Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.02.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 3. febrúar 1963 Verð ur sasnoargyg Þessa dagana fara fram mikilvægar samningaviðræður í hinu svokallaða Mið-Afríkusambandi milli brezka ráð- herrans í Mið-Afríku-málum, R. A. Butlers, og forsæt- isráðherra sambandsins, kynþáttahatarans Roy Welensky. j>eir komu saman til fundar sl. sunnudag í höfuðborg sambandsins, Salisbury, og lauk honum á föstudagskvöld. Ekki hafa þeir enn látið uppi úrslit viðræðnanna. 1 sambandinu eru þrír ólíkir aðilar, Norður-Rhódesía, Suður- Rhódesía og Nyasalnd, sem hvorki eiga samleið í þjóðíé- lagslegu né efnahagslegu til- liti og þjóðir landanna eru alls óskyldar. Þegar brezka stjórn- in stofnaði sambandið gegn vilja afríkumanna árið 1953 var það ekki fyrir tilviljun að þessum þrem ríkjum var steypt saman heldur til að reyna að varðveita nýlenduvaldið með nýrri aðferð: „Sameinið cg rík- ið yfir". Það tókst með þvingunum að stofna sambandið og síðan það var stofnað hefur því alltaf verið stjórnað af leppum ný- lendukúgaranna, kynþáttahötur- Góðan dag, blcikhöfði um frá Suður-Rhódesíu með hinn alræmda Roy Welensky 1 broddi fylkingar. Welensky hef- ur frá upphafi beitt sér fyrir því — einkum í Suður-Rhódes- íu og Nyasalandi — að koma á kynþáttamismunun að suður- afrískri fyrirmynd, yfirráðum „hvíta" minnihlutans yfir hin- um „innfæddu". Löndin verði óháð hvert öðru og Bretum Sem betur fer hefur honum ekki tekizt þetta að öllu leyti. Að vísu er kynþáttamismunun áberandi í Suður-Rhódesíu. að vísu eiga aðeins „hvítir" sæti í stjórn og á þingi bæði í Ny- asalandi og Suður-Rhódesíu þar sem frelsishreyfing sverting.ia er bönnuð og að vísu hefur brezkur landsstjóri úrslitavald í Norður-Rhódesíu þar sem þrír stjórnmálaflokkar afríkumanna unnu öll þingsætin í kosning- unum í október og desember 1962 — en svertingjar hafa aldrei sætt sig við þessi mála- lok og kröfurnar um að lönd- in verði sjálfstæð og óháð bæði hvert öðru og Bretlandi verða sifellt húværari. Norður-Rhódesía er stærst og ríkast landanna þó að meiri fólksfjöldi sé í hinum. Þar eru geysiverðmætar koparnámur og mikill iðnaður og að því leyti er landið mikilvægast fyrir ný- lenduherrana. En þar eru verk- iýðssamtök einnig sterkust og frelsishreyfíngin öflugust. Fólks- fjöldínn er tvær og hálf mill.i- ón og meira en 100 þusund verkamenn vinna i námunum sem eru eign brezkra einokun- arfyrirtækja. í Suður-Rhódesiu er einnig nokkur námugröftur en meírí- hluti þjóðarinnar lifir af land- búnaði. Evrópskir auðmenn hafa sölsað undir sig meira en helming jarOeigna og á stór- búunum er mest ræktað tóbak og mafs. I Nyasalandi stendur landbúnaður enn á mjög frum- stæðu stigi og þar eru það líka þeir „hvítu" sem eiga allar frjó- sömustu og beztu jarðirnar. Fyrsta takmark frelsishreyf- ingar afríkumanna er nýjar stjórnarskrár fyrir öll löndin í stað þeirra sem bau hafa Afríkumenn í Suður-Rhódesíu fagna leiðtoga sínum, Joshua Nkomo á fundi sem þeir héldu tll að kref jast frelsis og sjálfstæðis eftir kosningarnar 1961. Stuttu síðar var þávcrandi þjóðlegi flokk- urinn bannaður og haustið 1963 var hinn nýi flokkur Nkomos, ZAPU, líka bannaöur. verið þvinguð til að taka við frá London þar sem séð er um að völdin séu alltaf i höndum evrópumanna. Þeir krefjast stjórnarskráa og kesningalaga eftir reglunni „hver maður eitt atkvæði". Eftir gömlu kosn- ingalögunum i ríkjasamband- inu tókst flokki Roy Welen- skys að fá 55 af 56 þingsætum á kosningunum 1962 þótt hann fengi aðeins 9000 atkvæði — fólksfjöldinn í sambandinu er alls um níu milljónir. Öréttlát kosningalög 1 London var reynt að koma að nokkru til móts við kröf- urnar-um nýja stjórnarskrá en þess þó jafnframt gætt að skerða í engu völd evrópu- manna. Eftir ströngum ákvæð- um nýju kosníngalaganna urn' eignir, tekjur og menntun gátu aðeins 60 þúsund afríkumenr fengið kosningarétt í Suður- Rhódesiu (þar eru meira