Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. febrúar 1963 ÞJOÐVIT.TINN SÍÐA Koma sovétBneisforarnir ? Taflfélag Reykjavíkur gerir sér nokkrar vonir um að fá hingað til lands skákmeistara frá Sovétrikjunum síðla vetrar. Sneri það sér fyrir nokkru til sovézka sendiráðsins hér í borg með beiðni urrT fyrirgreiðslu í þeim málum og mun hafa fengið sæmilegar undirtektir Miðað var við að hingað kæmu tveir sovézkir skákmenn. annar stórmeistari, en hinn alþjóðleg- ur meistari. Mundu þeir vænt- anlega bæði tefla hér fjöltefli og taka auk þess þátt í skák- móti, sem haldið yrði i til- efni af komu þeirra. Það er íslenzkum skákunn- endum fagnaðarefni. ef úr þess- ari heimsókn verður. Sovézkir skákmeistarar hafa þrisvar áð- ur lagt leið sína hingað og jafnan verið aufúsugestir. Þeir hafa ekki einungis þjálfað skákmenn vora og veitt fersk- um straumum skákfræðilegra nýjunga norður hingað, heldui hafa þeir og unnið hug o% hjörtu áhorfenda með háttvísri og prúðmannlegri framkomu Af list þeirra eða viðkynningu við þá verður hvergi greind sú hrörnun, sem sumir te'ia að vofi yfir þeim. sem ekki búa við kapitalískt bióðskinn. lag. Korstnoj og Fischer sigur- sælastir Nýlega er lokið skákþingum tveggja voldugustu ríkja heims. Sovétrík.ianna og Bandarik.i- anna. Á skákþingi Sovétrík.ianna varð Viktor Kortsnoj sigursæl- astur, en hann var einnig skákmeistari Sovétríkjanna ár- ið 1960. Hlaut Kortsnoj 14 vinn- inga af 19 mögulegum. 1 2.—3. sæti komu tveir kunnir garp- ar, þeir Tal fyrrverandi heims- meistari og Tajmanof með 13'A vinning hvor. 4. varð Kholmof. en 5. Spasskí, en sá síðarnefndi Sovézku skákmeistararnir flívítskí (í miðið á mynddnni) og Taj- manoí (til hægri) dvöldust hér í marzmánuði 1956 og tóku þátt í skákmóti Taflfélags Reykjavíkur. Sovézki skákmeistarinn Alatorsjéf i fjöltefli við Hreyfilsbílstjóra í Reykjavík fynir nokkrum árum. KROSSGÁTA 2-1963 LÁRÉTT: 1 krass (ef); 4 nótt í maí; 8 fógetagerðar 9 frumbyggjar í S-Ameríku: 10 smápeningar; 11 vatnsfall; 13 ögn; 15 betra; 17 leita eftir; 19 skammstöfun (út- lend); 21 tímamæla; 23 speki; 26 spark: 27 duglaus; 28 prestsetur í S-Múl. LÓÐRÉTT: 1 hrópa; 2 grætur; 3 stöplar: 4 ill aðbúð; 5 belgískur langhlaupari, frær ur fyrir nokkrum ánim 6 óskýra: 7 ksk- (ekki munur á a oo ,)• 12 rHnpip- ' armæða: 16 beitnns 13 b^, yvn^r in£1. ólfsfjalli (þoli); 20 dæluskip 22 sjón- auki; 24 dökkt; 25 tæmt af vatni; 26 hand- festar. Lausn á krossgátu 1/1963 LÁRÉTT: 1 blaðs 4 krafsar. 8 nytsama. 9 plast. 10 aura. 11 forusta. 13 unir. 15 stærra. 17 rauðir. 19 sáir 21 guttlir. 23 sárin. 26 Borás. 27 annaðir. 28 tollahækk- anin. í.ÓÐRÉTT: 1 bónda. 2 aftar. 3 svar. 4 klaufi. 5 aspar. 6 skassið. 7 rotta. 12 Orri. 14 Nasi. 16 ættir. 18 arsenik. 20 Árnabæ. 22 losna. 24 ræðan. 25 nýrun. 26 bát. var skákmeistari Sovétríkjanna sl. ár. Af úrslitum mótsins má ráða. að bæði Tal og Kortsnoj séu að sigla upp úr þeim öldudal, er þeir hröktust um í Kandi- datmótinu á síðastliðnu vori. Þá hefur Fischer unnið skák- meistaratitil Bandaríkjanna i 6. sinn í röð í allharðri keppni. Meðal þátttakenda voru m,a. Reshevsky, Evans. Bisguier Benkö og Rossolino. Bisguier var lengi vel í efsta sæti eða allt þar til er hann tapaði fyi- ir Fischer í síðustu umferð. Fischer hlaut alls 8 vinninsa, en Bisguier 7. Reshevsky lenti í 3.