Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 4
4 SÍDA. ÞJÓBVBLJINN Sunnudagur 3. febrúar 1963 HVA ERU ÞEIR? Þessi gamla „stemnings"-mynd frá MelaveUinum sýnir algengan viðburö í frjálsíþróttalífinu hér fyrir ca, 25 árum. Sveinn Ingvarsson geysiist í markið á undan Baldri Möller, en þeir voru snjöll- ustu spretthlauparar okkar á þessum árum. Þegar við lítum á áhorfendaskarann á myndinni, sjá- um við að frjálsar íþróttir í dag mega muna fífil sinn fegri varðándi aðsókn að mótun'. spretthlaupari Á árunum fyrir og rétt eftir 1930 var Garð- ar G. Gíslason hinn ó- sigrandi á stu'ttum vegalendum, og met- hafi. Það þótti því nokkrum tíðindum sæta að tiltölulega lítið þekktur maður, rólegur í öllu fasi og fram- göngu tók að sigra þennan „kóng" hlaupar- anna. Hann hafði aldrei sézt á drengjamótum, og var kominn nokkuð yfir þann aldur þegar hann vogaði sér fyrst á hlaupabrautina. Þessi maður var Sveinn Ing- varsson. Sveinn er nú fyrir löngu hættur allri íþróttakeppni, og hefur dregið sig til baka frá öllu slíku. Hann lærði prent- myndagerð og vinnur við þá iðn hjá Myndamót h.f. í Aðal- stræti. Ég náði í hann fyrir 'stuttu og bað hann að segja svolítið frá aðdragandanum að því að hann varð íþróttamaður, og annað sem hann vildi nefna frá keppnisferli sínum. Sveinn sagðist ekki vera fæddur í Reykjavík, en komið í þennan heim hjá „vondu fólki" eða nánar til tekið að Bláfeldi í Staðarsveit. Til bæj- arins kvaðst hann hafa komið 1925 þá 11 ára gamall, og gekk þá fljótlega i KR. Aldrei átti hann þó heima í vesturhænum á keppnisárum sínum. og má það merkilegt heita! Og Sveinn heldur áfram: Ég hafði alltaf áhuga fyrir íþrótt- um, og byrjaði snemma að gutla í hástökki og einnig leikfimi, bæði í skólanum og eins hjá Júlíusi Magnússyni sem kenndi hjá KR, en það var enginn ár- angur, blessaður vertu. Tilviljun ko ég fór að hlaupa Það mun hafa verið á alls- herjarmótinu 1935 að ég keppti í fyrsta sinni. Ég hafði. að vísu hlaupið einu sinni áður', en hét því þá að reyna ekki aftur. og er sú saga á þessa leið: Það var dag einn sumarið 1934 að Garðar Gíslason taldi sig mjög vel upplagðan til að setja met, og þá var ekki svo strangt með metin nema tímaverðir urðu að vera við. og ræsir. Þegar á völlinn kom um kvöldið var Garðar kominn og Baldur Möll- T sem ætlaði að hlaupa líka, en það þótti skemmtilegra að þriðji maðurinn væri einnig með og var komið til mín og ég beðinn að hlaupa með. Ég hafði aldrei komið í viðbragðs- holur áður og var auk þess á leikfimisskóm. Mér leizt ekki á þetta, og féllst þó á að vera með. Þegar ég var kominn í viðbragðsstöðu fannst mér ég vera lítill karl við hlið bess- ara ágætu hlaupara, en ekki dugði að gefast upp. Skotið ríð- ur af og ég af stað. og sé þá ekki nema Garðar, sem náði góðu viðbragði, og hyggst nú að elta hann og komast sem næst honum, en þá heyri ég allt i í< ¦ einu- þessi feikna hljóð frá Baldri, þar sem hann hróp- ar að þetta megi ég ekki! Ég hafði aldrei hlaupið á brautum áður og hugði að allt væri i lagi að komast sem næst Garð- ari, en varaðist þá ekki að auð- vitað var ég kominn inn á braut Baldurs! Garðar varð langfyrstur og setti met 11,0 að mig minnir, ég var langt á eftir, og ég held að Baldur hafi hætt, eftir þessa herfilegu truflun, sem von var. Á eftir kom forseti Isí Ben. G. Wáge til mín alvarlegur á svip, og sagði að þetta mætti aldrei gera. Mér varð svo um allt þetta að ég ákvað að fara aldrei í spretthlaup á braut aftur! Árið eftir var mikil tvísýna í allsherjarmótinu. Garðar hafði hlaupið 100 m og varð í 2. sæti, var ekki búinn að jafna sig eftir gulu sem hann fékk. Ég var skráður í hástökk og grindahlaup, en var heldur lé- legur. En pá kemur Guðmund- ur Ólafsson þáverandi formað- ur KR, til mín og biður mig að hlaupa í skarðið fyrir Garð- ar, því nú liggi mikið við. Ég var ákaflega tregur til að gera þetta, minnugur fyrrii heitinga um að hlaupa ekki framar, og hafði ekki álit á mér sem spretthlaupara. Guð- mundur nauðar á mér, þar til ég lét undan og sagðist skyldi reyna. 