en þrjár miUjónir íbúa) og lýsti- samtök þeirra þá yfir að þeh myndu sniðganga kosningarnar Þær fóru fram í desember op vann þá kynþattahatarinn Win- ston Field stórsigur og mynd- aðí afturhnlrissama ríkisstjórn í Norður-Rhódesíu komust á ein flóknustu kosningalög serr nokkurn tíma hafa þekkzt. Serr dæml má nefna að í mörgum kjördæmanna varð írambjóð- andi, ef hann var svertingi, að fá a.m.k. 10 prósent atkvæða sinna frá „hvítum" ef hann átti að ná kosningu. Þrátt fyrir allt mnu afríkumenn mikinn sigur í kosningunum þar. Stærsti flokkurinn, sameinaði þjóðlegi ijálfstæðisflokkurinn fékk und- r forystu Kenneth Kaunda 14 'oingsæti, þjóðlegi afríski flokk- urinn sjö og sameinaði sam- bandsflokkurinn, sem er flokk- ur Evrópumanna, fékk 16 bingsæti. Eins og áður segir fengu afríkumenn þannig öll sex ráðherrasætin í hinu svo- kallaða „löggjafarráði" sem lýt- ur þó enn valdi brezka land- stjórans. - ' r.oparbeltið á andamærunum aurt iicfc-j Nú virðast allir — nema Roy Velensky — sammála um að íysa beri upp ríkjasambandið. Vtrískir leiðtogar hafa hvað eftir annað kraíizt sjálfstæðis og breytinga á stjórnarskránni ng meira að segja afturhalds- stiórnin í Suður-Rhódesíu virð- fst því fylgjandi að sambandið verði leyst upp. Bretar hafa formlega veitt vanþróaðasta 'ondinu, Nyasalandi, rétt til að ganga úr sambandinu, en þeir munu verða fastheldnari á Rhódesíu sem f.lugher Tsjombes hafði bækistöðvar sínar í Kongóstríðinu og það duldist engum meðan atburðirnir í Kongó stóðu sem hæst að brezkir auðjöfrar stefndu að Norður-Rhódesíu. Það var í N- Rhódesíu. Koparbeltið liggur 'pvert yfir landamærin! R. A. Butler er nú opinber- lega í Salisbury til að semja um „framtíð ríkjasambands- ins" — réttara væri þó eflaust að segja að hann og Roy Wel- ensky væru að reyna að finna lausn á miklu vandamáli, — því, hvernig hægt sé bæði að tryggja gróða stóreignamann- anna og yfirráð evrópumanna í sambandinu og „veita" þó afríkumönnum það sjálfstæði, sem ekki er hægt að fresta miklu lengur. OMAHA 1/2 — Birgðir Banda- ríkjanna af langdrægum flug- skeytum munu verða auknar um meira en eina á dag árið 1963, var tilkynnt í dag í aðalstöðvum sprengjuflugstjórnarinnar (SAC) í Omaha, Nebraska. Bandaríkin eiga nú meira en 200 slík skeyti tilbúin til notkun- ar, sagði forstjóri SAC. Hneykslissögur af heldra fólki — Bókmenntagagnrýni af bezta tagi — Höfuðr't potterismans Á valdatíma Verkamanna- flokksins í Bretlandi fyrir rúmum áratug komst íhalds- maður eínn að nafni Ter- ence Hanbury White að þeirri niðurstöðu að ólukkans sósí- alistarnir væru búnir áð koma svo ár sinni fyrir borð með erfðafjárskatti og öðr- um svívirðilegum brögðum. að hin eina og sanna yfír- stétt, aðallinn. ætti sér ekki framar viðreisnar von. Sér til huggunar í þessum þungu raunum tók T. H. White að glugga í gamlar skræður og plögg frá þeim tíma þegar aðallinn var og hét, og úr varð bók um menn og mal- efni á síðara hluta átjándu aldar, sem White nefnir Hneykslisöldina (The Age of Scandal). Ritið kom nýlega úi í ódýrri útgáfu hjá Penguin. Lesandinn hlýtur mjög að draga í efa einlægni höfund- ar þegar hann kveðst syrgi-i lénsveldið. því annað einsisam- ansafn óþokka, siðleysing.ir og heimskingja og hann drcrr ur fram úr röðum brezkrar yfirstéttar mun vandfundið. En sannfæring þessa lýðs um eigið ágæti og óskoraðan rétt gerir spillinguna stóra í snið- um og sögulega. White lætur átjándu aldar menn tala sem mest sjálfa í bréfum, dagbók- um og réttarskjölum. Einkum eru bréf Horace Walpole hon- um óþrjótandi náma. Hann skyggnist víðar en um Bret- land, annar eins laukur franskrar aðalsstéttar og de Sade markgreifi sómir sér vei á þessu sjónarsviði. Konungs- ættirnar voru höfuð aðalsins og hneyksli kóngafólksins báru auðvitað af. Kaflinn um þau hjón Kristján VII konung fslands og Danmerkur og ensku prinsessuna Karólínu Matthildi, sem varð fyrir því óláni að verða drottning han.