tók allar myndirnar. skrifstofur og sta.rfshcimili beggja félagamna. Dagsbrúnar í vesturendainum og Sjó mannafé- lagsins í austurendamum, en ekki vildi Kristj-án svara bví, hvort sú ákvörðun væri gerð vi-írnn jafnvægis í húsinu! f’au>a verður kaffistofa og , o.nyi t herb-rg.i fyrir srtprfsmenm íélr.ganr a; 'I>? jj»> u úna,—-e-gin verður »1——n.n n[yi--i^'u s‘órt furidarb^rt>«-!-^ rí r fé'aijs- stjórnina o. i . lier- ber,"i. Sv puö b nvgiun mnn verða í ai—o»~noiamv*»n hjá Sjó- manniaíélag’ÍTi'i Aðra og þriðju hæð hússins hugsa félögin sér að leigja sem skrdfstofuhúsnæði fyrst um sinn, en hima nýju rishæð er ætlað að nota fyrir bókasafn Dagsbrún-ar, sem ætti að fá þama framúr- skarandi skemmtilegt _ húsnæði (í austurendanum). í vestur- enda rishæðarinnar er ætlunin að haf.a lítinn samkomu- og fundasal. 50—60 mama. Dagsbrún og Sjómannafélagið fesitu kaup á Lindargötu 9 hinn 1. júní 1962, en vinnan við breytingamar hófst um mánaða- mótin október—nóvember. Hús- ið er óskipt eiign beggja félag- anna. Húsnefnd, skipuð tveimur mönnum frá hvoru félagi, stjóroar framkvæmdum öllaim að breytingunum, og eiga sæti í henni af hálfu Verkamannafé- laigsins Dagsbrúnar Kristján Jó- hannsson og Halldór Björnsson, en af hálfu Sjómannafélags Reykja'víikur Hilmar Jónsson og Óli BárSdal. Er Hilmar formað- ur húsnefndarinnar en Krist- ján framkvæmdastjóri af hálfu beggja félaganna. Formenn Dagsbrúnar og Sjómannafélags- dns, Eðvarð Sigurðsson og Jón Sigurðsson, hafa setið flesta fundi húsnefndarinnar og verið með í ráðum. — Hvenær heldurðu að verði hægt að flytja í nýja húsnæðið? spyr ég Kristján að lokum. — Um það er ekki gott að segja, það fer eftir peningunum sem við getum í það látið. E.i hugsanlegt ætti að vera að fé- lögin geti flutt í skrifstofuhús- næðið í vor og félagsheimáiið niðri yrði tilbúið næsta haust. — Tclur . þú ekki að húsnæð- isleysi hafi háð starfsemi félag- anna? — Jú, tvímælalaust hefur það háð félögunum að þau hafa búið við of lítið og óhentugt hús- næði. Það á við um sjálft skrif- stofuhúsnæðið. um dagleg starfs- skilyrði féla'ganna, og þá ekki siður, að þau skuli ekki hafa átt neitt félagsheimili til þess að rækja fræðslustarf og skemmti- starfsemi fynir félaga sina. — Eru ekki vandkvæði á því að breyta gömlu húsi í vandað télagshús? — Jú, auðvitað. Enda verður þetta hús að skoðast sem áfangi að því húsi sem félögin rieása sér seinna frá grunni. En það hefði orðið félögunum ofviða eins og nú er að koma upp nógu stórri nýbyggingu á skömmum tíma og því var horf- ið að því ráði ag kaupa þetta hús. Að mínum dórni er staður inn góður og vonandi verða fé- lögin fær um að veita mönnum sínum betri þjónustu á öllum sviðum þagar húsið verður til- búið. Og þá er ekki annað eftir í bili en að óska Verkamannafé- laginu Daigsbrún og Sjómanna- félagi Reykjavílkur allra heilla með húsið, og hlakka til þess að sjá þau eignast jafnmyndar- legan samastað í hjarta Reykja- vítour. S. G. SÍLU PJOHUSTAH LAUGAVEGI 18®- SÍMI 19113 TIL SÖLU 6. herb. ný og glæsileg íbúð á Laugarnesvegi. Góð kjör. 3—5 herb. íbúðir víðsvegar um borgjna. Einbýlishús í Gerðunum. 3 herb. ibúð í Kópavogi, tækifærisverð. í ÖLAFSVÍK 3 herb. stór og glæsileg ný íbúð á neðri hæð í tví- býlishúsi, allt sér. — Laus «ú þegar, mjög hagkvæmir skilmálar ef samið er strax. ÍBUÐIR öskast Höfum kaupendur með miklar útborganir að 2—3 herb. íbúðum. 4 herb. íbúð, sem er laus nú þegar óskast str.ax. Stað- greiðsla ef óskað er. Hafið samband við okkur ef þið þurfið að selja eða kaupa fasteignir. ft i i 1 f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.