1 úrslitunum á 200 m voru þeir Baldur Möller, Á, Stefán Guðmundsson KR og svo ég. Það ætlaði ekki að ganga vel að komast löglega af stað. Ræsir var danskur mað- ur Alþert Larsen, og komst hann í hin mestu vandræði. Stefán var ansi órólegur og þaut upp hvað eftir annað — „þjófstartaði". Þar kom að Lar- sen leiddist þófið og vildi víkja Stefáni úr keppninni, en í þá daga var þetta ekki svo strangt, því Kristján Gestsson það hon- um griða, og þar kom að við fórum loks löglega af stað! Úr- slitin urðu þau að ég varð fyrstur. Næstur kom Baldur, og þá Stefán. Tíminn var að mig minnir 24,8 sek. Þetta dugði, KR vann mótið og munaði einu stigi! öá vaknaði hjá mér trú á það að ef til vill gæti ég hlaup- Prentmyndagerðarmaöurinn Sveinn Ingvarsson að störfum í Myndamótum h.f. á 7. hæð í Morgunhlaðshúsinu. (Ljm. Þjv. A.K.) ið. Ég tók þá til að æfa hlaup, og það vildi svo til að ég vann öll hlaupin sem ég tók þátt í það sumar. Annars á ég Bene- dikt Jakobssyni að þakka þann árangur sem ég náði. Hann var kennari minn næstum allan þann tíma sem ég keppti og æfði þá innanhúss og úti, t. d. gönguferðir. Ég æíði af kappi með keppni íyrir augum árin 1934 til 1939. en eftir það sló ég slöku við, enda hafði ég ekki nógan tíma til að sinna því sem skyldi. Gísli Alberts hljóp á undan og vlð mættum honum við Pólana! Ég hafði gaman af að vera með, æfa og keppa, og satt að segja, var ekski margt sérstakt sem á dagana dreif. Þó er mér minnisstæð hlaupaæfingin suð- ur í Hafnarfjörð h.iá Nilson hin- um sænska sem æfði undir Ol- ympíuförina 1936. Það var ekki nóg að við hlypum til Hafnar- fjarðar, þegar bangað kom var haldið niður á bryggju, og þar gerðar allerfiðar æfingar. Að því loknu lét hann okkur hlaupa alla leið til Reykjavík- ur. Mig minnir að ekki hafi allir komizt til bæjarins af eigin rammleik. Nilson sem var orðin roskinn maður lét engan bilbug á sér finna og virtist óþreyttur þegar inneftir kom, Gísla Albertssyni hinum kunna langhlaupara varð ekki mikið fyrir þessu, og þegar hann var kominn langt áleiðis, „stakk hann okkur af" og hljóp á und- an og niður í harnaskóla og á móti okkur aftur, og mætti hann okkur við Pólana! Kærðí sitt eigið hlaup! Annað atvik sem kom fyrir í keppni er mér nokkuð minn- isstætt. Það var keppni í 200 m hlaupi, og höfðu brautir ver- ið merktar, ræsir á sínum stað og dómarar. Þegar í mark kom sýndu klukkurnar að tími minn var 22,8 eða betra en met mitt sem var 23,1. Þetta var sem sagt met. Mér þótti þetta ótrú- legt og hreyfði andmælum. Ég hafði ekki trú á, að ég gaeti hlaupið á svona góðum tíma, en það var bara brosað að mér. Ég var ekki ánægður með þetta, og fékk einhvern í lið með mér til að mæla vegalengdina, kom þá í Ijós að við höfðum hlaupið úr skökkum holum. eða þeim sem notaðar voru við 1000 m boðhlaup, óg kom þá í ljós að þær voru aðeins nær markinu eða vegalengdin var tæpir 200 m. Urðum við því að endur- taka hlaupið. Þótti ýmsum það skrítið að ég skyldi kæra þetta þar sem ég hefði unnið og dóm- arar höfðu ekkert við það að athuga. En ég vil bæta því hér við að það er einmitt þetta að þekkja sjálfan sig, sem gerir íþróttirnar eftirsóknarverðar, og að njóta sigurs aðeins ef hann er unninn með réttu. Ég vil líka skjóta hér inn, að dg hafði ekki áhuga fyrir Ol- ympíuförinni vegna þess að ég taldi mig ekki nógu vel undir Kínverjar þokast fram á vii í f riálsum rottum Kínverjar taka nú stór- stígum framförum í frjáls- íþróttum, sem og öðrum íþróttagreinum, og kemur það glóggt í ljós í afreka- skrá þeirra fyrir síðasta ár. Á frjálsíþróttasviðinu eiga Kínverjar nú fremstu menn í Asíu í hástökki, spretthlaupum og grindahlaupum. Eitt mesta afrek Kinverja í frjálsum í- þróttum á síðasta ári var ann- ars skipulagning mörg hundruð móta um allt landið fyrir kepp- endur undir 17 ára aldri. Góður hástökkvarl___ Hæst af öllu ber afrek há- stökkvarans Ni Chin-chin. Hann stökk yfir 2,17 m á árinu, en það er þriðji bezti árangur í hástökki sem nokkru sinni hef- ur náðst í heiminum. 