Þjóðviljinn - 03.02.1963, Síða 3

Þjóðviljinn - 03.02.1963, Síða 3
Sunnudagur 3. febrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 írlend tíðindi liðinnar viku Vikan hófst með þeim tíð- indum frá Brussel að slitnað væri upp úr viðræð- um um aðild Breta að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Þegar henni var að ljúka barst sú fregn frá New York, að hætt hefði verið við frekari við- ræður fulitrúa kjamorkuveld- anna þriggja, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Bretlands, um bann við kjamasprenging- um. Viðræðumar yrðu hins vegar aftur teknar upp þeg- ar afvopnunarráðstefna SÞ kæmi saman að nýju í Genf 12. þ. m. Fyrmefndu viðræðu- slitin komu engum á óvart, svo ótvíræð sem andstaða de Gaulle gegn brezkri aðild að EBE hafði reynzt vera. Við hinu hafði síður verið búizt, að viðræðumar í New York fengju svo skyndileg endalok. Fyrr í vikunni var það haff eftir sovézkum fulltrúum í að- alstöðvum SÞ að mjög hefði miðað áleiðis til samkomulags í þeim og daginn eftir sagði Ú Þant framkvæmdastj óri að aldrei siðan stríði lauk hefðu verið betri horfur en nú á því að samkomulag tækist um bann við sprengingum kjama- vopna. Astæður viðræðuslitanna voru enn ókunnar, þegar þetta var ritað, og skal engurn getum leitt að þeim. Það var vitað þegar viðræðurnar hóf- ust fyrir hálfum mánuði að ágreiningur myndi vera um tvö atriði, annað varðandi eftirlit með framkvæmd bannsins, hitt um aðild Frakk- lands að væntanlegu sam- komulagi. Krústjoff hafði í bréfi því til Kennedys sem kom af stað viðræðunum fall- izt á kröfu Bandaríkjastjóm- ar um eftirlitsferðir alþjóða- nefnda um lönd kjamorku- veldanna til að ganga úr skugga um að þar væru ekki sprengd kjamavopn neðan- jarðar. Þar bar aðeins á milli, að Bandaríkin töldu a. m. k. átta slíkar 'eftirlitsferðir nauð- synlegar árlega, en Sovétrík- in hafa viljað halda þvi fram að tvær—þrjár myndu nægja. Það kynni sumum að virðast að þar væri deilt um keisar- ans skegg, enda mun það láta nærri sanni. Meginatriðið er að Sovétríkin hafa gengið að kröfu Bandaríkjastjórnar um eftirlit. Hvort eftirlitsferðirn- ar em fleiri eða færri skiptir litlu máli, eins og síðar verð- ur vikið að. Þegar afvopnunamefnd SÞ kemur saman í Genf á þriðjudaginn í næstu viku til Polarisskeyti á leið upp að taka upp þráðinn þar sem honum var sleppt í New York á föstudaginn, verða þar stadd- ir fulltrúar sautján ríkja. Þó er ráðstefnan kölluð átján velda, og það átjánda er Frakkland de Gaulles. Aftur kemur að þessum manni sem telur sig einn eiga lyklana að framtíðinni og kunna reyndar einn að smíða skrámar sjálf- ur. Augljóst mál er að altt samkomulag um sprenginga- bann væri vita gagnslaust, eí hið nýja fransk-þýzka stór- veldi kæmi þar hvergi nærri. Bandarísk Júpíterskeyti í Tyrklandi. Það kann að vera ástæða þess að sovétstjórnin hefur talið hyggilegra að leggja öll spilin á borðið í Genf heldur en laumupokast með þau i þriggja manna póker í New York. önnur ástæða er þó jafnvel líklegri. Sovétríkin hafa ævinlega talið og aldrei farið dult með það að bann við kjamasprengingum, hve æskilegt sem það er í sjálfu sér, skipti máli fyrst og fremst vegna þess að með því væri stigið fyrsta' skrefið í átt til þeirrar allsherjar af- vopnunar sem hún hefur bar- izt fyrir allt frá dögum Þjóða- bandalagsins. En þá níu daga sem fulltrúar kjamorkuveld- anna sátu á fundum í Wash- ington og New York kom hver fréttin af annarri af stórauknum kjamavígbúnaði Bandaríkjanna. il frá því skýrt að svo mjög hefði verið hraðað smiði kjarnorkukafbáta búnum Pol- arisskeytum að þeir 40 bátar og einum betur sem áttu upp- haflega að vera komnir i gagnið fyrir lok næsta árs, myndu verða tilbúnir á þessu ári, hver þeirra búinn 16 Pol- arisskeytum. Á föstudag sagði Power hershöfðingi, yfirmað- ur sprengjuflugflota Banda- ríkjanna, að á þessu ári myndu Bandaríkin framleiða meira en eitt langdrægt flugskeyti fyrir hvem dag, þ.e. a.m.k. 370 slík skeyti, væntanlega flest af gerðinni Minuteman. Þessi skeyti munu bætast við þau á að gizka 330 langdræg skeyti af sömu gerð og af gerðu-num Atlas (D. E og F) og Titan-1 sem Bandaríkin eiga fyrir. 