-5. sæti með 6'A vinning. Þeir Benkö og Rossolino voru báðir fyrir neðan miðiu, en þátttakendur voru 12. Ekki þarf neinum blöðum um það að fletta að Fischer er langtraustasti skákmaður vestrænna ríkja. • • • 1 eftirfarandi skák frá und- anrásum skákþings Reykjavík- ur (A-riðli) eigast við tveir af hinum efnilegri yngri skák- mönnum okkar þeir Sigurður Jónsson og Þorsteinn Skú'a- son. Hvað keppnisreynslu snert- ir eru þessir tveir meistarar þó ekki sambærilegir. Sigurður hefur hlotið mun meiri æfingu í kappteflum, enda nálgast hann óðfluga efstu þrepin í skákstiganum. ef miðað er við hérlenda skákmenn. Er hann sóknarskákmaður ágætur, hug- myndaríkur og ókvalráður. Þorsteinn hefur einnig marga góða eiginleika skákmanns og ætti að geta náð langt. ef hon- um tekst að samhæfa þá og afla sér meiri reynslu og þjálf- unar. Hér kemur skákin: Hvítt: SigurOur Jónsson. Svart: Þorsteinn Skúlason. Aljechins vörn. 1. e4, Rf6, 2. e5. Rd5, 3. Rf3 d6, 4. d4, Bg4, 5. Be3. (Fyrst þegar Al.iechins-vöm kom fram var einna algengast, að hvítur reyndi að ná sem sterkustu peða-miðborði óg þrengja á þann veg að svört- um. (5. c4). En sú aðferð hefur sina- 6- kosti. Hvítu peðin verða oft heppilegir átakspunktar til mót- sóknar fyrir menn svarts. I seinni tíð hefur því hvítur oft valið þann kost að fara rólegar i sakirnar og stefna fremur að eðlilegri liðskipan en þráð- lætislegum sóknaraðgerðum). 5.-----------e6, 6. Rg5!? (Þennan riddaraleik mundi ég telja fremur vafasaman og tvíeggjaðan. En Sigurður er enginn friðsemdarmaður í skák). 6.-----------Bxe2, 7. Dxe2, Be7. (7. — — — Rc6 er líklega engu síðri leikur. Geta þá kom- ið fram flækjur miklar, bar sem svartur ætti að halda sínu með nákvæmri taflmennsku). 8. DhS, Bxg5. (Svartur má heita neyddur til að drepa riddarann, því eft- ir 8.------------g6, 9. Dg4, hefur hann veikt sig geigvænlega mikið á kóngsarmi). 9. Bxg5, Dd7, 10. 0—0, 0—0, 11. c4, Rb6, 12. Rc3, f6? (12. — — — Rxc4 var miður gott vegna 13. Re4 hótandi ridd- arafórn á f6. Hins vegar virð- ist 12.------------dxe5 13. dxe5, Dd3 o.s.frv. góður varnarúr- kostur fyrir svartan. Svarta drottningin fer þá ef í nauðir rekur. til g6, og sóknaraðgerð- ir af hvíts hálfu eru þá a.m.k. miklum erfiðleikum bundnar). 13. exfö, gxf6, 14. Bh6. (Staða svarts hefur nú veikzt mikið og er ef til vill töpuð frá strategiskum s.iónarhóli). 14.-----------Hf7. 15. c5. dxc5, 16. dxc5, Rd5. (16.-----------Rc4 eða 16.------ Ra4 strandar á 17. Dg4t og riddarinn fellur 16. — — RcS er heldur ekki gott vegna 17. Ha-dl. De7. 18 Dg4t. Kh8, 19. Dxe6! o.s.frv.). 17. Rxd5. Dxd5?? (Þetta er auðvitað afskapleg yfirsjón hiá svörtum og Ul- skiljanleg. svo glöggur maður. sem Þorsteinp er. Nauðsynlegt var 17 — — exd5. enda bnlt hvítur hefði bá einnig ýmis tromp á hendi eftir 18. Ha-dl). 18. Ha-dl! Nærtækur leikur. en snotur bó. Þorsteinn gafst upp. Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjarnason. Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjórn. afgrpiðslq augiýsingar. prentsmið.ia: Skólavörðust. 