11 há- stökkvarar aðrir í Kína stukku 2 m eða hærra á árinu. ___og knálegar stúlkur í hástökki kvenna hefur fyrr- verandi heimsmeistari. Cheng Feng-jung, að mestu hætt keppni. Hún hefur þess stað snúið sér að fimmtar'praut kvenna og náði þar 4468 stig- um. Stökk hún þá m.a. 1,71 m. hástökki. Arftaki hennar er annars Jang Mai-iu sem stökk 1,72 m. á síðasta ári, og Wu Fu-san — 1,71 m. Meðal þeirra meta sem sett voru 1962 er met í kúluvarpi karla — 17,09 in. Methafinn heitir Ho Jung-shin. Þá setti Hu Tsu-jung met í ítanear- arstökki'— 4,12 m. • • • Sjen Shia-shua jafnaði tvis- var kínverska metið í 100 m. hlaupi — 10,3 sek. Grindahlaup- arinn Chou Lien-li hljóp 110 m. á 14,0 sek., en met hans er 13,8 sek. 1 langstökki stukku 6 menn yfir 7,15 m. Spretthlauparinn Sjen Shia-shua stökk 7,45. m. Frjálsíþróttakennsla fer fram í nær öllum skólum Kína keppni þar þúinn. Hitt var það að ferðin sjálf var ævintýri út af fyrir sig. Þar sá ég af- þurða íþróttamenn sem ég hafði aldrei kost á að sjá í annan tíma, Iþróttum fleygir fram, en breiddiin ekki nóg Því miður fylgist ég ekH nærri nógu mikið með frjálsum íþróttum, og er ástæðan sú, að tómstundirnar eru ekki nógu margar. Strákunum hefur farið mikið fram, en mér finnst breiddin ekki nóg, ef miðað er við að- stöðuna fyrr og nú, og að mik- il fólksfjölgun hefur átt sér stað. Unga fólkið dreifist að vísu á sumrin og hefur þvi ekki möguleika að halda sér í þjálf- un. Unga fólkið hefur gott af þvi að iðka íþróttir, ef það er gert í hófi. Það á ekki að byrja á því að hugsa um árangurinn, heldur á því að þroska sialfan sig, finna ánægjuna af því að vera með, og finna að um per- sónulegar framfarir er að ræða. Þegar ég spurði stráka sem ég þekkti hvort þeir vildu ekki koma og æfa, voru svörin æfin- lega: „Það þýðir ekkert fyrir mig, ég get ekkert". Þetta er hættulegur hugsunarhátur sem spillir fyrir íþróttunum, og þeim þroska sem þær geta haft á einstaklinginn. Ef ungi mað- urinn kemst lengra í dag en í gær er hann á réttri leið þó hann geti ekki sigrað alla hina. tþróttirnar eiga að vera til þess að þroska menn án tillits til þess hvort maður getur orð- ið afreksmaður eða ekki. Alltof margir hætta ef þeir eru ekki fremstir eða framar- lega strax og þeir byrja að æfa og keppa. Vegna þessa hugsunarháttar missa íþróttirn- ar marga afreksmenn. Margir gefast upp við að tapa, það er eins og það vanti í þá að herða upp hugann og gera betur næst. Iþróttirnar eiga líka að hjálpa mönnum að temja skap sitt. Annars held ég að áður hafi þetta verið meira leikur en hörð og alvarleg keppni. Ég vil svo að lokum segja, að sá sem nennir að leggja hart að sér við iðkun íþrótta, ætti líka að geta staðið «ig vel við nám og í starfi. * • • ¦ Svona neðanmáls má geta þess að ef til vill hefur há- stökk staðið Sveini nær en spretthlaupin. Þegar hann var í barnaskóla, þótti það gott að geta stokkið yfir hestinn í 10. gati, hann fór yfir þó lagt væri gúmmístígvél upp á hestinn. Hann kom einnig eitt sinn að þar sem Ingvar Ölafsson þá- verandi methafi í hástökki án atrennu var að æfingu. Sveinn reyndi við þetta og viti menn hann fór nokkrum sentimetf- um hærra en metið var! Frímann. Skjaldarglímsn | l í fyrrakvöld I Skjaldarglíma Ármanns, J sú 51. í röðinni var háð I að Hálogalandi í fyrra- J kvöld. Þátttaka var með 1 minnsta móti. Aðeins (5 ? þátttakendur komu til i keppni, en 7 höfðu verið |? -kráðir. B Hinn gamalkunni glímu- S. '^aður Hilmar Bjarnason ^ ÍUMFR) vann Armanns- hj •:kjöldinn að þessu sinni. * "íæstur að vinningum var k Sveinn Guðmundsson (Ár- -nanni) og þriðji: Gi Ingvarsson (Ármanni).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.