700 slík skeyti eiga þannig að vera reiðubúin til notkunar fyrir lok þessa árs. Þau em til viðbótar þeim 150 eða svo meðaldrægum Polaris- skeytum sem em í banda- rískum kafbátum í Norður- Atlanzhafi og íshafinu nú, og tölu þeirra er ætlunin að tæplega fimmfalda á nœstu missemm. Sú ákvörðun Banda- ríkjanna að flytja burt 15 úrelt og ótrygg Júpíterskeyfc frá Tyrklandi, 30 sömu gerð- ar frá Italíu og 60 af gerðinm Thor frá Bretlandi skiptir æði litlu máli í samanburði við allan þennan mikla kjamavíg- búnað, sem verður því óskap- legri þegar minnzt er marg- ítrekaðra yfirlýsinga banda- rískra ráðamanna, að þeir hafi fyrir löngu endurheimt þá yfirburði sína í múgdráp- um með kjamavopnum, sem þeir þóttust hafa áður en fyrsti spútnikinn fór á loft. Þess er varla að vænta, þrátt fyrir góðar vonir Ú Þants framkvæmdastjóra, að samið verði um bann við kjama- sprengingum meðan því fer fram sem áður er lýst. Vafa- laust verður reynt að skella skuldinni á Sovétríkin, sem þó stigu nú sem oft áður fyrsta skrefið til sátta. Þau verða þá vafalítið sökuð um að hafa ekki viljað fallast á þann fjölda eftirlitsferða um lönd sín sem Bandaríkja- stjóm vill telja óhjákvæmi- legan. Þá er gott að hafa í huga þessi orð: „Svo furðu- lega vill til að það eftirlits- kerfi sem komið væri upo með traustvekjandi, víðtæk- um afvopnunarsamningi myndi sennilega ekki hafa neina þörf fyrir nokkrar sér- stakar ráðstafanir til að koma i veg fyrir kjamasprengingar neðanjarðar". Höfundur þess- ara orða er kjameðlisfræð- ingurinn Jerome B. Wjesner. einn helzti vísindaráðunautur Bandaríkjaforseta. ás RÝMINGARSALA Margt á hálfvirði Heímsmet í lang- stökki innanhúss — 8,18 m. New York 2/2 — Sovézki lang- stökkvarinn Igor Ter-Ovanesian setti í dag nýtt heimsmet í lang- stökki innanhúss — 8,18 m. Þetta var á móti í Madison Square Garden. Ralph Boston varð ann- ar með 7,87 metra. I hástökki sigraði Valerl Brumel — 2,18 m, John Thomas stökk 2,16 m. Sovézki hlauparinn Bulisév vann 880 jarda á 1:50,8 mín. 2. Emie Cunliffe 1:51.2. John Ulses stökk 4,90 í stangar- stökki, en 60 jarda hlaup kvenna vann Jutta Heine (Þýzkalandi) á 6,9 sek. Félag framreiðslumanna Allsherjaratkvæðagreiðsla um stjórnarkjör fyrir árið 1963 fer fram í skrifstofu fé- lagsins þriðjudaginn 5. og miðvikudaginn 6. febrúar frá kl. 10 f.h. til kl. 6 e. h. báða dagana. Kjörskrá liggur frammi í skrifstofunni. Reykjavík, 2. febrúar 1963, KJÖRSTJÓRNIN. Unglingur óskast Unglingur, piltur eða stúlka, óskast nú þegar til sendi- starfa. Upplýsingar í Skrifstofu ríkisspítalanna, Klappar- stíg 29. Reykjavík, 2. febrúar 1963. SKRIFSTOFA RlKISSPlTALANNA. 2- 180 TONN BEAVER WORLDMASTER einn úr hinum stóra flota, sem starfræktur er af A/S Oslo Sportveier. BEAVER, einstaklega sterkur vörubíll. ALLT ÞAÐ FULLKOMNASTA FÆST HJÁ LEYLAND Meðal annars: VÖKVASTÝRI — ÞRÝSTILOFTSBREMSUR — FULLKOMNAR MÓTORBREMSUR — 5, 6 eða 7 hraða GÍRKASSI — SÉRSTAKUR DRÁTTARGÍR (gefur gírkassa 10—14 hraðastig) — TVÍSKIPT DRIF eða NÝTT FULLKOMIÐ STERKT NIÐURSKIPT DRIF — BREKKUHALD — FJAÐRIR ÓVENJU LANGAR MJÚKUR AKSTUR. — BÍLAR VÆNTANLEGIR í NÆSTA MÁNUÐI — FÁ- EINIR LAUSIR TIL RÁÐSTÖFUNAR STRAX. EINKAUMBOÐ FYRIR LEYLAND MOTORS LTD. HIPPO, 20 tonna fyrir grjót- og sandflutninga ,.fB ORG UNAR- SKIL- Almenna verzlunarfélagiB h.f. Laugavegi 168 — Reykjavík — Sími 10199. M Á L A R

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.