19. Síimi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65 á mánuði. Sóknin mikla jpáar fréttir berast nú af hinni gífurlegu sókn „lýðræðissinnaðra verkamanna", sem Morg- unblaðinu og Alþýðublaðinu varð svo tíðrætt um þegar fréttist, að með því að setja kosninga- vél Reykjavíkuríhaldsins í fullan gang hafði aft- urhaldslisti í verkalýðsfélaginu í Borgarnesi nælt sér í jafnmörg atkvæði við stjórnarkjör og listi sem skipaður var sömu stjórnarmönnum og undanfarið. íhaldið sótti þessar kosningar af slíku ofurkappi, að annað eins mun tæpast hafa gerzt í verkalýðsfélagi, ausið var peningum í það að sækja Borgnesinga í verstöðvar suður með sjó og vestur á Snæfellsnes, og tókst sem sagt að merja jafna atkvæðatölu. Samstundis upphófust fagnaðarskrif í Morgunblaðinu, þarna sæju menn svart á hvítu, hinar göfugu fylkingar „lýðræðissinnaðra verkamanna" geystust fram í verkalýðshreyfingunni, stórsókn væri hafin og stórsókn hlyti að halda áfram. Og Morgunblað- ið gat ekki stillt sig um að ympra á því líka, að v-erkamönnum þætti svona vænt um blessaða viðreisnina, þess vegna gengi sóknin í verka- lýðsfélögunum svona vel! Hér átti að uppskera árangur af starfi manna, sem íhaldið og Alþýðu- flokkurinn hafa í föstu starfi árið um kring 'til þess að reyna að ná valdi á einstökum verka- lýðsfélögum og verkalýðshreyfingunni í heild. gn sóknin mikla virðist hafa orðið eirthvað endaslepp. Fögnuður með afburðasigur „lýð- ræðissinnaðra verkamanna" í Borgarnesi stóð ekki lengi. Kosið var aftur og urðu hinir „lýð- ræðissinnuðu" sem Moggi kallar svo í minni- hluta. Og kosningar hófust í Reykjavík. Sóknin mikla reyndist ekki einu sinni umtalsverð í sjálfu Sjómannafélagi Reykjavíkur, þrátt''fyrir sjö hundruð manna „varalið" af 1450 á kjörskrá, fékk samsteypa íhalds og Alþýðuflokks ekki nema 689 atkvæði en starfandi sjómenn 399. í Verkamannafélaginu Dagsbrún hugsaði íhaldið sér mjög til hreyfings og hafði mikinn viðbúnað, þar og í kosningunni í Vörubílstjórafélaginu Þrótti var kosningavél íhaldsins í Reykjavík sett í fullan gang. í Dagsbrún fengu hinir ömurlegu nddarar íhaldsins verri útreið en oftast undan- fanð og ekki einu sinni íhlutun borgarstjórans í Reykjavík né æðisleg íhaldssmölun dugði til að skipta um stjórn í Þrótti. í stórum og mikil- vægum verkalýðsfélögum, sem fyrir nokkrum arum var barizt heiftarlega um við hverjar kosn- mgar, hafa róttækar stjórnir nú orðið sjálfkjörn- ar, án þess að herforingjar íhaldsins sem stjórna attu sókninni miklu hafi treyst sér að bjóða þar fram. Svo er um Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík, Verkamannafélag Akureyrarkaup- staðar, Iðju á Akureyri. Þrótt á Siglufirði Sjó- mannafélagið Jötun í Vestmannaeyjum svo nokkur séu nefnd. Og sigurfréttirnar eru löngu hljoðnaðar í Morgunblaðinu, sóknin mikla virð- ist hafa runnið út í sandinn. Fólkið í verkalýðs- felogunum hefur reynzt óviljugt til að þakka tynr oðadýrtíð viðreisnarinnar og árásirnar á samningana og réttindi verkalvð,fplaPanna Meira að segja Morgublaðinu virðist orðið betta ljóst. — s.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.