=. er einhver sá allra mergi- aðasti í bókinni. Taumlausu svalli fávitans sem forfeðv- um okkar var skylt að télja yfir sig settan af guðs náí er rækilega lýst í samtítri'i heimildum og þá ekki síðu- afdrifum Struensee, sem 'é! Hfið með hroðalegum hæti; fyrir að dirfast að hrófla viC forréttindum danska aðalsinf. Eins og við munum úr Is- landssögunni var þessi þýzki læknir friðill drottningar, en þar var víst ekki frá því skýrt að upphafið að kynn- um þeirra var að síðasta verk sem Kristján konungur gerði af viti var að fem Struensee að lækna drotln- ingu af sýfilis sem hún hafði fengið af eiginmanni sínum. *'*?¦"* Komið er út hjá Penguin eitt af mörgum ritgerðasöfn- um bandaríska rithöfundarins Edmund Wilson, sem er kunnastur fyrir bókmennt.a- gagnrýni sína og ber hðfuð og herðar yfir flesta landa sína í þeirri grein, en hefur að auki lagt stund á flest- ar aðrar greinar fagurbók- mennta með misjöfnum en oftast sómasamlegum árangri. Bók þessi nefnist The Triple Thinkcrs, og þar fjallar Wil- son meðal annars um Púshkt'r (þýðir Bronsriddarann), Hous man, Shaw, marxismann o\ bókmenntirnar, sögulega ból; menntaskýringu og framtíf1 ljóðlistarinnar. Eins og sjíi má af þessu er Wilson ekki einn þeirra bókmenntafræð- inga sem leggja kapp á að vita sem mest um sem allra fæst, enda er hann strangt tekið enginn bókmennía- fræðingur heldur hámenntað- ur og víðlesinn fjölfræðingur Rithöfundarþjálfun fékk hann sem blaðamaður fyrir róttæk. bandarísk tímarit á kreppu- árunum, hann rakti sögu sósíalistískra hugmynda fram til 1917 To the Finland Station, gaf út smásagnasafn sem bannað var í Boston (Mcmoirs from Hccate County) og var með þeim fyrstu sem senda frá sér þók um hellahandritin frá Dauða- hafinu. Þetta er sem sagt höfundur sem lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi, en á- hrif sín í bandarískum bók- menntaheimi nú orðið á Wil- son einkum því að þakka hve laus hann hefur verið við akademískar kreddur og tízkubundna hleypidóma. Og svo skrifar maðurinn afburða vel. * • • Frumlegasti kímnihöfundu; sem komið hefur fram í ensk- um bókmenntum síðustu ára- íugina er tvímælalaust Step- hen Potter (nei, ég gleymi kki Parkinson). Nú eru öll •öfuðrit potierismans komin 'it hræódýr hjá Penguin, en 'oau heita Gamesmanship. Lifmanship, One-Upmanshir og Supermanship. Undirtitill fyrstu bókarinnar er lauslega þýddur á þessa leið: „Listin að vinna í leiki- um án þess að hafa hrein- lega rangt við", og þar er \ mjög fræðimannlegan hótt 'ýnt framá hvernig þeita •ikal brögðum til að sigra sév betri mann í leikjum eins og skák, golfi, tennis o.s.frv. Næstu bækur fjalla svo um bað hvernig á að fara að bvi c;ð setia náungann út af laj;- inu og koma í hann minni- máttarkennd, en sú síðasta gefur ráð til að halda yfir- höndinni én þess að valda sjálfum sér taugaáfalli með áreynslunni. Lífsreglur sam- keppnissamfélagsins í hnot- skurn. • * * Fáein orð um nokkrar aðt- ar Penguinbækur: Malone Dies eftir Samuel Beckett. Landi og einkaritari Joyce, sem varð heimsfrægur fyrir Godot, rekur í skáldsögu- formi eintal karlægs og minnissljós gamalmennis á banasænginni. A Pictorial Mistory of Nazi Germany, bók um feril nazista sem Er- win Leiser hefur sett saman. efnið mestallt sótt í hmn frægu heimildarkvikmync hans um Þriðja ríkið. Sál- "ræðingurínn og geðlæknir- inn D. J. West gerir í Homo- sexualíty grein fyrir niður- stoðum rannsókna á kynvil' j Jóhann Struensee. og setur fram sínar hug- myndir um orsakir hennar (ótti og bæling gagnvart kyn- ferðismálum) og ráð til að hindra að kynvillutilhneiging- ar verði að rótgróinni kyn- villu (heilbrigð og ofstækis- laus afstaða til kynlífs. í öll- um þess myndum). — The Lovers, teiknlngar Frakkans Raymonds Peynet af skáldinu og elskunni hans, eru afar franskar, óskammfeilnar og fyndnar. The Penguin Charl- -s Addams er safn af hroll- •ckjuskopmyndum eins kunn- ¦-a>a teiknara New Ýorker. M.T.Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.